34. fundur 11. janúar 2021 kl. 16:00 - 17:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Steindór Tómasson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Afmörkun Sólvalla og Langekru úr Odda-torfunni. Landskipti

2101004

Eigendur Odda, Sólvalla og Langekru hafa gert með sér samkomulag um landskipti á sameiginlegu landi þeirra skv. uppdrætti unnum af Sigurgeiri Skúlasyni landfræðingi dags. 1.9.2020. Ummræddar jarðir eru hluti af svokallaðri Oddatorfu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

2.Fiskeldi Matorku í Fellsmúla. Mat á umhverfisáhrifum

2012018

Matorka ehf. hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu, móttekin 3. desember 2020, um
ofangreinda framkvæmd skv. 6. gr. laga um mat 6 um hverfisáhrifum nr. 106/2000. Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum er hér með óskað eftir umsögn Rangárþings ytra um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í framangreindum lögum.
Skipulagsnefnd telur að greinilega sé brugðist við þeim áhrifum sem umrædd framkvæmd kunni að hafa á umhverfi sitt með þeim hætti að ekki verði um veruleg neikvæð áhrif að ræða. Skipulagsnefnd telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í framlagðri greinargerð með tilkynningunni. Umhverfisáhrif hafa verið lágmörkuð með fullnægjandi mótvægisaðgerðum og vöktun. Skipulagsnefnd telur því að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

3.Umferðarmál Merkingar innan Hellu

1512014

Umferðarmál innan Rangárþings ytra, merkingar og yfirferð. Ábending barst frá íbúa um ranga staðsetningu umferðarskiltis í botni Fossöldu og jafnframt hvort viðkomandi skilti sé heimilað af sveitarstjórn.
Staðsetning á umræddu skilti hefur ekki hlotið lögbundna afgreiðslu í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Því telur nefndin að fjarlægja skuli viðkomandi skilti þar sem ekki þykir ástæða til slíkra íþyngjandi ákvæða fyrir íbúa í botni Fossöldu eða í botngötum almennt. Samhliða kallar nefndin eftir að unnið verði heildstætt og leiðbeinandi yfirlit yfir staðsetningu umferðarmerkinga á Hellu.

4.Nestún 17 og 19. Ósk um aflögn göngustígar úr skipulagi

2010041

Eigendur húsanna á lóðum 17 og 19 við Nestún óska eftir að fá að byggja samliggjandi bílskúr á lóðamörkum. Þeir óska eftir að göngustígur á milli lóðamarkanna verði tekinn úr skipulagi svo þetta verði unnt. Helstu rök umsækjanda eru þau að afar stutt er á milli tenginga úr hverfinu með göngustíg á milli lóða 5 og 7 ásamt tengingu úr Hólavangi og því ætti ekki að vera þörf á umræddum göngustíg. Afgreiðslu var frestað þar til álit liggur fyrir frá Þjónustumiðstöð sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd tekur undir með forstöðumanni þjónustumiðstöðvarinnar og leggur til að erindi umsækjenda verði hafnað.

5.Svínhagi SH-21. Breyting á deiliskipulagi

2012026

Eigendur lóðarinnar Svínhagi SH-21 óska eftir að fá að leggja fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi dags. 14.10.2014 m.br. dags. 5.10.2015 þar sem gerð verði breyting á skilmálum í texta þannig að í stað 200 m² íbúðarhúss megi byggja allt að 350 m² íbúðarhús. Allir aðrir skilmálar haldast óbreyttir. Samþykki lóðarhafa að Svínhaga SH-17 liggur fyrir.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, útliti og formi viðkomandi svæðis, auk þess að umrædd aukning fer ekki umfram nýtingarhlutfall lóðarinnar. Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur ekki ástæðu til frekari grenndarkynningar þar sem breytingin muni ekki hafa nein áhrif á aðra en umsækjendur sjálfa ásamt því að samþykki nærliggjandi landeiganda liggur þegar fyrir.

