118. fundur 09. október 2017 kl. 09:00 - 12:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Hulda Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Svanur Bjarnason og Valtýr Þórisson frá Vegagerðinni ásamt ráðgjöfunum Ásgeiri Jónssyni og Ingibjörgu Sveinsdóttur frá Steinsholti sitja afgreiðslu þessa máls.

1.Endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra

1305001

Endurskoðun aðalskipulagsins. Umferðarmál tekin fyrir í samráði við Vegagerðina.
Farið var yfir ýmis áherslumál í tengslum við umferð og umferðarflæði. Minnislisti frá Steinsholti lagður fram á næsta fundi nefndarinnar.
Skipulagsfulltrúa verði falið að kalla saman hagsmunaaðila til fundar og samráðs um framtíðar áhersluatriði í samgöngumálum í samræmi við umræður á fundinum.
Nefndin leggur til að boðað verði til almenns íbúafundar um málefni og áherslur í endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins mánudaginn 13. nóvember og verði hann haldinn klukkan 20.00.
Gestum þakkað fyrir góða yfirferð.

2.Gaddstaðir lóð 5. Landskipti

1710003

Landeigandi, Ragnheiður S. Valdimarsdóttir, óskar eftir að skipta út úr landi sínu nýrri lóð. Ný lóð fær nafnið Gaddstaðir 5a, fær landnúmerið XXXXXX og verður 8.021,7 m² að stærð. Gaddstaðir lóð 5 verður 25.038,2 m² eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umrædd landskipti en bendir á að til þess að lóðin geti orðið til þurfa þeir matshlutar sem á henni standa í dag að fylgja með í stofnun hennar.
Jafnframt telur nefndin nauðsynlegt að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins þar sem gerð verði grein fyrir auknum byggingaráformum með tilkomu aukalóðar.

3.Ægissíða 2, deiliskipulag

1608021

Landeigandi hafur lagt fram tillögu að deiliskipulagi úr landi sínu, Ægissíðu 2. Tillagan var auglýst frá 17.11.2016 til og með 29.12.2016. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun um að sækja þyrfti um undanþágu til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis vegna ákvæða í skipulagsreglugerð um fjarlægðir frá ám og vegum. Staðfesting á undanþágu barst frá ráðuneyti með bréfi dags. 21.9.2017. Lagfærður uppdráttur lagður fram.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send lóðarhöfum við Rangárstíg 1-8 til staðfestingar.

4.Stóru-Vellir deiliskipulag nokkurra jarða

1703067

Nokrir landeigendur spildna úr landi Stóru-Valla í Landsveit hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir sínar. Tillagan var auglýst frá 19.4.2017 til og með 31.5.2017. Athugasemdir bárust frá umsagnaraðilum.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir. Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

5.Ægissíða 1, lóð 4 deiliskipulag

1705018

Eigendur lóðarinnar Ægissíða 1, lóð 4 hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Gert er ráð fyrir byggingu allt að 150 m² íbúðarhúss ásamt gestahúsi allt að 50 m². Óskað hefur verið eftir undanþágu frá gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð um fjarlægð frá vegum. Skipulagsstofnun sendi frá sér athugasemdir með bréfi dags. 27.9.2017 þar sem ekki var fallist á auglýsingu í B-deild fyrr en umrædd undanþága lægi fyrir. Einnig var bent á að lýsa þurfi betur hvernig áætlunin samræmist stefnu gildandi aðalskipulags sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd samþykkir að sækja þurfi um undanþágu vegna fjarlægðar frá Árbæjarvegi. Ef ekki fæst undanþága eru allar lóðir uppeftir Árbæjarveginum óbyggilegar vegna nálægðar við Árbæjarveginn. Byggingarreitir verða í 40-50 metra fjarlægð frá veginum sem nefndin telur fullnægjandi.
Nefndin telur jafnframt að umrædd áform séu í samræmi við stefnu aðalskipulagsins varðandi byggingar á landbúnaðarsvæðum, þar sem ekki hafa verið byggð íbúðarhús áður í tengslum við jörðina Ægissíða 1, en heimilt er að byggja 3 íbúðarhús og 3 sumarhús á jörð stærri en 50 ha.

