18. fundur 02. nóvember 2023 kl. 08:30 - 11:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
  • Jón Ragnar Örlygsson
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Formaður lagði til að við dagskránna myndu bætast við tvö erindi, liður 30, Minnivellir-Umsókn um framkvæmdaleyfi, og 32, Keldur-vermitjarnir.

Það var samþykkt samhljóða og að aðrir fundarliðir færast til í samræmi við það.

1.Heiði II. Landskipti vegsvæði

2310018

Landeigandi Heiðar II L229152 óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu 5.624 m² spildu undir þjóðveg sem verður í veghaldi Vegagerðarinnar. Spildan fengi heitið Heiði II- vegsvæði og landeignanúmerið L236619 í samræmi við uppdrátt frá Vegagerðinni dags. 5.7.2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu.

2.Kaldbakur L164521. Landskipti vegsvæði

2310019

Landeigandi Kaldbaks L164521 óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu 58.173 m² spildu undir þjóðveg sem verður í veghaldi Vegagerðarinnar. Spildan fengi heitið Kaldbakur - vegsvæði og landeignanúmerið L236622 í samræmi við uppdrátt frá Vegagerðinni dags. 1.8.2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu.

3.Þingskálar L164567 Landskipti vegsvæði

2310021

Landeigendur Þingskála L164567 óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu 29.308 m² spildu undir þjóðveg sem verður í veghaldi Vegagerðarinnar. Spildan fengi heitið Þingskálar - vegsvæði og landeignanúmerið L236621 í samræmi við uppdrátt frá Vegagerðinni dags. 5.7.2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu.

4.Nesbakki L175647 Landskipti vegsvæði

2310020

Landeigendur Nesbakka L175647 óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu 11.946 m² spildu undir þjóðveg sem verður í veghaldi Vegagerðarinnar. Spildan fengi heitið Nesbakki - vegsvæði og landeignanúmerið L236615 í samræmi við uppdrátt frá Vegagerðinni dags. 5.7.2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu.

5.Heiði L164503. Landskipti vegsvæði

2310032

Landeigandi Heiðar L164503 óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu 11.072 m² spildu undir þjóðveg sem verður í veghaldi Vegagerðarinnar. Spildan fengi heitið Heiði - vegsvæði og landeignanúmerið L236613 í samræmi við uppdrátt frá Vegagerðinni dags. 5.7.2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu.

6.Heiðarbakki L164504. Landskipti vegsvæði

2310033

Landeigandi Heiðarbakka L164504 óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu 14.983 m² spildu undir þjóðveg sem verður í veghaldi Vegagerðarinnar. Spildan fengi heitið Heiðarbakki - vegsvæði og landeignanúmerið L236620 í samræmi við uppdrátt frá Vegagerðinni dags. 5.7.2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu.

7.Heiðarbrekka L164501. Landskipti vegsvæði.

2310034

Landeigandi Heiðarbrekku L164501 óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu 12.444 m² spildu undir þjóðveg sem verður í veghaldi Vegagerðarinnar. Spildan fengi heitið Heiðarbrekka - vegsvæði og landeignanúmerið L236614 í samræmi við uppdrátt frá Vegagerðinni dags. 5.7.2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu.

8.Galtalækur 2, L209858. Landskipti Mosabraut 6

2310063

Eigandi Galtalækjar 2 óskar eftir að fá að skipta úr jörðinni, lóð úr skipulögðu svæði Heiðarlanda. Lóðin yrði 6.702 m² að stærð, fengi heitið Mosabraut 6 og Lxxxxxx í samræmi við uppdrátt frá Landnotum dags. 16.10.2023. Eftir landskiptin verður Galtalækur 2, 75,1 ha að stærð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu.

9.Fjarkaland L207490. Landskipti Fjarkaland 3.

