122. fundur 11. desember 2017 kl. 09:00 - 12:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Hulda Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Efra-Sel 1. Landskipti

1711020

Nýrri lóð skipt úr jörðinni Efra-Seli 1, landnr. 164970. Efra-Sel 1 er 101,1 ha að stærð. Ný lóð fær nafnið Efra-Sel land B, landnr. XXXXXX og stærðina 15,0 ha. Efra-Sel 1 verður eftir skiptin 86,1 ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

2.Leynir 2. Landskipti

1711023

Landeigendur óska eftir að fá að skipta úr landi sínu, Leyni 2, landnr. 224463. Skipt verður út spildu sem fær heitið Leynir 3, landnr. 226176 og stærðin 85.000 m². Stærð Leynis 2 verður 25 ha eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

3.Rangárbakki 2. Byggingarleyfi fyrir gistiskálum og stækkun lóðar

1710025

Rent-Leigumiðlun sækir um leyfi til að setja niður alls 19 stk 6,6 m² gistiskála á lóð félagsins við Rangárbakka 2. Jafnframt óskar félagið eftir að fá að stækka lóð sína til austurs, að veghelgunarsvæði Suðurlandsvegar eða að þeim mörkum sem sveitarfélagið samþykkir.
Erindinu er hafnað.

4.Þrúðvangur 18, Ný bílastæði

1711040

Guðmundur Einarsson fyrir hönd Fannbergs viðskiptafræðinga ehf óskar eftir að fá að gera nýtt bílastæði á lóðinni með aðgengi frá Útskálum. Áformað er að tvískipta notkun hússins. Annars vegar verður skrifstofa KPMG með núverandi inngang frá Þrúðvangi í húsnæðið og hins vegar verður skrifstofa Fannbergs fasteignasölu með inngang frá Útskálum.
Erindinu er hafnað.

5.Breytingar á landnotkun í aðalskipulagi

1712003

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera nauðsynlegar breytingar á landnotkun fyrir nokkur svæði innan sveitarfélagsins. Breytingarnar eru:
Ægissíða 1, breyting úr landbúnaðarsvæði í íbúðarsvæði;
Lóð við Gíslholtsvatn, breyting úr frístundasvæði í verslunar- og þjónustusvæði;
Svínhagi SH-16, breyting úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði;
Gaddstaðir við Hróarslæk, breyting úr frístundasvæði í íbúðasvæði;
Hróarslækur, breyting úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði.
Lögð er fram lýsing skipulagsáætlunar.
Skipulagsnefnd leggur til að afgreiðslu lýsingarinnar verði frestað til næsta fundar.

6.Endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra

1305001

Rangárþing ytra hefur unnið að endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Lýsing var kynnt frá 19.4.2017 til og með 28.4.2017. Tillaga er nú lögð fram til kynningar og umfjöllunar.
Skipulagsnefnd fór yfir framlögð gögn og samþykkir að haldinn verði íbúafundur þann 14. desember þar sem tillagan verði kynnt íbúum og almennum hagsmunaaðilum. Jafnframt verði tillagan send til eftirtalinna umsagnaraðila og kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga.

Skipulagsstofnun

Umhverfisstofnun

Vegagerðin

Veðurstofa Íslands

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands

Minjastofnun Íslands

Náttúrufræðistofnun Íslands

Fiskistofa

Ferðamálastofa

Aðliggjandi sveitarfélög: Rangárþing eystra, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Ásahreppur.

7.Veiðivötn. Breyting á deiliskipulagi

1712006

Veiði og fiskræktarfélag Landmannaafréttar óskar eftir að gera breytingu á gildandi deiliskipulagi frá október 2010.
Færa þarf byggingareit vegna gistiskálans Dvergasteins þar sem núverandi staðsetning er orðin óviðunandi.
Skipulagsnefnd samþykkir fram lagða tillögu að breytingu og leggur til að málsmeðferð verði sem um óverulega breytingu sé að ræða. Breytingin hafi engin áhrif á aðra en sveitarfélagið og framkvæmdaaðila á svæðinu.
Nefndin samþykkir jafnframt að sótt verði um undanþágu til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis frá grein 5.3.2.14 í Skipulagsreglugerð vegna fjarlægðar frá Tjaldvatni.

8.Litlavík. Heimild til deiliskipulags.

1711061

Landeigendur óska heimildar til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir spildu sína, Litluvík, landnr. 199843. Á svæðinu verði gert ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, gestahúss og skemmu. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og telur ekki þörf á lýsingu þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Rangárbú ehf, umsókn um framkvæmdaleyfi. Hitaveitulögn

1711021

Þórður Gíslason fyrir hönd Rangárbúsins ehf, óskar eftir framkvæmdaleyfi til að leggja hitaveitulögn frá fiskeldisstöð Matorku í Fellsmúla að kjúklingabúi félagsins á lóð sinni í landi Jarlsstaða.
Skipulagsnefnd samþykkir að veitt verði framkvæmdaleyfi til lagningar á hitaveitulögn frá Fellsmúla að alifuglahúsi skv. fram lögðum gögnum framkvæmdaaðila.
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila, Rangárbúsins ehf. Niðurstaða nefndarinnar er að lögn hitaveitu skv. fram lögðum gögnum sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Fundi slitið - kl. 12:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?