18. fundur 07. október 2019 kl. 16:00 - 17:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Nesbakki, landskipti

1909066

Landeigendur óska eftir að fá að staðfesta skipti úr jörð sinni sbr. uppdrátt frá Landnotum dags. 12.8.2019. Jörðin skiptist í tvær spildur í dag en spildurnar eru aðskildar. Fyrri spildan verði 72,9 ha, fengi heitið Nesbakki land 2 og L229153. Síðari spildan héldi upprunalandeignanúmeri L214782 og heiti sínu, Nesbakki land og yrði 39,5 ha að stærð. Aðkoma að nýrri spildu yrði frá vegi 268.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformuð heiti.

2.Heiði, landskipti

1909067

Landeigendur óska eftir að fá að skipta upp landi sínu, Heiði L164504 skv. uppdrætti frá Landnotum dags. 12.8.2019. Ný spilda fengi heitið Heiði HO, L229152 og yrði 32,3 ha að stærð. Heiði L164504 yrði 19,3 ha eftir skiptin. Aðkoma að báðum spildum yrði frá vegi 268.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformuð heiti.

3.Svínhagi SH-20. Deiliskipulag

1902037

Eigandi hefur fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af landi sínu úr landi Svínhaga. Áform eru uppi um byggingu íbúðarhúss ásasmt tveimur gestahúsum og skemmu á lóðinni. Tillagan var auglýst frá 7.8.2019 til og með 18.9.2019 og bárust engar athugasemdir en ábendingar bárust frá Vegagerðinni um staðsetningu tenginga frá Þingskálavegi.
Skipulagsnefnd telur að ný tenging samræmist ekki þeim áformum sem gerðar hafa verið í áður gerðum landskiptum og telur að umrædd tenging geti haft slæm áhrif á væntanlegar tengingar annarra lóða gegnt umræddri lóð. Nefndin leggur því til að tillagan verði leiðrétt þar sem einungis verði notast við áður áformaðar tengingar skv. landskiptum á svæðinu. Að öðru leyti samþykkir nefndin tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun þegar áformuð tenging hefur verið leiðrétt.

4.Svínhagi L164560. Deiliskipulag ferðaþjónustu

1907008

Guide to Iceland hefur fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af hluta úr svæði sínu til ferðaþjónustu. Breyting á landnotkun hefur verið samþykkt og er í samræmi við nýtt aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028 sem hefur verið auglýst og er í ferli. Tillagan var auglýst frá 7.8.2019 til og með 18.9.2019 og bárust ábendingar frá Umhverfisstofnun þar sem stofnunin telur mikilvægt að það komi skýrt fram í greinargerð tillögunnar hvernig brugðist verði við fráveitumálum og hvað átt sé við með sjálfstæðum hreinsbúnaði.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Nefndin telur að nánari útfærsla á mengunarvörnum eigi frekar heima í greinargerð með fyrirhuguðu starfsleyfi.

5.Árbæjarhjáleiga 2. Deiliskipulag

1904020

Eiríkur V. Sigurðarson hefur fengið heimild til að fá að leggja fram deiliskipulag af svæði úr jörðinni Árbæjarhjáleigu 2. Gert verði ráð fyrir íbúðarhúsi til viðbótar því sem fyrir er ásamt 2-4 starfsmannahúsum sem samhliða geta nýst til ferðaþjónustu. Aðkoma er frá Árbæjarvegi. Tillagan var auglýst frá 7.8.2019 til og með 18.9.2019 og bárust engar athugasemdir en ábendingar frá Minjastofnun um að þekktar minjar hafi jafnvel ekki verið rétt staðsettar.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

6.Sultartangastöð. deiliskipulag

1907015

Landsvirkjun hefur fengið heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi af núverandi mannvirkjasvæði við Sultartangastöð. Lögð er fram sameiginleg lýsing skipulagsáforma.
Skipulagsnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu þar sem innihald hennar samræmist skilmálum í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Nefndin leggur til að lýsingin verði kynnt skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en leggur áherslu á að þar sem skipulagssvæðið liggi yfir mörk þriggja sveitarfélaga skuli liggja fyrir samþykki allra áður en lýsingin verði auglýst til kynningar.

