10. fundur 11. febrúar 2019 kl. 16:00 - 17:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Marteinstunga. Landskipti

1901043

Gunnar Guttormsson óskar eftir landskiptum úr Marteinstungu, L165127. Skipt verður út 1500 m2 lóð sem fær landeignanúmerið 228051. Lóðin verði stofnuð sem leigulóð. Jafnframt er óskað eftir að nafn spildunnar verði Marteinstunga Tankur 1.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né heiti á nýja lóð. Nefndin vill hvetja lóðarhafa til að ráðast í gerð deiliskipulags fyrir svæðið svo skilgreina megi betur aðkomu að lóðinni frá Landvegi.

2.Hólmatjörn. Samruni lóðar. Landskipti

1902004

Sólveig Benjamínsdóttir óskar eftir að lóðin Ölversholt, L190395, sameinist Hólmatjörn, L219184. Stærð lóðarinnar er 45000 m2 og verður stærð Hólmatjarnar því 59,3 ha eftir sameiningu. Vísað í uppdrátt frá Hljóðvist og hönnun ehf, dags. desember 2009
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

3.Austvaðsholt 2. Landskipti tveggja spildna

1902005

Landeigendur óska eftir að fá að skipta úr jörð sinni tveimur spildum vestan við Árbæjarveg.
Önnur spildan yrði 24,4 ha að stærð, fengi landeignanúmerið L228110 og heitið Hamarsholt. Seinni spildan yrði 12,8 ha að stærð, fengi landeignanúmerið L228111 og heitið Völlur. Austvaðsholt 2 minnkar um því sem nemur stærðum nýrra lóða.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né heiti á nýjar lóðir. Nefndin bendir á að nákvæm staðsetning á aðkomuvegum að nýstofnuðum lóðum á uppdrætti er háð samþykki Vegagerðarinnar ef af framkvæmdum verður, samhliða deiliskipulagsgerð.
Hulda Karlsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

4.Öldutún. deiliskipulag

1901046

Eigendur Öldutúns L197141, áður Helluvað 2 lóð, óska eftir heimild til að leggja fram nýtt deiliskipulag af svæði sínu. Í gildi er deiliskipulag af svæðinu sem dagsett er í janúar 2009. Með gildistöku nýs deiliskipulags er eldra skipulag fellt úr gildi. Áformað er að skipta spildunni í 3 jafnstórar lóðir til byggingar íbúðarhúsa ásamt bílskúr og gestahúsum. Lögð er fram lýsing skipulagsáætlunar ásamt drögum að greinargerð og tillögu.
Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022, þar sem lóðir á svæðinu eru færri og þéttleiki minni heldur en gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi. Heimild verði fyrir fækkun íbúða úr 10 íbúðum niður í 4 íbúðir á ha á tilteknu svæði. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða, sem kalli ekki á sérstaka kynningu. Nefndin telur slíka breytingu nauðsynlega þar sem um er að ræða einkaland þar sem landeigendur skipuleggja til eigin nota, landeigendur leggja sjálfir til land undir götur, lagnir o.fl. auk þess sem þeir skipuleggi sitt svæði sjálfir.
Nefndin samþykkir jafnframt fram lagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar breyting á aðalskipulagi hefur orðið.
Hulda kom aftur inná fundinn eftir afgreiðslu nefndarinnar.

5.Svínhagi L6B. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

1901051

Andreas Dadler fyrir hönd Panorama Glass Lodge ehf óskar eftir breytingu á landnotkun fyrir spildu sína, Svínhaga L6B, þar sem núverandi landnotkun verði breytt úr landbúnaðarnotkun í verslunar- og þjónustunotkun. Áformuð er uppbyggingu gistiþjónustu á svæðinu.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytinga á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028, sem nú er í ferli samþykktar. Skipulagsfulltrúa sé falið að ganga frá breytingu þegar af gildistöku aðalskipulagsins verður, þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði sett undir skilgreiningu verslunar- og þjónustu.

