11. fundur 28. október 2021 kl. 16:00 - 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Engilbert Olgeirsson formaður
  • Sævar Jónsson aðalmaður
  • Helga Fjóla Guðnadóttir aðalmaður
  • Borghildur Kristinsdóttir aðalmaður
  • Viðar Steinarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
Fundargerð ritaði: Tómas Haukur Tómasson

1.Snjómokstur

1611023

Fara yfir stöðu á útboði og fyrirkomulagi á helmingaskiptamokstri og mokstri á hemreiðum í Rangárþingi ytra.
Lagt er til að boðið verði út helmingaskipta- og heimreiðamokstur sem opið útboð. Verkinu skipt niður í 4 svæði. Lögð voru fram drög að útboðsgögnum sem voru samþykkt með smá breytingum.

Rætt var um snjómokstur á tengivegum sem vegagerðin sér um. Nefndin leggur áherslu á að mokstursdögum verði fjölgað þar sem einungis er mokað 2-3 daga í viku.

2.Styrkvegir 2021

2103043

Farið yfir stöðu styrkvegaframkvæmda.
Farið yfir stöðu styrkvegaframkvæmda á árinu. Lagt til að færa fé úr verkefni vð Faxa yfir á Skarfanesveg.

Stefnt að því að lagfæra veginn yfir Faxa þegar fjallvegir opna næsta sumar.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?