14. fundur 06. júlí 2023 kl. 08:30 - 09:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Ásholt. Landskipti vegsvæði.

2306031

Landeigandi Ásholts L223328 óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu 7.178 m² spildu undir þjóðveg sem verður í veghaldi Vegagerðarinnar. Spildan fengi heitið Ásholt - vegsvæði og landeignanúmerið L236034 í samræmi við uppdrátt frá Vegagerðinni dags. 25.1.2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

2.Fosshólar L165079. Landskipti Giljatunga 2.

2306042

Landeigandi að Fosshólum, L165079, óskar eftir að fá að skipta úr jörð sinni, lóð sem fengi heitið Giljatunga 2, yrði 25.000 m² að stærð og fengi landeignanúmerið Lxxxxxx í samræmi við uppdrátt frá Landhönnun slf dags. 11. júní 2023. Áform eru um áframhaldandi landbúnaðarnot á lóðinni.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.
Tómas Haukur Tómasson forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs sveitarfélagsins skýrir stöðu málsins.

3.Umferðarmál Merkingar innan Hellu

1512014

Umferðarmál innan Rangárþings ytra, merkingar og yfirferð á stöðu verkefna
Farið yfir stöðu merkinga. Tómas mun yfirfara listann fyrir næsta fund nefndarinnar í ágúst.
Tómasi þökkuð góð yfirferð þegar hann víkur af fundi.

4.Efnistaka á Mýrdalssandi - umsagnarbeiðni v. umhverfismatsskýrslu

2208050

Lagt fram álit Skipulagsstofnunar um efnistöku á Mýrdalssandi.
Lagt fram til kynningar.

5.Landmannalaugar. Framkvæmdaleyfi til endurbóta á göngubrú yfir Námskvísl

2304074

Umhverfisstofnun óskar eftir framkvæmdaleyfi til endurnýjunar á brú yfir Námskvísl í Landmannalaugum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem skilgreind er þjónusta á umræddu svæði. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

6.Rangárstígur 7 og 8. Ósk um heimild til útleigu gistingar.

2306053

Steinunn Birna Svavarsdóttir fyrir hönd Þjótanda ehf. kt: 500901-2410 óskar eftir að gisting til útleigu í flokki II skv. reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald
nr. 1277/2O16 verði heimil i sumarhúsum félagsins við Rangárstíg 7og 8.
Samhliða er óskað eftir heimild til að gera nauðsynlegar breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið, ef leyfi til gistingar fæst.
Skipulags- og umferðarnefnd áréttar að gisting til útleigu á frístundasvæðum er því aðeins heimil skv. skilmálum í aðalskipulagi sveitarfélagsins ef félag sumarhúsaeigenda eða lóðarhafar á svæðinu samþykkja slíka starfsemi. Erindið skuli því grenndarkynnt öðrum lóðarhöfum áður en afstaða verður tekin um framhaldið.
Fylgiskjöl:

7.Erindisbréf nefnda - endurskoðun

2207031

Lagt fram nýsamþykkt erindisbréf fyrir Skipuplags- og umferðarnefnd.
Lagt fram til kynningar.

8.Flokkun landbúnaðarlands

2209079

Samkvæmt breytingum á jarðalögum frá árinu 2021 er gert ráð fyrir að sveitarstjórn taki ákvörðun um breytingar á landnotkun á grundvelli heildstæðs mats samkvæmt skipulagsáætlun. Við gerð aðalskipulags í dreifbýli skal land flokkað með tilliti til ræktunarmöguleika. Sveitarstjón Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.10.2022 að ráðast í vinnu við flokkun landbúnaðarlands. Óskað hefur verið eftir verðhugmyndum í gerð flokkunar frá tveimur aðilum, Landformi og Eflu.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir gögn málsins og leggur til að samið verði við Eflu um að hefja vinnu við flokkun landbúnaðarlands.

