26. fundur 06. júní 2024 kl. 08:30 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
  • Jón Ragnar Örlygsson
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Stóri Klofi L165010. Landskipti tveggja lóða

2405066

Landeigandi Stóra-klofa 1, L165010, óskar eftir að fá að skipta úr jörð sinni, tveimur lóðum. Annars vegar lóð sem fengi heitið Stakkakot, stærð 1,0 ha, og Lxxxxxx og hins vegar lóð sem fengi heitið Hraunkot, stærðin 1 ha og Lxxxxxx. Jörðin Stóri-klofi L165010 minnkar sem nemur útskiptum lóðum og verður 57,1 ha eftir skiptin. Merkjalýsing frá Kristni Sveinssyni dags. 13.5.2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að þau verði samþykkt.

2.Laufskálar 10B. Lóð undir spennistöð Rarik

2405035

Rangárþing ytra stofnar lóð undir spennistöð við Laufskála 10B. Lóðin er tekin úr Gaddstöðum L164482, er 50,7 m² að stærð og fær landeignanúmerið Lxxxxxx. Merkjalýsandi er Jóhanna Sigurjónsdóttir hjá Eflu, gögn dagsett 7.5.2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð. Nefndin leggur til að landskiptin verði samþykkt.

3.Dynskálar 52B. Stofnun lóðar undir spennistöð Rarik.

2405036

Rangárþing ytra stofnar lóð undir spennistöð við Dynskála 52B. Lóðin er tekin úr loðinni Dynskálar 52, L219726, er 16,0 m² að stærð og fær landeignanúmerið Lxxxxxx. Merkjalýsandi er Jóhanna Sigurjónsdóttir hjá Eflu, gögn dagsett 6.5.2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð. Nefndin leggur til að landskiptin verði samþykkt.

4.Fyrirspurn um flutning á húsi á lóðina Kró

2404189

Brynja Ósk Rúnarsdóttir óskar eftir að fá að flytja íbúðarhús sitt, sem nú er á lóðinni nr. 18 við Hólavang, yfir á lóð sína, Kró L231364. Áform eru um framtíðarbúsetu þar.

Fyrirspurn beint til Skipulags- og umferðarnefndar frá Byggðaráði.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemd við flutning á húsinu sem slíku en telur ekki, að svo stöddu, að aðkoman að umræddri lóð sé til þess fallin að þar verði heilsársbúseta. Það þyrfti frekar að skilgreina nýja aðkomu frá Þykkvabæjarvegi og hvetur nefndin umsækjanda til að ganga frá því við nærliggjandi landeigendur áður en af skipulagsferli getur orðið.

5.Vikurnám við Búrfellshólma, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Beiðni um umsögn um matsáætlun

2405057

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Rangárþings ytra um matsáætlun fyrir vikurnám við Búrfell. Matsáætlunin er búin að fara í kynningu en þar sem breytingar hafa orðið á framkvæmdinni er tilefni til að fá umsögn frá sveitarfélaginu. Meðfylgjandi er matsáætlunin eins og hún var kynnt og svo greinargerð sem greinir frá breyttum áformum. Upplýsingar varðandi málið má einnig nálgast á skipulagsgáttinni: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/244.
Skipulags- og umferðarnefnd telur umrædda breytingu hafa mjög neikvæð áhrif á umhverfið. Nefndin telur afar óljóst hvernig brugðist verður við áhrifum af þverun árinnar, gagnvart mengun atvinnutækja á lífríki árinnar, af aukinni umferð atvinnutækja, rykmengun og fleira. Nefndin gerir einnig athugasemd við áform um að tengjast Landvegi eins og sýnt er og telur brýnt að sveitarstjórn skili inn umsögn sem taki á þessum þáttum. Nefndin bendir á að meðan á nýtingu námunnar hefur staðið undanfarin ár hefur allri umferð verið beint niður Skeiða- og Gnúpverjahrepp.


6.Galtalækur 2. Umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku úr námu E57.

2405056

Efla fyrir hönd landeigenda Galtalækjar 2 sækir um framkvæmdaleyfi til efnistöku úr samþykktu efnistökusvæði innan jarðarinnar nr E57. Fyrirhuguð er efnistaka í samræmi við skilmála í aðalskipulagi en heimilt er að vinna allt að 50.000 m3 af efni samkvæmt aðalskipulagi. Heildar flatarmál raskaðs svæðis kemur til með að vera 2,0 að efnistöku lokinni og er þá heimild aðalskipulagsins fullnýtt. Reiknað er með að búið sé að taka um 20.000 m³ af efni nú þegar.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem gert er ráð fyrir umræddri framkvæmd.