7.Leynir 2 og 3. Deiliskipulag

1907016

Eigendur Leynis 2 og Leynis 3 hafa fengið heimild sveitarstjórnar til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði sitt. Gert verði ráð fyrir uppbyggingu þjónustu til ferðamanna. Lýsing skipulagsáforma hefur verið kynnt og var frestur til athugasemda eða ábendinga til 2. október sl. Athugasemdir sem borist höfðu við kynningu lýsingarinnar á fyrri stigum eru hér einnig teknar til umfjöllunar. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Eigendum í landi Efra-Sels með tölvupósti dags. 3.9.2019 þar sem m.a. er lýst yfir áhyggjum af mengunarmálum vegna umræddrar uppbyggingar.; Eigendum og ábúendum að Stóra-Klofa með bréfi í tölvupósti dags. 5.9.2019, þar sem m.a. eru gerðar athugasemdir við að svo stór áform geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir grunnvatnslindir svæðisins ásamt því að kyrrð og friðsæld spillist. Jafnframt var gerð athugasemd við að leyfi skildi hafa verið gefið út vegna hjólhýsa á svæðinu.; Eiganda og ábúanda að Skarði með tölvupósti dags. 6.9.2019 þar sem m.a. gerð er athugasemd við að umrætt landsvæði verði tekið úr landbúnaðarnotum.; Klofahólum með bréfi í tölvupósti dags. 30.9.2019 þar sem m.a. krafist er að gerð verði grein fyrir á hvaða leyfum útleiga á hjólhýsum og framkvæmdir á svæðinu byggi ásamt því að gerð er athugasemd við að kynning skildi ekki hafa verið gerð með bréfi til allra landeigenda. Bréfritari óskar eftir að svar berist fyrir 3. október og er svar byggingarfulltrúa að finna í fylgiskjölum málsins.; Frá eigendum að Stóra Klofa með tölvupósti dags. 2.10.2019 en þar vill eigandi ítreka athugasemdir sínar frá 5.9.2019.; Heimi Heimissyni Klofahólum, fyrir hönd land- og sumarhúsaeigenda í Landsveit, með tölvupósti 2.10.2019, þar sem gerðar eru fjölþættar athugasemdir við umfang áformanna, staðsetningu þeirra og líst yfir áhyggjum af mengunarmálum.
Umsagnir bárust einnig frá Umhverfisstofnun, þar sem ekki voru gerðar athugasemdir,; Vegagerðinni, þar sem bent var að tenging frá Stóruvallavegi þyrfti að vera a.m.k. 50 metrar frá Landvegi,; Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, þar sem gerð var athugasemd við að vísað skildi hafa verið til núgildandi starfsleyfis fyrir tjaldsvæðið í lýsingunni, en bent var á að í því sé ekki heimild til útleigu hjólhýsa eða tjalda,; Minjastofnun, þar sem bent er á að gerð verði grein fyrir minjum í skipulagi,; Skipulagsstofnun, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við lýsinguna heldur bent á nokkra hluti sem lagfæra þarf við útfærslu á tillögu skipulagsins, við gerð hennar. Umsagnir frá Búnaðarsambandinu, Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti ásamt Ferðamálastofu hafa ekki borist.
Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir og ábendingar við lýsinguna. Nefndin ítrekar að hér er einungis um lýsingu skipulagsáforma að ræða þar sem ekki eru teknar nákvæmar ákvarðanir eða reknar rökstuddar leiðir til úrlausna ýmissa vandamála. Það verði gert í tillögunni sjálfri. Nefndin telur rétt að vinna við gerð tillögu að deiliskipulagi taki mið af framkomnum athugasemdum og ábendingum, sér í lagi hvað varðar fráveitumál og mengunarvarnir. Hvað leyfi til framkvæmda á svæðinu varðar vill nefndin árétta að engin leyfi hafa verið gefin út til framkvæmda þar sem grundvöllur til slíkra leyfa er háður gildandi deiliskipulagi. Einungis hafa verið gefin út tímabundin stöðuleyfi til staðsetningar á hjólhýsum og heilsárstjöldum til allt að eins árs. Nefndin vill einnig árétta að sveitarstjórn hefur ekkert með leyfisveitingar að gera sem snúa að útleigu hjólhýsa eða tengdrar starfsemi á tjaldsvæðum. Jafnframt telur nefndin að hún hafi í einu og öllu staðið að kynningu skipulagsáforma í samræmi við þau ákvæði sem skipulagslög og skipulagsreglugerð kveða á um.

