10. fundur 16. september 2021 kl. 16:30 - 18:20 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Engilbert Olgeirsson formaður
  • Sævar Jónsson aðalmaður
  • Helga Fjóla Guðnadóttir aðalmaður
  • Viðar Steinarsson aðalmaður
  • Gunnar Aron Ólason varamaður
Starfsmenn
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
Fundargerð ritaði: Tómas Haukur Tómasson starfsmaður
Borghildur Kristinsdóttir boðar forföll og mætti Gunnar Aron Ólasson í hennar stað.

1.Styrkvegir 2021

2103043

Ráðstöfun styrkvegafjár ársins 2021
Lagt er til að framlög til Styrkvega verði dreift samkvæmt framlagðri tillögu. Verkefnin verða Hólsárbakkavegur, Þjófafossvegur, Reynifellsvegur og lagfæring á brú, Fossvegur og Króksvegur um Faxa.
Nefndin áréttar að nýr vegur um Biksléttu, tenging milli Hekluvegar eystri og Krakatindsleiðar verði komið inn á aðaskipulag við fyrsta tækifæri.

2.Snjómokstur

1611023

Vegagerðin hefur fram til þessa haldið utanum verðkönnun á snjómokstri á héraðsvegum og heimreiðum. Nú eru þeir a koma þessari vinnu á sveitarfélögin en eru tilbúnin til að aðstoða við þá vinnu.
Samningar eru útrunnir og komið að því að taka ákvörðun um hvernig skal standa að næsta útboði.
Nefndin leggur til að útboði verði skipt niður í allt að þrjú svæði.
Fram kom að eftirlit þarf að vera skilvirkt.
Lagt er til að halda sér fund um framkvæmd snjómoksturs þegar drög útboðsgögn verði tilbúin.

Fundi slitið - kl. 18:20.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?