7.Lækjarbotnar efnistaka. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

2405013

Verkfræðistofan Efla, fyrir hönd Nautáss ehf, óskar eftir framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Lækjarbotnanámu E29. Fyrirhuguð er efnistaka í samræmi við skilmála í aðalskipulagi en heimilt er að vinna allt að 50.000 m3 af efni samkvæmt aðalskipulagi. Heildar flatarmál raskaðs svæðis kemur til með að vera 2,0 ha að efnistöku lokinni og er þá heimild aðalskipulagsins fullnýtt.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem gert er ráð fyrir umræddri framkvæmd.

8.Friðland að Fjallabaki. Umsókn um framkvæmdaleyfi til uppsetningar á skiltum.

2405054

Umhverfisstofnun sækir um framkvæmdaleyfi til uppsetningar á alls 37 skiltum innan Friðlands að Fjallabaki. Um eru að ræða 9 upplýsinga- og fræðsluskilti og alls 28 vegvísa á göngu- og reiðleiðir. Gögn send með umsókn 15.5.2024.
Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um uppsetningu 37 skilta innan Friðlands að Fjallabaki. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 4. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

9.Halldórsgil, Framkvæmdaleyfi fyrir bílastæði við upphaf göngleiðar að Grænahrygg

2405041

Umhverfisstofnun sækir um framkvæmdaleyfi vegna gerð bílastæðis við Halldórsgil, við upphaf gönguleiðar að Grænahrygg. Gögn send með umsókn 15.5.2024.
Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um gerð bílastæðis á Fjallabaksleið við upphaf gönguleiðarinnar að Grænahrygg. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

10.Ljósleiðari frá Sultartanga blöðrum að tengibrunn OF-TB-323

2405070

Orkufjarskipti hf óskar eftir framkvæmdaleyfi til lagningar á ljósleiðara og rafstreng frá Sultartanga blöðrum að vinnusvæði Búrfellsundar, tengibrunnur OF-TB-323. Lögnin er ca. 3,9 km löng og er í samræmi við sýnda lagnaleið í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Rafstrengur og 20 mm rör fyrir ljósleiðara verður plægt í jörðu, nema á nokkrum stöðum þar sem jarðvegur er grófur, þar verður grafið. 1 tengibrunnur verður settur á vinnusvæði Landsvirkjunar aðgengilegur á leiðinni til viðhalds og eftirlits. Jákvæð umsögn frá Vegagerðinni vegna þverunar undir Sprenigisandsleið liggur fyrir.
Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um lagningu ljósleiðara og rafstrengs frá Sultartanga blöðrum að vinnusvæði vindlundarins Vaðölduvers. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Gunnar Aron Ólason vék sæti við afgreiðslu þessa erindis.

11.Myrkurgæði og vetrarferðaþjónusta - Erindi frá Lava Center og Midgard

2404100

Innsent erindi frá nokkrum ferðaþjónustuaðilum á svæðinu þar sem áhugi er á samstarfi um að hefja vinnu við greiningu myrkurgæða og gerð ljósgæðastefnu sem nýst getur sveitarfélaginu í framtíðinni við endurskoðun aðalskipulags. Slík greining og stefnumótun er grunnurinn að því að þróa verkefnið áfram þannig að raunverulegur árangur náist í markaðssetningu svæðisins sem ákjósanlegan áfangastað ferðamanna yfir vetrartímann. Vísað til umsagnar frá Byggðaráði dags. 22.5.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd fagnar framlögðu erindi um gerð ljósgæðastefnu og gerir engar athugasemdir við hugmyndina. Með þátttöku sveitarfélagsins kæmi fram vilji þess til að huga almennt að ljósgæðum íbúum og fyrirtækjum til hagsbóta. Verði hún síðan hluti af gerð aðalskipulags hefði hún sem slík, mikið gildi fyrir markaðssetningu fyrirtækja í sveitarfélaginu.
Gunnar Aron kemur aftur inn á fundinn