8.Svínhagi L6A. Deiliskipulag

1909035

Landeigandi hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi af lóð sinni. Sveitarfélagið hefur áður veitt heimild til þess. Var það gert í tengslum við breytingu á landnotkun í aðalskipulagi. Áformuð er uppbygging gistiþjónustu á svæðinu ásamt tilheyrandi þjónustubyggingum ásamt íbúðarhúsi. Lögð er fram tillaga á uppdrætti og greinargerð.
Skipulagsnefnd samþykkir meðfylgjandi tillögu og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Landmannalaugar, Mat á umhverfisáhrifum.

1705027

Rangárþing ytra áformar að ráðast í endurbyggingu og frekari uppbyggingu á skálasvæðinu í Landmannalaugum. Meðfylgjandi eru drög að tillögu að matsáætlun þar sem fjallað er um hvernig unnið verður að mati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar í samræmi við lög nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum. Rangárþing ytra er framkvæmdaraðili verksins en Landmótun sá um gerð tillögu að matsáætlun í samráði við framkvæmdaraðila.
Skipulagsnefnd telur að öllum atriðum sé lýst í meðfylgjandi drögum að tillögu að matsáætlun sem lúta að verklagi við hvernig staðið verður að rannsóknum og mati á áhrifum. Nefndin leggur til að drög að tillögu að matsáætlun verði kynnt í samræmi við 16. gr. reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum nr. 660/2015 og lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Kynning standi í tvær vikur frá birtingu.

10.Bjalli. Landskipti

1910019

Landeigendur Bjalla hafa óskað eftir að fá að skipta upp jörð sinni skv. meðfylgjandi undirrituðum uppdrætti frá Eflu verkfræðistofu dags. 9.11.2018. Jörðin Bjalli er uppmæld skv. áður nefndum uppdrætti 337,2 ha að stærð og skiptist sem hér segir: Bjalli 1, LXXXXXX, 82,9 ha sem skiptast í tvær spildur, 38,5 ha og 44,4 ha; Bjalli 2, LXXXXXX, 83,1n ha, sem skiptast í þrjár spildur, 11,3 ha, 19,8 ha og 52,0 ha; Bjalli 3, LXXXXXX, 83,12 ha sem skiptast í tvær spildur, 11,3 ha og 71,8 ha; Bjalli 4 (Gamli Bjalli), LXXXXXX, sem skiptast í tvær spildur, 27,8 ha og 54,9 ha. Afgangurinn, 5,3 ha, heldur upprunalandeignanúmeri og heldur heiti jarðarinnar, Bjalli.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á útskiptum spildum.

11.Hjallanes 2, landskipti 2019

1910020

Landeigandi óskar eftir að fá að skipta upp jörð sinni Hjallanesi 2, L164978, á þann veg að upprunalandnúmer verði um 7 ha eftir skiptin og héldi sama heiti. Útskipt spilda verði sameinuð lóðinni L210730 og héldi landeignanúmeri hennar en fengi heitið Hjallanes 3. Meðfylgjandi er uppdráttur frá Eflu verkfræðistofu sem sýnir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á spildum.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?