8. fundur 02. júní 2021 kl. 16:00 - 18:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Engilbert Olgeirsson formaður
  • Helga Fjóla Guðnadóttir aðalmaður
  • Viðar Steinarsson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Tómas Haukur Tómasson Forstöðumaður
Sævar Jónsson boðaði forföll.

1.Styrkvegir 2020

2006008

Yfirlit verkefna 2020
THT fór yfir verkefni síðasta árs. Megnið af styrkvegafé fór í lagfæringar á Hólsábakkavegi frá Fjarkastokk og áleiðis niður að Borg. Eftir er að keyra í ca 400m kafla ofan við Borg.

2.Styrkvegir 2021

2103043

a) Hugsanleg verkefni 2021
b) Fyrirhuguð vettvangsferð.
Farið var yfir helstu verkefni sem þarf að skoða fyrir árið 2021, má þar nefna að ljúka þarf síðasta hluta vegarins með Hólsárbakka að Borg. Lagfæring á brúargólfi á Rangárbrú við Reynifell. Styrkja veginn við Þjófafoss í samvinnu við Skógræktina og Landgræðsluna.
Lagfæra veg frá Heklubraut að Þingskálavegi í gegnum Bolholtsskóg.

3.Oddabrú yfir Þverá

1501024

Staða mála
Farið yfir stöðu vegaframkvæmda við Oddabrú. Vegagerðin er búin að bjóða út undibúningsvinnu fyrir burðarlag og lagningu slitlags. Vegurinn kemur nú inn á vegaskrá og er það fagnaðarefni. Verklok eru áætluð 1.okt 2021.

4.Göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá ofan Þjófafoss

1805006

Staða mála.
Brú er í framkvæmd, búið að reisa burðarvirki og verið að vinna að brúargólfi.
Lagt er til að sveitarfélagið taki samtalið við Landsvirkjun um að koma að vegabótum frá Landvegi að Þjófafossi

5.Vegir í Rangárþingi

1704013

Viðhald og nýframkvæmdir við tengivegi í sveitarfélaginu
Vegagerðin hefur flýtt framkvæmdum við Rangárvallaveg og Oddaveg. Verður lagt slitlag á þessa vegi á árinu 2021. Lögð fram áætlun frá Vegagerðinni um fjármagn til tengivega. Hlutur vega í Rangárþingi ytra fram til ársins 2025 er 650 milljónir.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?