6.Fagurhóll. Breyting á deiliskipulagi

1810007

Fyrir liggur að á síðasta ári féll dómur í Hæstarétti um landamerki Grásteins og Fagurhóls. Af dómnum leiðir að landamerki jarðanna eru ekki í samræmi við afmörkun Fagurhóls í gildandi deiliskipulagi.
Sveitarfélagið hefur lagt fram tillögu að breyttri afmörkun skipulagssvæðis. Breytt tillaga var grenndarkynnt eigendum Fagurhóls og Grásteins og var frestur til athugasemda til 17. janúar 2019. Athugasemd barst frá eigendum Grásteins með tölvupósti dags. 15.1.2019 þar sem m.a. kemur fram að landstærð Fagurhóls sé ekki í samræmi við skráða stærð í Þjóðskrá. Athugasemd barst frá eigendum Fagurhóls með tölvupósti dags. 17.1.2019 um skilgreiningu hnitpunkta á uppdrætti, þar sem áréttað er að veglínan skipti jörðunum en ekki bein lína.
Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir og ábendingar og telur ekki þörf á breytingum á uppdrætti tillögunnar vegna þeirra. Nefndin vill árétta að stærð jarða er ákveðin eftir landskiptum og skráð í bækur Þjóðskrár í samræmi við viðurkenndar mæliaðferðir hverju sinni. Hvort afmörkun í skipulagi miðist við upprunamælingu eða síðari mælingu fer eftir mæliaðferð hönnuðar skipulagsins og getur munað hvort farið sé eftir sömu línum í miðri á eða miðjum skurði, hvort um sömu stærðir og skráning segir til um, verði að ræða. Nefndin vill jafnframt árétta að útmörk skipulagssvæðis á uppdrætti geti ekki skoðast sem nákvæm, staðfest, eignarmörk.
Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna eftir umfjöllun um athugasemdir og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Hólar, deiliskipulag.

1706007

Haraldur Gísli Kristjánsson hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð úr landi Hóla undir íbúðarhús og skemmu. Tillagan var auglýst að nýju vegna tímaákvæða í skipulagslögum frá 14.12.2018 til og með 30.1.2019. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

8.Leynir úr landi Stóra-Klofa II, deiliskipulag

1507020

Landeigendur Leynis, landnr. 217813 hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt. Gert verði ráð fyrir 4 frístundalóðum og einni landbúnaðarlóð og gerð grein fyrir aðkomu að þeim. 4 lóðir hafa þegar verið stofnaðar. Á frístundalóðunum er heimilt að byggja allt að 100 m2 sumarhús, 50 m2 gestahús og 40 m2 geymslu. Á landbúnaðarlóðinni er heimilt að byggja allt að 150 m2 íbúðarhús, 50 m2 gestahús og 40 m2 geymslu. Tillagan var auglýst frá 14.12.2018 til og með 30.1.2019. Athugasemd barst frá nærliggjandi landeiganda þar sem gerð var athugasemd við legu aðkomuvegar í gegnum land hans að skipulagssvæðinu. Jafnframt barst athugasemd frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands þar sem þess er farið á leit að gerðar verði frekari útfærslur á frágangi fráveitu þar sem lóðirnar eru staðsettar innan fjarsvæðis vatnsverndar. Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við sýnda tengingu en bendir á að æskilegt væri ef kvöð yrði sett á vegi á svæðinu um að heimilt verði að nýta þá ef af frekari uppbyggingu verður á svæðinu. Athugasemdir bárust frá Umhverfisstofnun þar sem stofnunin telur að umrætt svæði falli undir skilgreiningu um náttúruvernd skv. 61. grein laga um náttúruvernd nr. 60/2013.
Skipulagsnefndin leggur til að afgreiðslu verði frestað þar til niðurstaða liggur fyrir með hvaða hætti aðkomu verði háttað að lóðum á skipulagssvæðinu.

