23. fundur 04. apríl 2024 kl. 08:30 - 10:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
  • Brynhildur Sighvatsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
  • Jón Ragnar Örlygsson
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Rangárslétta. Stofnun lóðar. Rangárslétta 9.

2403037

Eigendur Rangársléttu, L229419, óska eftir að fá að stofna lóð úr jörð sinni. Lóðin er skilgreind í gildandi deiliskipulagi dags. 3.3.2021, yrði 3,12 ha að stærð, fengi landeignanúmerið L237099 og heitið Rangárslétta 9. Umsókn og lóðablað frá Landformi dags. 27.1.2022.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti enda í samræmi við gildandi deiliskipulag. Nefndin leggur til að þau verði samþykkt.
Fylgiskjöl:

2.Árbæjarhellir 2. Stofnun lóða, Skjólvegur 1-6.

2403066

Hörður Ásgeirsson fyrir hönd félagsins Árbæjarhellis ehf óskar eftir að stofnaðar verði 6 lóðir úr landinu í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir svæðið.

Lóðirnar fengju heitin Skjólvegur og númerin frá 1-6 í samræmi við uppdrátt landskipta frá Eflu dags. 14.2.2024 og lóðablöð þess efnis dags. 25.3.2024. Jörðin Árbæjarhellir 2 minnkar sem nemur 3,5 ha og verður um 68,5 ha eftir skiptin.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum enda í samræmi við gildandi deiliskipulag. Nefndin leggur til að þau verði samþykkt.

3.Umferðarmál - umferðarhraði

2403057

Farið yfir áherslur varðandi umferðarhraða í sveitarfélaginu.
Skipulags- og umferðarnefnd telur, í ljósi fyrirhugaðra áforma um uppbyggingu við Árbæjarveg og Þykkvabæjarveg, að umferðarhraði verði lækkaður úr 90 km/klst niður í 70 km/klst frá Suðurlandsvegi og fram yfir starfsemi veiðifélagsins við Þykkvabæjarveg annars vegar og hins vegar frá Suðurlandsvegi og fram yfir heimreiðina að Heiðarbrún. Afar erfitt hefur reynst að koma að nýjum tengingum við þessa vegi til að hægt verði að uppfylla þarfir rekstraraðila, lóðarhafa og sveitarfélagsins.

4.Landmannalaugar, Fjallafang, umsókn um stöðuleyfi

2403030

Fjallafang ehf. óskar eftir stöðuleyfi til reksturs söluvagna í Landmannalaugum L165018, með sama sniði og verið hefur undanfarin ár. Tímabilið er frá 15. júní til 13. október 2024.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við veitingu stöðuleyfis fyrir viðkomandi sölubíla í Landmannalaugum.

5.Aldamótaskógur

2309004

Sveitarstjórn á fundi sínum 13. september sl beindi í bókun sinni til vélhjólamanna og akstursíþróttadeildar UMF Heklu að öll umferð vélhjóla væri óheimil í Aldamótaskóginum. Formaður greindi frá því að miklar kvartanir hafa borist til hans um aukna umferð þar síðan skilti sem bannaði slíka umferð þar var tekið niður.
Skipulags- og umferðarnefnd tekur undir áhyggjur íbúa og hvetur viðkomandi aðila til að notast við aksturssvæðið við Gunnarsholtsveg. Nefndin hvetur umsjónarmenn til að viðhalda merkingum og beita sér fyrir því að sporna við vélhjólaumferð í Aldamótaskógi. Nefndin hvetur einnig akstursíþróttadeild UMF Heklu til að beita sér í málinu.

6.Ósk um endurskoðun staðsetningu leikvalla

2403041

Ósk um endurskoðun staðsetningu leikvalla. Vísað til afgreiðslu frá Byggðaráði frá fundi þeirra 27. mars sl.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að fyrirhuguð leiksvæði í Ölduhverfi ásamt opna svæðinu fyrir framan blokkina við Fossöldu verði sett í forgang til að koma til móts við að núverandi leiksvæði við Baugöldu verði gert að íbúðasvæði og þar með lagt niður.

