31. fundur 05. október 2020 kl. 16:00 - 17:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Steindór Tómasson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Gaddstaðir 11. Landskipti

2010005

Eigendur lóðar nr. 11 við Gaddstaði óska eftir að skipta úr lóð sinni, 350 m2 spildu. Spildan fengi heitið Gaddstaðir 11a og landeignanúmerið L230680. Núverandi matshluti 01 mun færast yfir á nýja spildu. Uppdráttur frá Landslagi dags. 24.9.2020.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á nýrri lóð. Landskiptum skal fylgt eftir með viðeigandi breytingu á deiliskipulagi fyrir svæðið.
Fylgiskjöl:

2.Hagi 2 L165087. Landskipti

2009039

Hannes Hjartarson óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu, Haga 2, L165087, 57,4 ha landi. Nýtt land fengi landeignanúmerið L230681 og heitið Hagaholt, skv. gögnum frá Eflu dags. 9.9.2020. Eigendur nærliggjandi jarða hafa staðfest sýnd mörk á uppdrætti með undirritun sinni.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á spildunni.

3.Bikslétta nýr vegur. Breyting á ask.

2009026

Engilbert Olgeirsson fyrir hönd Samgöngu- og hálendisnefndar Rangárþings ytra óskar eftir að fá nýjan veg yfir Biksléttu skv. meðfylgjandi gögnum. Veglínan hefur verið mæld inn og hnitsett.
Skipulagsnefnd leggur til að nýr vegur verði settur inná uppdrátt Vega í náttúru Íslands sbr. reglugerð þar um nr. 260/2018. Lagt er til að umræddur vegur verði skilgreindur sem F2 og sendur til hlutaðeigandi aðila skv. 2. gr. áður nefndrar reglugerðar til upplýsingar og eftir atvikum að gerðar verði breytingar í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem umræddur vegur verði færður inn.

4.Maríuvellir. Ósk um framkvæmdaleyfi til skógræktar á Maríuvöllum

2009027

Eigendur Maríuvalla óska eftir leyfi til skógræktar á um 39 ha svæði úr jörð sinni, skv. meðfylgjandi gögnum frá umsækjendum.
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila um áform um skógrækt á 39,0 ha svæði á landi sínu. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

5.Hella, miðbæjarskipulag

2002010

Sett er fram skipulagstillaga fyrir breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæjarsvæðið á Hellu. Um er að ræða svæði norðan Suðurlandsvegar. Í deiliskipulaginu verður gerð breyting á gatnakerfi til að bæta umferðaröryggi. Einnig verður lóðum fjölgað til að þétta byggð. Ný tillaga er lögð fram ásamt gögnum sem sýna akstursferla rúta og stærri bíla um svæðið.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Hella, iðnaðarlóðir við Dynskála

2002009

Unnið hefur verið að hugmyndum vegna breytingar á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 á Hellu og breytingar á deiliskipulagi vegna stækkunar á athafnasvæði við Dynskála, AT3. Svæðið verður stækkað og lóðum fjölgað. Umsögn Isavia liggur fyrir en þar er vakin athygli á að byggingar of nálægt hindranaflötum gætu skapað hættu m.t.t. flugs ásamt því að byggingar eins nálægt fluglínu og lagt er til kynnu að hafa veruleg vindáhrif á loftför sem nota völlinn.
Skipulagsnefnd telur ekki forsendur til frekari vinnu við áform um að bæta við lóðum á svæðinu að svo stöddu og leggur til að gildandi deiliskipulag verði látið halda gildi sínu þar til breytingar verði gerðar á staðsetningu eða tilvist flugvallarins. Frekar verði lögð áhersla á þjónustu og athafnalóðir fyrir sunnan Suðurlandsveginn með tengingu á fyrirhugað hringtorg vestan við lóðina Dynskálar 50.

7.Svínhagi 3. Deiliskipulag.

2001025

Lóðarhafar hafa lagt fram deiliskipulag af lóð sinni, Svínhaga 3, skv. uppdráttum frá Eflu. Áform eru um byggingu íbúðarhúss og útihúsa. Tillagan var auglýst frá og með 12.8.2020 til og með 23.9.2020. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma tillögunnar.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar umsagnir og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

