15. fundur 10. ágúst 2023 kl. 08:30 - 11:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Tobbakot 1, L165427. Staðfesting á afmörkun skika.

2307030

Eigandi jarðarinnar Tobbakots 1, L165427, óskar eftir að staðfest verði mörk spildna sinna í samræmi við uppdrætti frá Landnotum dags. 9.7.2021. Hlutaðeigandi og nærliggjandi landeigendur hafa skrifað undir samþykki sitt á uppdrættina og staðfest þar með ytri mörk umræddra spildna.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við umrædda afmörkun. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gera ráðstafanir til að þær spildur sem liggja utan við sveitarfélagamörk en tilheyra jörðum í Þykkvabæ, verði stofnaðar og staðsettar í samræmi við verklag landupplýsingadeildar Þjóðskrár.

2.Gaddstaðir 48 og 49, sameining í Gaddstaðir 48.

2307012

Byggðaráð samþykkti á fundi 24.5.2023 að lóð nr. 49 yrði sameinuð lóð 48. Uppdráttur frá landnot dags. 5.7.2023 þar sem lóðin er orðin Gaddstaðir 48, 16.714,4 m² að stærð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né heiti á sameinaðri lóð. Nefndin leggur til að gerð verði nauðsynleg breyting á deiliskipulagi svæðisins þessu til samræmis.

3.Faxaflatir L225962, breyting á afmörkun lóðar

2307023

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á afmörkun lóðarinnar Faxaflatir L225962 þar sem austasti hluti hennar afmarkast við núverandi lægð í landi. Núverandi stærð lóðar er 59.806 m² en verður 48.945 eftir leiðréttingu. Það sem af er tekið fellur aftur í L164482, Gaddstaði. Gögn frá Landnotum dags. 11.7.2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við umrædda breytingu á lóðinni.

4.Beindalsholt L194943, Bjálmholt L165072 og Bjálmholt land 216674. Landskipti

2306061

Eigendur Bjálmholts lands L216674, Bjálmholts L165072 og Beindalsholts L194943 óska eftir að fá að skipta úr löndum sínum, spildum sem eiga að sameinast innbyrðis í samræmi við uppdrætti frá Landnotum dags. 21.6.2023. Um samsetta aðgerð er að ræða. Skipt verður tveimur spildum úr landi Bjálmholts L165072, annars vegar spildu "A", L236206 sem sameinast Beindalsholti L194943 og hins vegar spilda "B", L236207 sem sameinast Bjálmholti landi L216674. Í kjölfarið er skipt út úr Bjálmholti landi L216674, 73011 m² spildu, Bjálmholt 2 L236208 sem sameinast við Beindalsholt L194943. 10 ha spildan sem eftir verður heldur upprunalandeignanúmerinu og heitinu Bjálmholt land L216674. Nýja spildan á svo að sameinast Beindalsholti L194943 og verður 91292 m² eftir sameiningu. Úr þeirri spildu á svo að skipta út 8782 m² spildu sem fengi heitið Beindalsholt 1 og landeignanúmerið L236209.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum.

5.Ranaflöt. Landskipti

2307041

Landeigendur óska eftir að fá að skipta úr lóð sinni Ranaflöt L226511, lóð sem yrði 2478,7 m² að stærð og fengi heitið Ranaflöt 2, L236220. Matshlutar 01 og 02 færast yfir á hina nýju lóð. Notkun lóðarinnar yrði áfram í landbúnaðarnotum.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð.

6.Lambhagi. Landskipti spilda við þjóðveg

2211091

Eigendur Lambhaga óska eftir að skipt verði úr jörð þeirra spildu meðfram þjóðvegi nr. 1 í samræmi við meðfylgjandi gögn frá Landnotum. Spildan fái heitið Langrófa og verði 77.007 m² að stærð og Lxxxxxx. Ágreiningur varð um staðsetningu hornmarks og leitað var eftir áliti lögfræðings vegna þess. Það liggur nú fyrir ásamt uppdráttum frá Landnotum dags. 21.12.2022.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð.