7.Galtalækjarskógur L165042 og Merkihvoll L192626. Br á aðalskipulagi og deiliskipulag

2403033

Óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016 - 2028 fyrir Galtalækjarskóg L165042 og Merkihvol L192626. Jarðirnar eru í heildina um 83 ha að stærð og búið er að samræma landamerki beggja landa og aðliggjandi jarða. Landnotkunarflokkar sem breytingin nær til og fá breytta lögun eru þessir:

Reitur AF5 (Afþreyingar- og ferðam.sv.) fellur út. Í hans stað kemur nýr reitur F82 Frístundahús. Frístundahúsareitur F43 færist til norðurs. Reitur OP1 (Opin svæði) breytist og stækkar umtalsvert. Reitur VÞ7 (Verslun- og þjónusta) fær jafnframt breytta lögun.

Jafnfram er óskað eftir heimild til deiliskipulagsgerðar þar sem gert verði ráð fyrir allt að 50 frístunda/orlofshúsum á F43 og F82 og alhliða ferða- og gistiþjónustu á VÞ7 með byggingu allt að 1500 m² gistihúss ásamt allt að 50 gistiskálum til útleigu. Við gistiheimilið Lönguhlíð verði að auki gert ráð fyrir tjaldsvæði fyrir gesti Galtalækjarskógar. Skipulagsgögn frá Landformi dags. 5.3.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að samþykkt verði að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi í samræmi við framangreinda upptalningu. Breyta þarf núverandi Afþreyingar- og ferðamannasvæði AF5 í frístundasvæði F82 ásamt að breyta afmörkun, Frístundasvæði F43 færist til og breytist óverulega, Opin svæði OP1 breytist og stækkar og Verslunar- og þjónustusvæðið VÞ7 fær breytta lögun. Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 í samræmi við ofangreint. Nefndin telur ekki þörf á sérstakri kynningu lýsingar í ferli deiliskipulagsins en hvetur aðila til að nýta sér sameiginlega lýsingu skipulagsáforma fyrir bæði breytinguna á aðalskipulaginu og deiliskipulagsins ef tilefni fæst til þess.

8.Meiri-Tunga land L195063. Breyting á landnotkun

2403007

Eigandi Meiri-Tungu lands L195063 óskar eftir að gerðar verði breytingar á landnotkun í aðalskipulagi þar sem núverandi landbúnaðarland verði skilgreint sem íbúðasvæði. Áform eru um ferðaþjónustu og fast aðsetur síðar.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að samþykkt verði að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði skilgreint sem íbúðasvæði. Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til breytinga á gildandi deiliskipulagi dags. 3.3.2015 og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 í samræmi við ofangreint.

9.Minna-Hof lóðir. Ósk um heimild til deiliskipulags.

2403058

Eigendur lóðanna Minna-Hof lóðar L179292, Minna-Hof lóðar 2 L215912, Minna-Hof lóðar 3 L215913, Minna-Hof lóðar 4 L215914 og Minna-Hof lóðar 5 L215915 óska eftir að fá að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir sínar. Áform eru um sams konar uppbyggingu og er á nærliggjandi íbúðasvæði Litla-Hofs. Aðkoma er frá Rangárvallavegi (264) gegnum íbúðasvæðið á Litla-Hofi og um aðkomuveg að umræddum lóðum.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma eigenda. Núverandi lóðir eru á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 en vegna ákvæðis um stærðir lóðir og þéttleika þyrfti að skilgreina svæðið sem íbúðasvæði.
Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir sínar. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í íbúðasvæði.

10.Hagaholt (Kotsholt) L230681. Deiliskipulag.

