36. fundur 08. mars 2021 kl. 16:00 - 17:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Múli. Landskipti vegsvæði

2102032

Vegagerðin, fyrir hönd landeigenda að Múla, L164996, óskar eftir að fá að skipta út 19.163 m2 undir vegsvæði Hvammsvegar skv. uppdrætti frá Vegagerðinni dags. 24.7.2018. Ný spilda fengi landeignanúmerið L231334 og heitið Múli vegsvæði. Múli L164996 er skráð 393 ha að stærð og minnkar sem nemur útskiptu svæði.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu.

2.Fellsmúli. Landskipti undir vegsvæði.

2102033

Vegagerðin, fyrir hönd landeigenda að Fellsmúla, L164972, óskar eftir að fá að skipta út 1.072 m2 undir vegsvæði við vegamót Landvegar og Hvammsvegar skv. uppdrætti frá Vegagerðinni dags. 24.7.2018. Ný spilda fengi landeignanúmerið L231333 og heitið Fellsmúli vegsvæði. Fellsmúli L164972 hefur ekki skráða stærð í Þjóðskrá en minnkar sem nemur úttekinni spildu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu.

3.Brekkur 2. Landskipti

2102038

Eigendur jarðarinnar Brekkur 2 L165075 óska eftir að fá að skipta úr jörðinni um 50 ha spildu skv. meðfylgjandi gögnum. Matshlutar nr. 03 Hesthús, 04 Geymsla og 05 Hlaða eiga að flytjast á útskipta spildu. Ný spilda fengi heitið Brekkur 2C og landeignanúmerið Lxxxxxx.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu.

4.Snjallsteinshöfði 1A. Stofnun lóðar

2102046

Eigandi Snjallsteinshöfða 1A óskar eftir að fá að stofna lóð úr jörð sinni í samræmi við umsókn dags. 23.2.2021. Lóðin er í samræmi við deiliskipulag fyrir svæðið. Lóðin verður 9.975 m2 að stærð, fær landeignanúmerið L231332 og heitið Snjallsteinshöfði 1C. Jörðin Snjallsteinshöfði 1A, L176546, minnkar sem útskiptri lóð nemur.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu.

5.Gaddstaðir L164487. Breyting á heiti í Rangárbakkar

2103003

Stjórn Rangárbakka ehf óskar eftir að heiti landsins Gaddstaðir L164487 verði breytt í Rangárbakkar.
Jafnframt verði heiti lóðarinnar Gaddstaðir lóð L214948 breytt í Rangárbakkar 2
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fram komna ósk um breytingu á heiti umræddra lóða.
Fylgiskjöl:

6.Skarð lóð L165050. Stofnun lóða

2103007

Eigendur Skarðs lóðar L165050 óska eftir að fá sð skipta upp landi sínu í 6 nýjar lóðir. Lóðirnar fengju heitin Tanginn og nr. við viðkomandi veg. Tanginn 1 yrði 502,0 m2 og fengi landeignanúmerið L231326 , Tanginn 2 yrði 500,8 m2 og fengi landeignanúmerið L231327 , Tanginn 3 yrði 502,6 m2 og fengi landeignanúmerið L231328, Tanginn 4 yrði 505,7 m2 og fengi landeignanúmerið L231329, Tanginn 5 yrði 504,6 m2 og fengi landeignanúmerið L231330 og Tanginn 7 yrði 503,1 m2 og fengi landeignanúmerið L231331. Skarð lóð er skráð 20.000 m2 að stærð en verður 16.981,2 m2 eftir skiptin og verður áfram í sameign aðila.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á útskiptum lóðum.

7.Stóru-Vellir landskipti.

2103011

Eigendur Stóru-Valla L165011 óska eftir að fá að skipta úr jörð sinni, tæplega 6 ha spildu. Spildan á að sameinast L198538 skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

8.Húnakot II. Landskipti

2103024

Eigandi Húnakots II óskar eftir að fá að skipta upp einni af þremur spildum Húnakots II í samræmi við uppdrátt frá Landnotum dags. Ný spilda fengi heitið Kró, yrði 47.227 m2 að stærð og fengi landeignanúmerið Lxxxxxx. Húnakot II yrði 26,5 ha eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu.