7.Haukadalur lóð 7. Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1 ,

2306039

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Þorgeirs Haraldssonar um leyfi til að byggja bíla- og tækjageymslu á lóð sinni Haukadalur lóð 7 skv. uppdráttum frá Viktori Þór Sigurðssyni, Teiknistofunni. Byggingaráform eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir svæðið frá árinu 1996.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að áform lóðarhafa verði grenndarkynnt öðrum lóðarhöfum á svæðinu Haukadalur suður áður en afstaða verður tekin.

8.Hraðahindrun á Þrúðvang við leiksvæði á Nesi

2307029

Borist hefur ábending frá fjölda foreldra um að rétt væri að setja hraðahindrun á Þrúðvanginn, rétt sunnan við leiksvæðið á Nesi. Samhliða þarf að endurskoða áherslur varðandi aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda að leiksvæðinu þegar þarf að fara yfir Þrúðvanginn.
Skipulags- og umferðarnefnd tekur undir áhyggjur foreldra og leggur til að ráðist verði í heildarskoðun á umferðaröryggismálum innan sveitarfélagsins. Varðandi viðbrögð við kröfu foreldra leggur nefndin til að sett verði upp tímabundin og afturkræf hraðahindrun þar til niðurstaða liggur fyrir úr endurskoðun þessara mála.

9.Þrúðvangur 35 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,

2307025

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Leiktækja og garðyrkju ehf um leyfi til að breyta notkun húsnæðisins að Þrúðvangi 35. Húsnæðið er skráð sem geymsluhúsnæði en verði breytt í íbúðir, leiguherbergi og vinnustofur. Ennfremur er sótt um að nýta megi svæði fyrir framan húsið sem bílastæði. Gögn frá Balsa ehf, dags. 26.6.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að erindinu verði frestað varðandi bílastæðin þar til heildarendurskoðun á umferðaröryggismálum og fyrir hverfið er lokið

10.Þétting byggðar 2023

2307024

Byggðaráð frá fundi 12.7.2023 vísar erindi Stýrihópsins um miðbæjarskipulag til afgreiðslu og frekari úrvinnslu þar sem stýrihópurinn leggur til að lóðin nr. 8 við Breiðöldu verði auglýst til úthlutunar. Svæðið norðan við blokkina, við enda Bergöldu, verði áfram nýtt sem opið svæði til útivistar. Varðandi skipulagt leiksvæði við Baugöldu verði tillaga nefndarinnar frá fundi 7.12.2020 uppfærð og svæðið gert að tveimur íbúðarhúsalóðum, einbýli eða tvíbýli. Samhliða verði hugað að frágangi á skilgreindu leiksvæði milli Baugöldu og Langöldu. Norðan við Hólavang 9-11 leggur stýrihópurinn til að afmörkuð verði lóð undir tveggja hæða íbúðarhúsnæði.
Skipulags- og umferðarnefnd tekur undir sjónarmið stýrihópsins og leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að stofna viðkomandi lóðir og að samhliða verði gerðar nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi tilheyrandi svæða.

11.Keldur. Eystri-Rangá. Gerð vermitjarnar og bygging stíflu.

2307053

Lýður Skúlason fyrir hönd Keldna ehf, óskar eftir framkvæmdaleyfi til gerðar vermitjarnar og byggingu stíflu vegna hennar. Verkefnið byggir á að gera fiskiveg framhjá Tungufossi í Eystri Rangá og gera efri hluta árinnar fiskgengan og sjálfbæran. Fyrirhugaðar vermitjarnir verða staðsettar í gamla árfarvegi Eystri Rangár sem síðan verða nýttar til ræktunar laxfiska.
Skipulags- og umferðarnefnd telur rétt að fresta afgreiðslu málsins þar til umsagnir frá Veiðifélögum, Fiskistofu, Landgræðslunni, Umhverfisstofnun og öðrum hagsmunaaðilum liggja fyrir. Þar sem mörk sveitarfélaganna Rangárþings ytra og eystra liggja eftir umræddum árfarvegi þyrfti einnig að kalla eftir umsögn Rangárþings eystra.