2403090

Eigendur Hagaholts L230681 óska eftir að fá að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt. Með deiliskipulagstillögunni mun verða afmarkaður byggingareitur fyrir íbúðarhús, frístundahús, hesthús og skemmu til frístundabúskapar á landareigninni, áætlaður búskapur er hrossabúskapur, skógrækt og matjurtarækt. Til lengri tíma litið eru uppi hugmyndir um að gera býlið að lögbýli enda er landareignin nægilega stór til að standa undir búskap og vel í sveit sett.

Samhliða óskar eigandi eftir að heiti landsins verði breytt úr Hagaholti í Kotsholt, en örnefni á fyrirhuguðum byggingarstað vísar til þess heitis.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Nefndin tekur einnig jákvætt í breytingu á heiti landsins í Kotsholt.

11.Hái-Rimi 5, 6 og 7. Deiliskipulag.

2404094

Eigendur lóðanna Háa-Rima 5, 6 og 7 óska eftir heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir sínar. Ráðgert er að byggja sumarhús og tengd mannvirki.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

12.Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið

1903030

Lögð er fram tillaga að svæðisskipulagi Suðurhálendisins 2022-2042 eftir auglýsingu. Innan tillögunnar er mótuð framtíðarsýn fyrir Suðurhálendið um sterka innviði, umhyggju fyrir auðlindum, ábyrga nýtingu auðlinda, aðgerðir fyrir loftslagið og góða samvinnu. Tillögunni fylgir greinargerð um landslagsgreiningu fyrir Suðurhálendi, sem er fylgirit svæðisskipulagsins. Tillagan nær yfir hálendishluta sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Ásahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Hrunamannahrepps, Bláskógabyggðar, og Grímsnes- og Grafningshrepps. Auk þeirra hafa sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg tekið þátt í verkefninu. Tillagan var auglýst frá 15. nóvember 2023 til og með 19. janúar 2024. Athugasemdir og umsagnir bárust við tillöguna og hafa þær verið lagðar fram við afgreiðslu málsins eftir auglýsingu auk samantektar á andsvörum og viðbrögðum svæðisskipulagsnefndar fyrir Suðurhálendið. Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti fyrirliggjandi tillögu með framlögðum fylgiskjölum að svæðisskipulagi Suðurhálendis fyrir sitt leyti á fundi þeirra 13.mars sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Búrfellslundur Vindorkuver við Vaðöldu - Forsendur og viðmið fyrir Rangárþing ytra

2404095

Í stefnu sveitarfélagsins í vindorkumálum, sem er hluti aðalskipulags, segir: "Meta þarf kosti og galla af nýtingu vindorku fyrir sveitarfélagið og hagsmunaaðila (íbúa í nærumhverfi). Þetta eru þættir eins og fasteignagjöld, græn orka og nýting orku í nærsamfélaginu. Tekjur til landeigenda og nærsamfélags, nýting lands til orkuvinnslu samhliða annarri nýtingu s.s. til beitar eða akuryrkju, útivistar og skemmtunar."
Eitt af hlutverkum Skipulags- og umferðarnefndar samkvæmt erindisbréfi er að "hafa eftirlit með að stefna sveitarstjórnar á hverjum tíma sé haldin". Nefndin telur að ekki sé búið að gera nægilega grein fyrir mati á hagrænum áhrifaþáttum vindorkuversins við Vaðöldu og að slíkt mat eigi að fara fram sem allra fyrst. Nefndin felur skipulagsfulltrúa og formanni nefndarinnar að setja saman drög að matsspurningum sem lagðar verði fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

14.Búrfellslundur (Vaðölduver) breyting á landnotkun í aðalskipulagi vegna áform um uppsetningu vindlundar