2310073

Eigendur Fjarkalands L207490 óska eftir að fá að skipta úr lóð sinni, lóð sem fengi heitið Fjarkaland 3, stærðin 39.972,2 m² og landnúmerið Lxxxxxx. Lóðin yrði áfram í landbúnaðarnotum eins og upprunalóðin og er í samræmi við uppdrætti beggja lóða frá Eflu dags. 23.10.2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu.

10.Hellar land A. Landskipti. Sameinast Hellum landi B

2310062

Jóhanna Hlöðversdóttir eigandi Hella lands A óskar eftir að fá að skipta úr jörð sinni 25.630 m² spildu. Spildan myndi sameinast Hellum landi B. Hellar land A yrði 17,4 ha eftir skiptin og Hellar land B yrði 75.007 m² í samræmi við uppdrætti frá Landnotum dags. 11.10.2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

11.Merkihvoll land L192626. Staðfesting á ytri mörkum lóða innan jarðar

2310036

Eigendur 6 lóða innan landamerkja jarðarinnar Merkihvols lands L192626 leggja fram staðfestingu sína á ytri mörkum lóða sinna gagnvart jörð merkihvols. Lóðirnar eru Ártún Galtalækjarskógur L214753, Sigþórsskáli Galtalæk L214752, Strýtusel Galtalækjarskógur L214751, Birkilundur Galtalækjarskógur L214750, Sólberg Galtalækjarskógur L214748 og Einlundur Galtalækjarsklógur L214749. Uppdráttur frá Landformi dags. 13.9.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn málsaðila og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu til landeignaskrár til staðfestingar.

12.Umferðarmál. Staða mála 2023

2310087

Farið yfir stöðu umferðarmála 2023
Lagt fram til kynningar

13.Gjaldskrá byggingar- og skipulagsgjalda 2024

2310094

Lögð er fram gjaldskrá fyrir árið 2024 til yfirferðar. Samhliða er lögð fram fjárhagsáætlun sviðsins til skoðunar og yfirferðar.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir við framlagða fjárhagsáætlun. Nefndin telur þörf á að innheimta fyrir breytingar sem gerðar eru á aðalskipulagi sveitarfélagsins og leggur til að innheimt verði skv. reikningi frá ráðgjöfum sem vinna breytingarnar fyrir hönd sveitarfélagsins. Að auki verði innheimtur umsýslukostnaður og kostnaður vegna lögbundinna auglýsinga og verði sú upphæð uppfærð í 60% af hlutfalli byggingarkostnaðar pr m² vísitöluhúss.

14.Heimahagi. Deiliskipulag

2310049

Ómar Ívarsson skipulagsfræðingur fyrir hönd Heimahaga hrossaræktar ehf, eiganda Heimahaga L206436, óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af 25 ha svæði úr jörð félagsins undir frístundanotkun. Gert verði ráð fyrir að landnotkun í aðalskipulagi verði breytt samhliða en landið er skráð landbúnaðarsvæði í dag. Áform eru um uppbyggingu fyrir allt að 30 frístundahús. Aðkoman er skilgreind frá Árbæjarvegi nr. 271.
Núverandi lóð er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um breytingar á landnotkun.
Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Nefndin telur skýrt að aðkoma að svæðinu verði um aðkomuveg, lóð Köldukinnar L220747 og að varast skuli sérstaklega að raska ekki því svæði sem talið er hafa hátt verndargildi. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði skilgreint sem frístundasvæði fyrir allt að 30 frístundalóðir.

15.Bjálmholt. Deiliskipulag verslunar- og þjónustuhúss

2310076

Þorkell Jónsson fyrir hönd landeigenda Bjálmholts L165072 óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag úr jörð sinni. Um er að ræða uppbyggingu á þjónustuhúsi sem ætluð er vegna kynningar og sölu á afurðum býlisins. Lögð er fram lýsing skipulagsáforma frá M11 arkitektum dags. október 2023.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins um stakar framkvæmdir ásamt heimild til starfsemi á landbúnaðarsvæðum og því sé ekki þörf á kynningu lýsingar.