8.Rangárslétta. Deiliskipulag

2009050

Skúli K. Skúlason eigandi Rangársléttu ásamt Oddi Hermannssyni frá Landform ráðgjafa í skipulagsmálum leggja fram fyrirspurn um tillögur að skipulagi fyrir Rangársléttu og hvernig hægt verði að koma til móts við ákvæði aðalskipulags til samræmis við áform þeirra.
Skipulagsnefnd hefur móttekið fyrirspurnartillögu umsækjanda þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu frístundasvæðis á rúmlega 40 ha svæði, Rangársléttu, úr landi Leirubakka, skv. gögnum frá Landformi dags. 18.9.2020.
Skipulagsnefnd telur að skipta þurfi áformum umsækjanda í 2 áfanga vegna stærðar svæðis og að skýrt komi fram í greinargerð að ekki megi hefja byggingar á 2. áfanga fyrr en 60% af fyrri áfanga eru uppbyggðir.
Varðandi lóðastærðir innan svæðisins telur nefndin að færa megi rök fyrir þeim, þó að í greinargerð aðalskipulagsins segi að lóðir innan frístundasvæðis skuli vera "að jafnaði" 1 ha eða minni. Nefndin telur að rökin geti verið m.a. þau að lóðir sem liggja að ánni eru sjálfkrafa stærri vegna fjarlægðartakmarkana og byggingareitir því settir eins langt frá ánni og reglugerð segir til um; að lega Hvolsvallarlínu, sem liggur eftir svæðinu og gerir ráð fyrir 50 m helgunarsvæði og því óráðlegt að heimila byggingar á þeim svæðum, ásamt því að stærstu lóðirnar á svæðinu séu í raun ekki nýtanlegar nema að hluta vegna legu raflínanna og að landslag leyfir ekki byggingar nema á vissum stöðum. Nefndin heimili því umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi og telur ekki þörf á að gerðar verði breytingar á aðalskipulagi vegna þess.

9.Bakkaflöt. Deiliskipulag

2004005

Landeigandi að Bakkaflöt, L224483, hefur fengið heimild sveitarstjórnar til að leggja fram deiliskipulag af lóð sinni. Gert verði ráð fyrir byggingu frístundahúss ásamt tilheyrandi gestahúsi og geymslu, samanlagt allt að 128 m2. Þar sem fjarlægðir frá byggingareitum að lóðamörkum voru ekki í samræmi við skilmála skipulagsreglugerðar var óskað eftir undanþágu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Svar ráðuneytisins barst með tölvupósti dags. 30.9.2020 þar sem umrædd undanþága var veitt.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Klettamörk, breyting á landnotkun

1908040

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á spildunni Klettamörk úr landi Maríuvalla, þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að verslunar- og þjónustusvæði. Fyrir liggur staðfesting Skipulagsstofnunar þar sem stofnunin gerir ekki athugasemdir við að tillagan verði auglýst.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Vesturhlíð, br á deiliskipulagi

2006014

Landeigendur að Vesturhlíð hafa fengið heimild til að gera tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 29.10.2019 þar sem gert verði ráð fyrir byggingareit innan tjaldsvæðisins og þar megi reisa þjónustuhús skv. uppdrætti frá Landformi dags. 5.6.2020. Erindi umsækjanda var sent til grenndarkynningar til nærliggjandi landeigenda. Frestur til athugasemda rann út 2. október sl.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send til varðveislu Skipulagsstofnunar skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýst til gildistöku í B-deild stjórnartíðinda.

12.Reynifell, lóðir B5 og B7, br. á deiliskipulagi.

1508044

Friðrik Karl Weisshappel, fyrir hönd eigenda lóða nr. B-5 og B-7 í landi Reynifells, óskar eftir að gerðar verði breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir Reynifell, þar sem umræddum lóðum verði skipt upp til helminga skv. meðfylgjandi uppdrætti. Meðfylgjandi eru rök fyrir skiptingu ásamt yfirlýsingu samnotenda vegarins að lóðunum.
Skipulagsnefnd leggur til að erindi umsækjanda verði samþykkt, þar sem forsendur hafa breyst frá fyrri afgreiðslum nefndarinnar. Umsækjanda er veitt heimild til breytinga á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið ásamt heimild til að skipta upp umræddum lóðum.

13.Haukadalur lóð F7. Breyting á deiliskipulagi.

2007018

Eigendur lóðar nr. F7 í Haukadal hafa fengið heimild til að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið dags. 19.2.2009 þar sem suður- og vesturmörk núverandi byggingareits verði færð og byggingareitur stækkaður. Tillagan var auglýst frá og með 29.7.2020 til og með 9.9.2020. Athugasemdir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna vatnsverndar.
Skipulagsnefndin fjallaði um fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands eigi ekki við í þessu tilfelli þar sem ekki eru gerðar neinar breytingar aðrar en tilfærsla á byggingareit einnar lóðar og skilmálar gildandi deiliskipulags því óbreyttir að öðru leyti.
Skipulagsnefnd leggur því til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?