2304057

Sveitarfélagið samþykkti á fundi sínum þann 1.12.2022 að gerð yrði breyting á landnotkun í aðalskipulagi þar sem hluti af núverandi Skógræktar- og landgræðslusvæði verði breytt í iðnaðarsvæði undir vindlund. Tillagan var auglýst frá og með 16.11.2023 til og með 28.12.2023 með framlengingu til 12. janúar 2024 að beiðni Umhverfisstofnunar. Eftir umfjöllun á uppfærðri tillögu eftir auglýsingu var hún send Skipulagsstofnun. Skipulagsstofnun, með bréfi dags. 19. mars sl, setti fram nokkrar efnislegar ábendingar. Meðfylgjandi er samantekt á þeim ábendingum og tillaga að viðbrögðum sveitarstjórnar við þeim. Að auki er lögð fram greinargerð frá Eflu dags. 26.1.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir ábendingar Skipulagsstofnunar og telur að tekið hafi verið tillit til þeirra á fullnægjandi hátt í meðfylgjandi greinargerð tillögunnar. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Að öðru leyti vísar nefndin í afgreiðslu á erindi nr. 13 hér á undan.

15.Lúnansholt III og IV. Breyting á landnotkun

2312037

Eigendur Lúnansholts III og IV óska eftir að fá að breyta landnotkun á svæðum sínum úr frístundasvæði í íbúðasvæði. Áform eru um fast aðsetur á svæðinu ef breytingar verða að veruleika. Lýsing skipulagsáforma var í kynningu til 29. febrúar. Umsagnir bárust frá Brunavörnum Rangárvallasýslu í formi ábendingar um að burðarþol aðkomuvegar þyrfti að vera 30 tonn; frá Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Umhverfisstofnun sem gerðu engar athugasemdir. Skipulagsstofnun taldi lýsinguna veita góða mynd af viðfangsefni breytingarinnar.

Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 26.3.2024 ásamt stafrænum gögnum til skila í Skipulagsgátt.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar og leggur til hún verði kynnt áður í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins.

16.Bjálmholt. Deiliskipulag verslunar- og þjónustuhúss

2310076

Þorkell Jónsson fyrir hönd landeigenda Bjálmholts L165072 óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag úr jörð sinni. Um er að ræða uppbyggingu á þjónustuhúsi sem ætluð er vegna kynningar og sölu á afurðum býlisins. Lögð er fram tillaga frá M11 arkitektum dags. 5.3.2024.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

17.Hrafntóftir 1, L165392. Deiliskipulag.

2404102

Eigendur lóðarinnar Hrafntóftir 1 óska eftir að fá að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina. Gert verði ráð fyrir byggingu einbýlishúsa, gestahúsa, bílskúra og skemmu. Skipulagsgögn frá Sturlu Jónssyni dags. 27.3.2024. Um uppfærslu gagna er að ræða en fyrri skipulagstillaga var í meðferð á árinu 2009 en náði aldrei gildistöku.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fylgiskjöl:

18.Hvammur Vinnubúðir fyrir Landsvirkjun deiliskipulag

2304060

Landsvirkjun hefur lagt fram tillögu að áformum um að setja niður vinnubúðir á landi sínu Hvammi 3, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun. Tillaga deiliskipulagsins var auglýst að nýju frá og með 24.8.2023 til og með 5.10.2023. Athugasemd barst frá Vegagerðinni þar sem stofnunin hafnar syðri tengingunni vegna umferðaröryggis. Tillagan var endurauglýst frá og með 29.11.2023 til og með 9.1.2024. Engar umsagnir bárust og er því gert ráð fyrir að fyrri umsagnir gildi. Þar sem afgreiðsla sveitarstjórnar á tillögunni varð áður en breyting á aðalskipulagi tók gildi þarf að samþykkja tillöguna að nýju. Lögð fram tillaga frá Eflu dags. 26.4.2023.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