6.Faxaflatir, svæði sunnan Suðurlandsvegar. Deiliskipulag

1601008

Eignarhaldsfélagið RSS ehf hefur lagt fram deiliskipulag af svæðinu sunnan Suðurlandsvegar, gegnt Reykjagarði. Áform eru uppi um byggingu þjónustuhúsa og markaðsaðstöðu ásamt tengingu við reið- og göngustígakerfi Hellu. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Skipulagsstofnun þar sem efni skipulagsins uppfyllir ekki kröfur um deiliskipulag. Tillagan hefur verið uppfærð að teknu tilliti til ábendinga og athugasemda stofnunarinnar.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

7.Vindmyllur í Þykkvabæ. byggingarleyfi til niðurrifs vegna bruna.

1710006

Steingrímur Erlingsson, eigandi Bíókrafts ehf, óskar eftir leyfi til að fjarlægja vindmyllur af stöplum sínum vegna bruna í annarri þeirra. Ráðgert er að setja aðrar í staðinn síðar. Hinar nýju vindmyllur snúast hægar, framleiða meiri orku og eru 96 metrar í efstu stöðu spaða.
Skipulagsnefndin gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis til að fjarlægja vindmyllurnar af stöplum sínum, hvort sem það er gert vegna tjóns á annarri eða báðum vindmyllum.
Nefndin getur hins vegar ekki fallist á að veitt verði heimild til uppsetningar á hærri vindmyllum, fyrr en samþykktar hafa verið breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur ekki þörf á breytingu á aðalskipulagi þar sem svæðið er skilgreint sem iðnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi.

8.Flokkun vega utan vegakerfis Vegagerðarinnar vegna utanvegaakstur

1309023

Flokkun vega á hálendi innan Rangárþings ytra. Lagður fram uppdráttur sem sýnir flokkun vega á hálendi.
Skipulagsnefnd leggur til að erindið verði sent til Hálendisnefndar til skoðunar áður en af afgreiðslu verður.

9.Svínhagi SH-16. Umsókn um byggingarleyfi þriggja gistiskála

1710004

Landeigendur óska eftir leyfi til að byggja 3 stk, 25 m², gistiskála úr timbri á lóð sinni SH-16 úr landi Svínhaga. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að veitt verði byggingarleyfi fyrir umræddum þremur gistiskálum með fyrirvara um að lagt verði fram deiliskipulag af lóðinni þar sem tekið verður á umræddri starfsemi.

10.Svínhagi SH-16. Umsókn um deiliskipulag

1710005

Landeigendur óska eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag fyrir gististarfsemi á lóð þeirra SH-16 úr landi Svínhaga. Fyrir liggur umsókn um byggingu þriggja gistiskála á lóðinni. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi.
Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022 þar sem svæðinu verði breytt úr landnotkun landbúnaðar yfir í skilgreiningu verslunar- og þjónustu.

11.Lóð úr landi Haga við Gíslholtsvatn, 165214, Umsókn um skipulag

1710007

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið ehf óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að deiliskipuleggja lóð sína fyrir starfsemi leiðtoga- og kyrrðarseturs. Áform eru uppi um byggingar á gistiskálum og kennslustofum.
Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022 þar sem svæðinu verði breytt úr landnotkun frístunda yfir í skilgreiningu verslunar- og þjónustu.

12.Landmannalaugar. Umsókn um framlengingu stöðuleyfis.

1710002

Stefán Jökull fyrir hönd Ferðafélags Íslands óskar eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir rafstöð félagsins í Landmannalaugum.
Skipulagsnefnd samþykkir að veitt verði stöðuleyfi til eins árs.

Fundi slitið - kl. 12:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?