9. fundur 13. janúar 2016 kl. 13:00 - 14:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Þorgils Torfi Jónsson aðalmaður
 • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
 • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
 • Elín Grétarsdóttir aðalmaður
 • Karl Ölvisson aðalmaður
 • Nanna Jónsdóttir aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
 • Brynja Jóna Jónasdóttir aðalmaður
 • Tyrfingur Sveinsson varamaður
Fundargerð ritaði: Nanna Jónsdóttir/Ágúst Sigurðsson sveitarstjórar
Einnig sátu fundinn Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi Ásahrepps og Haraldur Birgir Haraldsson skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings ytra. Egill Sigurðsson og Sólrún Helga Guðmundsdóttir voru forfölluð.

1.Hágöngur og Skrokkalda - virkjunarkostir

1601010

Kynning Landsvirkjunar á virkjunarkostum fyrir samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps
Fulltrúar Landsvirkjunar kynntu virkjunarkosti sem eru til skoðunar við Hágöngur og Skrokköldu á Holtamannaafrétti. Fulltrúar frá Landsvirkjun voru Bjarni Pálsson deildarstjóri, Ásgrímur Guðmundsson verkefnisstjóri fyrir Hágönguvirkjun og Pétur Ingólfsson verkefnisstjóri fyrir Skrokkölduvirkjun. Farið var yfir helstu gögn sem liggja fyrir varðandi þessa tvo virkjunarkosti sem báðir eru í biðflokki.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?