5. fundur 20. ágúst 2019 kl. 16:00 - 19:00 Ármóti á Bakkabæjum.
Nefndarmenn
  • Engilbert Olgeirsson formaður
  • Sævar Jónsson aðalmaður
  • Helga Fjóla Guðnadóttir aðalmaður
  • Viðar Steinarsson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir varamaður
  • Guðni Kristinsson embættismaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

1.Vettvangsferð Samgöngu- og fjarskiptanefndar ágúst 2019

1908008

Farið að brúarstæði Oddabrúar.
Farið var niður að brúarstæði Oddabrúar og framkvæmdir skoðaðar. Einnig kom Hafliði Halldórsson frá ferðaþjónustunni í Ármóti sem gestur á fundinn og ræddi um vegamál á Bakkabæjum. Fram kom í máli Hafliða að bakkabæjavegur hafi verið skelfilegur í allt sumar og mikil þörf fyrir úrbætur.

2.Styrkvegir 2019

1902001

Niðurstaða umsóknar um styrkvegafé - ákvarðanir um framkvæmdir haustsins.
Fyrir liggur að sveitarfélagið fékk úthlutað 5 mkr í styrkvegafé á þessu ári en fjármagnið hefur verið að dragast saman og á síðasta ári var úthlutunin einungis 1.9 mkr. Er því nú um verulega aukningu að ræða og ber að fagna því. Rætt var um hvernig verja skuli þessu fjármagni í ár en fyrir liggur að vegagerðin gerir ráð fyrir að styrkurinn sé nýttur fyrir árslok 2019. Á þessu ári er gert ráð fyrir heflun styrkvega að fjárhæð 682 þkr.

Jafnframt er tillaga um að verja 1 mkr í lagfæringu vegar að Réttarnesi í samstarfi við húseigendur í Fjallalandi.

Samþykkt með 4 atkvæðum, einn situr hjá (SJ).

Frekari ákvörðunum frestað til næsta fundar en áætlað er að fara í vettvangsferð þann 26. ágúst nk. með brottför frá Hellu kl 9:00 árdegis.

3.Vegir í Rangárþingi

1704013

Eftirfylgni við úttektina.
Rætt var um hvernig skuli fylgja eftir þeirri vegaúttekt sem gerð var á síðasta ári fyrir allt sveitarfélagið. Hugmynd kom fram um að gera stutt myndband sem deila mætti á samfélagsmiðlum t.d. þar sem áhersla væri lögð á klæðningu 80 km af tengivegum innan sveitarfélagins. Markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins telur auðvelt að vinna slíkt upp úr þeim gögnum sem liggja fyrir úr vegaúttekinni. Stefnt er að því að kynna drög að slíku á næsta fundi nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?