12.Keldur. Eystri-Rangá. Gerð fiskivegar

2307053

Lýður Skúlason fyrir hönd Keldna ehf, hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi til gerðar vermitjarnar og byggingu stíflu vegna hennar. Verkefnið byggir á að gera fiskiveg framhjá Tungufossi í Eystri Rangá og gera efri hluta árinnar fiskgengan og sjálfbæran. Fyrirhugaðar vermitjarnir verða staðsettar í gamla árfarvegi Eystri Rangár sem síðan verða nýttar til ræktunar laxfiska. Framkvæmdin var tilkynningaskyld til Skipulagsstofnunar um matskyldu. Með bréfi dags. 12. mars 2024 upplýsti Keldur ehf. Skipulagsstofnun um breytingar á tilhögun

framkvæmdarinnar. Fram kemur að fallið hafi verið frá byggingu 4 m hárrar stíflu, og þar með gerð vermitjarna. Samkvæmt endurskoðaðri tilhögun er gert ráð fyrir að veita að hámarki 0,5 m3/s af vatni úr Eystri-Rangá í gamla árfarveginn um 50 cm svera lögn. Með þessu renni vatnið óhindrað um gamla farveginn og aftur í Eystri-Rangá við Haldfossa. Samkvæmt upplýsingum frá Keldum ehf. er gert ráð fyrir að um 0,6 ha lands fari undir vatn. Nú liggur fyrir álit Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin sé ekki tilkynningaskyld þar sem framkvæmdasvæðið er undir þeim 1,0 ha stærðarviðmiðum sem tilgreind eru í 1. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Framkvæmdin er þó háð leyfi Fiskistofu og eftir atvikum leyfi Umhverfisstofnunar vegna breytinga á vatnshloti.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um erindi framkvæmdaaðila. Verkefnið byggir á að gera fiskiveg framhjá Tungufossi í Eystri Rangá og gera efri hluta árinnar fiskgengan og sjálfbæran.
Skipulags- og umferðarnefnd getur ekki tekið afstöðu til veitingar framkvæmdaleyfis fyrir viðkomandi framkvæmd þar sem áherslur hafa breyst á þann veg að áður fram komnar umsagnir umsagnaraðila eins og frá Fiskistofu, Umhverfisstofnun og veiðifélagi fjalla í raun ekki um fyrirhugaða framkvæmd eins og hún er skilgreind nú. Það er mat nefndarinnar að afgreiðslu skuli frestað þar til skýrari upplýsingar framkvæmdaaðila liggja fyrir ásamt því að umsagnir berist um hina tilgreindu framkvæmd með heildaráhrif á lífríki árinnar í huga í fullu samræmi við grein 10 í leigusamningi milli aðila.

13.Vindlundur austan Sultartanga Búrfellslundur deiliskipulag

2211077

Deiliskipulag fyrir Vaðölduver hefur formlega öðlast gildistöku með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda. Lögð er fram framkvæmdaáætlun Landsvirkjunar fyrir vindorkuverið við Vaðöldu.
Lagt fram til kynningar.
Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar.

14.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 104

2312009F

Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar hafa verið fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 104 er að ræða.
Lagt fram til kynningar

15.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 105

2401006F

Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar eru fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 105 er að ræða.
Lagt fram til kynningar

16.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 106

2402005F

Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar eru fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 106 er að ræða.
Lagt fram til kynningar

17.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 107

2402010F

Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar eru fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 107 er að ræða.
Lagt fram til kynningar

18.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 108

2402011F

Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar eru fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 108 er að ræða.
Lagt fram til kynningar

19.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 109

2403012F

Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar eru fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 109 er að ræða.
Lagt fram til kynningar

20.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 110

2404026F

Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar eru fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 110 er að ræða.
Lagt fram til kynningar

21.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 111

2404031F

Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar eru fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 111 er að ræða.
Lagt fram til kynningar

22.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 112

2405003F

Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar eru fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 112 er að ræða.
Lagt fram til kynningar

23.Oddspartur L204612. Ósk um heimild til Deiliskipulags

2405011

Í Oddsparti er nú rekið Hlöðueldhúsið veitingastaður ásamt tveimur gistikúlum með pláss fyrir allt að fjóra í gistingu. Hingað til hafa gestir í kúlunum samnýtt salernisaðstöðu veitingastaðarins með öðrum gestum. Áform umsækjanda gera ráð fyrir að reisa allt að 8 slíkar kúlur í viðbót, svo pláss verði fyrir 20 manns í gistingu í heildina. Auk þess hyggst umsækjandi reisa sérstaka þjónustumiðstöð með salernis- og sturtuaðstöðu fyrir næturgesti. Óskað er eftir heimild til skipulagsgerðar.
Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um aukna ferðaþjónustu. Núverandi lóð er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.
Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á fyrirliggjandi deiliskipulagi fyrir lóð sína. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda þar sem hluta jarðarinnar verði breytt í Verslunar- og þjónustusvæði.

