6. fundur 05. nóvember 2018 kl. 16:00 - 17:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Efra-Sel 3E. Deiliskipulag

1710040

Landeigendur óska eftir að ný og breytt tillaga að deiliskipulagi verði tekin til meðferðar. Breyting frá síðast auglýstri tillögu er sú að fallið hefur verið frá áformum um uppbyggingu ferðaþjónustu og byggingareitur B2 því felldur út.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send til birtingar í B-deild stjórnartíðinda.

2.Gaddstaðir íbúðasvæði í stað frístundasvæðis

1802002

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi fyrir 30 lóðir úr Gaddstöðum þar sem umrætt svæði er breytt úr frístundasvæði í íbúðasvæði. Lögð er fram lýsing skipulagsáætlunar að breytingu á deiliskipulagi fyrir svæðið þar sem skilmálar hafa verið skilgreindir að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir fram komna lýsingu og leggur til að lýsing verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 5.2.4. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Samhliða kynningu leggur nefndin til að endurskoðaður verði samningur við Skógræktarfélag Rangæinga.

3.Nefsholt. Landskipti 2018

1810053

Landeigendur óska eftir að fá að skipta úr landi sínu, 2104,9 m2 lóð. Lóðin fengi nafnið Nefsholt 1c og landeignanúmerið L227604. Á lóðinni er hesthús, mhl. 12 sem færist af upprunajörð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Nefndin gerir heldur engar athugasemdir við nafn spildunnar.

4.Maríuvellir. Landskipti

1810074

Landeigendur óska eftir að fá að skipta úr landi sínu, Maríuvöllum L225619, spildu um 12,0 ha að stærð. Spildan fengi nafnið Klettamörk og landeignanúmerið Lxxxxxx. Jörðin Maríuvellir yrði 491,1 ha að stærð eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Nefndin gerir heldur engar athugasemdir við nafn spildunnar.

5.Kelduholt. Landskipti

1810076

Sigurður Helgi Ólafsson sækir um heimild til að skipta úr landi sínu, Kelduholti L217616, tveimur lóðum. Önnur lóðir fengi nafnið Kelduholt 1, landeignanúmerið Lxxxxxx og stærðina 2067 m2. Á þeirri lóð verði núverandi sumarhús, matshluti 02. Hin lóðin fengi nafnið Sólvangur, landeignanúmerið Lxxxxxx og stærðina 1728 m2. Á þeirri lóð verði núverandi sumarhús, matshluti 01.
Uppdráttur er frá Landnotum, dags. 31.10.2018. Aðkoma að lóðunum er frá Landvegi og er sýnd á uppdrætti.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Nefndin gerir heldur engar athugasemdir við nöfn spildanna.

6.Hjallanes 2. Landskipti 2018

1811004

Landeigandi óskar eftir að fá að skipta úr jörð sinni fjórum spildum skv. meðfylgjandi uppdráttum frá Eflu, dags. 26.10.2018. Hjallasel, stærð 7.88 ha, Lxxxxxx, Bjallabrún, stærð 1.44 ha, Lxxxxxx, Þórðarhóll, stærð 1.87 ha, Lxxxxxx og Gilshóll, stærð 4.6 ha, Lxxxxxx. Jörðin Hjallanes 2 hefur ekki skráða stærð í Þjóðskrá, en minnkar sem nemur útskiptum spildum.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Nefndin gerir heldur engar athugasemdir við nöfn spildanna.

7.Staða byggingarleyfismála

1810046

Staða byggingarleyfismála frá síðasta mánuði kynnt
Lagt fram til kynningar

8.Vatnasvið Tungnaár. Tillaga að friðlýsingu

1809026

Tillaga að friðlýsingu fyrir vatnasvið Tungnaár, Tungnaárlón og Bjallavirkjun í verndarflokki rammaáætlunar til kynningar. Það ferli sem unnið er eftir var kynnt með bréfi til sveitarfélaga með bréfi dags. í júlí 2018.
Skipulagsnefnd gerir athugasemdir við afmörkun friðlýsts svæðis og óskar eftir nánari skýringum á forsendum afmörkunar. Jafnframt leggur nefndin til að heimild verði fyrir smávirkjunum á þeim stöðum sem skipulag segir til um, svo komast megi hjá ófyrirsjáanlegum afleiðingum ef notuð er olía og annað eldsneyti til orkuframleiðslu.
Fylgiskjöl:

9.Vatnasvið Hólmsár. Tillaga að friðlýsingu.

