9. fundur 04. ágúst 2021 kl. 13:00 - 18:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Engilbert Olgeirsson formaður
  • Sævar Jónsson aðalmaður
  • Viðar Steinarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
Fundargerð ritaði: Tómas Haukur Tómasson
Helga Fjóla Guðnadóttir og Borghildur Kristinsdóttir boðuðu forföll. Varamenn höfðu ekki tök á að mæta.

1.Vettvangsferð Samgöngu- og fjarskiptanefndar júlí 2021

2107032

Vettvangsferð Samgöngu- og fjarskiptanefndar 04.08.2021 var farin frá Miðjunni kl.13.00.

Byrjað var á því að skoða brúna á Eystri Rangá við Reynifell, en þar er komið að viðhaldi. Síðan voru vegabætur á veginum frá brúnni á Eystri Rangá að Reynifelli skoðaðar.
Ekið var frá Reynifelli um endurbættan veg milli Þorleifsstaða og að Fossi. Frá Fossi var farið út á Fjallabaksleið syðri. Var það samdóma álit nefndarmanna að bera þyrfti í hluta af Fossvegi.
Ekið var í gegnum Gunnarsholt og um Heklubraut að Koti. Þessi vegur var heflaður í vor og var í ágætu ástandi. Rætt var um að þessi vegur verði heflaður árlega í sumarheflun.
Þá var farin ný leið frá Kotsvegi að og í gegnum Bolholtsskóg og út á Þingskálaveg. Fram kom að áhugi er hjá Skógræktarfélaginu að bæta aðgengi að og um þetta skógræktarsvæði.
Frá Bolholtsskógi var farið að nýrri göngu- og reiðbrú við Búrfellsskóg. Var ánægja með þessa framkvæmd Landsvirkjunar. Síðan var farið niður með Þjórsá, Skarfanesveg og voru aðilar sammála um að þar væri þörf á töluverðum lagfæringum. Líklegt er að Skógræktin og Landgræðslan leggi fjármagn á móti sveitarfélaginu í lagfæringar á þessum vegi.
Ferð lauk um kl.18.30 við Miðjuna.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?