24.Stekkatún ósk um breytingu á deiliskipulagi.

2405065

Eigendur Stekkatúns L165446 óska eftir að fá að leggja fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið frá 2023. Áform eru um að fjölga gistirýmum og bæta við þjónusturýmum til reksturs ferðaþjónustu. Skipulagsgögn frá Landmótun dags. 25.4.2024.
Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um aukna ferðaþjónustu. Núverandi lóð er á skilgreindu landbúnaðarsvæði þótt hluti af núverandi starfsemi sé merkt sem Verslunar- og þjónustusvæði innan við 5ha. skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.
Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á fyrirliggjandi deiliskipulagi fyrir lóð sína. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda þar sem afmarkaður verði hluti jarðarinnar og breytt í Verslunar- og þjónustusvæði.

25.Giljanes. Ósk um heimild til deiliskipulags.

2405012

Eigendur lóðarinnar Giljanes L165242 óska eftir heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Áform eru um byggingu frístundahúss, gestahúss, bílskúrs og lítils gróðurhúss. Lóðin er á skilgreindu landbúnaðarlandi skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

26.Hagaholt (Kotsholt) L230681. Deiliskipulag.

2403090

Eigendur Hagaholts L230681 óska eftir að fá að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt. Með deiliskipulagstillögunni mun verða afmarkaður byggingareitur fyrir íbúðarhús, frístundahús, hesthús og skemmu til frístundabúskapar á landareigninni, áætlaður búskapur er hrossabúskapur, skógrækt og matjurtarækt. Til lengri tíma litið eru uppi hugmyndir um að gera býlið að lögbýli enda er landareignin nægilega stór til að standa undir búskap og vel í sveit sett.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

27.Unhóll 1A, lóðir D og E. Deiliskipulag

2405072

Landeigendur óska eftir að fá að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir sínar, Unhóll 1A, lóðir D og E. Gert verði ráð fyrir allt að 30 frístundalóðum á um 30 ha svæði sem skilgreint er sem frístundasvæði í aðalskipulagi. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 23.5.2024.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynnningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

28.Snjallsteinshöfði 4. Ósk um heimild til deiliskipulags

2405084

Eigendur Snjallsteinshöfða 4 óska eftir heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína í samræmi við fyrirspurn frá Eflu dags. 28.5.2024. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi og bílskúr, 3 gesta-/frístundahúsum og skemmu innan lóðar. Aðkoma er af Árbæjarvegi (271) um vegslóða innan lóðar Snjallsteinshöfða vegsvæði (L235970) að lóð Snjallsteinshöfða 4.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynnningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

29.Svínhagi SH-18, breyting á landnotkun í aðalskipulagi

2307044

Eigandi lóðarinnar Svínhagi SH-18 áformaði að hefja rekstur ferðaþjónustu á lóð sinni með byggingu allt að 18 gestahúsa fyrir allt að 50 gesti auk þjónustuhúss. Svæðið er skilgreint sem VÞ25 í greinargerð aðalskipulagsins en þar er heimild fyrir allt að 20 gesti sameiginlega með SH-16. Í auglýsingu tillögunnar bárust nokkrar athugasemdir og var beðið eftir viðbrögðum eiganda áður en formleg afgreiðsla var áformuð. Lóðin hefur nú verið seld og hafa nýir eigendur boðað að fyrri umsókn um breytingar á aðalskipulagi, sem verið hefur til umfjöllunar í sveitarstjórn, verði afturkölluð. Óskað er eftir að erindið verði formlega fellt niður.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur móttekið erindi nýrra eigenda og fellst á að málið verði fellt niður og ekki verði því um breytingu að ræða á greinargerð í aðalskipulagi eins og til stóð. Öllum þeim sem gerðu athugasemdir við áður fyrirhuguð áform verði send afgreiðsla nefndarinnar og þeim kynnt þessi niðurstaða.

