17. fundur 09. september 2019 kl. 16:00 - 18:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Steindór Tómasson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Hrafntóftir lóð (Hrafnholt). Landskipti

1908031

Eigendur Hrafntófta óska eftir að staðfesta afmörkun lóðar sinnar, Hrafntóftir lóð, L165394, skv. meðfylgjandi uppdrætti frá Landnotum, dags. 31.1.2019. Spildan var afmörkuð með girðingu en hefur aldrei verið hnitsett fyrr en nú. Stærð spildunnar er 8672 m2 en hefur verið skráð 2500 m2 í Þjóðskrá. Jafnframt er óskað eftir að heiti lóðarinnar breytist og verði Hrafnholt.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóðinni. Nefndin tekur enga afstöðu til misræmis í lóðastærð fyrri skráningar en telur jafnframt að umrædd leiðrétting hafi engin bein áhrif á stærð upprunajarðar.

2.Árbæjarhjáleiga 2, landskipti

1909003

Landeigendur óska eftir að fá að stofna nýja lóð úr jörð sinni, Árbæjarhjáleigu 2. Nýja lóðin verði 831,6 m2 að stærð með landeignanúmerið L229113 og fengi heitið Árbæjarhjáleiga 2a. Matshluti 18 0101 færist yfir á nýja lóð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóðinni.
Hulda Karlsdóttir víkur af fundi.

3.Öldutún, landskipti

1909015

Eigendur Helluvaðs 2 lóðar L197141 óska eftir að fá að skipta spildu sinni í þrennt skv. uppdrætti frá Eflu. Lóðirnar fengju allar heitið Öldutún. Öldutún 1 yrði 2686,9 m2 að stærð og héldi upprunalandeignanúmeri, Öldutún 2 yrði 2717,1 m2 að stærð og L229121 og Öldutún 3 yrði 2537,4 m2 að stærð og L229122.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né heiti á lóðum.
Hulda kemur aftur á fundinn.

4.Skyggnisalda 1A og 1B. Heimild fyrir smáhýsi á lóðamörkum

1908027

Andri Leó Egilsson fyrir hönd Naglafars óskar eftir heimild Rangárþings ytra, sem væntanlegs eiganda að íbúð 1B við Skyggnisöldu, um að setja smáhýsi á lóðamörkin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að smáhýsi séu sett niður á lóðir en bendir á leiðbeiningar Mannvirkjastofnunar í því sambandi.
Fylgiskjöl:

5.Göngubrýr á Laugavegi í nágrenni Álftavatns og Grashaga

1909008

Arnþór Þórðarson fyrir hönd Ferðafélags Íslands óskar eftir samþykki sveitarfélagsins um byggingu brúa yfir Bratthálskvísl / Álftavatnskvísl annars vegar og yfir Grashagakvísl hins vegar í tengslum við umsókn félagsins um styrk til framkvæmdarinnar til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Sótt verði um framkvæmdaleyfi síðar ef styrkur fæst til brúargerðanna.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við brúun tiltekinna farvega og telur að með auðvelduðu aðgengi á svæðinu megi koma í veg fyrir óþarfa slys á fólki. Nefndin telur jafnframt að færsla gönguleiðarinnar yfir Grashagakvísl sé til bóta og komi í veg fyrir frekari spjöll á umhverfi svæðisins.

6.Jarlsstaðir. Deiliskipulag

1907041

Egill Guðmundsson arkitekt frá ARKÍS fyrir hönd eigenda sækir um heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði úr landi Stóru-Valla L207661. Skilgreindar verða 2 lóðir þar sem heimilt verður að byggja íbúðarhús, hesthús og skemmu á annarri lóðinni og Vélaskemmu / verkstæðisbyggingu á hinni skv. uppdrætti frá Arkís arkitektum, dags. 29.8.2019
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Svínhagi Ás-7, deiliskipulag

1909011

Anna Bragadóttir frá Eflu verkfræðistofu fyrir hönd landeigenda óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af lóðinni Svínhagi Ás-7. Á svæðinu er gert ráð fyrir m.a. byggingu íbúðarhúss, frístundahúss, tveimur gestahúsum, aðstöðuhúsi, skemmu, sauna og geymslu skv. uppdrætti og greinargerð frá Eflu.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Klettamörk deiliskipulag

1904055

Lóðarhafi hefur fengið heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Áform eru uppi um að reist verði alls 7 gistiskálar til útleigu, ásamt íbúðarhúsi til íveru. Lögð er fram tillaga frá ARK studio dags. 7.9.2019.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Vesturhlíð, Deiliskipulag