6.Fagurhóll. Breyting á deiliskipulagi

1810007

Fyrir liggur að á síðasta ári féll dómur í Hæstarétti um landamerki Grásteins og Fagurhóls. Af dómnum leiðir að landamerki jarðanna eru ekki í samræmi við afmörkun Fagurhóls í gildandi deiliskipulagi.
Sveitarfélagið hefur gert nauðsynlegar breytingar á gildandi deiliskipulagi sökum þess og var það staðfest með birtingu í B-deild stjórnartíðinda þann 5. mars 2019. Í ferli breytingarinnar láðist að uppfæra skipulagsmörk á uppdrætti og skarast þau því við skipulagsmörk nærliggjandi deiliskipulag fyrir Grástein. Á fundi sveitarstjórnar þann 14.5.2020 var samþykkt að breyta skipulagsmörkum deiliskipulags Fagurhóls til samræmis við afmörkun í deiliskipulagi fyrir Grástein en deiliskipulagið fyrir Grástein tók gildi með birtingu í B-deild stjórnartíðinda þann 30.6.2020. Lagður er fram uppfærður uppdráttur frá Landformi, dags. 3.3.2020.
Skipulagsnefnd samþykkir meðfylgjandi tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Jafnframt sé breytingin einungis gerð sem leiðrétting á áður samþykktu ferli. Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en telur ekki þörf á að grenndarkynna breytinguna frekar fyrir aðilum og leggur því til að fallið verði frá grenndarkynningu.

7.Hvammsvirkjun, deiliskipulag

2012022

Deiliskipulag vegna Hvammsvirkjunar tekur til tveggja sveitarfélaga, Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Í deiliskipulaginu felst skilgreining heimilda vegna framkvæmda og uppbyggingar á virkjun Þjórsár norður af Skarðsfjalli undir heitinu Hvammsvirkjun. Inntakslón hennar, Hagalón, verður í farvegi Þjórsár norður af Skarðsfjalli. Lónið verður í um 116 m.y.s. og um 4 km² að stærð. Stöðvarhús verður að mestu leyti neðanjarðar við norðurenda Skarðsfjalls, í landi Hvamms 1 í Landsveit. Ný tillaga dags. 10.12.2020 er nú lögð fram til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Hvammsvirkjun og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem núverandi tillaga víkur að engu leyti frá áherslum og efnistökum þeirrar tillögu sem kynnt hefur verið í fyrra ferli og er í fullu samræmi við gildandi aðalskipulag, telur nefndin fyrir sitt leyti ekki þörf á kynningu skipulagslýsingar og leggur til að fallið verði frá kynningu hennar.

8.Jarlsstaðir. Breyting á afmörkun frístundasvæðis F74 í aðalskipulagi

2002020

Eigandi Jarlsstaða, L205460, hefur fengið heimild sveitarstjórnar til að láta breyta afmörkun frístundasvæðis nr. F74 í aðalskipulagi sbr. greinargerð frá Eflu dags. 25.5.2020. Tillagan var auglýst frá og með 18.11.2020 til og með 30.12.2020
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

9.Borgir úr landi Sólvalla. Deiliskipulag

2007005

Eigendur Sólvalla L164553 hafa fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af spildu úr jörð sinni. Spildan heitir Borgir og er áformað að byggja íbúðarhús, bílskúr og gestahús á lóðinni. Lögð er fram tillaga frá Eflu í formi greinargerðar og uppdráttar dags. 23.10.2020. Tillagan var auglýst frá og með 18.11.2020 til og með 30.12.2020.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