30.Hagi v Selfjall 2. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2405003

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gerð verði breyting á landnotkun í aðalskipulagi þar sem lóðin Hagi v/Selfjall 2 yrði skilgreind sem Verslunar- og þjónustulóð í stað frístundalóðar áður. Lögð er fram lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 2.5.2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt. Lýsing skal kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 13. - 27. júní 2024.

31.Lerkiholt og Minna-Hof. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2404176

Rangárþing ytra hefur samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 í samræmi við 1.mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010.

Svæðin sem breytingin nær yfir er annars vegar Meiri-Tunga land L195063 (Lerkiholt) og hins vegar 5 lóðir úr Minna-Hofi á Rangárvöllum. Bæði svæðin eru skilgreind landbúnaðarsvæði og eiga að breytast í íbúðasvæði með möguleika á fastri búsetu og rekstri ferðaþjónustu. Skipulagslýsing frá Eflu dags. 24.4.2024. Lýsing skipulagsáforma voru kynnt með fresti til athugasemda til og með 23. maí sl. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun sem bendir á að koma þurfi fram hvernig tillagan samræmist kafla 2.1.1 í landsskipulagsstefnunni um sjálfbæra byggð, mikilvægt sé að fjallað sé um stefnu sveitarfélagsins um verndun og endurheimt á líffræðilegri fjölbreytni og að ekki skuli fjallað um lög um stjórn vatnamála;

frá Vegagerðinni sem gerir engar athugasemdir en bendir á að vegir í umsjá þeirra séu auðkenndir á uppdráttum;

frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerir engar athugasemdir en bendir á að fjallað skuli með skýrum hætti hvort og þá hvaða atvinnurekstur muni leyfður innan skipulagssvæðisins og frá Skipulagsstofnun sem bendir á skýra þurfi stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu nýrra íbúðasvæða, að færa þurfi rök fyrir stefnu um að skilgreina nýtt svæði fremur en beina uppbyggingu á þau svæði sem þegar eru skilgreind, um hvernig stefna samræmist stefnu um skilgreiningu á ræktunarlandi skv. landsskipulagsstefnu 2024-2038, að afstaða sveitarfélags þurfi að liggja fyrir þegar landbúnaðarland er leyst ú landbúnaðarnotum, hvort skilgreina eigi umrædd svæði sem þéttbýli, hvort að setja eigi skipulagsákvæði vegna nálægðar við skotæfingasvæðið, að leita skuli umsagnar aðliggjandi sveitarfélags og að lokum beinir stofnunin því til sveitarfélagsins að vegna tíðra breytinga á aðalskipulagi þurfi að skoða hvort tilefni sé til endurskoðunar á stefnu aðalsdkipulagsins varðandi byggð og byggðaþróun í dreifbýlinu. Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 31.5.2024
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. en leggur til að hún verði áður kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en af fundi sveitarstjórnar verður. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins.

32.Geitasandur og Geldingalækur. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2404174

Rangárþing ytra hefur samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010. Svæðin sem breytingin nær til eru Geitasandur (L199603) og Geldingalækur (L164490). Jarðirnar eru samanlagðar um 3476,7 ha að stærð. Varðandi Geitasand er gert ráð fyrir að fella út hluta af skógræktar- og landgræðslusvæði SL5 innan Geitasands (L199603), en heildarstærð svæðisins (SL5) er um 1010 ha og mun allt að þriðjungur þess verði breytt og skilgreint í staðinn sem landbúnaðarsvæði. Um að ræða land í nágrenni svifflugvallarins á Geitamel. Flugbraut / lendingarstaður FV4 innan svæðisins helst óbreytt. Varðandi Geldingalæk er gert ráð fyrir að breyta landbúnaðarsvæði syðst í landi Geldingalækjar (L164490), svokallað Stórholt í um 140 ha skógræktar- og landgræðslusvæði. Lýsing skipulagsáforma var kynnt og var frestur til athugasemda til og með 23. maí sl. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun sem bendir á að taka þurfi tillit til loftslagsmála og kolefnisbindingar í samræmi við aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum;

