1810007
Fyrir liggur að á síðasta ári féll dómur í Hæstarétti um landamerki Grásteins og Fagurhóls. Af dómnum leiðir að landamerki jarðanna eru ekki í samræmi við afmörkun Fagurhóls í gildandi deiliskipulagi.
Sveitarfélagið hefur gert nauðsynlegar breytingar á gildandi deiliskipulagi sökum þess og var það staðfest með birtingu í B-deild stjórnartíðinda þann 5. mars 2019. Í ferli breytingarinnar láðist að uppfæra skipulagsmörk á uppdrætti og skarast þau því við skipulagsmörk nærliggjandi deiliskipulag fyrir Grástein. Á fundi sveitarstjórnar þann 14.5.2020 var samþykkt að breyta skipulagsmörkum deiliskipulags Fagurhóls til samræmis við afmörkun í deiliskipulagi fyrir Grástein en deiliskipulagið fyrir Grástein tók gildi með birtingu í B-deild stjórnartíðinda þann 30.6.2020. Lagður er fram uppfærður uppdráttur frá Landformi, dags. 3.3.2020.