10.Rangárslétta. Deiliskipulag

2009050

Skúli K. Skúlason eigandi Rangársléttu ásamt Oddi Hermannssyni frá Landform ráðgjafa í skipulagsmálum leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Rangársléttu úr landi Leirubakka. Tillagan var auglýst frá og með 18.11.2020 til og með 30.12.2020. Athugasemdir bárust frá Umhverfisstofnun um að skýra þurfi hvernig bregðast eigi við mögulegri röskun á hrauni og röskun náttúrulegra birkiskóga á svæðinu og mótvægisaðgerðum þess efnis. Þá barst athugasemd frá Landsneti þar sem skortir ákvæði í skilmála vegna helgunarsvæðis raflínu á svæðinu.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

11.Sólstaður Klettholt deiliskipulag

2011008

Eigendur Sólstaðar og KLettholts hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt skv. uppdrætti og greinargerð frá Eflu dags. 4.11.2020. Deiliskipulagið tekur yfir stærstan hluta gildandi skipulags; Kaldakinn í Rangárþingi ytra-deiliskipulag jarðar, sem staðfest var í B-deild dags. 03.12.2018. Skipulagssvæði Sólstaðar / Klettholts er felldur úr deiliskipulaginu fyrir Köldukinn og unnið nýtt deiliskipulag fyrir það svæði. Samhliða er gerð deiliskipulagsbreyting fyrir Köldukinn svo þar stendur aðeins eftir jörðin Kaldakinn L165092. Á svæðinu er fyrst og fremst gert ráð fyrir byggingum sem tengjast landbúnaði en mögulegt byggingarmagn fer eftir stærð lóða/jarða. Tillagan var auglýst frá og með 18.11.2020 til og með 30.12.2020
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

12.Litli Klofi 2, breyting á landnotkun í aðalskipulagi

2012027

Eigendur 12 lóða og skika úr landi Litla Klofa 2 óska eftir að landotkun lóða þeirra verði breytt úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði skv. umsókn mótt. 21.12.2020. Um er að ræða stærstan hluta úr svæði merkt F37 í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Allar lóðirnar eru samliggjandi og liggja allar neðan við Stóru-Valla veg. Ekkert deiliskipulag liggur fyrir. Fimm lóðir verða áfram í frístundanotkun og eru þær allar samliggjandi í jaðri svæðisins að mörkum Stóru-Valla.
Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki beiðni umsækjenda og leggur til að gerð verði nauðsynleg breyting á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem núverandi landnotkun frístunda verði breytt í landbúnaðarsvæði á umræddu svæði. Nefndin vill jafnframt árétta að þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af viðkomandi svæði að landeigendur gangi frá slíku hið fyrsta.

13.Gaddstaðir íbúðasvæði í stað frístundasvæðis

1802002

Gaddstaðir við Hróarslæk. Íbúða- og frístundasvæði. Endurbætt tillaga að deiliskipulagi var auglýst að nýju vegna tímamarka í skipulagslögum frá og með 18.11.2020 til og með 30.12.2020 og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

14.Klettamörk deiliskipulag

1904055

Lóðarhafi hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Áform eru uppi um að reist verði alls 8 gistiskálar til útleigu, ásamt íbúðarhúsi til íveru. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi hefur verið auglýst. Tillaga deiliskipulagsins var auglýst frá og með 18.11.2020 til og með 30.12.2020.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

15.Reynifell, lóðir B5 og B7, br. á deiliskipulagi.

1508044

Friðrik Karl Weisshappel, fyrir hönd eigenda lóða nr. B-5 og B-7 í landi Reynifells, leggur fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Reynifell, þar sem umræddum lóðum verði skipt upp til helminga skv. meðfylgjandi uppdrætti frá Landhönnun dags. 21.12.2020.
Skipulagsnefnd hefur veitt heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, útliti og formi viðkomandi svæðis í meginatriðum, auk þess að umrædd aukning fer ekki umfram nýtingarhlutfall lóðanna. Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur ekki ástæðu til frekari grenndarkynningar þar sem breytingin muni ekki hafa nein áhrif á aðra en umsækjendur sjálfa ásamt því að samþykki aðliggjandi landeigenda liggur fyrir.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?