11. fundur 11. mars 2019 kl. 16:00 - 17:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Guttormshagi landskipti

1902016

Ólafur Þorsteinsson óskar eftir að fá að skipta út úr landi sínu, Guttormshaga L165083, tveimur spildum skv. uppdrætti frá landnotum dags. 28.1.2019. Fyrri spildan, Guttormshagi A, yrði 46237 m2 að stærð og fengi landeignanúmerið L228113 og síðari spildan, Guttornshagi B, yrði 39798 m2 að stærð og fengi landeignanúmerið L228114. Aðkoma að nýjum spildum er sýnd frá Guttormshagavegi í gegnum Skyggnisholt en stefnt er að sameiningu spildnanna við Skyggnisholt síðar. Eftir landskiptin verður stærð Guttormshaga um 470 ha. Jafnframt er óskað eftir því að breyting verði heimiluð á heitum á tveimur áður stofnuðum spildum innan jarðarinnar. Það eru Guttormshagi land, L176198, sem fengi heitið Guttormshagi lóð 1 og hins vegar Guttormshagi lóð, L223164, sem fengi heitið Guttormshagi 2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né tillögur að heitum á lóðum.

2.Hvammur 1. Landskipti

1903007

Álfarás hf, eigandi Hvamms 1 og Hvamms 2 ásamt 50% eignarhlut í Árbæ, óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu 34,5 ha lóð undir stöðvarhús Hvammsvirkjunar. Lóðin fengi heitið Hvammur 1 lóð, landeignanúmerið L230136 og afmarkast í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt frá Eflu, dags. 17.8.2015.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né tillögur að heitum á lóðum.

3.Lunansholt 1I. Deiliskipulag

1902036

Eigendur Lunansholts 1I óska eftir að fá að deiliskipuleggja land sitt. Skipulagið tekur til byggingar frístundahúss, skemmu og gestahúsa. Aðkoma að Lunansholti 1I er af Árbæjarvegi.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Svínhagi SH-20. Deiliskipulag

1902037

Eigandi óskar eftir að fá að leggja fram deiliskipulag af landi sínu úr landi Svínhaga. Áform eru uppi um byggingu íbúðarhúss á lóðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur ekki þörf á kynningu lýsingar þar sem áform séu í samræmi við stefnu aðalskipulagsins. Nefndin leggur áherslu á að aðkoma að byggingum verði sameiginleg með aðkomu að Svínhaga SH-19 og Svínhaga II og leggur jafnframt áherslu á að staðsetning bygginga verði utan við skilgreind fjarlægðarmörk frá Selsundslæk, eins og þau eru tilgreind í skipulagsreglugerð.

5.Marteinstunga tankur. Deiliskipulag

1903013

Veitur leigja um 1500 ferm. lóð af landeiganda í Marteinstungu, skv. langtímasamningi. Áformað er að byggja lítið dæluhús, hjá núverandi miðlunartanki hitaveitu til að auka þrýsting á hitaveitukerfi veitunnar. Einnig verður gert ráð fyrir bættri aðkomu að svæðinu. Lagt verður fram deiliskipulag fyrir svæðið - meðfylgjandi er lýsing vegna deiliskipulags, sbr. 40. gr. skipulagslaga (nr. 123/2010)
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að lýsing verði kynnt nærliggjandi landeigendum í Beindalsholti 1 og Beindalsholti 2, ásamt landeiganda Marteinstungu, þar sem lóð Veitna er innan jarðarinnar, vegna hugmynda um breytta aðkomu frá Landvegi. Núverandi aðkoma hefur ekki fengið staðfestingu í skipulagi þar sem staðsetning hennar fellur ekki undir fjarlægðarmörk skv. veghönnunarreglum Vegagerðarinnar. Lýsing skal vera til kynningar í a.m.k. tvær vikur frá auglýsingu hennar.

6.Meiri-Tunga 7. Deiliskipulag

1811076

Lóðarhafi hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Á lóðinni er fyrirhugað að byggja íbúðarhús, bílskúr og gestahús, í tengslum við búrekstur á jörðinni.
Aðkoma að lóðinni er af Ásvegi og um nýjan aðkomuveg um land Meiri-Tungu 2. Tillagan var auglýst frá 14.12.2018 til og með 30.1.2019. Erindinu var frestað vegna umsagnar Vegagerðarinnar vegna nýrrar aðkomu frá Ásvegi ásamt því að sýna þarf veghelgunarsvæði á uppdrætti. Lögð er fram lagfærð tillaga.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um erindið og telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum. Nefndin samþykkir því tillöguna og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

7.Lækjartúnslína 2. MÁU

1902040

Landsnet hf hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu um framkvæmdina Lækjartúnslínu 2 skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Óskað er umsagnar Rangárþings ytra um hvort og á hvaða forsendum tiltekin framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í ofangreindum lögum. Frestur til að skila inn umsögn hefur verið veittur til 18. mars nk.
Skipulagsnefnd telur að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Að mati nefndarinnar er gerð fullnægjandi grein fyrir þeim þáttum sem þörf er á og í því umfangi sem tilkynningin gefur tilefni til.

