Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra

26. fundur 08. júní 2020 kl. 16:00 - 17:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Gíslholt, landskipti

2005035

Sverrir Kristinsson, eigandi Gíslholts 165081, óskar eftir að fá að skipta úr jörð sinni spildu, sem síðar á að sameinast lóðunum Gíslholti 6, L176729 og Gíslholti 8, L176731. Gíslholt 6, sem nú er skráð 5.000 m2 í skrám Þjóðskrár verði 10.578,1 m2 og Gíslholt 8, sem einnig er skráð 5000 m2, verði 11.572,9 m2. Stærð jarðarinnar Gíslholts, L165081, breytist til jafns við úr tekna spildu. Uppdráttur frá Eflu dags. 18.5.2020. Framlögð tillaga að deiliskipulagi svæðisins tekur mið af tilteknum breytingum á stærðum lóðanna.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

2.Geitasandur. Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar

2005020

Jón Ásgeir Jónsson fyrir hönd Skógræktarfélags Íslands, óskar eftir framkvæmdaleyfi til ræktunar loftslagsskóga á 176,3 ha svæði úr Geitasandi, skv. meðfylgjandi gögnum málsins.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.

3.Brennsluofn fyrir dýrahræ og aðrar dýraleifar

1901058

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum brennsluofns fyrir dýrahræ og dýraleifar á Strönd, Rangárþingi ytra.
Fallist er á tillögu Sorpstöðvar Rangárvallasýslu að matsáætlun með athugasemdum.
Lagt fram til kynningar.

4.Rangárbakki 4. Hugmyndir að uppbyggingu

2006013

Lóðarhafi leggur fram sínar fyrstu hugmyndir að uppbyggingu á lóðinni Rangárbakki 4 í samræmi við áskildan fyrirvara í afgreiðslu sveitarstjórnar við úthlutun lóðarinnar.
Skipulagsnefnd telur fram komnar hugmyndir lóðarhafa vera í samræmi við stefnu skipulagsins fyrir svæðið. Lóðarhafa er bent á að halda sig við hámarksmænishæð skv. gildandi deiliskipulagi svæðisins.

5.Efnisnáma við Ferjufit. Breyting á aðalskipulagi

2006012

Helgi Jóhannesson fyrir hönd Landsvirkjunar óskar eftir að efnisnáma verði skilgreind í aðalskipulagi. Efnistökusvæðið er við Ferjufit og fengi merkinguna E122 í greinargerð aðalskipulagins. Lögð er fram tillaga að umræddri breytingu skv. uppdrætti frá Eflu dags. 29.5.2020.
Skipulagsnefnd leggur til að gerð verði nauðsynleg breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins og efnisnámu E122 bætt í greinargerð. Þar sem um verulega raskað og ófrágengið svæði er að ræða telur nefndin að um málsmeðferð skuli fara eins og um óverulega breytingu sé að ræða.
Jafnframt er það niðurstaða nefndarinnar að umrædd áform um efnistöku í þegar röskuðu svæði sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Fylgiskjöl:

6.Vesturhlíð, br á deiliskipulagi

2006014

Landeigendur að Vesturhlíð óska eftir að fá að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi dags. 29.10.2019 þar sem gert verði ráð fyrir byggingareit innan tjaldsvæðisins og þar megi reisa þjónustuhús. Uppdráttur frá Landformi dags. 5.6.2020.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu.

7.Útgarður 1. Deiliskipulag

2006004

Eigendur að Útgarði 1 óska eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af spildu sinni. Áform eru uppi um að byggja sumarhús á spildunni.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

8.Skammbeinsstaðir 1D. Deiliskipulag

2006019

Eigendur lóðarinnar Skammbeinsstaðir 1D, Guðmundur Guðmundsson og Sigþrúður Jónasdóttir, óska eftir heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Gert verði ráð fyrir íbúðarhúsi, gesthúsi, gripahúsi og vélaskemmu. Aðkoma verði af Hagabraut (nr. 286)
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

9.Jarlsstaðir. Breyting á afmörkun frístundasvæðis F74 í aðalskipulagi

2002020

Eigandi Jarlsstaða, L205460, hefur fengið heimild sveitarstjórnar til að láta breyta afmörkun frístundasvæðis nr. F74 í aðalskipulagi. Engar aðrar breytingar verða gerðar. Lýsing hefur verið kynnt og var frestur til athugasemda veittur til 6. maí sl. Athugasemdir bárust frá Umhverfisstofnun þess efnis að gera þurfi grein fyrir mótvægisaðgerðum ef raska á hrauni á svæðinu, sem njóti sérstakrar verndar skv. 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Jafnframt bárust athugasemdir frá Skipulagsstofnun um efnisleg atriði.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send til athugunar Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með áherslu á að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Gíslholt L165081. Deiliskipulag