16.Svínhagi SH-18, breyting á landnotkun í aðalskipulagi

2307044

Eigandi lóðarinnar Svínhagi SH-18 áformar að hefja rekstur ferðaþjónustu á lóð sinni með byggingu allt að 18 gestahúsa fyrir allt að 50 gesti auk þjónusthúss. Svæðið er skilgreint sem VÞ25 í greinargerð aðalskipulagsins en þar er heimild fyrir allt að 20 gesti sameiginlega með SH-16. Skipulags- og umferðarnefnd lagði til við sveitarstjórn að gerð yrði breyting á VÞ25 þar sem heimild verði aukin í 50 gesti. Nefndin telur eðlilegast að lagt verði fram nýtt deiliskipulag fyrir SH-18 til samræmis við fyrirhugaða breytingu á aðalskipulaginu og að heimild fyrir gestafjölda skiptist jafnt milli hlutaðeigandi lóða innan VÞ25. Lýsing skipulagsáforma var kynnt frá og með 19.9.2023 til og með 3.10.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir við lýsinguna og telur að tillagan taki mið af þeim. Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar og leggur til að hún verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir fund sveitarstjórnar. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins.

17.Breyting á kafla 2.3.8 Stakar framkvæmdir í aðalskiplagi.

2304068

Unnið er að breytingu á skilmálum í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem gerðar verða breytingar á skilmálum varðandi stakar framkvæmdir. Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að bætt verði við þessum texta í kafla 2.3.8 í greinargerð aðalskipulagsins: Tímabundnar framkvæmdir, eftirlits- og rannsóknarstarfsemi s.s. tilraunaborholur, rannsóknamöstur (allt að 80 m), skoðun jarðefna, tímabundnar vinnubúðir, aðstaða verktaka vegna framkvæmda o.fl. Vegna birtinga á efni á fyrri stigum málsins þótti ekki ástæða til kynningar á lýsingu eða kynningu á vinnslutillögu. Tillagan var auglýst frá og með 21. ágúst til og með 5. október 2023. Athugasemdir og ábendingar bárust sem búið er að taka tillit til í uppfærðum gögnum frá Eflu dags. 24.7.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

18.Mosar. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2307049

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028, skv. 1. mgr. 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin nær til lóðarinnar Mosar (L227577) þar sem landeigandi hefur óskað eftir að lóð hans verði skilgreind sem frístundabyggð. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni er unnið að gerð deiliskipulags fyrir skipulagssvæðið þar sem gert er ráð fyrir frístundabyggð fyrir allt að 16 lóðir. Lýsing skiplulagsáforma hefur verið kynnt og lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 20.9.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir við lýsinguna og telur að tillagan taki mið af þeim. Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar og leggur til að hún verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir fund sveitarstjórnar. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins.

19.Þjóðólfshagi. Ósk um breytingu á landnotkun í aðalskipulagi.

2203008

Eigendur lóða innan núverandi sumarhúsasvæðis í Þjóðólfshaga hafa óskað eftir eða ekki gert athugasemdir við ákvörðun sveitarstjórnar um að landnotkun lóðanna verði breytt úr frístundanotkun í íbúðarbyggð þar sem áform eru uppi um skráningu lögheimilis á svæðinu. Landnotkun nokkurra lóða hefur þegar verið breytt í íbúðarnotkun. Lýsing hefur verið kynnt. Ábendingar bárust frá Skipulagsstofnun og lögð er fram ný og uppfærð tillaga í formi greinargerðar frá Eflu dags. 30.10.2023
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir við lýsinguna og telur að tillagan taki mið af þeim. Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar og leggur til að hún verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir fund sveitarstjórnar. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins.

