7. fundur 15. júlí 2020 kl. 13:00 - 17:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Engilbert Olgeirsson formaður
  • Sævar Jónsson aðalmaður
  • Borghildur Kristinsdóttir aðalmaður
  • Viðar Steinarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Yngvi Harðarson sveitarstjórnarmaður var leiðsögumaður í ferðinni og tók þátt í fundi nefndarinnar. Helga Fjóla Guðnadóttir boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann.

1.Vettvangsferð Samgöngu- og fjarskiptanefndar júlí 2020

2007012

Vettvangsferð nefndarinnar í Þykkvabæ
Lagt var af stað frá Miðjunni á Hellu kl. 13:00, ekið í Þykkvabæ og ekinn m.a vegslóði meðfram ánni og niður hjá Borg. Þá var ekið á Þykkvabæjarfjöru niður hjá Suður-Nýjabæ og skoðaðar aðstæður. Áning var í Oddsparti og Hlöðueldhúsið skoðað hjá Þórólfi og Hrönn. Þar var einnig fundað stuttlega. Áfram var ekið upp hjá Sandhólaferju og komið aftur að Hellu kl. 17:45.

2.Styrkvegir 2020

2006008

Framkvæmdir ársins við styrkvegi.
Formaður kynnti að styrkur hefði fengist að fjárhæð 5. mkr til framkvæmda á styrkvegum í sveitarfélaginu á þessu ári. Tillaga er um að meginhluta styrks ársins verði m.a. ráðstafað til vegabóta eftir bakka Djúpár/Hólsár frá Djúpósi að Fjarkastokki og frá afleggjara að Fjarkastokki að Hólsbakka. Óskað eftir því að sveitarstjóri og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar vinni að framgangi þessa máls og leiti samsráðs við veiðifélag árinnar, sumarbústaðaeigendur og aðra sem nýta þessa leið í atvinnuskyni. Jafnframt verði styrkvegafé ársin nýtt til að undirbúa veg á Þykkvabæjarfjöru ef áhugi er fyrir hjá landeigendum. Er óskað eftir því að sveitarstjóri og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar eigi fund með landeigendum við fyrsta tækifæri til að fara yfir þessar hugmyndir og eftir atvikum vinni málið áfram. Ef styrkvegafé ársins nýtist ekki að fullu í ofangreind verkefni þá verði hugað að vegtengingu milli Heklubrautar/Kotvegar og Þingskálavegar 268 um Bolholtsskóg.

Samþykkt samhljóða.

3.Vegaframkvæmdir Rangárþingi ytra 2020-2021

2006007

Upplýsingar frá fundi með svæðisstjóra.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin var send nefndarfólki strax að vettvangsferð lokinni og staðfest með tölvupósti.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?