9. fundur 07. janúar 2019 kl. 16:00 - 17:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Snjallsteinshöfði 1C. Landskipti

1812032

Landeigendur óska eftir að fá að skipta úr landi sínu tveimur jafnstórum spildum. Landið verði því þrjár jafnstórar spildur. Fyrsta spildan, sem fengi nafnið Ásholt og héldi upprunalandeignanúmeri L223328, Ytrivöllur sem fengi landeignanúmerið lXXXXXX og Stekkatún sem fengi landeignanúmerið Lxxxxxx. Allar spildurnar yrðu 12583 m2 að stærð. Landskipti eru skv. uppdrætti frá TOGSON dags. 23.11.2018.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né heiti á spildum. Nefndin vill árétta að samþykki Vegagerðarinnar þarf að liggja fyrir þegar vinna við tengingu hefst við Árbæjarveginn.

2.Háarimi 1 lóð 3. Landskipti.

1812028

Landeigandi óskar eftir að fá að skipta úr lóð sinni, 646 m2 spildu undir vélaskemmu. Ný spilda fái nafnið Hái-Rimi 1, lóð 4 og landeignanúmerið Lxxxxxx, skv. uppdrátt frá Landnotum dags. 7.12.2018.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né heiti lóðar.

3.Hrafntóftir 1&2. Landskipti

1901005

Eigendur Hrafntófta 1 (L165392) og Hrafntófta 2 (L165393)óska eftir að fá að skipta úr óskiptri sameign sinni, nánar tiltekið úr nyrðri sameign þeirra sem telur um 4,1 ha, fjórum spildum skv. uppdrætti frá Landnotum dags. 5.12.2018. Tvær spildur verða stofnaðar úr eignarhluta Hrafntófta 1, Hrafntóftir 1a, Lxxxxxx, stærð 5880 m2 og Hrafntóftir 1b, Lxxxxxx, stærð 240 m2. Minni spildan mun sameinast L165392 eftir stofnun hennar. Tvær spildur verða stofnaðar úr Hrafntóftum 2, Hrafntóftir 2a, Lxxxxxx, stærð 3772 m2 og Hrafntóftir 2b, Lxxxxxx, stærð 2348 m2. Nyrðri spilda jarðanna verður því um 2,9 ha eftir landskiptin og mun áfram verða í óskiptri sameign beggja.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né heiti lóða.

4.Fjarkaland. Landskipti

1901008

Magnús Garðarsson fyrir hönd Fjarkalands ehf, óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu, Fjarkalandi (Norður Nýibær land 2) L207490,spildu sem fengi heitið Fjarkaland 2, Landeignanúmerið Lxxxxxx og stærðina xxxxx ha skv. uppdrætti frá Eflu dags. 4.12.2018. Jafnframt óskar eigandi eftir að nafni spildunnar verði breytt úr Norður Nýibær landi 2 yfir í Fjarkaland.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né heiti á spildum. Nefndin vill árétta að samþykki Vegagerðarinnar þarf að liggja fyrir þegar vinna við tengingu hefst við Þykkvabæjarveginn eða Ástarbrautina.

5.Unhóll 1A. Landskipti

1812036

Eigendur óska eftir heimild sveitarstjórnar til að skipta úr landi sínu, Unhóli 1A, tveimur spildum. Hólsbakki 1, sem verður 88.432 m2 með landeignanúmerið Lxxxxxx og Útgarður 1, sem verður 25.112 m2, Lxxxxxx. Unhóll 1A verður 88.120 m2 eftir skiptin sbr. uppdrátt frá Landnotum ehf dags. 25.10.2018.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformuð heiti lóðanna.

6.Staða byggingarleyfismála

1810046

Staða byggingarleyfismála frá nóvember og desember kynnt.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

7.Þrúðvangur 31. Fyrirspurn vegna byggingaráforma

1812033

Hinrik Þorsteinsson, forsvarsmaður Glób ehf, eiganda að Þrúðvangi 31, óskar eftir samþykkt byggingaráforma. Óskað er eftir því að fá að bæta við þriðju hæðinni á Þrúðvang 31. Útlit er fyrir að gert hafi verið ráð fyrir þriðju hæðinni þar sem núverandi loftaplata er steypt, veggir í þakrými steyptir og steyptir stigar í sameignum ganga alveg upp að loftaplötu á tveimur stöðum í húsinu. Ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu en það er skilgreint sem miðsvæði í aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd telur óumdeilt að gert hafi verið ráð fyrir þriðju hæðinni við byggingu hússins skv. fyrirliggjandi gögnum. Nefndin leggur til, þar sem útlit er fyrir að yfirbragð byggingarinnar muni breytast verulega með tilkomu nýrrar hæðar, að grenndarkynna skuli erindi umsækjanda áður en ákvörðun verður tekin. Grenndarkynningu skal senda til allra íbúa og eigenda húsa við Þrúðvang nr. 25 til 38 skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Hrafntóftir II. Beiðni um umsögn vegna fjarlægðar

1901010

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögn Rangárþings ytra vegna beiðni eigenda um undanþágu frá skipulagsreglugerð vegna fjarlægðar frá byggingu að vegum og ám. Óskað er eftir undanþágunni í tengslum við endurbyggingu sumarhússins að Hrafntóftum II, L165394.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við áform umsækjanda.