9.Hrafntóftir 2. Landskipti

2103025

Eigendur Hrafntófta 2 L165393 og Hrafntófta 1 Engja L223912 óska eftir að láta Engjar renna inn í Hrafntóftir 2. Umræddar spildur eru sýndar á 5 uppdráttum merktum 1 af 5 til og með 5 af 5. Hrafntóftir 2 verða því 123 ha eftir sameininguna og heldur sama landeignanúmeri.
Úr sameinaðri spildu yrði svo skipt alls 9 spildum skv. eftirfarandi upptalningu: Hrafntóftir 2c í einum hluta, fengi landeignanúmerið Lxxxxxx og yrði 0,6 ha að stærð, Hrafntóftir 3 í 3 hlutum, Hrafntóftir 3A fengi Lxxxxxx og 14,4 ha að stærð, Hrafntóftir 3b fengi Lxxxxxx og yrði 2,4 ha að stærð og Hrafntóftir 3c fengi Lxxxxxx og yrði 4,1 ha að stærð, Hrafnaþing í 2 hlutum, Hrafnaþing A fengi Lxxxxxx og yrði 14,6 ha að stærð og Hrafnaþing B fengi Lxxxxxx og yrði 5,6 ha að stærð, Hrafnhólmi í 2 hlutum. Hrafnhólmi A fengi Lxxxxxx og yrði 6,2 ha að stærð og Hrafnhólmi B fengi Lxxxxxx og yrði 14,7 ha að stærð og Hrafnholt í einum hluta fengi Lxxxxxx og yrði 20,9 ha að stærð. Hrafntóftir 2, L165393, yrði 39,5 ha eftir skiptin og skiptist í 3 hluta, Mýrina 34,3 ha, Engjarnar 3,8 ha og Eyrarnar 1,4 ha. Óskipt sameignarland jarðanna L165392 og L165393 við bæjarhúsin á Hrafntóftum yrðu alls um 2,7 ha. Matshlutar 04 og 08 flytjast af L165393 yfir á Hrafnaþing.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á útskiptum lóðum.

10.Guðrúnartún 1. Breyting á formi byggingar

2103017

Pétur Júlíusson óskar eftir að fá að hafa einhalla þak í stað mænisþaks á fyrirhugaðri byggingu sinni að Guðrúnartúni 1. Jafnframt óskar hann eftir að byggja 3 íbúðir með bílskúr í stað fjögurra íbúða.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda og leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gera tillögu að nauðsynlegri breytingu á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur réttast að breyting á þakgerð verði einnig skilgreind á lóð 3 sem valkvædd. Nefndin telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða þar sem hún hefur engin áhrif á aðra en umsækjanda annars vegar og sveitarfélagið hins vegar.

11.Ketilhúshagi 29. Umsókn um breytingu á landnotkun

2102053

Lóðarhafi Ketilhúshaga 29 óskar eftir því að landnotkun lóðar sinnar verði breytt í aðalskipulagi úr frístundalóð í landbúnaðar- eða íbúðalóð. Áform eru um að væntanlegur eigandi flytji lögheimili sitt á lóðina ef breyting verður að veruleika.
Skipulagsnefndin leggur til að áform umsækjanda skuli grenndarkynnt áður en af afgreiðslu verður.

12.Varmidalur. Breyting á landnotkun. Efnistaka

2103009

Eigandi Varmadals óskar eftir að fá að setja nýtt efnistökusvæði á skipulag með breytingu á landnotkun. Reiknað er með að efnistaka verði allt að 50.000 m3 af sandi. Staðsetning efnistökusvæðisins verður í gryfjum við Hróarslæk, svokölluðu Tröllkonugili.
Skipulagsnefnd frestar erindinu þar til gögn um eignarhald liggur fyrir.

