17. fundur 05. október 2023 kl. 08:30 - 10:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
Fundargerð ritaði: Jón Ragnar Örlygsson Aðstoðarmaður Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Gaddstaðir L164482. Staðfest ytri mörk jarðar.

2302125

Unnið er að uppmælingu og staðfestingu á ytri mörkum jarðarinnar Gaddstaðir L164482. Allar lóðir sem stofnaðar hafa verið teknar saman og skilgreind ytri mörk. Uppfærsla á öðrum tilheyrandi lóðamörkum innan jarðarinnar í samræmi við uppdætti frá Landnotum dags. 25.8.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við afmörkun jarðarinnar Gaddstaðir L164482 eins og hún er sýnd á uppdráttum frá Landnotum dags. 25.8.2023 með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda.

2.Gaddstaðir Rangárbakkar landskipti undir reiðhöll

2306034

Um er að ræða landskipti úr Gaddstöðum L164482 þar sem spilda hefur verið afmörkuð og hnitsett. Sú lóð, eftir stofnun, mun sameinast Rangárbökkum L164487 og er í samræmi við uppdrátt frá Landnotum dags. 25.4.2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

3.Erindi um landskipti - Rangárbakkar ehf.

2303051

Rangárbakkar ehf hafa óskað eftir að skipt verði úr jörð þeirra, Rangárbökkum L164487, 13.320 m² spildu, sem fengi heitið Rangárflatir 10 og landeignanúmerið Lxxxxxx. Spildan er hluti af skiptingu lóðar kringum reiðhöll félagsins og er um makaskipti að ræða milli sveitarfélagsins og Rangárbakka ehf. Notkun lóðarinnar yrði áfram undir skilgreiningu íþróttasvæðis í aðalskipulagi. Uppdráttur frá Landnotum dags. 25.4.2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð.

4.Stóru-Skógar L230849. Landskipti

2309064

Eigendur Stóru-Skóga L230849 óska eftir að fá að skipta úr jörð sinni, spildu sem yrði um 5,0 ha að stærð. Sameinuð lóð héti landeignanúmerinu L234473 og heitinu Stóru-Skógar L og yrði 5,4 ha að stærð í samræmi við uppdrátt frá Eflu dags.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

5.Ægissíða 2a L231416. Landskipti

2309072

Eigandi Ægissíðu 2a óskar eftir að fá að skipta úr jörð sinni lóð sem yrði 3052,7 m² að stærð, fengi heitið Ægissíða 2b og landeignarnúmerið Lxxxxxx. Áform eru um áframhaldandi notkun frístundabyggðar.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að áform umsækjanda verði grenndarkynnt lóðahöfum á svæðinu. Jafnframt leggur nefndin til að umsækjanda verði veitt heimild til að gera breytingar á gildandi deiluskipulagi.

6.Lúnansholt IV. Landskipti tveggja lóða

2309049

Eigendur Lunansholt L221057 óska eftir að fá að skipta úr landi sínu tveimur spildum í samræmi við uppdrátt frá Landnot ehf. dags 9.12.2013, sem yrði annars vegar 14054 m² að stærð og fengi heitið Lúnansholt lV 2A, L236441 og hins vegar spilda sem yrði 13969 m² að stærð og fengið heitið Lúnansholt lV 2C, L236442.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóðunum.
Fylgiskjöl:

7.Hraðatakmarkanir við Hrafntóftir

2309055

Íbúar að Hrafntóftum við Þykkvabæjarveg óska eftir að ráðist verði í aðgerðir til að draga úr hraða gegnum ört vaxandi byggðakjarna við Hrafntóftir.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að brugðist verði við erindinu með ákvörðun um lækkun hámarkshraða gegnum viðkomandi byggðarkjarna. Til að sem bestur árangur náist leggur nefndin til að sett verði upp hraðaáminning/hraðavaraskilti beggja megin við byggðakjarnann í samráði við Vegagerðina og lögregluna.

8.Haukadalur lóð 7. Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1 ,

2306039

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Þorgeirs Haraldssonar um leyfi til að byggja bíla- og tækjageymslu á lóð sinni haukadalur lóð 7 skv. uppdráttum frá Viktori Þór Sigurðssyni, Teiknistofunni, dags. 5.5.2023. Áformin hafa verið grenndarkynnt til allra lóðarhafa á suðursvæði og bárust engar athugasemdir.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að leyfi verði veitt umsækjanda til byggingar bíla- og tækjageymslu þar sem engar athugasemdir bárust á kynningartíma grenndarkynningar.