19.Gíslholt L165081. Deiliskipulag

2001005

Eigandi Gíslholts hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi af nokkrum lóðum úr jörð sinni, Gíslholti. Um eru að ræða lóðir undir íbúðarhús og smávægilega atvinnustarfsemi. Tillagan var endurauglýst fram til 5. október sl. Engar athugasemdir bárust í þeirri auglýsingu. Í fyrri auglýsingu bárust athugasemdir frá Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem búið er að taka tillit til. Vegna tímaákvæða í skipulagsreglugerð þurfti að auglýsa tillöguna aftur og fór hún í auglýsingu frá og með 15. febrúar 2024 til og með 28. mars 2024. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

20.Helluvað 2 breyting á deiliskipulagi

2312050

Eigandi Helluvaðs 2 hefur lagt fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi fyrir Helluvað 2 sem samþykkt var í B-deild stjórnartíðinda 27.7.2020. Breytingarnar gera ráð fyrir viðbótarbyggingareit þar sem gert verði ráð fyrir byggingu þriggja gestahúsa allt að 40 m2 hverju fyrir sig. Tillagan var auglýst frá og með 24. janúar 2024 til og með 7. mars 2024. Umsagnir bárust frá Mílu, Veitum, Brunavörnum Rangárvallasýslu, Landsneti, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni, þar sem ekki voru gerðar athugasemdir við tillöguna.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

21.Fjallaland. Breyting á deiliskipulagi.

2403085

Landeigandi óskar eftir að gerðar verði breytingar á gildandi deiliskiplagi dags. 1.2.2006 m.s.br. þar sem uppfærð eru mörk lóða á svæðinu til samræmis við stofnun þeirra í landskrá fasteigna. Um eru að ræða lóðir nr. 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, 34 og 36 en misræmis gætir á staðsetningu þeirra lóða. Reynt verði að halda skráðum stærðum óbreyttum eins og unnt er og afmörkun að öðru leyti breytist ekki nema lóð 34, sem færist ofar í landi. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 27.3.2024.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis í heildina séð.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt öllum viðkomandi lóðarhöfum.

22.Lambhagi. Breyting á deiliskipulagi

2403078

Eigandi jarðarinnar Lambhagi, L164528, óskar eftir að fá að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið, dags. 7.6.2013 m.s.br., þar sem byggingarreitur Ú2 verði stækkaður til suðurs. Skipulagsmörk verða einnig uppfærð til samræmis. Byggingarheimild verði aukin um 1700 m² til byggingar á öðru fjósi. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 25.3.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem ekki er gerð breyting á skilmálum viðkomandi deiliskipulags. Skipulagsfulltrúa verði falið að birta auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda þess efnis.

23.Atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar. Breyting á skipulagsmörkum deiliskipulags

2403068

Vegna vinnu við deiliskipulag Suðurlandsvegar í gegnum Hellu þarf að endur skilgreina skipulagsmörk aðliggjandi skipulagssvæða. Meðfylgjandi er tillaga frá Eflu, dags. 20.3.2024, að breyttri afmörkun skipulagssvæðis fyrir atvinnusvæðið sunnan Suðurlandsvegar frá 25.11.2021 m.s.br.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem ekki er gerð breyting á skilmálum viðkomandi deiliskipulags. Skipulagsfulltrúa verði falið að birta auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda þess efnis.

24.Dynskálar iðnaðarsvæði. Breyting á skipulagsmörkum deiliskipulags.

2403069

Vegna vinnu við deiliskipulag Suðurlandsvegar í gegnum Hellu þarf að endur skilgreina skipulagsmörk aðliggjandi skipulagssvæða. Meðfylgjandi er tillaga frá Eflu, dags. 20.3.2024, að breyttri afmörkun skipulagssvæðis fyrir iðnaðarsvæðið við Dynskála frá 1.2.2013 m.s.br.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem ekki er gerð breyting á skilmálum viðkomandi deiliskipulags. Skipulagsfulltrúa verði falið að birta auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda þess efnis.