13.Hvammsvirkjun, deiliskipulag

2012022

Deiliskipulag vegna Hvammsvirkjunar tekur til tveggja sveitarfélaga, Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Í deiliskipulaginu felst skilgreining heimilda vegna framkvæmda og uppbyggingar á virkjun Þjórsár norður af Skarðsfjalli undir heitinu Hvammsvirkjun. Inntakslón hennar, Hagalón, verður í farvegi Þjórsár norður af Skarðsfjalli. Lónið verður í um 116 m.y.s. og um 4 km² að stærð. Stöðvarhús verður að mestu leyti neðanjarðar við norðurenda Skarðsfjalls, í landi Hvamms 1 í Landsveit. Tillaga var kynnt skv. 4. mgr. 40. greinar og stóð kynningin yfir til 17. febrúar sl. Fjöldi athugasemda og umsagna bárust á kynningartíma skipulagsins og eru þær lagðar fyrir skipulagsnefnd til kynningar.
Skipulagsnefnd leggur til að athugasemdir sem bárust á kynningartíma skipulagsins skuli jafnframt teljast til athugasemda við auglýsingu skipulagsins nema ný berist frá sama aðila á auglýsingatíma skipulagsins. Viðkomandi aðilum sem athugasemdir gerðu skal tilkynnt um það. Skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Leitað verði umsagna helstu samráðs- og umsagnaraðila sem tilteknir eru innan greinargerðar deiliskipulagsins.

14.Hagakrókur. Deiliskipulag

2001024

Hróar Magnússon og Jónína Jónsdóttir hafa lagt fram deiliskipulag af spildu sinni, Hagakróki, L225766. Áform eru um byggingu íbúðarhúss, hesthúss, skemmu og gestahúsa. Óskað var eftir undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar til ráðuneytis umhverfis- og auðlindamála vegna fjarlægðar húsa frá vegi. Staðfesting um undanþágu barst með tölvupósti 17.2.2021.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

15.Aksturssvæði vélhjóla og svæði undir litboltavelli

2101036

Hugmyndir um staðsetningu og fyrirkomulag aksturssvæðis fyrir vélhjól í nágrenni Hellu.
Skipulagsnefnd leggur til að gerð verði nauðsynleg breyting á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem viðkomandi svæði verði gert að íþróttasvæði. Samhliða verði unnið deiliskipulag fyrir svæðið þar sem gert verði ráð fyrir svæði undir akstur vélhjóla ásamt svæði fyrir litboltavelli. Jafnframt verði gert ráð fyrir aðstöðu fyrir þjónustubyggingar á svæðinu.

16.Leynir 2 & 3. Deiliskipulag. Kæra 21-2021 vegna ákvörðunar sveitarstjórnar

2103018

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sendir afrit kæru ásamt fylgiskjölum, móttekin af nefndinni 26.2.2021. Kærð er ákvörðun sveitarstjórnar Rangárþings ytra 12. nóvember 2020, sem var auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 28. janúar 2021 með auglýsingu nr. 69/2021, um að samþykkja deiliskipulag fyrir Leyni 2 og 3.
Skipulagsnefnd leggur til að leitað verði álits lögfræðings sveitarfélagsins vegna framkominnar kæru. Jafnframt verði óskað eftir framlengdum fresti til andsvara.

17.Minna-Hof. Kæra 26-2021 vegna ákvörðunar sveitarstjórnar

2103019

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sendir afrit kæru ásamt fylgiskjölum, móttekin af nefndinni 5.3.2021. Kærð er ákvörðun sveitarstjórnar um deiliskipulag fyrir Minna-Hof ásamt breytingum á aðalskipulagi fyrir Rangárþing Ytra, þar sem krafist er að það verði fellt úr gildi. Óskað er eftir gögnum er málið varðar fyrir 16. mars nk.
Skipulagsnefnd leggur til að leitað verði álits lögfræðings sveitarfélagsins vegna framkominnar kæru. Jafnframt verði óskað eftir framlengdum fresti til andsvara.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?