9.Veiðivötn. Tjaldvatn. Breyting á deiliskipulagi

2309063

Veiðifélag Landmannaafréttar óskar eftir að fá að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi, sem staðfest var í júní 2011. Í gildandi skipulagi er heimild fyrir byggingu þriggja nýrra skála fyrir gesti norðaustan við Hestagíg. Staðsetningin þykir ekki heppileg og eru þeir færðir vestur fyrir Hestagíg. Þá verður bætt við nýjum skála fyrir starfsfólk. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 21.9.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Kaldakinn L165092. deiliskipulag

2309074

Eigandi Köldukinnar L165092 óskar eftir að fá að leggja fram breytingar á gildandi deiliskipulagi af jörð sinni sem staðfest var 14.1.2021 m.s.br. Gert verði ráð fyrir byggingu íbúðarhúss ásamt tengdum byggingum og ný aðkoma gerð frá Árbæjarvegi. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 27.9.2023.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Djúpárbakki L165405.Breyting á deiliskipulagi

2310010

Eigandi Djúpárbakka L165405 hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi af hluta jarðarinnar Djúpábakka, L165405.Tillagan tekur til uppbyggingar á ferðaþjónustu þar sem gert er ráð fyrir 5 smáhýsum.

Aðkomu að Djúpárbakka þarf að breyta samkvæmt athugasemdum frá Vegerðinni. Þykkvabæjarvegur er tengivegur og þurfa tengingar við hann að vera í 2-300 m fjarlægð frá hvorri annarri. Tenging verður þess vegna færð um 210 m frá skilgreindri tengingu að Fjarkastokki.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um tillöguna. Nefndin telur ekki þörf á kynningu lýsingar skipulagsáforma þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Hungurfit, breyting á deiliskipulagi.

2309051

Fitjamenn ehf hafa fengið heimild til að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi frá 21.8.2013. Lóðin Þ3 á að færast suður fyrir aðkomuveginn, frá núverandi tjaldsvæði, þar sem fyrra svæði telst ekki gott til bygginga vegna vatnssöfnunar. Lóð Þ2 minnkar aðeins en byggingareitur helst óbreyttur. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 29.8.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um tillöguna. Nefndin telur ekki þörf á kynningu lýsingar skipulagsáforma þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Mosar. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2307049

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028, skv. 1. mgr. 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin nær til lóðarinnar Mosar (L227577) þar sem landeigandi hefur óskað eftir að lóð hans verði skilgreind sem frístundabyggð. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni er unnið að gerð deiliskipulags fyrir skipulagssvæðið þar sem gert er ráð fyrir frístundabyggð fyrir allt að 16 lóðir. Lýsing skipulagsáforma var auglýst frá og með 21. ágúst til og með 7. september.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til afgreiðslu málsins verði frestað vegna frekari gagnaöflunar.

14.Háfshjáleiga 1, 2 og 3. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2309018

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 14.12.2022 að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins 2016-2028 fyrir Borg í Þykkvabæ og Háfshjáleigu 1, 2 og 3 þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í Verslunar- og þjónustusvæði fyrir bæði svæðin. Sameiginleg lýsing hefur verið kynnt. Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 31.8.2023
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til hún verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins.

15.Borg, Þykkvabæ. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2309019

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 14.12.2022 að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins 2016-2028 fyrir Borg í Þykkvabæ og Háfshjáleigu 1, 2 og 3 þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í Verslunar- og þjónustusvæði fyrir bæði svæðin. Sameiginleg lýsing hefur verið kynnt. Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 31.8.2023
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til hún verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins.

16.Svínhagi SH-18, breyting á landnotkun í aðalskipulagi

2307044

Eigandi lóðarinnar Svínhagi SH-18 áformar að hefja rekstur ferðaþjónustu á lóð sinni með byggingu allt að 18 gestahúsa fyrir allt að 50 gesti auk þjónusthúss. Svæðið er skilgreint sem VÞ25 í greinargerð aðalskipulagsins en þar er heimild fyrir allt að 20 gesti sameiginlega með SH-16. Skipulags- og umferðarnefnd lagði til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á VÞ25 þar sem heimild verði aukin í 50 gesti. Nefndin telur eðlilegast að lagt verði fram nýtt deiliskipulag fyrir SH-18 til samræmis við fyrirhugaða breytingu á aðalskipulaginu og að heimild fyrir gestafjölda skiptist jafnt milli hlutaðeigandi lóða innan VÞ25. Lýsing skipulagsáforma var kynnt frá og með 19.9.2023 til og með 3.10.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að málinu sé frestað vegna gagnaöflunar.

17.Þjóðólfshagi deiliskipulag íbúðabyggðar.

