21. fundur 06. janúar 2020 kl. 16:00 - 17:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Landmannaafréttur. Stofnun þjóðlendu

1912039

Rangárþing ytra og Forsætisráðuneytið hafa komist að samkomulagi um stofnun þjóðlendunnar Landmannaafréttur skv. landspildublaði dags. 9.12.2019. Þjóðlendan verður 1178 km2 að stærð og fengi landeignanúmerið Lxxxxxx. Heiti þjóðlendunnar yrði Landmannaafréttur.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun þjóðlendunnar Landmannaafréttar.

2.Fjallafang, Landmannalaugar, stöðuleyfi 2020

2001006

Sverrir Kristinsson fyrir hönd Fjallafangs ehf óskar eftir stöðuleyfi til reksturs sölubíla í Landmannalaugum, með sama sniði og verið hefur undanfarin ár.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við veitingu stöðuleyfis til reksturs matarvagna í Landmannalaugum og leggur til að leyfi verði gefið frá 1.7.2020 til og með 30.9.2020 eins og undanfarin ár.

3.Þjóðólfshagi 21 og 25. Breyting á landnotkun

2001014

Ágúst Rúnarsson fyrir hönd Hvammsels ehf óskar eftir að landnotkun lóða félagsins, nr. 21 og 25 í Þjóðólfshaga, verði breytt úr frístundanotkun í landbúnaðarnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í að tilteknum lóðum nr. 21 og 25 verði breytt í landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi þar sem þær liggja vel að útjaðri núverandi frístundasvæðis. Nefndin leggur til að þessi breyting verði sett undir mál nr. 1908038 sem snýr að breytingu á landnotkun lóðanna nr. 29-34 sem nú er í ferli samþykktar hjá Skipulagsstofnun og bætist við þar.

4.Svínhagi L6B, breyting á landnotkun

1908039

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á spildunni Svínhagi L6B úr landi Svínhaga, þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að verslunar- og þjónustusvæði. Tillaga var send Skipulagsstofnun og bárust ábendingar með bréfi dags. 3.12.2019.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar ábendingar. Þær breytingar sem gerðar verða eru þær að verslunar- og þjónustusvæði VÞ28 í aðalskipulagi verður stækkað úr 3 ha í 7 ha. Jafnframt verði svæðin Svínhagi L6A og L6B sameinuð undir svæði VÞ28 í greinargerð, gistiheimild aukin úr 25 manns í 50 og að hús verði á 1-2 hæðum. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

5.Leynir 2 og 3. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

1911014

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir hluta úr landi Leynis 2 og 3 í Landsveit, þar sem hluti núverandi landbúnaðarsvæðis verði gert að svæði fyrir verslun- og þjónustu. Búið er að setja inn skýrari ákvæði varðandi:
-Ekki verður um gistingu að ræða í kúlutjöldum
-Gisting fyrir allt að 60 manns á tjaldsvæði
-Ásýnd og yfirbragð
Þá hefur verið bætt inn texta varðandi gistingu (fjölda) og einnig varðandi fráveitur (kafli 3) sbr. greinargerð 4.11.2019.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar niðurstaða liggur fyrir um matskyldu framkvæmdarinnar. Samhliða verði tillagan að deiliskipulagi fyrir Leyni 2 og 3 auglýst skv. fyrri ákvörðun sveitarstjórnar.

6.Bjargstún. Deiliskipulag

1907054

Guðbrandur Einarsson sækir um heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína, Ægissíða 1 lóð 1, L218358. Áform eru um að byggja íbúðarhús og útihús á lóðinni í tengslum við flutning á lögheimili. Tillagan var auglýst frá 20.11.2019 til og með 1.1.2020. Athugasemdir bárust frá Vegagerðinni þar sem ekki er talin nægileg fjarlægð á milli tenginga við Árbæjarveginn.
Skipulagsnefnd leggur til að tenging við lóðina Bjargstún verði frá innkeyrslu að Bjargi. Jafnframt verði sama tenging notuð inná lóðina norðan við Bjargstún.
Nefndin telur jafnframt afar aðkallandi að deiliskipulög nærliggjandi lóða norðan við Bjargstún verði sameinuð í eitt heildardeiliskipulag, þar sem gert verði ráð fyrir tengingum inn á allar lóðir skv. veghönnunarreglum.

7.Hákot, Þykkvabæ. Deiliskipulag

1907019

Markús Ársælsson óskar eftir að fá að leggja fram deiliskipulag af spildu úr landi sínu. Áformað er að byggð verði 3 hús, íbúðarhús, bílgeymsla og skemma. Tillagan var auglýst frá 20.11.2019 til og með 1.1.2020. Engar athugasemdir bárust en ábending barst frá Vegagerðinni þar sem ítrekað var að öðrum yrði leyfð aðkoma að fyrirhugaðri tengingu frá Háfsvegi.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

8.Lyngás 5, deiliskipulag

1910028

Eigendur lóðarinnar Lyngás 5 óska eftir að fá að skipuleggja allt að 1500 m2 svæði úr lóð sinni undir aðstöðu fyrir húsvagna, skv. uppdrætti frá Eflu dags. 2.10.2019. Tillagan var auglýst frá 20.11.2019 til og með 1.1.2020. Athugasemdir bárust frá Vegagerðinni þar sem fjarlægðir á milli tenginga við Suðurlandsveginn eru ekki taldar standast kröfur veghönnunarreglna. Einnig barst athugasemd frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands þar sem óskað var eftir frekari skýringum á hvernig losun ferðasalerna verði háttað.
Afgreiðslu frestað. Nefndin telur að kalla þurfi saman til fundar með íbúum á svæðinu ásamt fulltrúum Vegagerðarinnar til að finna lausn á aðkomumálum lóðanna. Skipulagsfulltrúa falið að finna tíma til fundarins.
Hulda Karlsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

9.Öldutún. deiliskipulag

1901046

Eigendur Öldutúns L197141, áður Helluvað 2 lóð, óska eftir heimild til að leggja fram nýtt deiliskipulag af svæði sínu. Áformað er að skipta spildunni í 3 jafnstórar lóðir til byggingar íbúðarhúsa ásamt bílskúr og gestahúsum. Tillagan var endurauglýst vegna formgalla í fyrri auglýsingu frá 20.11.2019 til og með 1.1.2020. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
Hulda kom aftur á fundinn eftir afgreiðslu.

10.Snjallsteinshöfði 1C ofl. Deiliskipulag

1905006

Landeigendur þriggja spildna úr landi Snjallsteinshöfða, Snjallsteinsghöfði 1C, Ytrivöllur og Stekkatún, óska eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af svæðum sínum. Gert verði ráð fyrir þremur byggingareitum á hverri lóð fyrir íbúðarhús, geymslu og gestahúsum. Tillagan var auglýst frá 22.5.2019 til og með 3.7.2019. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun eftir auglýsingu tillögunnar þar sem gerðar voru athugasemdir við nokkur efnisleg atriði.
Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir og telur að búið sé að bregðast við þeim í nýrri tillögu. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

11.Rangárþing eystra. Endurskoðun aðalskipulags 2020-2032.

2001008

Guðmundur Úlfar Gíslason, skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra, leggur fram til kynningar, skipulags- og matslýsingu á heildarendurskoðun á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við lýsinguna að svo stöddu en áskilur sér rétt til frekari yfirferðar og umsagnar þegar eiginleg tillaga liggur fyrir. Nefndin ítrekar þá ósk sína að fundin verði sameiginleg lausn á misræmi sveitarfélagamarka beggja sveitarfélaganna, svo sem við Bakkabæi og við ofanverðan Mýrdalsjökul.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?