9.Hróarslækur og Hróarslækur 2. Deiliskipulag

2306006

Landeigendur óska eftir heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustusvæði sitt. Stefnt er að áframhaldandi þróun á jörðinni með stækkun gistirýma og byggingu íbúðarhúsnæðis.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Hungurfit þ3 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2306038

Fitjamenn ehf, lóðarhafar lóða nr. Þ2 og Þ3 í Hungurfitum, óska eftir að fá að staðsetja aðflutt hús utan skilgreindra lóðamarka, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðumynd með umsókn. Ástæða fyrir beiðninni er að aðstæður á þegar afmarkaðri lóð eru afleitar þar sem um mikla vatnssöfnun er að ræða á skipulagðri lóð. Lögð er til ný staðsetning utan lóðar, vestur af núverandi lóð Þ2.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingareitur verði afmarkaður á nýjan leik. Nefndin telur réttast að umsækjendur fái heimild til að leggja fram tillögu á eigin kostnað að breytingum á gildandi deiliskipulagi.

11.Meiri Tunga 2 deiliskipulag ferðaþjónustu

2307001

Landeigendur Meiri Tungu 2, L190166, óska eftir að fá að leggja fram breytingu á gildandi deiliskipulagi Meiri-Tungu 7, dags. 14.11.2019. Um rúmlega 1,1 ha samliggjandi svæði verði notað undir uppbyggingu ferðaþjónustu í formi gistingar í allt að fimm gistiskálum. Aðkoman að svæðinu er frá Ásvegi /(275) og um sama aðkomuveg og að íbúðarhúsinu á Meiri Tungu 7.
Skipulagsgögn eru frá Eflu dags. 29.6.2023.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Uxahryggur 2, fjórar lóðir. Deiliskipulag.

2307004

Eigendur sækja um deiliskipulag fyrir lóðirnar Háigarður L235143, Bugurinn (Uxahryggur 2) L211029, Sóleyjartún (Uxahryggur 2 lóð 4) L212279 og LitliBær (Uxahryggur 2 lóð 3) L212278. Heimilt verður að byggja á hverri lóð
frístundarhús, allt að 150m² og gestahús allt að 40m², mænishæð allt að 6m, og önnur smáhýsi sem eðlilegt getur talist að tilheyra frístundarhúsi, s.s. gróðurhús, geymslu, baðhús o.þ.h. Aðkoma að lóðunum er frá Landeyjavegi nr. 252.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Svínhagi L7C. Deiliskipulag

2303029

Landeigandi hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir spildu sína, Svínhagi L7C, L222402. Á svæðinu verði gert ráð fyrir byggingu frístundahúss, vinnustofuhúss, bílgeymslu og gróðurhúss ásamt 2-3 gestahúsum. Tillagan var auglýst og frestur til athugasemda gefinn til og með 24. maí. Athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna misræmis í texta greinargerðar varðandi húsagerðir.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

14.Nes land L164744, L193463 og L193464. Deiliskipulag

2211071

Eigendur lóðanna Nes lands hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi af lóðum sínum. Áform eru uppi um byggingu sumarhúsa. Tillagan var auglýst frá og með 18.1.2023 til og með 1.3.2023. Við afgreiðslu Skipulagsstofnunar komu fram ábendingar og athugasemdir. Lögð er fram leiðrétt tillaga frá Teiknistofunni TRÖÐ dags. br. 13.6.2023 þar sem búið er að taka tillit til athugasemda stofnunarinnar.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

15.Austan Árbæjarvegar. ÍB33. Breyting á skilgreiningu lóða

2306043

Um er að ræða breytingu á ÍB33, íbúðasvæði milli Árbæjarvegar og Ytri-Rangár. Heimild verði fyrir allt að 20 íbúðarlóðum í stað 16 áður og lóðin Heiðarbrún L220265 verði færð undir landbúnaðarnot að nýju.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að umrædd breyting skuli teljast óveruleg þar sem hún hefur afar lítil áhrif á landnotkun svæðisins og ekki mikil áhrif á einstaka aðila innan þess. Málsmeðferð skuli því vera í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til varðveislu.