12.Staða byggingarleyfismála

1810046

Staða byggingarleyfismála kynnt
Lagt fram til kynningar

13.Þykkvibær vindmyllur. Kæra 51-2023 vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar

2304048

Kærð var ákvörðun Skipulagsstofnunar um að uppsetning vindmylla í Þykkvabæ þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Vegna framkominnar kröfu var stjórnvaldi gefið kostur á að tjá sig um kröfuna sbr. 5. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Skipulagsfulltrúi tók saman gögn sem sent var til ÚUA. Lagður er fram úrskurður nefndarinnar þar sem kröfu kæranda er hafnað.
Lagt fram til kynningar.

14.Landmannalaugar, Mat á umhverfisáhrifum.

1705027

Meðfylgjandi er álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum um uppbyggingu þjónustumiðstöðvar í Landmannalaugum. Skipulagsstofnun telur að áður en kemur til leyfisveitinga við Námshraun sé ástæða til að fram fari viðhorfskönnun meðal ferðamanna og ferðaþjónustuaðila til uppbyggingarinnar við Námshraun
Lagt fram til kynningar. Fyrirhugað er að halda sameiginlegan fund með Umhverfisstofnun um málefni Landmannalauga.

15.Búrfellslundur breyting á landnotkun í aðalskipulagi vegna áform um uppsetningu vindlundar

2304057

Sveitarfélagið samþykkti á fundi sínum þann 1.12.2022 að gerð verði breyting á landnotkun í aðalskipulagi þar sem hluti af núverandi Skógræktar- og landgræðslusvæði SL26 ásamt hluta af óbyggðu svæði verði breytt í iðnaðarsvæði. Lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 25.11.2022 hefur verið kynnt og einnig hefur skipulagstillagan verið kynnt á vinnslustigi. Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2016-2028.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Árbæjarhellir 2, breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2304053

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 14.12.2022 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun á hluta jarðarinnar Árbæjarhellir 2 þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í íbúðasvæði. Sameiginleg lýsing skipulagsáforma nokkurra svæða hefur verið kynnt. Gert er ráð fyrir að um 5 ha svæðið verði breytt í íbúðasvæði með alls 8 lóðum, 0,5 - 0,9 ha að stærð. Tillagan var auglýst frá og með 21. júní sl til og með 2. ágúst sl. Ábending barst frá Umhverfisstofnun um að sýna þurfi umhverfisviðmið í umhverfismatsskýrslu vegna mögulegra áhrifa á fuglalíf og búsvæði þeirra.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

17.Heiði L164645, breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2304055

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 11.1.2023 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun á lóðinni Heiði, L164645, þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í frístundasvæði. Tillagan gerir ráð fyrir að um 1,8 ha svæðinu verði breytt í frístundasvæði með alls 5 lóðum. Sameiginleg lýsing skipulagsáforma nokkurra svæða hefur verið kynnt. Tillagan var auglýst frá og með 21. júní sl til og með 2. ágúst sl. Ábending barst frá Umhverfisstofnun um að sýna þurfi umhverfisviðmið í umhverfismatsskýrslu vegna mögulegra áhrifa á fuglalíf og búsvæði þeirra.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

18.Efra-Sel 3C. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

2304054

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 14.12.2022 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun á lóðinni Efra-Sel 3C, L2203059, þar sem núverandi frístundasvæðiverði breytt í landbúnaðarsvæði. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss ásamt tengdum útihúsum. Sameiginleg lýsing skipulagsáforma nokkurra svæða hefur verið kynnt. Tillagan var auglýst frá og með 21. júní sl til og með 2. ágúst sl. Ábending barst frá Umhverfisstofnun um að sýna þurfi umhverfisviðmið í umhverfismatsskýrslu vegna mögulegra áhrifa á fuglalíf og búsvæði þeirra.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

