35. fundur 08. febrúar 2021 kl. 16:00 - 17:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Klettholt L215820. Landskipti

2010046

Eigendur Klettholts L215820 óska eftir að fá að skipta landi sínu til helminga skv. uppdrætti frá Eflu dags. 4.11.2020. Annars vegar 10,0 ha spildu, sem héldi upprunalandeignanúmerinu og fengi heitið Klettholt A og hins vegar 10,0 ha spildu sem fengi landeignanúmerið L231152 og heitið Klettholt B. Aðkoma að spildunum er í gegnum Klettholt C sem skipt verður úr Stóru-Skógum.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á spildum.

2.Stóru Skógar landskipti

2101029

Eigendur Stóru Skóga L230849 óska eftir að fá að skipta úr landi sínu, 10,9 ha landi, sem fengi landeignanúmerið L231192 og heitið Klettholt C, skv. meðfylgjandi gögnum frá Eflu dags. 4.11.2020. Stóru Skógar yrðu 68,3 ha eftir skiptin. Kvöð er á Klettholti C um aðkomu að Klettholti A og B.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á spildu.

3.Hellar lóð 11 og 18. Landskipti

2101018

Eigendur lóða nr. 11 og 18 úr landi Hella í Landsveit óska eftir að fá að skipta úr lóðum sínum fimm nýjum lóðum úr hvorri lóð, skv. uppdrætti frá Landsnotum dags. 15.11.2020. Upprunalóðir halda sér sem aðkoma að útskiptum lóðum. Allar nýjar lóðir innan lóðar nr. 11 verði jafnstórar eða 16011 m2 að stærð og fá heitin Hellar lóð 11A, 11B, 11C, 11D og 11E. Lóð 11, L216234, verður 1147 m2 eftir landskiptin. Allar nýjar lóðir innan lóðar nr. 18 verði jafnstórar eða 4733 m2 að stærð og fá heitin Hellar lóð 18A, 18B, 18C, 18D og 18E. Lóð 18, L216241 verður 2248 m2 eftir landskiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á spildum. Nefndin leggur áherslu á að unnið verði sameiginlegt deiliskipulag af tilteknum lóðum í það minnsta.

4.Króktún landskipti

2102012

Eigendur Króktúns L164986 óska eftir að fá að skipta úr landi sínu tæplega 2 ha spildu (19.655 m2)skv. uppdrætti frá Eflu dags. 4.2.2021. Jafnframt er óskað eftir að útskipt spilda fái heitið Nátthagi og landeignanúmerið L231200. Jörðin Króktún L164986 er án stærðar í Þjóðskrá.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð.

5.Umferðarmál Merkingar innan Hellu

1512014

Umferðarmál innan Rangárþings ytra, merkingar og yfirferð á umferðarmerkjum innan þéttbýlisins á Hellu. Lagður er fram listi yfir allar merkingar, bæði þær sem komnar eru og þær sem samþykktar hafa verið.
Skipulagsnefnd samþykkir staðsetningu umræddra umferðarmerkja og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa listann til birtingar í B-deild stjórnartíðinda til staðfestingar eftir yfirferð og samþykki lögreglustjórans á Suðurlandi.

6.Landmannalaugar, Mat á umhverfisáhrifum.

1705027

Rangárþing ytra undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum vegna þjónustumiðstöðvar í Landmannalaugum en mat á umhverfisáhrifum er unnið samkvæmt lögum nr. 106/2000 og reglugerð nr. 660/2015. Þjónustumiðstöð í Landmannalaugum fellur undir 6. gr. laga nr. 106/2000, lið 12.05 í 1. viðauka laganna um mat á umhverfisáhrifum m.s.br. um er að ræða framkvæmdir sem kunna að vera háðar mati á umhverfisáhrifum þegar þær geta haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Skipulagsstofnun ákvarðaði þann 16. febrúar 2016 að framkvæmdin væri matsskyld. Drög að tillögu að matsáætlun var auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins frá 4. nóvember til 21. nóvember 2019 og voru drögin einnig send til umsagnaraðila. Kynnt var tillaga að matsáætlun vegna þjónustumiðstöðvar í Landmannalaugum, dagsett 19. janúar 2020 þar sem tekið hafði verið tillit til umsagna sem bárust. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun í apríl 2020. Lögð er fram endurbætt tillaga að matsáætlun dagsett 15.1.2021 þar sem búið er að taka tillit til athugasemda stofnunarinnar.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komna tillögu og telur að búið sé að taka tillit til áður innsendra umsagna. Nefndin samþykkir meðfylgjandi tillögu að matsáætlun og leggur til að hún verði send til Skipulagsstofnunar í samræmi við 8. grein laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

7.Galtalækur L64973. Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar

2101041

Eigendur Galtalækjar L164973, Kári Steinar Karlsson og Ragnheiður Aradóttir óska eftir framkvæmdaleyfi til ræktunar skógar á samtals 198,5 ha svæðum úr jörð þeirra, skv. meðfylgjandi gögnum málsins. Samningur liggur fyrir við Skógræktina þar sem afmörkuð eru þau svæði sem ætlað er til skógræktar. Uppdráttur dags. 7.1.2021.
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila um áform um skógrækt á 198,5 ha svæði á landi sínu. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

