108. fundur 06. mars 2017 kl. 09:00 - 10:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Anna María Kristjánsdóttir
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Minni-Vellir lóð, Landskipti

1703012

Landeigendur Minni-Valla, landnr. 164995 óska eftir að skipta úr landi sínu 72,2 ha spildu landnr. XXXXXX. Ný spilda fengi nafnið Minni-Vellir lóð 3.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu til ráðuneytis þegar undirrituð hefur verið yfirlýsing eiganda Vindáss 165015 um leiðréttingu á mörkum milli aðila.

2.Húnakot,Landskipti

1703017

Eigendur Húnakots, Björk Berglind Gylfadóttir og Gunnar Rúnarsson óska eftir landskiptum úr jörð sinni. Húnakoti landnr. 165397 skal skipta í tvo hluta skv. meðfylgjandi skiptagerð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

3.Meiri-Tunga 1, deiliskipulag

1701006

Valtýr Valtýsson hefur lagt fram tillög að deiliskipulagi fyrir svæði úr jörð sinni Meiri-Tungu 1, landnr. 201366, undir 3 íbúðarhús ásamt gistiskála til ferðaþjónustu. Jafnframt er gert ráð fyrir því að nýuverandi íbúðarhúsi verði breytt í þjónustuhúsnæði tengdu ferðaþjónustu á jörðinni. Tillagan var auglýst frá 14.1.2017 til og með 2.3.2017. Athugasemd barst frá Vegagerðinni þar sem krafist er að lokað verði fyrir gegnumakstur milli gistihúss við Ásveg og hesthúss vestan við það.
Lögð er fram lagfærð tillaga þar sem búið er að taka tillit til athugasemda Vegagerðarinnar. Skipulagsnefnd telur ekki þörf á að auglýsa tillöguna að nýju. Nefndin samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send skipulagsstofnun til afgreiðslu þegar umsagnir hafa borist frá Umhverfisstofnun og Minjastofnun, en Minjastofnun hefur tilkynnt skipulsgsfulltrúa að vegna mikilla snjóalaga hafi ekki verið unnt að meta fyrirhugað framkvæmdasvæði.

4.Heysholt Breyting á deiliskipulagi

1602043

Deiliskipulagsbreyting fyrir Heysholt hefur fengið lögformlegt gildi með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda. Athugasemdir hafa borist frá nærliggjandi landeigendum þar sem gerðar eru athugasemdir við ákvörðun sveitarstjórnar um samþykkt á breytingu deiliskipulagsins. Jafnframt eru gerðar athugasemdir við að illa hafi verið staðið að grenndarkynningu. Landeigendur mótmæla jafnframt umfangi, hæð og staðsetningu hins nýja hótels. Meðfylgjandi er bréf dags. í febrúar 2017.
Breyting var gerð á aðalskipulagi Rangárþings ytra í nóvember 2011 þar sem skilgreiningu á landnotkun á umræddu svæði var breytt í verslun- og þjónustu. Skipulagsnefnd áréttar að öllum kröfum um kynningu tillögunnar hafi verið gætt í auglýsingarferli hennar. Nefndin taldi ekki ástæðu til frekari kynningar en lögbundnar eru.

5.Vöðlar deiliskipulag

1702016

Deiliskipulagsuppdráttur af jörðinni Vöðlar var gerður dags. 18.11.2005 af arkitektastofnunni Kollgátu. Svo virðist sem skipulagsáform þessa tíma hafi stöðvast og því er deiliskipulag ekki í gildi. Nýr, uppfærður, uppdráttur lagður fram. Gert er ráð fyrir tveimur byggingareitum á lóðinni, fyrir íbúðarhúsi og vélaskemmu.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Öldur III seinni hluti, deiliskipulag íbúðarsvæðis

1703009

Rangárþing ytra skoðar möguleika á stækkun íbúðarsvæðis á Öldum III.
Skipulagsnefnd leggur til að hafist verði handa við deiliskipulag á austursvæði í Ölduhverfi III í samræmi við gildandi aðalskipulag.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?