frá Vegagerðinni sem gerir engar athugasemdir en bendir á að skoða ritið "Vegir og skipulag" sem tekur á samráðsferli vegna samgöngumannvirkja;

frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerir engar athugasemdir og frá Skipulagsstofnun sem gerði engar athugasemdir en bendir á atriði tengdum afstöðu til jarðalaga, um mat á umfangi og að skilgreindur skuli sérstakur landnotkunarreitur fyrir fræræktunina. Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 3.6.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd telur ekki rétt að skilgreina sérstaklega landnotkunarflokk undir fræræktun, þar sem afar erfitt er að gera greinarmun í landnotkun á fræframleiðslu, repjuolíu, byggræktun eða túna. Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. en leggur til að hún verði áður kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en af fundi sveitarstjórnar verður. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins.

33.Norður-Nýibær. Nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi.

2404148

Rangárþing ytra hefur samþykkt að stækkað verði verslunar og þjónustusvæðið VÞ23. Gert er ráð fyrir stækkun núverandi hótelbyggingar í allt að 5000m2, á allt að 3 hæðum. Innan verslunar og þjónustusvæðisins verður eining gert ráð fyrir hreinlegri iðnaðarstarfsemi s.s. smíðaverkstæði. Fyrirhugað er að heimila stækkun núverandi aðstöðu í allt 1500 m2. Heimiluð verði föst búsetu innan svæðis í allt 12 litlum íbúðum. Í rað- og/eða parhúsum. Gert verður ráð fyrir nýju íbúðarsvæði með allt að 3 íbúðarhúsalóðum á L219861 Norður Nýibær lóð. Gert verður ráð fyrir allt að þremur nýjum aðkomuvegum inn á skipulagssvæðið. Lýsing skipulagsáforma var kynnt með fresti til athugasemda til og með 23. maí sl.

Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun sem bendir á að ekki sé fjallað um lög um stjórn vatnamála í greinargerðinni og að ekki sé fjallað um hvernig fráveitumálum skuli háttað. Að auki bendir UST á að mikilvægt sé að byggingar falli vel að svipmóti og einkenni lands;

frá Mílu sem gerir engar athugasemdir en óskar frekari samráðs á síðari stigum;

frá Landsneti sem, gerir engar athugasemdir;

frá Vegagerðinni sem bendir á að Þykkvabæjarvegur sé tengivegur með 200-400 m á milli tenginga og heimilar því ekki umræddar tengingar;

frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerir engar athugasemdir en bendir á að allur atvinnusrekstur sem sótt er um starfsleyfi fyrir skal vera í samræmi við skipulag og frá Skipulagsstofnun sem bendir á að gera þurfi grein fyrir fjölda gistirúma ásamt heildar byggingarmagn á húsnæði fyrir starfsfólk og að afstaða sveitarstjórnar gagnvart ákvæði 5. greinar jarðalaga liggi fyrir. Að auki skuli skoðað hvort stækkun svæðisins fyrir versluna- og þjónustu kalli á breytingu á sveitarfélagsuppdrætti. Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 31.5.2024
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. en leggur til að hún verði áður kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en af fundi sveitarstjórnar verður. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins.

34.Aðalsel, Háasel, Mósel, Sel og Vestursel. Breyting á landnotkun Sameiginleg lýsing.

2402079

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundum sínum, annars vegar þann 13.4.2023 að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins 2016-2028 fyrir Háasel og hins vegar á fundi 13.9.2023 fyrir Aðalsel, Mósel, Sel og Vestursel, þar sem núverandi frístundasvæði verði breytt í landbúnaðarsvæði fyrir öll svæðin. Kynnt hefur verið sameiginleg lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 27.2.2024. Umsagnir bárust frá Mílu, Brunavörnum Rangárvallasýslu, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Landsneti og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerðu engar athugasemdir, en ábendingar bárust frá Heilbrigðiseftirlitinu þar sem minnt er á að öll starfsemi sé starfsleyfisskyld og að í skilmálum skuli koma fram hvaðan neysluvatni sé aflað. Að auki vanti að nefna reglugerð nr. 796/1999 í upptalningu í töflu 3. Skipulagsstofnun gerði engar athugasemdir við lýsinguna. Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 28.5.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. en leggur til að hún verði áður kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en af fundi sveitarstjórnar verður. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins.