19.Ægissíða 1, L165446, Stekkatún. Breyting á landnotkun

2306046

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 5.4.2023 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun á lóðinni Ægissíða 1 L165446 þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í Verslunar- og þjónustusvæði. Lýsing skipulagsáforma var kynnt og var frestur til ábendinga og umsagna gefinn til 2. ágústs sl. Umsögn barst frá Vegagerðinni þar sem ítrekuð var fyrri umsögn, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir nánari skýringum á skilgreiningu kúluhúsa sem mannvirki og Skipulagsstofnun fer fram á nánari skýringar í greinargerð. Ekki voru gerðar athugasemdir af hálfu Veitna og Rarik.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni kynningu vinnslutillögu skv. 2. mgr. 30. gr. sömu laga.

20.Svínhagi SH-18, breyting á landnotkun í aðalskipulagi

2307044

Eigandi lóðarinnar Svínhagi SH-18 áformar að hefja rekstur ferðaþjónustu á lóð sinni með byggingu allt að 18 gestahúsa fyrir allt að 50 gesti auk þjónusthúss. Svæðið er skilgreint sem VÞ25 í greinargerð aðalskipulagsins en þar er heimild fyrir allt að 20 gesti sameiginlega með SH-16.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda. Nefndin leggur til að gerð verði breyting á VÞ25 þar sem heimild verði aukin í 50 gesti. Nefndin telur eðlilegast að lagt verði fram nýtt deiliskipulag fyrir SH-18 til samræmis við fyrirhugaða breytingu á aðalskipulaginu og að heimild fyrir gestafjölda skiptist jafnt milli hlutaðeigandi lóða innan VÞ25.

21.Uxahryggur 1. Beiðni um breytingu á texta í aðalskipulagi

2301076

Landeigandi hefur hug á að auka umfang ferðaþjónustu sinnar úr 15 gistiplássum/gestum í 50. Ekki verður gerð breyting á uppdrætti. Gisting er seld út í smáhýsum. Hvert smáhýsi tekur að jafnaði 2 í gistingu. Gert er ráð fyrir að fjöldi smáhýsa geti verið allt að 20 og hvert þeirra að hámarki 50 m² með allt að 4 m mænishæð. Einnig er eitt stærra gistihús sem tekur 8 manns í gistingu og verður að hámarki 80 m². Í samræmi við gögn frá Eflu dags. 12.8.2022 og breytt 21.7.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda og leggur til að tillagan verði auglýst í samræmi við 30. gr. skipulagslaga. Nefndin leggur til að gerð verði breyting á VÞ6 þar sem heimild verði aukin úr 15 gestum í 50 gesti. Fjöldi gistiplássa verði jafnframt aukin úr 10 plássum í 15.

22.Mosar. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2307049

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028, skv. 1. mgr. 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin nær til lóðarinnar Mosar (L227577) þar sem landeigandi hefur óskað eftir að lóð hans verði skilgreind sem frístundabyggð. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni er unnið að gerð deiliskipulags fyrir skipulagssvæðið þar sem gert er ráð fyrir frístundabyggð fyrir allt að 16 lóðir.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin gerir ekki athugasemdir við að sótt verði um undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar vegna fjarlægðar húsa frá Bjallavegi.

23.Breyting á kafla 2.3.8 Stakar framkvæmdir í aðalskiplagi.

2304068

Unnið er að breytingu á skilmálum í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem gerðar verða breytingar á skilmálum varðandi stakar framkvæmdir. Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að bætt verði við þessum texta í kafla 2.3.8 í greinargerð aðalskipulagsins: Tímabundnar framkvæmdir, eftirlits- og rannsóknarstarfsemi s.s. tilraunaborholur, rannsóknamöstur (allt að 80 m), skoðun jarðefna, tímabundnar vinnubúðir, aðstaða verktaka vegna framkvæmda o.fl. Leitast skal við að framkvæmd lokinni verði framkvæmdasvæði aðlagað aðliggjandi svæði þannig að sem minnst áhrif verði.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

24.Þjóðólfshagi deiliskipulag íbúðabyggðar.

