13. fundur 01. júní 2023 kl. 08:30 - 10:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Efri-Rauðalækur L165076, Landskipti E-R2

2305062

Eigandi Efri-Rauðalækjar L165076 óskar eftir að fá að skipta úr jörð sinni, 32,89 ha spildu. Spildan fengi heitið Efri-Rauðalækur 2 og L235869 og er í samræmi við uppdrátt frá Nýhönnun dags. 22.3.2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að þau verði samþykkt. Lóðin verði áfram í landbúnaðarnotum.

2.Leirubakki, Landskipti Efra Fjallaland 25, 27, 29 og 31

2305061

Eigandi Leirubakka óskar eftir að fá að skipta út fjórum lóðum úr jörð sínni og er það í samræmi við gildandi deiliskipulag dags. 4.10.2022. Lóðirnar fengju heitin Efra-Fjallaland 25, stærð 9035,4 m² L235870, Efra-Fjallaland 27, stærð 9904,2 m² og L235871, Efra-Fjalland 29, stærð 10044,7 m² og L235872 og Efra-Fjallaland 31, stærð 10289,6 m² og L 235873 og er í samræmi við lóðablöð frá Eflu dags. 2.5.2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að þau verði samþykkt. Lóðirnar verði í frístundanotum í samræmi við deiliskipulag.
Fylgiskjöl:

3.Hagi lóð, L165216. Landskipti, Hagi lóð L1 og L2.

2305060

Eigandi lóðarinnar Hagi lóð L165216 óskar eftir að fá að skipta út teimur lóðum úr lóð sinni og er það í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir svæðið sem staðfest var af sveitarstjórn þann 9.9.2014. Önnur lóðin fengi heitið Hagi lóð L1, og yrði 4.950 m² að stærð og landeignanúmerið L235866. Seinni lóðin fengi heitið Hagi lóð L2, yrði 4.950 m² að stærð og fengi landeignanúmerið L235867
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að þau verði samþykkt. Lóðirnar verði í frístundanotum í samræmi við deiliskipulag.

4.Reyðarvatn K5. Staðfesting á afmörkun lóðar

2305066

Landgræðslan óskar eftir að afmörkun lóðarinnar Reyðarvatn K5 verði staðfest í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt frá Landgræðslunni, dags. maí 2023, þar sem stærð breytist úr því að vera skráð 16,0 ha í 16,7 ha og er ástæðan sögð vera nákvæmari mæliaðferðir frá því lóðin var fyrst stofnuð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tilgreindar leiðréttingar á lóðinni og leggur til að þær verði samþykktar. Lóðirnar verði í frístundanotum í samræmi við deiliskipulag.

5.Völlur. Landskipti vegsvæði

2305067

Landeigandi Vallar L228111 óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu 6.343 m² spildu undir þjóðveg sem verður í veghaldi Vegagerðarinnar. Spildan fengi heitið Völlur - vegsvæði og landeignanúmerið Lxxxxxx í samræmi við uppdrátt frá Vegagerðinni dags. 25.1.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

6.Þjóðólfshagi 32, L165164, Landskipti og leiðrétting á afmörkun.

2306001

Eigandi Þjóðólfshaga 1, L165164, hefur óskað eftir að stofnuð verði landspilda úr jörð sinni í samræmi við uppdrætti frá Landnotum dags. 9.5.2023. Skipt verði út 42.461 m² spildu sem nýtt hefur verið sem beitarhólf síðustu ár en tilheyrt hefur lóð 32 úr landi Þjóðólfshaga. Spildan fengi heitið Þjóðólfshagi 32b og landeignanúmerið L235887. Samkvæmt verklýsingu á uppdrætti er markalínan sem snertir nýja spildu á móti landi Berustaða, skilgreind upp á nýtt skv. þinglýstum gögnum frá 1959.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að þau verði samþykkt. Lóðin verði áfram í landbúnaðarnotum í samræmi við skipulag.

7.Staða byggingarleyfismála

1810046

Staða byggingarleyfismála kynnt
Lagt fram til kynningar
Fylgiskjöl:

8.Landmannalaugar Pallur á laugasvæði framkvæmdaleyfi

2108030

Umhverfisstofnun sækir um leyfi fyrir endurnýjun á laugarpalli í Landmannalaugum. Um er að ræða byggingu nýs palls sem er talsvert stærri en núverandi pallur. Þar sem áður veitt leyfi hefur runnið út er óskað endurnýjunar á útgefnu leyfi skv. umsókn dags. 26.4.2023.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem skilgreind er þjónusta á umræddu svæði. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

9.Landmannalaugar stöðuleyfi

2305057

Slysavarnafélagið Landsbjörg óskar eftir stöðuleyfi fyrir hálendisaðstöðu sína í Landmannalaugum.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við veitingu stöðuleyfis fyrir hálendisaðstöðu í Landmannalaugum. Gert er ráð fyrir að staðsetning verði sú sama og undanfarin ár.