9.Gaddstaðir íbúðasvæði í stað frístundasvæðis

1802002

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi fyrir 28 lóðir úr Gaddstöðum þar sem umrætt svæði er breytt úr frístundasvæði í íbúðasvæði. Kynnt hefur verið lýsing skipulagsáætlunar að breytingu á deiliskipulagi fyrir svæðið þar sem skilmálar hafa verið skilgreindir að nýju. Lýsing var kynnt með fresti til athugasemda til 5. desember sl. Athugasemdir bárust frá Umhverfisstofnun, þar sem efast var um að áform samræmdust skilmálum í Landsskipulagsstefnu varðandi íbúðabyggð í dreifbýli. Einnig bárust athugasemdir frá Minjastofnun, sem voru dregnar til baka í ljósi nýrra upplýsinga. Ekki bárust frekari athugasemdir eða ábendingar.
Lýsing var einnig send út til þinglýstra lóðarhafa að sumarhúsalóðum á svæðinu og var frestur til athugasemda gefinn til 5. janúar. Athugasemd barst frá lóðarhöfum austan vegar þar sem óskað var eftir uppdráttum og skýringum á útfærslu vegakerfis á svæðinu.
Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Til að svara athugasemdum Umhverfisstofnunar telur nefndin að fyrir liggi að stefna um íbúðabyggð í dreifbýli samræmist ekki stefnu landsskipulags. Stefna landsskipulags er að „í dreifbýli tengist fjölgun íbúða fremur búrekstri eða annarri staðbundinni landnýtingu eða atvinnustarfsemi“ (bls. 35) en stefna sveitarfélagsins, sem einnig er skilgreind í texta greinargerðar í endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra 2016-2028, sem er í ferli, er að stuðla eigi að frekari uppbyggingu í dreifbýli, m.a. til að koma til móts við íbúa sem vilja setja sig niður í dreifbýli, til að nýta betur staðbundin veitumannvirki sem þarf að halda úti til að tryggja dreifða byggð og til að mæta breyttu atvinnumynstri og tækniframförum þar sem fjölmargir eiga kost á að stunda atvinnu/nám í fjarvinnslu.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu þar til tillaga hefur verið lögð fyrir.

10.Strútur. Deiliskipulag við Strútsskála

1804004

Ferðafélagið Útivist leggur fram tillögu að deiliskipulagi af 0,5 ha svæði við Strútsskála innaf Mælifellssandi. Deiliskipulaginu er ætlað að stuðla að bættri þjónustu við ferða- og göngumenn á hálendinu um leið og bæta þá aðstöðu sem landvörður og þjónustuaðilar hafa í dag m.a. að reisa landvarðarskála og bæta geymsluaðstöðu ýmiss búnaðar sem tengist starfsemi á hálendinu (gas, sorp, vistir, öryggisbúnað o.s.frv.).
Skipulagsnefnd telur að ekki sé þörf á kynningu lýsingar þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur jafnframt að áformaðar framkvæmdir á staðnum séu ekki líklegar til að hafa í för með sér neikvæð umhverfisáhrif og kalli því ekki á mat á umhverfisáhrifum.

11.Grásteinn. Deiliskipulag nýrrar aðkomu.

1810006

Landeigendur hafa fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af landi sínu þar sem meðal annars er gert ráð fyrir nýrri aðkomu að heimili umsækjanda. Í afgreiðslu nefndarinnar frá síðasta fundi var ákveðið að bíða umsagnar Vegagerðarinnar áður en erindið yrði afgreitt. Umsögn Vegagerðarinnar barst með bréfi dags. 28.12.2018 þar sem Vegagerðin getur ekki fallist á áformaða vegtengingu við Árbæjarveg (271) skv. innsendri skipulagstillögu. Í kjölfar niðurstöðu Vegagerðarinnar hafa umsækjendur ákveðið að leggja fram nýtt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins þar til uppfærður uppdráttur verður lagður fram.

12.Svínhagi L164560. Deiliskipulag ferðaþjónustu

1901006

Guide to Iceland hefur fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af hluta úr svæði sínu til ferðaþjónustu skv. meðf. lýsingu að skipulagsáætlun frá Landformum dags. 3.1.2019. Breyting á landnotkun hefur verið samþykkt og er í samræmi við nýtt aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028 sem hefur verið auglýst og er í afgreiðsluferli.
Nefndin vill árétta að þar sem um byggingu hótels/þjónustumiðstöðvar er að ræða þarf að tilkynna um slíkt til Skipulagsstofnunar, skv. lið 12.05 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Það er álit nefndarinnar að hraun sem alfarið er sandorpið eða hulið foksandi eða öðrum jarðvegi og gróðri og ekki er lengur hægt að greina hvort um hraun sé að ræða hefur að öllu jöfnu tapað þeim einkennum sem mynda verndargildi og njóti því ekki sérstakrar verndar. Þær framkvæmdir sem áformaðar eru ættu því ekki að hafa veruleg áhrif á umhverfið svo framarlega sem hraunjaðarinn sjálfur verði látinn haldast óskertur. Nefndin samþykkir því fram lagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í auglýsingu verði tekið fram að tillagan samræmist skilmálum aðalskipulags Rangárþings ytra 2016-2028 sem er í ferli. Nefndin telur jafnframt að framkvæmdir muni ekki kalla á mat á umhverfisáhrifum.

13.Fjarkaland deiliskipulag

1901007

Magnús Garðarsson hefur fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af landi sínu, sbr. fram lögð gögn frá Eflu dags. 1.11.2018. Á lóðinni er fyrirhugað að reisa íbúðarhús, þjónustuhús og allt að 6 gestahús til útleigu. Aðkoma að lóðinni er frá Þykkvabæjarvegi (nr. 25) en einnig er fyrirhuguð aðkoma af sk. Ástarbraut. Í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016 - 2028, sem nú er í afgreiðsluferli, er hluti svæðisins skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði, VÞ30. Samkvæmt aðalskipulaginu er gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 25 manns á svæðinu.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?