20.Háfshjáleiga 1, 2 og 3. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2309018

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 14.12.2022 að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins 2016-2028 fyrir Háfshjáleigu 1, 2 og 3 þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í Verslunar- og þjónustusvæði. Í auglýsingu lýsingar komu fram athugasemdir frá eigendum Háfshóls L165383 þar sem fullyrt var að eignarhald á umræddum spildum innan svæðisins sé ekki í samræmi við þinglýst gögn. Eftir að tillagan var samþykkt til auglýsingar í Skipulags- og umferðarnefnd komu fram athugasemdir frá 25% eignaraðila að Háfshóli sem tekur undir þær athugasemdir sem áður höfðu fram komið. Um sé að ræða þær fjórar spildur sem eru innan svæðinsins sem samþykkt hefur verið að breyta landnotkun á, en haldið er fram að þær spildur hafi alla tíð verið sameignarland í eigu jarðanna Háfshóls, Hala, Háfs og Háfshjáleigu og geti því ekki talist eign núverandi eiganda nema að hluta til. Athugasemd barst með tölvupósti 10.10.2023. Skipulagsstofnun heimilaði auglýsingu eftir minni háttar lagfæringar í texta.
Skipulags- og umferðarnefnd vísar til fyrri bókana vegna sama máls og vill árétta að ef uppi er ágreiningur um eignarrétt að viðkomandi lóðum þá þurfa aðilar að leysa hann sín á milli. Sveitarfélagið getur ekki verið úrskurðaraðili í þeim ágreiningi. Nefndin telur ekki ástæðu til að stöðva skipulagsmálin sem komin eru í ferli en leggur til við sveitarstjórn að óskað verði álits lögmanns sveitarfélagsins til aðstoðar við að svara þeim athugasemdum sem um málið hafa borist svo komast megi hjá frekari töfum í skipulagsmálum á svæðinu. Skipulagsfulltrúa verði því falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

21.Minni Vellir, Minni-Valla náma E30. Breyting á aðalskipulagi

2310084

Landeigendur Minni-Valla L164995 hafa samþykkt efnistöku úr Minni-Vallanámu E30. Unnið er að umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku. Óskað er eftir að gerð verði breyting á texta greinargerðar í aðalskipulagi þar sem efnistökusvæði E30 er stækkað úr 1,0 ha í 2,4 ha. Ekki verður um aukningu á heildarefnismagni að ræða.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að gerðar verði breytingar á texta greinargerðar undir E30 í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem efnistökusvæðið verði stækkað úr 1,0 ha í 2,4 ha. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin hefur engin áhrif á aðra en eigendur lands og sveitarfélagið, þrátt fyrir að staðsetning efnistökusvæðisins sé innan fjarsvæðis vatnsverndar. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

22.Búrfellslundur breyting á landnotkun í aðalskipulagi vegna áform um uppsetningu vindlundar

2304057

Sveitarfélagið samþykkti á fundi sínum þann 1.12.2022 að gerð verði breyting á landnotkun í aðalskipulagi þar sem hluti af núverandi Skógræktar- og landgræðslusvæði verði breytt í iðnaðarsvæði. Lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 25.11.2022 hefur verið kynnt og einnig hefur skipulagstillagan verið kynnt á vinnslustigi. Meðfylgjandi er tillaga að aðalskipulagbreytingu nýs Iðnaðarsvæðis vegna vindlundar ofan Búrfells í Rangárþingi ytra.

Gerð er sameiginleg umhverfisskýrsla deiliskipulags og aðalskipulagsbreytingar, og var það m.a. gert vegna ráðlegginga Skipulagsstofnunar. Breyting hefur nú þegar verið heimiluð til auglýsingar af sveitarfélagi og Skipulagsstofnun heimilaði auglýsingu, að tilteknum atriðum uppfylltum. Meðfylgjandi eru athugasemdir Skipulagsstofnunar, samantekt um hvernig brugðist hefur verið við þeim, greinargerð í tracki, þar sem sjá má breytingar sem gerðar hafa verið og tillagan sjálf.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og brugðist við þeim með samantekt. Nefndin samþykkir meðfylgjandi tillögu til auglýsingar samhliða væntanlegri tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið.