2307006

Gísli Sverrir Árnason formaður sumarhúsafélagsins Þjóðólfs leggur fram tillögu að deiliskipulagi íbúðabyggðar í Þjóðólfshaga. Skipulagssvæðið er um 40 ha að stærð. Í gildi er deiliskipulag frístundabyggðar, Þjóðólfshagi, frístundabyggð, staðfest 23.09.2013, þar sem gert er ráð fyrir um 33 frístundalóðum. Nú þegar er búið að byggja á 23 lóðum á skipulagssvæðinu. Á hverri lóð er heimilt að byggja íbúðarhús, bílskúr, útihús/skemmu og/eða gróðurhús. Eldra deiliskipulag verður fellt úr gildi þegar nýtt deiliskipulag verður staðfest. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 4.7.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin tekur ekki afstöðu til breiddar á vegum innan svæðisins í tengslum við fyrirhugaða umsókn íbúa um héraðsveg en telur að lóðarhafar þurfi að hafa í huga að lóðamörk við vegi geti breyst ef ætlunin er að uppfylla skilyrði Vegagerðarinnar um héraðsveg innan svæðisins.

25.Búðarhálsvirkjun deiliskipulag breytt afmörkun.

2307011

Ásahreppur, í gegnum skipulagsgáttina, hefur óskað eftir umsögn vegna:

Búðarhálsvirkjun; Breytt afmörkun; Deiliskipulagsbreyting - 2212068, nr. 0350/2023: Kynningartími er til 11.8.2023.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við tillöguna og samþykkir að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

26.Árbæjarhellir 2. Deiliskipulag.

2211079

Landeigendur hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð ofan vegar í landi Árbæjahellis 2. Um er að ræða átta lóðir sem verða samkv meðf tillögu frá 0,5 ha - 0,9 ha. Lóðirnar liggja upp að skipulögðu svæði Skjóls og Villiskjóls að austan og að landi Kvista (landnr. 197867) að vestanverðu. Samtals eru þetta um 5 ha. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi er í auglýsingu þar sem svæðið verður gert að íbúðasvæði í stað landbúnaðarsvæðis áður. Tillaga frá Eflu dags. 14.6.2023
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

27.Völlur L228111. Deiliskipulag

2304043

Landeigandi að Völlum L228111 hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Gert verði ráð fyrir tveimur byggingareitum til byggingar á annars vegar íbúðarhúsi, gestahúsi, gróðurhúsi, geymslu og hins vegar hesthúsi og geymslu/skemmu. Tillagan var auglýst frá og með 21. júní til og með 2. ágúst sl. Athugasemd barst frá landeiganda Austvaðsholts.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar og getur ekki fallist á rök landeigenda þar sem staðfest landskipti liggja fyrir sbr. uppdrátt frá Eflu dags. 7.1.2018 þar sem umrædd aðkoma er greinilega sýnd og samþykkt af hlutaðeigandi aðilum.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og samþykkir því tillöguna. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

28.Leynir L217813 deiliskipulag.

2304056

Landeigandi að Leyni L217813 hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Gert verði ráð fyrir byggingu íbúðarhúss og fjögurra frístundahúsa. 4 lóðum hefur þegar verið skipt úr lóðinni. Tillagan var auglýst frá og með 21. júní til og með 2. ágúst sl. Athugasemd barst frá Vegagerðinni vegna tengingar inná svæðið frá landvegi en var svo felld niður síðar. Athugasemd barst frá landeigendum í nágrenni þar sem gerð er athugasemd við ófullnægjandi texta í greinargerð hvað varðar fyrirkomulag fráveitumála.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar og telur að búið sé að taka tillit til þeirra í uppfærðri tillögu. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

29.Hvammur Vinnubúðir fyrir Landsvirkjun deiliskipulag

2304060

Landsvirkjun hefur lagt fram tillögu að áformum um að setja niður vinnubúðir á landi sínu Hvammi 3, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun. Tillagan var auglýst frá og með 21. júní til og með 2. ágúst sl. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun vegna ákvæða um stakar framkvæmdir í aðalskipulagi.