9.Svínhagi SH-16. Deiliskipulag

1710005

Landeigendur hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir gististarfsemi á lóð þeirra SH-16 úr landi Svínhaga. Fyrir liggur umsókn um byggingu þriggja gistiskála á lóðinni. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi. Tillagan var auglýst frá 14.12.2018 til og með 30.1.2019. Athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um að skýra þyrfti betur hvernig tengingu við vatnsveitu verði háttað.
Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir. Búið er að breyta orðalagi í greinargerð þar sem vatnsöflun verður frá fyrirliggjandi vatnsveitu á svæðinu en ekki tengt vatnsveitu sveitarfélagsins. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

10.Þjóðólfshagi L222499. Breyting á deiliskipulagi

1811073

Eigendur hafa lagt fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 13.9.2017. Nýtt deiliskipulag tekur til framlengingar aðkomuvegar, afmörkunar 6 nýrra lóða í stærðum frá 3,7 ha til 5,9 ha og byggingareita fyrir íbúðarhús, gestahús og hesthús. Nýjar lóðir fái nafnið grenjar 4-10. Tillagan var auglýst frá 14.12.2018 til og með 30.1.2019. Ábendingar bárust frá Umhverfisstofnun þess efnis að á svæðinu væru vistgerðir sem þarfnast verndar og að komi fram í tillögunni að vistgerðum verði ekki raskað. Ábending barst frá Minjastofnun um að sýna þurfi útlínur á vörslugarði, sem sýndur var á eldri uppdrætti en fallið hefur út við gerð nýs uppdráttar. Jafnframt barst ábending frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um að leitast skuli við að fráveita verði lögð í sameiginleg hreinsivirki eftir því sem við verði komið.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir / ábendingar og telur að ekki hafi þótt ástæða til að taka sérstaklega á vistgerðum á skipulagssvæðinu, enda séu umræddar vistgerðir ekki nema að örlitlu leyti innan fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis. Nefndin leggur til að eftirfarandi texta verði bætt inn í greinargerðina: Á skipulagssvæðinu eru, samkvæmt vistgerðarkorti Náttúrufræðistofnunar Íslands, vistgerðirnar starungsmýravist og víðikjarrvist sem eru a lista Bernarsamningsins frá 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar. Þeim vistgerðum verði ekki raskað að óþörfu. Útlínur á vörslugarði hafa verið settar inná uppdrátt að nýju. Ábending frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands verður gerð skil.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

11.Meiri-Tunga 7. Deiliskipulag

1811076

Lóðarhafi hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Á lóðinni er fyrirhugað að byggja íbúðarhús, bílskúr og gestahús, í tengslum við búrekstur á jörðinni.
Aðkoma að lóðinni er af Ásvegi og um nýjan aðkomuveg um land Meiri-Tungu 2. Tillagan var auglýst frá 14.12.2018 til og með 30.1.2019. Ábendingar bárust frá Umhverfisstofnun þess efnis að staðsetning og fjarlægðir frá byggingareit nýrrar lóðar koma ekki fram á skýringaruppdrætti tillögunnar.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir / ábendingar og telur að þar sem fyrirhugað íbúðarhús verði reist í tengslum við rekstur búsins sé ekki þörf á að skoða sérstaklega fjarlægðarmörk milli húss og eldishúsa en ítrekar að fram komi í greinargerð deiliskipulags að byggingareitur sé í um 300m fjarlægð frá eldishúsum.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

12.Nes og Lundur. Breyting á deiliskipulagi

1901047

Breyting á gildandi deiliskipulagi dags. 26.9.2018 þar sem bætt er við lóð undir spennistöð, skv. uppdrætti frá Eflu dags. 18.12.2018.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og telur jafnframt ekki þörf á grenndarkynningu.

13.Vesturhlíð, Deiliskipulag

1902003

Landeigandi hefur fengið heimild sveitarstjórnar til að leggja fram deiliskipulag af jörð sinni. Samkvæmt fyrirliggjandi áformum verður jörðin nýtt undir ferðaþjónustu tengda hestamennsku, reisa á íbúðarhús og skemmu fyrir lögbýli ásamt reiðhöll. Jafnframt er gert ráð fyrir stórum einbýlishúsum í ferðaþjónustu, tjaldsvæði fyrir skipulagða hópa á vegum staðarhaldara ásamt frístundahúsalóðum á 3 stöðum á jörðinni. Lögð er fram lýsing skipulagsáætlunar.
Skipulagsnefnd telur að kynna þurfi fram lagða lýsingu skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsinguna skal kynna með auglýsingu í staðarblaði ásamt því að hún skal send til umsagnaraðila. Jafnframt skal lýsingin kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins. Kynning skal standa í hálfan mánuð frá birtingu auglýsingar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?