23.Vindlundur austan Sultartanga Búrfellslundur deiliskipulag

2211077

Landsvirkjun hefur undanfarin ár kannað möguleika á virkjun vindorku austan við Sultartangastöð. Svæðið er innan þess svæðis sem rannsakað var í mati á umhverfisáhrifum fyrir Búrfellslund (200 MW) árið 2016 og er innan Rangárþings ytra. Í júní 2022 samþykkti Alþingi virkjunarkostinn Búrfellslund í nýtingarflokk rammaáætlunar með uppsett afl allt að 120 MW. Til að af framkvæmdum geti orðið þarf að breyta aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 og vinna deiliskipulag fyrir svæðið. Lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 25.11.2022 hefur verið kynnt og send til umsagnar. Ábendingar bárust sem taka þarf tillit til við vinnslu tillögunnar að deiliskipulaginu. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi í formi uppdráttar, greinargerðar og umhverfisskýrslu frá Eflu dags. 27.10.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar ábendingar við lýsinguna og telur að búið sé að taka tillit til þeirra í fram lagðri tillögu. Nefndin leggur til að afgreiðslu verði frestað svo unnt verði að meta framtíðarnotkun svæðisins í heild m.a. hvað varðar möguleika til umgengni, útivistar og afþreyingar.

24.Íbúðasvæði austan Árbæjarvegar. Deiliskipulag

2203105

Sveitarfélagið í samvinnu með lóðarhöfum frá Árbyrgi að Heiðarbrún með báðum meðtöldum hafa sameinast um gerð deiliskipulags fyrir íbúðasvæði austan Árbæjarvegar. Skipulagið tekur til 17 lóða og í gildi eru þrjú deiliskipulög á svæðinu frá árunum 2011 til 2021 og verða þau felld úr gildi við gildistöku þessa skipulags. Undanþága frá grein 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð vegna fjarlægðar milli bygginga og vega liggur fyrir frá Innviðaráðuneytinu. Tillagan hefur verið send til grenndarkynningar til allra lóðarhafa á svæðinu og jafnframt auglýst frá og með 20.4.2022 til og með 1.6.2022. Ábending barst frá landeiganda um breytingar á innkeyrslu að lóðum, beiðni annars landeiganda barst um fjölgun lóða úr sínu landi. Ábending barst frá Skipulagsstofnun vegna fjölda lóða og skilgreiningu þeirra. Breyting á aðalskipulagi þar sem gerð var breyting á skilgreiningu lóða hefur tekið gildi með auglýsingu í B-deild. Lögð er fram uppfærð greinargerð frá Eflu dags.19.6.2023.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan yrði endurauglýst vegna ákvæða um tímamörk í skipulagslögum. Þær umsagnir sem bárust við fyrri auglýsingu skuli gilda áfram nema umsagnaraðilar óski annars.

25.Efra-Sel 3C. Deiliskipulag

2210001

Eigendur Efra-Sels 3C L220359 hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi af svæðinu. Breyting á aðalskipulagi þar sem gerð var breyting á landnotkun hefur verið auglýst / tekið gildi með auglýsingu í B-deild. Deiliskipulagið mun gera ráð fyrir byggingu íbúðarhúss ásamt tilheyrandi uppbyggingu. Tillaga var auglýst frá og með 4. janúar 2023 til og með 15. febrúar 2023. Lögð er fram uppfærð tillaga frá Atla Ágústssyni dags. 16.2.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að uppfærð tillaga leiði ekki til breytinga á ákvæði um auglýsingu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

26.Landmannahellir. Breyting á deiliskipulagi

2007003

Sveitarfélagið í samráði með Umhverfisstofnun ásamt hagsmuna- og rekstraraðilum í Landmannahelli hefur lagt fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið. Tillagan var fyrst augýst frá og með 30.3.2022 til og með 11.5.2022. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Hellismönnum, Umhverfisstofnun, Minjastofnun og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, ásamt ábendingum frá Skipulagsstofnun. Samhliða var leitað eftir umsögn Forsætisráðuneytis. Lögð er fram uppfærð tillaga frá Eflu dags. br. 23.10.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að uppfærð tillaga leiði ekki til breytinga á ákvæði um auglýsingu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

27.Golfvöllurinn á Strönd. Deiliskipulag

2310088

Sveitarfélagið í samvinnu með Golfklúbbnum á Hellu leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið. Skilgreindar eru lóðir til byggingar á gestahúsum, golfvallarsvæðið afmarkað ásamt aðkomuvegum innan svæðis. Tillaga frá Eflu dags. 27.10.2023 lögð fram til kynningar.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir tillögur Eflu að skipulagi golfvallarins og gerir engar athugasemdir við að vinnu verði fram haldið.