8.Endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra

1305001

Tillaga að aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 var send Skipulagsstofnun 18.12.2019. Skipulagsstofnun óskaði eftir frekari gögnum og voru þau send stofnuninni 7.1.2019. Tilkynning um tafir á afgreiðslu stofnunarinnar var send með tölvupósti dags. 12.2.2019 og var ástæða tafa mikið verkefnaálag hjá stofnuninni. Önnur tilkynning um tafir á afgreiðslu barst með tölvupósti dags. 4.3.2019 þar sem ástæða tafa var sú að kallað hefði verið eftir umsögn Náttúrufræðistofnunar og Vegagerðarinnar vegna stefnu aðalskipulagsins hvað varðar færslu Landmannaleiðar/Dómadalsleiðar. Stofnunin mun afgreiða erindið þegar umræddar umsagnir liggja fyrir.
Lagt fram til kynningar.

9.Leynir úr landi Stóra-Klofa II, deiliskipulag

1507020

Landeigendur Leynis, landnr. 217813 hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt. Gert verði ráð fyrir 4 frístundalóðum og einni landbúnaðarlóð og gerð grein fyrir aðkomu að þeim. 4 lóðir hafa þegar verið stofnaðar. Á frístundalóðunum er heimilt að byggja allt að 100 m2 sumarhús, 50 m2 gestahús og 40 m2 geymslu. Á landbúnaðarlóðinni er heimilt að byggja allt að 150 m2 íbúðarhús, 50 m2 gestahús og 40 m2 geymslu. Tillagan var auglýst frá 14.12.2018 til og með 30.1.2019. Athugasemd barst frá nærliggjandi landeiganda þar sem gerð var athugasemd við legu aðkomuvegar í gegnum land hans að skipulagssvæðinu. Jafnframt barst athugasemd frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands þar sem þess er farið á leit að gerðar verði frekari útfærslur á frágangi fráveitu þar sem lóðirnar eru staðsettar innan fjarsvæðis vatnsverndar. Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við sýnda tengingu en bendir á að æskilegt væri ef kvöð yrði sett á vegi á svæðinu um að heimilt verði að nýta þá ef af frekari uppbyggingu verður á svæðinu. Athugasemdir bárust frá Umhverfisstofnun þar sem stofnunin telur að umrætt svæði falli undir skilgreiningu um náttúruvernd skv. 61. grein laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu erindisins á síðasta fundi.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir. Varðandi aðkomuna að lóðunum þá telur nefndin að núverandi aðkoma frá Landvegi, sem þegar hefur hlotið samþykki, verði nýtt til aðkomu að svæðinu. Innbyrðis tengingar verði þó gerðar í fullu samráði landeigenda.
Umhverfisstofnun telur að svæðið falli undir skilgreiningu á náttúruvernd þar sem það er á nútímahrauni. Það er mat stofnunarinnar að ekki sé sýnt fram á nægileg rök sem réttlætir röskun á umræddu verndarsvæði sem tillagan nái til.

Skipulagsnefnd fellst ekki á að umrætt svæði sé skilgreint sem verndarsvæði. Í fyrsta lagi er um afar raskað svæði að ræða. Uppgræðsla og varnir gegn vindrofi hefur verið alsráðandi á svæðinu um árabil og er því ekkert orðið sjáanlegt af hrauni því sem nefnt er í bréfi Umhverfisstofnunar á tilteknum svæðum sem skipulögð hafa verið. Eldhraunið sem vitnað er til er ekki sjáanlegt nema á nyrsta hluta svæðisins, þar sem ekki eru ráðgerðar byggingar, og því síður að fyrir liggi skipulagsáform um það. Við jaðar hraunsins að sunnanverðu, nokkuð austan við umrætt svæði, eru þegar skipulagðar margar lóðir og sumar þeirra þegar byggðar.

Skipulagsnefnd telur að búið sé að uppfæra tillöguna skv. ofangreindum athugasemdum og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

10.Grásteinn. Deiliskipulag

1810006

Landeigendur leggja fram tillögu að deiliskipulagi af hluta úr jörð sinni. Fallið hefur verið frá breytingu á aðkomu og vegur því færður aftur í núverandi horf. Gert er ráð fyrir byggingareitum fyrir 3 íbúðarhús, hesthús og skemmu. Búið er að byggja íbúðarhús og hesthús á jörðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Gaddstaðir íbúðasvæði í stað frístundasvæðis

1802002

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi fyrir 28 lóðir úr Gaddstöðum þar sem umrætt svæði er breytt úr frístundasvæði í íbúðasvæði. Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir svæðið þar sem skilmálar hafa verið skilgreindir að nýju. Gróf lýsing skipulagsáætlana hefur verið kynnt íbúum og lóðarhöfum á svæðinu.
Skipulagsnefnd telur að umfang breytinga hafi aukist töluvert frá því sem lagt var upp með í byrjun og leggur til að tillagan verði kynnt lóðarhöfum á svæðinu. Gert verði ráð fyrir íbúafundi þar sem farið verði yfir skipulagsmál svæðisins og framtíðaráform. Lagt er til að fulltrúum Skógræktarfélags Rangæinga verði einnig boðið að sitja fundinn. Tillaga er að fundurinn verði haldinn laugardaginn 6. apríl klukkan 10:00. Skipulagsfulltrúa verði falið að undirbúa fundinn.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?