105. fundur 09. janúar 2017 kl. 09:00 - 10:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Anna María Kristjánsdóttir
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Skipulag sunnan Suðurlandsvegar, br á aðalskipulagi

1601002

Rangárþing ytra hefur lagt fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið sunnan Suðurlandsvegar austan Gaddstaðavegar að Aldamótaskógi. Gert verði ráð fyrir svæði undir verslun og þjónustu í stað opins svæðis. Tillagan var auglýst frá 10.11.2016 til og með 22.12.2016. Engar athugasemdir bárust á auglýstum tíma. Samhliða var auglýst tillaga að deiliskipulagi fyrir sama svæði.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

2.Svæði sunnan Suðurlandsvegar. Deiliskipulag

1601008

Eignarhaldsfélagið RSS ehf leggur fram deiliskipulag af svæðinu sunnan Suðurlandsvegar, austan Gaddstaðavegar. Áform eru uppi um byggingu þjónustuhúsa og markaðsaðstöðu ásamt tengingu við reið- og göngustígakerfi Hellu. Tillaga að deiliskipulagi var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi frá 10.11.2016 til og með 22.12.2016. Engar athugasemdir bárust á auglýstum tíma.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu þegar tengingu við Suðurlandsveg hefur verið breytt sbr. ábendingar vegagerðarinnar.

3.Uxahryggur I, breyting á landnotkun í aðalskipulagi

1608033

Rangárþing ytra vinnur að gerð breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2010-2022 þar sem um breytingu úr landbúnaðarlandi í verslunar- og þjónustusvæði í landi Uxahryggjar er að ræða. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Landmannalaugar, deiliskipulag

1310038

Rangárþing ytra vinnur að gerð deiliskipulags fyrir Landmannalaugar. Lýsing skipulagsáætlunar hefur verið kynnt. Jafnframt var haldinn opinn íbúafundur þar sem fyrirhuguð áform voru kynnt almenningi. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi ásamt greinargerð.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Ægissíða 2, deiliskipulag

1608021

Landeigandi hafur lagt fram tillögu að deiliskipulagi úr landi sínu, Ægissíðu 2. Tillagan var auglýst frá 17.11.2016 til og með 29.12.2016. Engar athugasemdir bárust á auglýstum tíma.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

6.Landsvirkjun, Vindlundur á Þjórsár-, Tungnaár-svæðinu

1401025

Landsvirkjun hefur unnið að mati á umhverfisáhrifum vegna áforma um vindlund á Búrfellssvæðinu. Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar.
Lagt fram til kynningar

7.Hraun, Erindi vegna stofnunar lögbýlis

1609024

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gerðar verði breytingar á landnotkun í aðalskipulagi í landi Hrauns og Leirubakka, þar sem núverandi frístundasvæði verði breytt í landbúnað að nýju. Lýsing lögð fram.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði kynnt skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Meiri-Tunga 1, deiliskipulag

1701006

Valtýr Valtýsson óskar eftir að fá að deiliskipuleggja svæði úr jörð sinni Meiri-Tungu 1, landnr. 201366, undir 3 íbúðarhús ásamt gistiskála til ferðaþjónustu. Jafnframt er gert ráð fyrir því að nýuverandi íbúðarhúsi verði breytt í þjónustuhúsnæði tengdu ferðaþjónustu á jörðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Hvammsvirkjun, umsögn vegna lýsingar ask Skeiða og Gnúp

1612037

Árið 2011 var staðfest breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps þar sem gert var ráð fyrir Hvammsvirkjun. Fólst breytingin m.a. í afmörkun Hagalóns auk breyttrar legu Þjórsárdalsvegar. Á skipulagsuppdrættinum láðist þó að gera ráð fyrir færslu austasta hluta Gnúpverjavegar og afmörkun um 10 ha totu Hagalóns sem liggur ofan Þjórsárdalsvegar. Nú er hér kynnt lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi þar sem þetta er lagfært, veginum breytt og lónið afmarkað ofan Þjórsárdalsvegar. Óskað er umsagnar Rangárþings ytra.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fram komna lýsingu.

10.Rangárþing ytra, reglugerð um skilti

1612036

Byggingarfulltrúi hefur unnið að gerð reglna um staðsetningu og útlit skilta í sveitarfélaginu. Lögð eru fram drög að regluverki.
Skipulagsnefnd samþykkir framlögð drög að reglugerð og leggur til að sveitarstjórn staðfesti hana.

11.Fasteignamat á vindmyllum

1701007

Orkumál og verðmæti mannvirkja tengdum vindorku. Farið yfir fasteignamat mannvirkja.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?