25.Miðbæjarsvæðið á Hellu. Breyting á afmörkun skipulagssvæðis deiliskipulags

2403070

Vegna vinnu við deiliskipulag Suðurlandsvegar í gegnum Hellu þarf að endur skilgreina skipulagsmörk aðliggjandi skipulagssvæða. Meðfylgjandi er tillaga frá Eflu, dags. 20.3.2024, að breyttri afmörkun skipulagssvæðis fyrir miðbæjarsvæðið á Hellu frá 16.12.2021 m.s.br.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem ekki er gerð breyting á skilmálum viðkomandi deiliskipulags. Skipulagsfulltrúa verði falið að birta auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda þess efnis.

26.Vaðölduver. Vindlundur austan Sultartanga Búrfellslundur deiliskipulag

2211077

Landsvirkjun hefur undanfarin ár kannað möguleika á virkjun vindorku austan við Sultartangastöð. Svæðið er innan þess svæðis sem rannsakað var í mati á umhverfisáhrifum fyrir Búrfellslund (200 MW) árið 2016 og er innan Rangárþings ytra. Í júní 2022 samþykkti Alþingi virkjunarkostinn Búrfellslund í nýtingarflokk rammaáætlunar með uppsett afl allt að 120 MW. Til að af framkvæmdum geti orðið þarf að breyta aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 og vinna deiliskipulag fyrir svæðið. Tillagan var auglýst frá og með 16.11.2023 til og með 28.12.2023 með framlengingu til 12. janúar 2024 að beiðni Umhverfisstofnunar. Tillagan var samþykkt til afgreiðslu skipulagsstofnunar á síðasta fundi nefndarinnar en vegna ábendinga Skipulagsstofnunar sem barst með bréfi dags. 19. mars sl er hér lögð fram uppfærð tillaga frá Eflu dags. 26. janúar 2024.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um ábendingar Skipulagsstofnunar og telur að búið sé að bregðast við þeim á fullnægjandi hátt í meðfylgjandi greinargerð. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu samhliða viðbrögðum við fyrirliggjandi breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Að öðru leyti vísar nefndin í afgreiðslu á erindi nr. 13 hér á undan.

27.Langalda. Enduropnað efnistökusvæði

2401054

Skipulagslýsing er sett fram fyrir breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með breytingunni er gert ráð fyrir enduropnun efnistökusvæðis í Langöldu sem m.a. verður nýtt fyrir framkvæmdir við gerð vindlundar við Vaðöldu ofan Búrfells. Gert er ráð fyrir allt að 250.000 m3 efnistöku fram til ársins 2030.

Í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 eru framkvæmdirnar, sem fyrirhuguð skipulagsbreyting mun taka til, tilkynningarskyldar til Skipulagsstofnunar. Fyrirspurn um matsskyldu er unnin samhliða skipulagsáætlunum.

Lýsing skipulagsáforma var í kynningu til 29. febrúar og bárust umsagnir frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Brunavörnum Rangárvallasýslu og Vegagerðinni sem gerðu engar athugasemdir. Skipulagsstofnun benti á að gera þurfi grein fyrir áhrifum efnistöku á núverandi hverfisvernd. Forsætisráðuneytið og Umhverfisstofnun benda á ýmis efnisleg atriði sem þarfnast skoðunar við gerð tillögunnar.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar og leggur jafnframt til að hún verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem tillagan gæti varðað hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins telur nefndin að auglýsing skuli birt í blaði sem dreift er á landsvísu ásamt birtingu á heimasíðu sveitarfélagsins.

28.Vaðölduver. Framkvæmdaleyfi vegna jarðtæknirannsókna.

2403083

Vegna fyrirhugaðs Búrfellsundar, vindorkuvers við Vaðöldu, neðan Sultartangastíflu telur Landsvirkjun þörf á frekari jarðtæknirannsóknum.