28.Sunnan Suðurlandsvegar Skilti Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1 ,

2308025

Knattspyrnufélag Rangæinga sækir um leyfi til að setja upp auglýsingaskilti. Um er að ræða uppsetningu á heitgalvanhúðuðu stálmastri með tveimur auglýsingaskiltum ásamt steinsteyptri undirstöðu. Skiltið er um 4 x 3 metrar að stærð og efsti punktur þess yrði í um 6,5 m frá jarðvegi kringum það. Umsókn fylgir gögn frá Mannviti dags. 8.8.2023. Áform umsækjanda hafa verið grenndarkynnt til nærliggjandi lóðarhafa við Suðurlandsveg og við Rangárflatir. Grenndarkynningu lauk 17. október sl. Ábending barst frá ASK arkitektum fyrir hönd lóðarhafa sunnan Suðurlandsvegar þar sem talið er að staðsetning á skiltinu sé óheppileg hvað varðar möguleika á framtíðaruppbyggingu á svæðinu, þrátt fyrir að staðsetning á skiltinu verði skilgreind sem víkjandi, sbr. afgreiðslu frá síðasta fundi.
Skipulags- og umferðarnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

29.Þingskálavegur, Heiði-Bolholt. Umsókn um framkvæmdaleyfi

2310040

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi til að endurbyggja Þingskálaveg milli slitlagsenda frá Heiði að Örlygsstaðamelum. Fyrirhugað er að endurbyggja veginn og leggja á hann bundið slitlag á um 7,5 km kafla. Jafnframt er fyrirhugað að færa veginn að hluta við Heiðarlæk og setja nýtt stálræsi þar í nýrri veglínu. Skipt verður um nokkur önnur ræsi á framkvæmdasvæðinu og önnur lagfærð þar sem það á við. Umsókn barst 13.10.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem færsla vegar er langt innan vikmarka í aðalskipulagi.

30.Minni-Vellir. Umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku

2311006

Verkfræðistofan Efla, fyrir hönd Landefnis ehf, óskar eftir framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Minnivallanámu E30. Fyrirhuguð er efnistaka allt að 30.000 m3 af efni en heimilt er að vinna allt að 50.000 m3 af efni samkvæmt aðalskipulagi. Hingað til hafa 20.000 m3 af efni verið unnir á 1,4 ha svæði. Heildar flatarmál raskaðs svæðis kemur til með að vera 2,4 að efnistöku lokinni.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem gert er ráð fyrir umræddri framkvæmd.

31.Sultarfit - Háland. Framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara

2310043

Tómas Gíslason, verkefnisstjóri fyrir hönd Ljósleiðarans ehf óskar eftir framkvæmdaleyfi til að leggja ljósleiðara í röri frá Sultarfitjum að hóteli Hálönd. Umsókn, greinargerð og uppdráttur með umsókn dags. 12.10.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem gert er ráð fyrir umræddri framkvæmd. Þar sem svæðið er innan þjóðlendumarka Landmannaafréttar skal leitað álits Forsætisráðuneytis áður en af veitingu framkvæmdaleyfis verður.