35.Háteigur Þykkvabæ. Breyting á landnotkun

2311068

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem núverandi landbúnaðarnotkun verði færð í Verslunar- og þjónustunotkun. Sameiginleg lýsing skipulagsáforma vegna breytingarinnar á aðalskipulaginu og vegna deiliskipulagsins hefur verið kynnt. Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við efnislega hluti í greinargerð fyrri tillögu en gerði ekki athugasemdir við auglýsingu þegar búið væri að taka tillit til þeirra í uppfærðri tillögu. Lögð er fram uppfærð tillaga frá Eflu dags. 28.5.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

36.Jarlsstaðir. Deiliskipulag frístundasvæðis

2002008

Landeigendur hafa lagt fram deiliskipulag af ca. 50 ha svæði undir frístundabyggð fyrir um 35 lóðir. Gerðar hafa verið breytingar á afmörkun núverandi frístundasvæðis F74 í aðalskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir rúmum lóðum sem heimilt væri að byggja sumarhús og gestahús / geymslu á hverri lóð. Eftir auglýsingu tillögunnar barst athugasemd frá Skipulagsstofnun um efnisleg atriði greinargerðar sem þarf að lagfæra. Lögð er fram endurbætt tillaga frá ARKÍS dags. 7.2.2020 br. síðast 18.5.2021. Vegna tímaákvæða í skipulagsreglugerð er tillagan lögð fram að nýju til auglýsingar.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna ákvæða um tímamörk.

37.Nes land L164744. Umsókn um skipulag

2405037

Lóðareigendur óska eftir að fá heimild til að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi frá 29.9.2023 þar sem bætt er við heimild til byggingar á íbúðarhúsi ásamt því að leyfi fáist til nýrrar vegtengingar inná lóðina. Ástæða nýrrar vegtengingar er að gríðarlegur hæðarmunur er innan lóðar og afar erfitt að komast að skilgreindum byggingareit þaðan sem vegtenging er sýnd í dag. Skipulagsgögn frá M11 arkitektum dags. 14.5.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis og hefur engin áhrif á aðra en hlutaðeigandi og sveitarfélagið. Nefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna með þeim fyrirvara að nýting á nýrri tengingu, sem umsækjendur greiða fyrir sjálfir, verði heimiluð ef frekari uppbygging á sér stað ofan lóðarinnar.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt öðrum lóðarhöfum á svæðinu.

38.Hrafntóftir 1, L165392. Deiliskipulag.

2404102

Eigendur lóðarinnar Hrafntóftir 1 hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina. Gert verði ráð fyrir byggingu einbýlishúsa, gestahúsa, bílskúra og skemmu. Skipulagsgögn frá Sturlu Jónssyni dags. 27.3.2024. Tillagan var auglýst frá og með 11.4.2024 til og með 23.5.2024. Umsagnir bárust frá Brunavörnum Rangárvallasýslu, Umhverfisstofnun og Landsneti sem gerðu engar athugasemdir;

frá Vegagerðinni sem bendir á að af umferðaröryggis ástæðum eru ekki leyfð krossgatnamót þar sem Þykkvabæjarvegur er tengivegur af gerðinni C7, en þar eru 200-400 metrar milli tenginga;

frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerir athugasemd við að ofanvatni af húsþökum skuli beint í rotþrær. Lögð er fram uppfærð tillaga þar sem búið er að taka tillit til framangreindra athugasemda.

Samhliða var óskað eftir undanþágu frá gr. 5.3.2.5, lið d. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 um fjarlægð bygginga frá stofn- og tengivegum, vegna byggingar íbúðarhúss, til Innviðaráðuneytisins. Jákvæð umsögn barst frá Skipulagsstofnun vegna þessa en beðið er formlegs svars frá ráðuneytinu.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar afstaða ráðuneytis liggur fyrir.