Samhliða er unnið að breytingu á texta í kafla 2.3.8 í í greinargerð aðalskipulags sveitarfélagsins sem skilgreinir heimildir til stakra framkvæmda svo sem til að heimila tímabundnar framkvæmdir, rannsóknarstarfsemi ofl.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að tillagan verði auglýst að nýju samhliða auglýsingu á tilheyrandi breytingu á kaflanum um stakar framkvæmdir í aðalskipulagi sem komið er í ferli.

30.Rangá, veiðihús deiliskipulag

2112001

Eigendur lóða L165412, L198604 og l223017 óska eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af verslunar- og þjónustusvæði sínu við Rangá. Skilgreindar eru byggingarheimildir á núverandi lóðum ásamt því að lóðin L223017 færist til án breytingar á stærð. Jafnframt eru bílastæði skilgreind og aðkoma að lóðum fastsett. Tillagan var auglýst frá og með 21. júní til og með 2. ágúst. Samhliða hefur grenndarkynning verið send til allra lóðarhafa við Rangárstíg í takti við afgreiðslu nefndarinnar frá fyrri fundi. Athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna staðsetningu og samnýtingu hreinsivirkja og ábending um að tryggja skuli nægilegt neysluvatn vegna aukinnar starfsemi. Úr grenndarkynningu barst athugasemd frá fulltrúa lóðarhafa þess efnis að gerð er athugasemd við að aðkoman að gistihúsunum á lóðinni L198604 yrði af vegi í eigu lóðarhafa við Rangárstíg.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar og telur að ekki sé þörf á að breyta tillögunni vegna þeirra. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar til þeirra er gerðu athugasemdir við fyrirhugaða tengingu verður gerð skil undir tilheyrandi erindi

31.Ægissíða 2 Rangárstígur. Breyting á deiliskipulagi.

2304066

Veiðfélag Ytri Rangár hefur lagt fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Rangárstíg þar sem aðkoma að svæðinu sunnan Rangárstígs yrði felld innan lóðar nr. 1 við Rangárstíg. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 24.4.2023. Tillagan var grenndarkynnt og var frestur til athugasemda gefinn til 6. júlí sl. Athugasemdir bárust frá lögmanni lóðarhafa á svæðinu þar sem gerð er athugasemd við tilheyrandi tengingu.
Skipulags- og umferðarnefnd tekur undir svar skipulagsfulltrúa til þeirra sem gerðu athugasemdir í grenndarkynningu.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar og telur að búið sé að taka tillit til þeirra. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

32.Suðurlandsvegur gegnum Hellu. Deiliskipulag

2301069

Rangárþing ytra hefur samþykkt að vinna að deiliskipulagi fyrir Suðurlandsveg gegnum Hellu, frá tengingum göngu- og hjólreiðastígar vestan við Rangá og að vegamótum Rangárvallavegar í austri. Skilgreindar verði tengingar og staðsetning stíga og lagna. Tillagan var auglýst frá og með 21. júní til og með 2. ágúst sl. Athugasemdir bárust frá Veitum þar sem óskað var eftir staðsetning hitaveitulagnar kæmi fram á uppdrætti, og frá Landssamtökum hjólreiðamanna sem lýsa yfir ánægju með tillöguna en vilja að göngubrautin utan á brúnni yfir Ytri-Rangá verði sýnd á uppdrættinum. Ábending barst frá Landsneti þess efnis að æskilegt væri að setja í texta að allar framkvæmdir innan öryggissvæðis háspennulínanna skuli háðar samþykki Landsnets.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar og telur að búið sé að taka tillit til þeirra í uppfærðri tillögu. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