2001005

Sverrir G. Kristinsson hefur með heimild sveitarstjórnar lagt fram deiliskipulag af nokkrum lóðum úr jörð sinni, Gíslholti. Um eru að ræða lóðir undir íbúðarhús og smávægilega atvinnustarfsemi. Tillagan var auglýst frá 19.2.2020 til og með 1.4.2020. Í afgreiðslu Skipulagsstofnunar kom fram að misræmis gætti í ákvæði um byggingarmagn á frístundalóðum og að byggingareitur eldri lóðar á svæðinu væri ekki samkvæmt ákvæðum skipulagsreglugerðar um 50 metra fjarlægðarmörk frá vötnum og 100 metra frá tengivegi.
Skipulagsnefnd telur að ekki sé um misræmi að ræða heldur sé um bagalegt orðalag að ræða sem þurfi að skerpa á í greinargerð. Varðandi áform um að núverandi sumarbústaður á lóðinni Gíslholt lóð verði stækkaður og að byggt verði nær vatninu og nær þjóveginum en reglugerð heimilar gerir nefndin engar athugasemdir við slík áform en ítrekar að sótt verði um undanþágu frá annars vegar grein 5.3.2.5., lið "d" í skipulagsreglugerð, vegna fjarlægðar frá veginum, og hins vegar grein 5.3.2.14. sömu reglugerðar, vegna fjarlægðar frá vatninu, til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis.

11.Hella, miðbæjarskipulag

2002010

Sett er fram skipulagstillaga fyrir breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæjarsvæðið á Hellu. Um er að ræða svæði norðan Suðurlandsvegar. Í tillögunni verður gerð breyting á gatnakerfi til að bæta umferðaröryggi. Einnig verður lóðum fjölgað til að þétta byggð. Bílastæðum verður einnig fjölgað til muna.
Lagt fram til kynningar

12.Hjallanes 2, Bjallabrún og Þórðarhóll deiliskipulag

2005010

Eigendur Hjallaness 2, Þórðarhóls og Bjallabrúnar úr landi Hjallaness, hafa fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af lóðum sínum. Gert er ráð fyrir byggingu sumarhúss / íbúðarhúss, gestahúss og skemmu / geymslu á hverri lóð. Lögð er fram tillaga í formi uppdráttar og greinargerðar frá Eflu verkfræðistofu dags. 4.6.2020.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Hvammsvirkjun, deiliskipulag

1411068

Deiliskipulag vegna Hvammsvirkjunar tekur til tveggja sveitarfélaga, Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Kynning tillögu hefur verið kynnt sv.félögum og á íbúafundum, nú síðast var skipulagslýsing kynnt í janúar 2017 og tillaga að deiliskipulagi var auglýst í maí 2017. Landsvirkjun áformar að uppfæra tillögu deiliskipulags með hliðsjón af endurskoðuðum aðalskipulögum beggja sveitarfélaga. Engar umtalsverðar breytingar hafa verið gerðar á fyrirhugaðri framkvæmd. Fyrir liggja samningar við alla landeigendur sem framkvæmdin snertir beint. Landsvirkjun óskar eftir að setja aftur af stað vinnu við gerð deiliskipulags vegna Hvammsvirkjunar.
Í ljósi þess tíma sem liðinn er frá því að skipulagsferli lauk í síðustu meðferð málsins á árinu 2017 telur skipulagsnefndin að hefja skuli fullt skipulagsferli að nýju. Nefndin telur að með áliti Skipulagsstofnunar frá 12.3.2018 sé ljóst að matsskýrsla framkvæmdaaðila uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og að umhverfisáhrifum hafi verið lýst á fullnægjandi hátt. Því er það álit nefndarinnar að framkvæmdin skuli ekki háð endurskoðun á matsskýrslu.
Skipulagsnefnd samþykkir að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar að nýju og óskar eftir að fá uppfærða tillögu til afgreiðslu þar sem ýmsar breytingar hafa orðið á aðalskipulagi sveitarfélagsins frá því síðasta tillaga var kynnt.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?