Með jarðtæknirannsóknum eru jarðlög rannsökuð undir fyrirhuguðum vindmyllum og byggingum og kannaðir möguleikar á holrými í hrauninu undir aðkomuvegum að vindmyllunum. Rannsóknarsvæðið er allt umhverfis Vaðöldu neðan við Sultartangastíflu á landsvæði innan sveitarfélagsins Rangárþings ytra og á svæði sem nú er í skipulagsferli.

Óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna framangreindra rannsókna.
Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um jarðtæknirannsóknir í tengslum við fyrirhugað Vaðölduver. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 4. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

29.Hella. Færsla stofnlagnar hitaveitu. Ósk um framkvæmdaleyfi.

2403067

Veitur ohf í samráði við Rarik og sveitarfélagið óskar eftir framkvæmdaleyfi til lagningar á nýrri stofnlögn frá skóla- og íþróttasvæði að Þrúðvangi við Suðurlandsveg. Verkið er í aðalatriðum fólgið í því að leggja nýja stofnlögn hitaveitu Veitna ásamt því að aðstoða við lagningu raflagna RARIK og götulýsingar Rangárþings ytra. Verktaki skal grafa skurði fyrir hitaveitulagnir, ídráttarrör og rafstrengi. Í skurðina skal verktaki sanda undir og yfir rör og strengi, leggja lagnir, strengi, rör og ídráttarrör, fylla yfir og ganga frá. RARIK og Rangárþing ytra sjá um lagningu á sínum strengjum en verktaki skal sjá um uppsetningu ljósastaura.
Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um endurnýjun stofnlagna hitaveitu og raflagna. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

30.Áhrifasvæði Búrfellslundar og nýtt afþreyingar og ferðamannasvæði; Aðalskipulagsbreyting - 2403001, nr. 03552024 Lýsing (Breyting á aðalskipulagi)

2403089

Sett er fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Með breytingunni verður mörkuð stefna um áhrifasvæði fyrirhugaðs Búrfellslundar innan Skeiða- og Gnúpverjahrepps og sett inn nýtt afþreyingar- og ferðamannasvæði austan við Sultartangastöð og skammt vestan Þjórsár. Sveitarfélagið metur stefnu gildandi aðalskipulags þannig að hún komi ekki í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif innan sveitarfélagsins sem verða vegna framkvæmda eða landnotkunar í nágrannasveitarfélögum. Því sé þörf á breyttri stefnu. Stefna vegna áhrifasvæðis Búfellslundar verður á þá leið að öll neikvæð umhverfisáhrif sem kunna að verða vegna fyrirhugaðs Búrfellslundar og geta skert möguleika til landnýtingar innan Skeiða- og Gnúpverjahrepps eru óheimil innan marka sveitarfélagsins. Til dæmis á þetta við um skuggavarp frá vindmyllum, ískast vegna ísingar á spöðum, skerðingu á víðernum, sýnileika og ásýnd vindmylla ásamt hljóðvist. Á afþreyingar- og ferðamannasvæði verður heimilt að vera með skálasvæði, áningarstað, gistingu og veitingar í tengslum við útivist. Gert er ráð fyrir að starfsemi verði rekin allt árið. Stærð svæðis er um 2 ha. Gerð verður breyting á stefnu í greinargerð og sett inn nýtt afþreyingar- og ferðamannasvæði á sveitarfélagsuppdrætti fyrir afrétt. Óskað er eftir umsögn Rangárþings ytra en kynningartími er til 19.4.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram lögð áform hafi ekki áhrif á uppbyggingu fyrirhugaðs vindlundar við Vaðöldu, sem kominn er í lokaferli skipulags. Nefndin vill árétta að í skipulagsáætlunum fyrir Vaðölduver er reiknað með áningarstað, göngustígum og útssýnisskífu innan vindlundarins. Nefndin vekur jafnframt athygli á að fyrirhugað Afþreyingar- og ferðamannasvæði er á skilgreindu iðnaðarsvæði I18 skv. greinargerð og jafnframt innan þjóðlendu og þarf því aðkomu Forsætisráðuneytisins.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?