1809027

Tillaga að friðlýsingu fyrir vatnasvið Hólmsár, Hólmsárvirkjun við Einhyrning, í verndarflokki rammaáætlunar til kynningar. Það ferli sem unnið er eftir var kynnt með bréfi til sveitarfélaga með bréfi dags. í júlí 2018.
Skipulagsnefnd gerir athugasemdir við afmörkun friðlýsts svæðis og óskar eftir nánari skýringum á forsendum afmörkunar. Jafnframt leggur nefndin til að heimild verði fyrir smávirkjunum á þeim stöðum sem skipulag segir til um, svo komast megi hjá ófyrirsjáanlegum afleiðingum ef notuð er olía og annað eldsneyti til orkuframleiðslu.
Fylgiskjöl:

10.Vatnasvið Markarfljóts. Tillaga að friðlýsingu.

1810067

Tillaga að friðlýsingu fyrir vatnasvið Markarfljóts: 22 Markarfljótsvirkjun A og 23 Markarfljótsvirkjun B, í verndarflokki rammaáætlunar til kynningar. Það ferli sem unnið er eftir var kynnt með bréfi til sveitarfélaga með bréfi dags. í júlí 2018.
Skipulagsnefnd gerir athugasemdir við afmörkun friðlýsts svæðis og óskar eftir nánari skýringum á forsendum afmörkunar. Jafnframt leggur nefndin til að heimild verði fyrir smávirkjunum á þeim stöðum sem skipulag segir til um, svo komast megi hjá ófyrirsjáanlegum afleiðingum ef notuð er olía og annað eldsneyti til orkuframleiðslu.
Fylgiskjöl:

11.Vindás. Breyting á deiliskipulagi

1810075

Landeigandi óskar eftir heimild til að breyta gildandi deiliskipulagi úr landi sínu. Gildandi deiliskipulag er síðan 11.1.2017. Bætt er við einni lóð norðan við núverandi lóð, Lágaból.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða. Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og telur að falla eigi frá grenndarkynningu þar sem breytingin hefur engin áhrif á aðra en sveitarfélagið og umsækjanda.
Fylgiskjöl:

12.Grásteinn. Deiliskipulag nýrrar aðkomu.

1810006

Landeigendur óska eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af nýrri aðkomu að bújörð sinni.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun hefur ekki áhrif á stefnu aðalskipulagsins.

13.Vatnskot 2, Deiliskipulag

1811005

Sigurfinna Pálmarsdóttir óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af spildu úr jörð sinni, Vatnskoti 2, L165436. Tillagan tekur til um 500 m2 spildu sem tengist Ásvegi (25) þar sem gert verði ráð fyrir byggingu tveggja 32 m2 gestahúsa.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Hólavellir, breyting á deiliskipulagi.

1810043

Þór Þorsteinsson fyrir hönd Rangárbús ehf sækir um heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir Hólavelli, eldishús. Óskað er eftir að texta í greinargerð verði breytt á þá leið að olíugeymslur stækka uppí 10400 lítra í stað 400 lítra áður.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi en telur að samráð verði að hafa við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og, eftir atvikum, Umhverfisstofnun og Matvælastofnun, áður en tillaga að breytingu verður auglýst.
Fylgiskjöl:

15.Kaldakinn. Deiliskipulag

1703041

Marteinn Hjaltested og Lea H. Ólafsdóttir, eigendur Hestahofs ehf, hafa auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt, Köldukinn, landnr. 165092.
Gert verði ráð fyrir 3 landspildum á stærðarbilinu 8-20 ha sem eru ætlaðar til landbúnaðar.
Á hverri spildu verði möguleiki á byggingu íbúðarhúss, gestahúss og útihúss.
Ennfremur verður gert ráð fyrir frekari uppbyggingu á landi jarðarinnar í þágu nýtingu jarðarinnar til landbúnaðar, s.s. nýtt íbúðarhús og reiðskemma.
Gildandi deiliskipulagi á jörðinni verður breytt eða fellt úr gildi. Tillagan var auglýst að nýju vegna formgalla í fyrri meðferð frá 29.8.2018 til og með 10.10.2018. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

16.Stekkjarkot. Deiliskipulag

1806015

Heimir Hafsteinsson hefur fengið heimild til að deiliskipuleggja spildu sína. Gert verði ráð fyrir afmörkun byggingareita fyrir frístundahús og gestahús. Spildan er á skilgreindu frístundasvæði í aðalskipulagi.
Tillagan hefur verið grenndarkynnt og bárust engar athugasemdir. Tillagan var auglýst frá 29.8.2018 til og með 10.10.2018. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?