1902003

Landeigandi hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi af jörð sinni. Samkvæmt fyrirliggjandi áformum verður jörðin nýtt til ferðaþjónustu tengdri hestamennsku, reisa á íbúðarhús og skemmu fyrir lögbýli ásamt reiðhöll. Jafnframt er gert ráð fyrir stórum einbýlishúsum í ferðaþjónustu, tjaldsvæði fyrir skipulagða hópa á vegum staðarhaldara ásamt frístundahúsalóðum á 3 stöðum á jörðinni. Tillagan var auglýst frá 17.4.2019 til og með 29.5.2019. Athugasemdir bárust frá nærliggjandi landeigendum og hefur tillagan verið uppfærð að teknu tilliti til þeirra, þar sem m.a. reiðskemma hefur verið færð fjær frístundalóðum og ekki lengur í sjónlínu lóðanna. Framkomnar athugasemdir hafa verið kynntar framkvæmdaaðilum.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir. Skipulagsnefnd telur að tillagan hafi verið uppfærð að teknu tilliti til framkominna athugasemda. Nefndin telur að umrædd áform séu í fullu samræmi við samþykkta landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hulda Karlsdóttir yfirgefur fundinn

10.Öldutún. deiliskipulag

1901046

Eigendur Öldutúns L197141, áður Helluvað 2 lóð, hafa fengið heimild til að leggja fram nýtt deiliskipulag af svæði sínu. Áformað er að skipta spildunni í 3 lóðir til byggingar íbúðarhúsa ásamt bílskúr og gestahúsum. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hulda kemur aftur á fundinn

11.Leynir 2 og 3. Deiliskipulag

1907016

Eigendur Leynis 2 og 3 hafa fengið heimild sveitarstjórnar til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir u.þ.b. 32 ha spildu sem stofnuð hefur verið úr landi Stóra Klofa. Gert verði ráð fyrir uppbyggingu á ferðatengdri þjónustu. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi en áformað er að hluti svæðisins verði gerður að verslunar- og þjónustusvæði. Lýsing skipulagsáforma er hér tekin fyrir að nýju þar sem í fyrri afgreiðslu nefndarinnar láðist að bóka að samþykktin tæki til kynningar á sameiginlegri lýsingu dags. 3. júlí 2019 fyrir breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags, sbr. 1. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Jafnframt hafa verið gerðar breytingar á áformum framkvæmdaaðila frá fyrri lýsingu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu frá Eflu dags. 6.9.2019 og leggur til að hún verði send til umsagnar að nýju og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða 3. mgr. 40. gr. sömu laga. Nefndin telur rétt að árétta að við áframhaldandi feril skipulagsins skuli þegar fram komnar athugasemdir og ábendingar teknar til umfjöllunar. Lýsingin skuli kynnt skv. ofangreindum ákvæðum skipulagslaga og jafnframt skv. gr. 4.2.4. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og skal kynningin standa til og með 2. október nk.
Hulda Karlsdóttir yfirgefur fundinn

12.Öldutún, breyting á skilmálum aðalskipulags

1908037

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilmálum í aðalskipulagi fyrir íbúðasvæðið Öldutún þar sem íbúðum verði fækkað á íbúðarsvæðinu ÍB24 úr 10-12 íb/ha í 3 íb/ha. Gert verður ráð fyrir að svæðið (ÍB24) nefnist Öldutún í stað Garðs (Engjagarðs) eftir breytingu.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Nefndin telur að málsmeðferð fari eins og um óverulega breytingu sé að ræða og sé því skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hulda kemur aftur á fundinn.

13.Svínhagi L6B, breyting á landnotkun

1908039

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á spildunni Svínhagi L6B úr landi Svínhaga, þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að verslunar- og þjónustusvæði.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi lýsingu og leggur til hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Gaddstaðir, breyting á landnotkun

1908036

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á Gaddstöðum, þar sem núverandi frístundabyggð verði gerð að íbúðabyggð.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi lýsingu og leggur til hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Þjóðólfshagi 29-33, breyting á landnotkun

1908038

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á 5 lóðum úr Þjóðólfshaga, þar sem núverandi frístundabyggð verði gerð að landbúnaðarsvæði að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi lýsingu og leggur til hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin vill árétta að eingöngu er um breytingu að ræða á landnotkun umræddra lóða, þar sem hluti þeirra hefur verið skilgreindur sem frístundasvæði. Nefndin leggur einnig áherslu á að hafin verði vinna við breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið.

16.Klettamörk, breyting á landnotkun

1908040

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á spildunni Klettamörk úr landi Maríuvalla, þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að verslunar- og þjónustusvæði.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi lýsingu og leggur til hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?