39.Bjálmholt. Deiliskipulag verslunar- og þjónustuhúss

2310076

Landeigandi Bjálmholts L165072 hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi úr jörð sinni. Um er að ræða uppbyggingu á þjónustuhúsi sem ætluð er vegna kynningar og sölu á afurðum býlisins. Tillagan var auglýst frá og með 11.4.2024 til og með 23.5.2024. Umsagnir bárust frá Brunavörnum Rangárvallasýslu, Veitum, Mílu, Landsneti, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni sem gerðu engar athugasemdir og frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem bendir á að vísað er í brottfallnar leiðbeiningar varðandi fráveitu frá fyrirhuguðu þjónustuhúsi. Lögð er fram uppfærð tillaga frá M11 dags. 28.5.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

40.Kaldakinn L165092. deiliskipulag

2309074

Eigandi Köldukinnar L165092 hefur lagt fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi af jörð sinni sem staðfest var 14.1.2021 m.s.br. Gert verði ráð fyrir byggingu íbúðarhúss ásamt tengdum byggingum og ný aðkoma gerð frá Árbæjarvegi. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 27.9.2023. Tillagan var auglýst frá og með 18.10.2023 til og með 30.11.2023. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni sem gerði athugasemdir við nýjar tengingar og hafnaði þeim;

frá Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerðu engar athugasemdir. Lögð er fram uppfærð tillaga frá Eflu dags. 13.5.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

41.Grenjar 2. Breyting á deiliskipulagi.

2404172

Eigendur Grenja 2 L226585 hafa fengið heimild til að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið dags. 1.10.2019. Í breytingunni fælist að bætt yrði við einni lóð undir núverandi íbúðarhús og gerð ný aðkoma að upprunalóðinni Grenjum 2. Ekki yrði um breytingar á byggingarheimildum að ræða. Ný lóð fengi heitið Grenjabakki. Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 31.5.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

42.Stóru-Skógar, breyting á deiliskipulagi.

2404173

Eigendur Stóru-Skóga (L230849) og Stóru-Skóga L (L234476) hafa fengið heimild til að leggja fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi úr Sólstöðum / Klettholti dags. 26.2.2021 m.s.br. Í breytingunni fælist að bætt yrði við byggingareit á lóð Stóru-Skóga L með aðkomu af Árbæjarvegi nr. 271, ásamt því að skipta Stóru-Skógum L230849 upp í fjóra hluta með byggingarheimildum fyrir hverja og eina lóð. Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 31.5.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

43.Sigöldustöð. Vinnubúðir verktaka. Deiliskipulag

2402054

Vegna fyrirhugaðrar stækkunar og aflaukningar Sigöldustöðvar er þörf á vinnubúðum fyrir verktaka meðan á framkvæmdum stendur. Reiknað er með að þurfi aðstöðu fyrir um 150 manns. Settir verða inn byggingareitir fyrir þær í námu sem er sunnan við Sigöldufoss í Tungnaá. Aðkoma verður um núverandi vegslóða að námunni. Mögulega verður efni úr námunni nýtt í framkvæmdir eða að efni verður haugsett í námunni. Náman verður innan deiliskipulagssvæðis og gerð grein fyrir efnistöku/haugsetningu og frágangi námunnar og svæðisins alls við lok framkvæmda. Einnig verður sett inn vatnsból og vatnsverndarsvæði umhverfis það. Breytingin nær einungis til svæðis innan Rangárþings ytra. Heimild var veitt af hálfu sveitarstjórnar þ. 13.3.2024. Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 27.5.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

44.Göngustígur milli geitasands og Freyvangs

2405080

Unnið er að gerð göngustígar milli Geitasands og Freyvangs á Hellu, sem tengir byggðina austan Langasands við skóla- og íþróttahverfið. Lögð eru fram drög að legu þess göngustígar.
Skipulags- og umferðarnefnd fagnar tilkomu göngustígarins og leggur til að ráðist verði í gerð skipulags fyrir hólinn í heild sinni hvað varðar göngu- og hjólastíga og meta tækifæri til frekari útivistar. Nefndin leggur þó áherslu á að framkvæmdir af þessari stærðargráðu skuli ávallt kynntar íbúum sveitarfélagsins áður en ráðist er í þær. Nefndin telur að umrædd framkvæmd sé framkvæmdaleyfisskyld og að sækja þurfi um leyfi vegna þess.

45.Foss 2, L219040. Deiliskipulag

2405082

Lóðarhafi að Fossi L219040 hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína eins og til var ætlast við stækkun hennar. Nýtt skipulag tekur til viðhalds núverandi mannvirkja og byggingar nýrra gestahúsa til útleigu. Skoðað verður með stofnun sérstakrar lóðar fyrir gamla húsið og gamla bæjarstæðið. Svæðið er skilgreint sem Afþreyingar- og ferðamannasvæði AF8 í aðalskipulgi.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?