8.Lausar lóðir á Hellu

2001012

Yfirlit yfir lausar byggingarlóðir á Hellu.
Hrafnskálar 1
Baugalda leiksvæði
Breiðalda 8
Bergalda 7 leiksvæði
Skyggnisalda 8 (4)
Skipulagsnefnd telur að uppfæra þurfi viðeigandi skipulagsáætlanir til að unnt verði að koma umræddum lóðum í not. Nefndin samþykkir að umræddar íbúðarlóðir verði staðfestar sem slíkar og leggur til að þær verði auglýstar til úthlutunar þegar skipulagið leyfir. Í stað leiksvæðis á Baugöldu leggur nefndin til að útbúnar verði tvær lóðir undir einbýlishús og gerður gangstígur á milli þeirra frá Bolöldu að Baugöldu. Nýtt leiksvæði við Bergöldu 7 verði sett á skipulag.

9.Snjallsteinshöfði 1A Breyting á deiliskipulagi

2101035

Skv. gildandi deiliskipulagi frá ársbyrjun 2018 er skilgreindur byggingareitur merktur B6. Á umræddum reit var gert ráð fyrir 250 m2 íbúðarhúsi. Landeigendur þ.e. Margrét Óðinsdóttir og Jón H. Skúlason óska eftir því að stofna ca. 1 ha. lóð undir viðkomandi byggingareit með heimild til byggingar sumarhúss í stað íbúðarhúss. Einnig er gert ráð fyrir að breyta aðkomu að væntanlegum bústað. Gögn frá Eflu dags. 1.2.2021.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að fallið verði frá grenndarkynningu.

10.Litlavík. breyting á deiliskipulagi.

2101046

Sigurður Strange óskar eftir að fá að leggja fram breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 21.3.2018 þar sem breyting verði gerð á texta varðandi byggingarmagn. Stærð bygginga fari úr 150 m2 í 250 m2 og mænishæð íbúðarhúss eykst úr 6 m mv gólfhæð húss í 7 m mv gólfhæð húss.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt öðrum nærliggjandi lóðarhöfum á svæðinu.

11.Selalækur 2 (Lundaskarð) Deiliskipulag íbúðarlóðar

2101052

Þorgeir Þórðarson eigandi Selalækjar 2 óskar eftir heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð undir íbúðarhús. Aðkoma að lóðinni verður í framhaldi af núverandi húsum jarðarinnar og verði gert ráð fyrir byggingu tveggja íbúðarhúsa og bílskúrs í samræmi við uppdrætti frá Eflu dags. 21.1.2021.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Haukadalur Birkimelur deiliskipulag

2102019

Steingrímur Rafn Friðriksson sækir um heimild til að leggja fram deiliskipulag af 4 lóðum úr landi Haukadals. Lóðirnar eru Haukadalur 4d-Birkimelur, L189299; Haukadalur 3c, L189284; Haukadalur 2b, L189038 og Haukadalur lóð, L221036.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

13.Króktún. Deiliskipulag

2102011

Fjóla Kristín B. Blandon óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af lóðinni Króktún L164986 þar sem ráðgert er að byggt verði íbúðarhús til búsetu skv. umsókn dags. 4.2.2021.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

14.Háfshjáleiga land 4 Deiliskipulag

2012003

Helgi Sigurðsson, eigandi Háfshjáleigu lands 4, hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi af lóð sinni skv. uppdrætti frá Emil Þór Guðmundssyni dags. 10.11.2020. Gert verði ráð fyrir allt að 10 smáhýsum, 2 íbúðarhúsum og 2 frístundahúsum, gróðurhúsi, skemmu og hesthúsi allt að 3000 m2. Tillagan var auglýst frá og með 16.12.2020 til og með 27.1.2021.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

15.Jarlsstaðir. Deiliskipulag frístundasvæðis

2002008

Landeigendur hafa fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af ca. 50 ha svæði undir frístundabyggð fyrir um 35 lóðir. Gerðar hafa verið breytingar á afmörkun núverandi frístundasvæðis F74 í aðalskipulagi. Lögð er fram tillaga frá Arkís dags. 7.2.2020 þar sem gert er ráð fyrir rúmum lóðum sem heimilt væri að byggja sumarhús og gestahús / geymslu á hverri lóð.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Bjargstún. Deiliskipulag

1907054

Guðbrandur Einarsson hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína, Bjargstún L218358. Áform eru um að byggja íbúðarhús og útihús á lóðinni í tengslum við flutning á lögheimili. Tillagan var auglýst frá og með 20.11.2019 til og með 1.1.2020. Jafnframt liggur fyrir niðurstaða ráðuneytis þar sem veitt er undanþága frá grein 5.3.2.5. í skipulagsreglugerð vegna fjarlægðar frá Árbæjarvegi.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna en telur að vegna tímamarka í skipulagsreglugerð skuli hún endurauglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur einnig rétt að vikið verði frá ósk um umsagnir til umsagnaraðila þar sem allar umsagnir liggja fyrir frá fyrri afgreiðslu. Skipulagið skal birt í B-deild að loknum auglýsingatíma.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?