16.Ægissíða 1, L165446, Stekkatún. Breyting á landnotkun

2306046

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 5.4.2023 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun á lóðinni Ægissíða 1 L165446 þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í Verslunar- og þjónustusvæði. Lýsing skipulagsáforma lögð fram frá Eflu dags. 19.6.2023. Gert er ráð fyrir að settar verði upp allt að 12 plastkúlur til afnota fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

17.Hrauneyjafossstöð. Deiliskipulag

2301012

Landsvirkjun vinnur að gerð deiliskipulags fyrir Hrauneyjafossstöð og leitarmannahúsið Þóristungur á Holtamannaafrétti. Hrauneyjafossstöð (landnr. 165332). Mannvirki eru í Ásahreppi og Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið snýst um að staðfesta núverandi landnotkun. Uppsett afl Hrauneyjafossstöðvar er allt að 210 MW og verður heimilt að stækka hana í 240 MW. Ef farið verður í þær framkvæmdir munu þær einungis felast í endurbótum á núverandi vélum og verða innanhúss. Lýsing var kynnt sameiginlega af báðum sveitarfélgöum 16. júní til 7. júlí 2022. Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 21.11.2022.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu frá Eflu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

18.Sigöldustöð. Deiliskipulag

2301011

Landsvirkjun vinnur að gerð deiliskipulags fyrir Sigöldustöð (landnr. 165348). Mannvirki eru í Ásahreppi og Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið snýst um að staðfesta núverandi landnotkun og heimila stækkun stöðvarinnar. Í dag er virkjað rennsli 240 m3/s og afl Sigöldustöðvar er 150 MW. Framkvæmdir við stöðina hófust árið 1973 og var hún gangsett í byrjun árs 1978. Landsvirkjun áformar nú að stækka stöðina með því að bæta við fjórðu vélinni og auka með því afl stöðvarinnar í allt að 215 MW. Auk þess verður stöðvarhús stækkað og frárennslisskurður breikkaður næst stöðvarhúsi. Lýsing var kynnt sameiginlega af báðum sveitarfélögum 16. júní til 7. júlí 2022. Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 21.11.2022, breytt 19.6.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu frá Eflu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

19.Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið

1903030

Svæðisskipulag Suðurhálendis 2022-2042. Lögð er fram tillaga að svæðisskipulagi Suðurhálendis 2022-2042, með greinargerð. Tillagan og fylgigögn hafa verið yfirfarin af Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis sem staðfestir hana fyrir sitt leyti og með tilvísun í 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og er vísað til umfjöllunar sveitarstjórna til að fá formlega afgreiðslu þeirra á málinu.
Fundargerð 25. fundar Svæðiðsskipulagsnefndar Suðurhálendis var lögð fram til kynningar ásamt fylgigögnum. Tillaga að svæðisskipulagi er lögð fram til afgreiðslu.
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra leggur til með vísan til 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að sveitarstjórn samþykki meðfylgjandi tillögu að svæðisskipulagi Suðurhálendis 2022-2042.

20.Gaddstaðir lóðir 34 og 35. Breyting á byggingareitum

1905005

Haraldur Guðmundsson eigandi að lóðum nr. 34 og 35 við Gaddstaði óskar eftir að mörk byggingareits að vestanverðu verði færður allt að 30 metra vestar, þ.e. innar í skipulagðan skóginn. Ástæðan er sú að vegna vatnsrásar í landinu er ekki hægt að staðsetja byggingar skv. núverandi skipulagi. Einnig er lægð í landi en land hækkar töluvert þegar vestar kemur og því ákjósanlegra að byggja þar en niðri í lægðinni.
Afar stutt er á sandklöppina og þau tré sem þegar eru komin hafa einungis um 10-15 sm jarðveg fyrir rætur. Því er óskað eftir að byggingar á lóðinni verði frekar hafðar þar sem gróðursnautt er nú þegar.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemd við tillögu lóðarhafa að svo stöddu með fyrirvara um jákvæða afstöðu Skógræktarfélags Rangæinga og annarra lóðarhafa á svæðinu. Nefndin telur rétt að umsækjandi fái heimild til að leggja fram tillögu á eigin kostnað til nauðsynlegra breytinga á gildandi deiliskipulagi áður en endanleg afstaða verður tekin. Grenndarkynna skuli tillögu umsækjanda til allra lóðarhafa á svæðinu.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?