33.Ægissíða 4, deiliskipulag verslunar- og þjónustu

2211040

Fyrirhuguð er áframhaldandi uppbygging ferðaþjónustu á svæðinu, annarsvegar með áframhaldandi uppbyggingu á afþreyingarferðaþjónustu og þá aðallega í tengslum við hellaskoðunarferðir. Hinsvegar uppbygging gistiþjónustu með því að fjölga sumarhúsum á svæðinu. Markmiðið er að setja fram skýra umgjörð utan um uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu í samráði við Minjastofnun Íslands. Tillagan var auglýst frá og með 7. júní til og með 19. júlí sl. Athugasemdir bárust frá Veitum og Vegagerðinni
Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar og telur að búið sé að taka tillit til þeirra í uppfærðri tillögu. Nefndin telur að þar sem tenging við Suðurlandsveg er á 50 km hámarkshraða á Suðurlandsvegi skuli taka tillit til slíkra viðmiða varðandi umferðaröryggi. Umrætt svæði Suðurlandsvegar er einnig innan þéttbýlismarka Hellu eins og það er skilgreint í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

34.Uxahryggur 1. Deiliskipulag

2208101

Eigandi Uxahryggjar 1 lóðar hefur lagt fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 20.12.2012 þar sem skipulagssvæði er stækkað í 10 ha. Bætt verði við byggingareitum og nýrri aðkomu á jörðina Uxahrygg þar sem gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, einum reit á Uxahrygg 1 lóð og einum reit á Uxahrygg lóð 2 í samræmi við meðfylgjandi skipulagsgögn frá Eflu dags. 12.8.2022.

Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi vegna stækkunar svæðis og svæðið afmarkað. Tillagan var auglýst frá og með 19.10.2022 til og með 30.11.2022. Athugasemdir bárust í afgreiðslu Skipulagsstofnunar 13.1.2023. Lögð er fram endurbætt tillaga frá Eflu dags. 20.2.2023.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar og telur að búið sé að taka tillit til þeirra í uppfærðri tillögu. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

35.Gíslholt L165081. Deiliskipulag

2001005

Sverrir G. Kristinsson hefur með heimild sveitarstjórnar lagt fram tillögu að deiliskipulagi af nokkrum lóðum úr jörð sinni, Gíslholti. Um eru að ræða lóðir undir íbúðarhús og smávægilega atvinnustarfsemi. Tillagan var auglýst frá 19.2.2020 til og með 1.4.2020. Í afgreiðslu Skipulagsstofnunar kom fram að misræmis gætti í ákvæði um byggingarmagn á frístundalóðum og að byggingareitur eldri lóðar á svæðinu væri ekki samkvæmt ákvæðum skipulagsreglugerðar um 50 metra fjarlægðarmörk frá vötnum og 100 metra frá tengivegi. Undanþága frá ráðuneyti liggur nú fyrir og lögð eru fram uppfærð gögn.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram lögð gögn og leggur til að tillagan verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem tímafrestur skv. skipulagsreglugerð frá því að frestur til athugasemda rann út er liðinn.

36.Nes land, L164744. Fyrirspurn vegna áforma um fasta búsetu

2308003

Jóhann Gunnarsson, Kristrún Sif Kristinsdóttir og Björgvin Búi Jónasson óska eftir afstöðu sveitarstjórnar er varðar breytta landnotkun á hluta lands innan Nes lands. Vilji umsækjanda er að landnotkun landsins nr. 164744, verði skilgreind sem íbúðarbyggð með fasta búsetu í huga.

Kristrún og Björgvin hafa mikinn áhuga á að kaupa lóðina af Jóhanni og byggja þar íbúðarhús til eigin nota.
Skipulags- og umferðarnefnd tekur jákvætt í fyrirspurnina og telur að hægt sé að breyta skipulagi á þann hátt að möguleiki sé til fastrar búsetu á lóðinni í framtíðinni. Nefndin leggur því til að sveitarstjórn taki jákvæða afstöðu til málsins en fái viðeigandi umsagnaraðila til að meta hvað þurfi að gera til að skipulagsbreytingin geti orðið að veruleika.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?