32.Keldur. Vermitjarnir í landi Keldna. Tilkynning framkvæmdaaðila

2310027

Lýður Skúlason og Guðmundur Ingi Hjartarson hafa sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu móttekin 7. September 2023, um Vermitjarnir í landi Keldna við Eystri Rangá skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 óskar Skipulagsstofnun eftir að Rangárþing Ytra gefi umsögn um ofangreinda framkvæmd en frestur til umsagnar hefur verið framlengdur fram yfir fund sveitarstjórnar í nóvember.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki efnislegar athugasemdir við fram lagða skýrslu á þessu stigi en vísar til ákvæða í leigusamningi á milli sveitarfélagsins og framkvæmdaraðila t.a.m. ákvæði 10. gr. samningsins um starfsleyfi, opinber leyfi og umhverfismat þar sem fram kemur að "Leigutaka eru óheimilar allar framkvæmdir og starfsemi á hinum leigðu spildum áður en hann hefur, á sinn kostnað, aflað allra leyfa og samþykkta opinberra aðila og eftir atvikum veiðifélaga er hagsmuna eiga að gæta vegna þeirra, þ.m.t. Fiskistofu, Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar. Þegar samþykki allra umsagnaraðila og leyfisveitenda liggja fyrir með formlegum hætti, þá skulu öll slík formleg samþykki og leyfi skoðast sem hluti þessa leigusamnings. Þannig skulu allar framkvæmdir vera í samræmi við opinber lög og reglur og samkvæmt reglum og samþykktum þeirra veiðifélaga sem hagsmuni kunna að eiga vegna þessa. Sama á við ef afla þarf samþykkta annarra aðila er hagsmuni eiga vegna slíkra framkvæmda. Áður en framkvæmdir eða starfsemi leigutaka hefst varðandi fiskirækt á hinum leigðu svæðum skal samþykki allra opinberra aðila, leyfisveitenda, umsagnaraðila og annarra hagsmunaaðila liggi fyrir, þ.m.t. landeigenda aðliggjandi jarða að Eystri Rangá og jarða er eiga bakkarétt á móti hinum fyrirhuguðu framkvæmdum."

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að málið fái umfjöllun Umhverfis, -hálendis og samgöngunefndar sveitarfélagsins. Nefndin áskilur sér rétt til umsagnar á síðari stigum, ef ástæða þykir.

33.Þjóðólfshagi deiliskipulag íbúðabyggðar.

2307006

Gísli Sverrir Árnason formaður sumarhúsafélagsins Þjóðólfs leggur fram tillögu að deiliskipulagi íbúðabyggðar í Þjóðólfshaga. Skipulagssvæðið er um 40 ha að stærð. Í gildi er deiliskipulag frístundabyggðar, Þjóðólfshagi, frístundabyggð, staðfest 23.09.2013, þar sem gert er ráð fyrir um 33 frístundalóðum. Nú þegar er búið að byggja á 23 lóðum á skipulagssvæðinu. Á hverri lóð er heimilt að byggja íbúðarhús, bílskúr, útihús/skemmu og/eða gróðurhús. Eldra deiliskipulag verður fellt úr gildi þegar nýtt deiliskipulag verður staðfest. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 4.7.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um tillöguna og samþykkir hana til áframhaldandi meðferðar. Nefndin telur að þar sem aðalskipulagið hafði ekki verið samþykkt til auglýsingar þegar núverandi tillaga var auglýst, skuli auglýsa tillöguna að nýju. Þær umsagnir sem bárust við fyrri auglýsingu skuli gilda áfram nema umsagnaraðilar óski annars.

34.Landmannalaugar, pallur á laugasvæði. Kæra 101-2023 vegna ákvörðunar sveitarstjórnar.

2308020

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sendi afrit kæru dags. 15. ágúst 2023 ásamt fylgiskjölum, móttekið af nefndinni s.d., vegna afgreiðslu sveitarfélagsins Rangárþings ytra, á framkvæmdaleyfi til Umhverfisstofnunar vegna uppbyggingar og endurnýjunar á búningsaðstöðu við náttúrulaugina í Landmannalaugum. Niðurstaða liggur fyrir af hálfu Úrskurðarnefndar þar sem útgefið framkvæmdaleyfi er fellt úr gildi.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að málið verði unnið áfram í samráði við lögmenn sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?