2307006

Gísli Sverrir Árnason formaður sumarhúsafélagsins Þjóðólfs leggur fram tillögu að deiliskipulagi íbúðabyggðar í Þjóðólfshaga. Skipulagssvæðið er um 40 ha að stærð. Í gildi er deiliskipulag frístundabyggðar, Þjóðólfshagi, frístundabyggð, staðfest 23.09.2013, þar sem gert er ráð fyrir um 33 frístundalóðum. Nú þegar er búið að byggja á 23 lóðum á skipulagssvæðinu. Á hverri lóð er heimilt að byggja íbúðarhús, bílskúr, útihús/skemmu og/eða gróðurhús. Eldra deiliskipulag verður fellt úr gildi þegar nýtt deiliskipulag verður staðfest. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 4.7.2023. Tillagan var kynnt frá og með 24.8.2023 til og með 5.10.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

18.Árbæjarhellir 2. Deiliskipulag.

2211079

Landeigendur óska eftir heimild til að deiliskipuleggja íbúðabyggð ofan vegar í landi Árbæjahellis 2, um er að ræða átta lóðir sem verða samkv meðf tillögum frá 0,5 ha - 0,9 ha. Lóðirnar liggja upp að skipulögðu svæði Skjóls og Villiskjóls að austan og að landi Kvista (landnr. 197867) að vestanverðu. Samtals eru þetta um 5 ha. breyting á landnotkun í aðalskipulagi er í vinnslu. Tillagan var auglýst frá og með 24.8.2023 til og með 5.10.2023. Athugasemdir bárust frá Minjastofnun vegna garðlags innan skipulagssvæðis.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

19.Gíslholt L165081. Deiliskipulag

2001005

Sverrir G. Kristinsson óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af nokkrum lóðum úr jörð sinni, Gíslholti. Um eru að ræða lóðir undir íbúðarhús og smávægilega atvinnustarfsemi. Tillagan var endurauglýst fram til 5. október sl.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að málinu sé frestað þar sem frestur til athugasemda er ekki lokið.

20.Mosar deiliskipulag

2210013

Eigandi Mosa L227577 hefur fengið heimild til að fá að leggja fram deiliskipulag af 16 ha lóð sinni. Áformað er að skipta lóðinni upp í 8-15 lóðir undir sumarhús þar sem stærð hverrar lóðar yrði á bilinu 0,4 - 2,0 ha. Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 27.9.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

21.Borg 4, Þykkvabæ. Skipulagsmál

2211039

Veiðifélags Ytri-Rangár óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir Borg 4 í Þykkvabæ. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028, þar sem umrædd lóð verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði, með heimild til gisti- og veitingaþjónustu. Gert verði ráð fyrir allt að 500 m² þjónustuhúsi fyrir allt að 20 gesti í samræmi við skipulagsgögn frá Eflu dags. 10.7.2023.
Skipulags-og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

22.Hvammur Vinnubúðir fyrir Landsvirkjun deiliskipulag

2304060

Landsvirkjun hefur lagt fram tillögu að áformum um að setja niður vinnubúðir á landi sínu Hvammi 3, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun. Tillagan var auglýst frá og með 21. júní til og með 2. ágúst sl. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun vegna ákvæða um stakar framkvæmdir í aðalskipulagi. Samhliða er unnið að breytingu á texta í kafla 2.3.8 í í greinargerð aðalskipulags sveitarfélagsins sem skilgreinir heimildir til stakra framkvæmda svo sem til að heimila tímabundnar framkvæmdir, rannsóknarstarfsemi ofl. Tillaga deiliskipulagsins var auglýst að nýju frá og með 24.8.2023 til og með 5.10.2023. Athugasemd barst frá Vegagerðinni þar sem stofnunin hafnar syðri tengingunni vegna umferðaröryggis. Lögð er fram uppfærð tillaga frá Eflu dags. 2.10.2023
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

23.Rangárstígur 7 og 8. Ósk um heimild til útleigu gistingar.

2306053

Steinunn Birna Svavarsdóttir fyrir hönd Þjótanda ehf. kt: 500901-2410 óskar eftir að gisting til útleigu í flokki II skv. reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2O16 verði heimil i sumarhúsum félagsins við Rangárstíg 7 og 8. Samhliða er óskað eftir heimild til að gera nauðsynlegar breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið, ef leyfi til gistingar fæst. Áformin hafa verið grenndarkynnt til allra lóðarhafa við Rangárstíg og bárust engar athugasemdir.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að umsækjanda verði veitt heimild til að leggja fram breytingu á gildandi deiliskipulagi þar sem sett verði inn heimild til útleigu gistingar í flokki II í samræmi við reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?