3. fundur 04. október 2022 kl. 08:30 - 10:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Viðar M. Þorsteinsson formaður
  • Brynhildur Sighvatsdóttir aðalmaður
  • Daníel Freyr Steinarsson aðalmaður
  • Sævar Jónsson aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Tómas Haukur Tómasson Embættismaður

1.Styrkvegir 2022

2203044

Farið yfir stöðu styrkvegamála og næstu skref skoðuð.
THT fer yfir stöðu mála varðandi lagfæringar styrkvega. Byrjað er að vinna við Styttinginn frá Landmannahelli yfir á Dómadal að austanverðu. Verða sett tvö ræsi í Hellishvíslina og keyrt í helstu polla á leiðinni. Einnig verður reynt að lagfæra helsta úrrennsli á Krakatindaleið. Mikilvægt er að Krakatindaleið verði skoðuð á vorin með tilliti til úrrenslis til að forðast það að vegir færist til.

Til að létta á umferð um Krakatindaleið verði stuðlað að því að heimila akstur frá Breiðaskarði í Biksléttu

Samþykkt.

2.Ljósleiðarakerfi á íbúða og frístundasvæðum.

2209099

Ljósleiðaravæðing á íbúða- og frístundasvæðum á forsendum landeigenda.
Rædd var aðkoma Rangárljóss varðandi þjónustu við íbúðar- og frístundasvæði þar sem landeigendur hafa lagt í vinnu við að koma niður ljósleiðaralögnum á slíkum svæðum án beinnar aðkomu Rangárljóss. Farið var yfir minnisblöð er varða Minna-Hof og aðkomu Rangárljóss að þjónustu við það íbúðarsvæði. Hefur landeigandi boðist til að afhenda innviði án endurgjalds.

Leggur nefndin til að Rangárljós taki jákvætt í erindið og gerðar verði kostnaðargreiningar á því.
Unnið verður að drögum að samningum.

Samþykkt.

3.Snjómokstur

1611023

Fara yfir málefni snjómoksturs og viðmiðunarreglur um snjómokstur í dreifbýli Rangárþings ytra.
Farið var yfir viðmiðunarreglur um snjómokstur á heimreiðum. Forstöðumanni eigna og framkvæmdasviðs falið að yfirfara reglur um snjómokstur. Gera skal ráð fyrir að þar sem heimreið er á vegaskrá sé hún mokuð. Ef aðstæður eru þannig að heimreið er ekki sjáanleg hefur forstöðumaður eigna og framkvæmdasviðs heimild til að fresta mokstri þar til aðstæður leyfa.

Forstöðumaður leggur fram tillögu að breyttum reglum á næsta fundi.

Farið var yfir athugasemdir við ráðningu verktaka snjómoksturs á Héraðs- og tengivegum.
Tillaga um að fela forstöðumanni eigna og framkvæmdasviðs og sveitarstjóra að svara erindinu.

Samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?