10.Erindisbréf nefnda - endurskoðun

2207031

Lögð eru fram drög að erindisbréfi nefndarinnar til umsagnar og yfirferðar að beiðni sveitarstjórnar.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindisbréfið að svo stöddu en áskilur sér rétt til að koma að umræðum ef skoðað yrði hvort úthlutun lóða verði færð til afgreiðslu nefndarinnar

11.Leynir, mat á umhverfisáhrifum

2001032

Kærð ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 24. júní 2022 um að fyrirhuguð uppbygging á verslunar- og þjónustusvæði í landi Leynis 2 og 3 skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Kæra nr. 81/2022.
Úrskurður Úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála liggur fyrir dags. 19.4.2023 þar sem felld er úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar.
Lagt fram til kynningar

12.Lækur 2. Mat á umhverfisáhrifum.

2303036

Niðurstaða Skipulagsstofnunar vegna matsskyldu. Umrædd framkvæmd skal ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Lagt fram til kynningar

13.Hvammsvirkjun. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

2212059

Landsvirkjun óskar eftir framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar Rangárþings ytra til byggingar á 95MW Hvammsvirkjun. Landsvirkjun hefur samhliða óskað eftir framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hvammsvirkjun verður staðsett neðan núverandi virkjana á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár og kemur til með að nýta 32 m fall Þjórsár frá Yrjaskeri rétt ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey austan við Þjórsárholt. Virkjunin nýtir miðlað rennsli Þjórsár ofar á vatnasviðinu. Gert er ráð fyrir allt að 95 MW vatnsaflsvirkjun með árlega orkuvinnslu um 740 GWh. Lögð er fram ítarleg greinargerð í umboði beggja sveitarfélaganna.
Skipulags- og umferðarnefnd mælist til þess að sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykki framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi á grundvelli heimilda aðalskipulags, gildandi deiliskipulags, umhverfismats framkvæmdarinnar og framlagðri greinargerð sem unnin er í sameiningu fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Rangárþing Ytra. Leyfið verði veitt með þeim skilyrðum sem fram koma innan greinargerðar er varðar mótvægisaðgerðir, vöktun og frágang vegna framkvæmdarinnar. Jafnframt er gert ráð fyrir að skipuð verði eftirlitsnefnd í samráði við framkvæmdaaðila og aðra leyfisveitendur. Eftirlitsnefndin mun hafa eftirlit með því að öllum skilyrðum sem framkvæmdinni hafa verið sett sé framfylgt. Eftirlitsnefndin hefur, ásamt skipulagsfulltrúa, eftirlit með því að framkvæmdin sé í samræmi við leyfi og úrskurð um mat á umhverfisáhrifum skv. 17. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum. Nefndin mun skila af sér skýrslu um framkvæmd eftirlitsins við lok hvers áfanga framkvæmdarinnar. Sé settum skilyrðum ekki framfylgt, ásigkomulag, frágangi, notkun eða umhverfi framkvæmdar eða eigin eftirlit framkvæmdaaðila ábótavant eða stafi af henni hætta skal eftirlitsnefndin tilkynna framkvæmdaaðila skriflega um og úrbóta krafist.

14.Múlaland L164996 deiliskipulag

2304033

Landeigendur óska eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af lóð sinni. Gert verði ráð fyrir byggingu sumarhúss á landinu ásamt geymslum og mögulegu gestahúsi í samræmi við skipulagsgögn frá Eflu dags. 27.3.2023.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið

1903030

Svæðisskipulag Suðurhálendis 2020-2032. Lögð er fram tillaga að svæðisskipulagi, ásamt greinargerðum og umhverfisskýrslu til afgreiðslu.
Lagt fram til kynningar

16.Ægissíða 1, L165446. Deiliskipulag ferðaþjónustu

2303093

Andri Guðmundsson og Árni Freyr Magnússon í fullu umboði landeiganda hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi af hluta jarðarinnar Ægissíða 1, L165446. Tillagan tekur til uppbyggingar á ferðaþjónustu þar sem gert er ráð fyrir 12 plastkúlum, þjónustuhúsi og bílastæði. Gögn frá Landmótun dags. 22.3.2023. Tillagan var auglýst frá og með 6.3.2023 til og með 24. maí 2023. Ábending barst frá Vegagerðinni.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

