20. fundur 09. desember 2019 kl. 16:00 - 16:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Gaddstaðir 4 og 5. Sameining lóða.

1911024

Lóðaeigandi óskar eftir að fá að sameina lóðir sínar, Gaddstaðir 4, L164600 og Gaddstaðir 5, L164601 í eina lóð, Gaddstaðir 5, L164601. Lóðin yrði 60.028,2 m2 skv. uppdrætti frá Eflu dags. 1.11.2019.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

2.Lækur 1 Holtum, landskipti

1911044

Eigendur Lækjar 1 í Holtum L165125 óska eftir að fá að skipta úr jörð sinni skv. uppdrætti frá Landnotum, dags. 20.11.2019.
Útskipt spilda verður 163,6 ha að stærð og fær landeignanúmerið L229363 og heitið Lækur 1a. Matshlutar 01, 03 og 04 færast yfir á nýja spildu. Eftir stendur 8,4 ha spilda með upprunalandeignanúmerið.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á spildum.

3.Minni-Vellir L164995. Landskipti

1912008

Landeigendur óska eftir umsögn sveitarfélagsins á landskiptum úr jörð sinni. Skipt verður út 91.862 m2 spildu, L229364, sem fengi heitið Minni-Vellir 4. Áformað er að skipta jörðinni til helminga í framhaldi þessarar skiptingar þar sem þessi útskipta spilda verður þá hluti af öðrum helmingi jarðarinnar. Íbúðarhús, F2196633, mhl. 02 færist yfir á útskipta spildu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á spildu.

4.Leirubakki. Landskipti - Rangárslétta

1912016

Landeigandi óskar eftir staðfestingu sveitarstjórnar á landskiptum úr jörð sinni, leirubakki, L164988. Skipt er út 48,2 ha svæði, L228419 og fengi heitið Rangárslétta. Leirubakki jörðin er skráð án stærðar í Þjóðskrá en minnkar sem útskiptri spildu nemur.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á spildu.

5.Lunansholt 1H og I. Deiliskipulag

1902036

Landeigendur hafa fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af lóðum sínum. Um sameiginlegt skipulag er að ræða af báðum lóðum. Í Lunansholti 1H er heimilt að byggja allt að 150 m² frístundahús og allt að 400 m² skemmu. Í Lunansholti 1I er heimilt að byggja allt að 120 m² frístundahús, allt að 60 m² geymslu og tvö gestahús, hvort um sig allt að 40 m². Tillagan var auglýst frá 28.8.2019 til og með 9.10.2019. Athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna vatnsverndarsvæðis kringum vatnsból.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir. Nefndin telur ekki ástæðu til að útfæra fjarverndarsvæði vatnsbólsins frekar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

6.Rjúpnavellir deiliskipulag

1907066

Deiliskipulag fyrir Rjúpnavelli í Landsveit (landnr. 177230) tekur til núverandi mannvirkja sem eru íbúðarhús og nokkur gestahús fyrir ferðamenn. Föst búseta er á jörðinni og þar er rekin ferðaþjónusta.
Deiliskipulagið snýst um að staðfesta núverandi landnotkun og gera ráð fyrir byggingu skemmu/ geymslu. Aðkoma er af Landvegi nr. 26 og um núverandi veg. Tillaga var auglýst frá 28.8.2019 til og með 9.10.2019.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir. Nefndin telur ekki ástæðu til að útfæra fjarverndarsvæði vatnsbólsins frekar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

7.Svínhagi L6B. Deiliskipulag

1903034

Andreas Stedler hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt, Svínhaga L6B, L222399. Gert verður ráð fyrir 6 gestahúsum sem hvert um sig verður allt að 30m2 að stærð og allt að 120m2 þjónustuhúsi, sem einnig getur nýst til gistingar og/eða fyrir starfsfólk. Fyrirhugað er að nýta húsin til útleigu fyrir ferðamenn, starfsfólk og/eða búsetu. Aðkoma verður af Þingskálavegi. Áætlað er að ný byggð muni tengjast þeim veitukerfum sem fyrir eru hjá sveitarfélaginu. Tillaga var auglýst frá 28.8.2019 til og með 9.10.2019.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

8.Hólar - Torfur, deiliskipulag.

1907040

Harpa Rún Kristjánsdóttir hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði úr landi Hóla. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss og skemmu á tveimur byggingareitum, skv. uppdrætti frá Eflu, dags. 12.6.2019. Skilgreind verði ný lóð sem fengi heitið Torfur. Tillagan var auglýst frá 28.8.2019 til og með 9.10.2019. Athugasemdir bárust frá Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

9.Varmidalur lóð. Deiliskipulag

1907025

Landeigendur Varmadals lóðar, L196516, hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi af svæði sínu. Áform eru þau að skipta á svæðinu í fjórar lóðir þar sem gert verði ráð fyrir byggingu sumarhúss, gestahúss og geymslu á hverri lóð. Tillagan var auglýst frá 28.8.2019 til og með 9.10.2019.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

10.Jarlsstaðir. Deiliskipulag

1907041

Egill Guðmundsson arkitekt frá ARKÍS fyrir hönd eigenda sækir um heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Jarlsstaði, svæði úr landi Stóru-Valla L207661. Skilgreindar verða 3 lóðir þar sem heimilt verður að byggja íbúðarhús, hesthús og skemmu skv. uppdrætti frá Arkís, dags. 12.6.2019. Tillaga var auglýst frá 18.9.2019 til og með 30.10.2019. Athugasemdir bárust frá Minjastofnun og Umhverfisstofnun. Lögð er fram uppfærð tillaga dags. 11.11.2019.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?