1811073
Eigendur hafa lagt fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 13.9.2017. Nýtt deiliskipulag tekur til framlengingar aðkomuvegar, afmörkunar 6 nýrra lóða í stærðum frá 3,7 ha til 5,9 ha og byggingareita fyrir íbúðarhús, gestahús og hesthús. Nýjar lóðir fái nafnið grenjar 4-10. Tillagan var auglýst frá 14.12.2018 til og með 30.1.2019. Ábendingar bárust frá Umhverfisstofnun þess efnis að á svæðinu væru vistgerðir sem þarfnast verndar og að komi fram í tillögunni að vistgerðum verði ekki raskað. Ábending barst frá Minjastofnun um að sýna þurfi útlínur á vörslugarði, sem sýndur var á eldri uppdrætti en fallið hefur út við gerð nýs uppdráttar. Jafnframt barst ábending frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um að leitast skuli við að fráveita verði lögð í sameiginleg hreinsivirki eftir því sem við verði komið.