17.Grænir iðngarðar - deiliskipulag

2211072

Rangárþing ytra hefur hafið vinnu við skipulag grænna iðngarða á skilgreindu iðnaðarsvæði I1. Aðkoma að svæðinu er af Kirkjubæjarvegi nr. 2704. Sveitarfélagið hyggst byggja upp Grænan iðngarð á svæðinu og skipuleggja lóðir og mannvirki undir hverskonar starfsemi sem fellur að hringrásarhugsun grænna iðngarða. Sem miðar að því að ólík fyrirtæki hefja starfsemi á skipulögðu svæði og nýta ólíka efna- og orkustrauma sem verða til í sambúð þeirra. Sérstaklega verður hugað að yfirbragði byggðar í sátt við umhverfi og náttúru. Norðan svæðis er móttöku og flokkunarstöð að Strönd, sem eftir atvikum geti tengst starfsemi grænna iðngarða. Tillagan var auglýst með athugasemdarfresti til og með 24. maí.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar umsagnir. Nefndin telur ekki ástæðu til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

18.Svínhagi L7C. Deiliskipulag

2303029

Landeigandi hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir spildu sína, Svínhagi L7C, L222402. Á svæðinu verði gert ráð fyrir byggingu frístundahúss, vinnustofuhúss, bílgeymslu og gróðurhúss ásamt 2-3 gestahúsum. Tillagan var auglýst og frestur til athugasemda gefinn til og með 24. maí. Athugasemda barst frá heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna misræmis í texta varðandi húsagerðir.
Skipulags- og umferðarnefnd frestar afgreiðslu erindisins þar sem ekki hefur verið brugðist við athugasemdum umsagnaraðila.

19.Gásagustur á Holtamannaafrétti. Deiliskipulag fjallasels.

2305024

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita fyrir hönd Ásahrepps óska eftir umsögn vegna tillögu að deiliskipulagi fyrir Gásagust á Holtamannaafrétti. Á staðnum eru tveir skálar í sameiginlegri eigu Ásahrepps og Rangárþings ytra og einn skáli og kamar í eigu Veiðifélags Holtamannaafréttar. Svæðið er innan Friðlands Þjórsárvera. Gásagustur er í jaðri Þúfuvers, norðan við Þúfuvötn. Mannvirki eru nýtt sem gangnamannahús og fyrir veiðimenn. Aðkoma er af Kvíslaveituvegi.
Í deiliskipulaginu er afmörkuð ein lóð fyrir mannvirki. Heimilt er að byggja 3 hús og getur heildar byggingarmagn verið allt að 300 m2. Gert er ráð fyrir gistingu í 2-3 skálum og að heimilt sé að vera með aðstöðu fyrir landvörð, upplýsingar og fræðslu um Friðland Þjórsárvera. Gisting getur verið fyrir 30 gesti. Heimilt er að nýta mannvirki allt árið. Núverandi mannvirki verða fjarlægð. Skipulagssvæðið er um 3,7 ha.
Skipulagsgögn frá Eflu dags. 14.11.2022.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir við fram lagða tillögu.

20.Þjóðólfshagi. Ósk um breytingu á landnotkun í aðalskipulagi.

2203008

Eigendur lóða innan núverandi sumarhúsasvæðis í Þjóðólfshaga hafa óskað eftir eða ekki gert athugasemdir við ákvörðun sveitarstjórnar um að landnotkun lóðanna verði breytt úr frístundanotkun í íbúðarbyggð þar sem áform eru uppi um skráningu lögheimilis á svæðinu. Landnotkun nokkurra lóða hefur þegar verið breytt í íbúðarnotkun. Lýsing hefur verið kynnt.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

21.Landmannalaugar, Mat á umhverfisáhrifum.

1705027

Lögð eru fram viðbrögð við umsögnum sem fram komu í kynningu matsskýrslu.
Skipulagsnefndin gerir engar athugasemdir og leggur til að Skipulagsstofnun verði send viðbrögð sveitarstjórnar.

22.Íbúðasvæði austan Árbæjarvegar. Deiliskipulag

2203105

Sveitarfélagið í samvinnu með lóðarhöfum frá Árbyrgi að Heiðarbrún með báðum meðtöldum hafa sameinast um gerð deiliskipulags fyrir íbúðasvæði austan Árbæjarvegar. Breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins var auglýst í B-deild stjórnartíðinda 22.12.2021. Skipulagið tekur til 17 lóða og í gildi eru þrjú deiliskipulög á svæðinu frá árunum 2011 til 2021 og verða þau felld úr gildi við gildistöku þessa skipulags. Óskað hefur verið eftir undanþágu til Innviðaráðuneytisins frá grein 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð vegna fjarlægðar milli bygginga og vega. Tillagan hefur verið send til grenndarkynningar til allra lóðarhafa á svæðinu og jafnframt auglýst frá og með 20.4.2022 til og með 1.6.2022. Ábending barst frá landeiganda um breytingar á innkeyrslu að lóðum, beiðni annars landeiganda barst um fjölgun lóða úr sínu landi, staðfesting frá ráðuneyti barst 1.6.2022. Lögð er fram uppfærð greinargerð frá Eflu dags.15.6.2022 eftir ábendingar frá umsagnaraðilum. Ábending barst frá Skipulagsstofnun vegna fjölda lóða.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?