1902016
Ólafur Þorsteinsson óskar eftir að fá að skipta út úr landi sínu, Guttormshaga L165083, tveimur spildum skv. uppdrætti frá landnotum dags. 28.1.2019. Fyrri spildan, Guttormshagi A, yrði 46237 m2 að stærð og fengi landeignanúmerið L228113 og síðari spildan, Guttornshagi B, yrði 39798 m2 að stærð og fengi landeignanúmerið L228114. Aðkoma að nýjum spildum er sýnd frá Guttormshagavegi í gegnum Skyggnisholt en stefnt er að sameiningu spildnanna við Skyggnisholt síðar. Eftir landskiptin verður stærð Guttormshaga um 470 ha. Jafnframt er óskað eftir því að breyting verði heimiluð á heitum á tveimur áður stofnuðum spildum innan jarðarinnar. Það eru Guttormshagi land, L176198, sem fengi heitið Guttormshagi lóð 1 og hins vegar Guttormshagi lóð, L223164, sem fengi heitið Guttormshagi 2.