41. fundur 19. júlí 2021 kl. 16:00 - 17:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
  • Hjalti Tómasson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Leirubakki Landskipti Höfuðból.

2106076

Eigandi leirubakka óskar eftir að fá að stofna alls 20 lóðir úr jörð sinni en sú skipting er í samræmi við gildandi deiliskipulag frá 2008 fyrir svæði nefnt Höfuðból. Stofnaðar hafa verið 14 lóðir áður úr svæðinu. Lóðirnar eru frá 1,0 til 1,2 ha að stærð. Lóðirnar fá heitin Höfuðból, 301, 302, 303, 304, 305, 306, 307, 308, 201, 202, 203, 204, 205, 206, 207, 208, 210, 114, 115 og 116. Jörðin Leirubakki L164988 minnkar sem nemur útskiptum lóðum.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum.

2.Rangárþing ytra, reglugerð um skilti

1612036

Byggingarfulltrúi hefur unnið að gerð reglna um staðsetningu og útlit skilta í sveitarfélaginu. Lögð eru fram drög að skiltareglugerð.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar.

3.Grashagi. Umsókn um deiliskipulag.

2106073

Guðmundur Árnason óskar eftir lóð til að byggja á í Grashaga, skilgreindu fjallaseli skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Umsækjandi hefur áform um uppbyggingu fjallaskála, allt að 100 fm að grunnfleti, í Grashaga á Rangárvallaafrétti. Umsókn send 28.6.2021.
Ekki liggur fyrir deiliskipulag af viðkomandi svæði. Svæðið sem um ræðir er á skilgreindu Afþreyingar- og ferðamannasvæði, merkt AF17 í aðalskipulagi sveitarfélagsins 2016-2028. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn vinni sjálf að gerð deiliskipulags fyrir umrætt svæði. Úthlutanir á lóðum í Grashaga verði því í samræmi við reglur þ.a.l. þegar að úthlutun kemur. Erindi umsækjanda frestað.

4.Landsnet. Jarðstrengur frá Hellu að Landeyjafjöru

2107019

Landsnet hefur hafið undirbúning að lagningu nýs jarðstrengs sem liggja á frá tengivirki á Hellu að tengivirkinu í Rimakoti ofan Landeyjafjöru.
Lagt fram til kynningar.

5.Þverá. Nýr vegaslóði

2107020

Stjórn veiðifélags eystri bakka Hólsár óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að leggja nýjan vegslóða við Þverá í samræmi við fram lagða áætlun.
Skipulagsnefnd gerir fyrir sitt leyti engar athugasemdir við áformin eins og þau eru lögð fram. Nefndin telur ekki þörf á að umræddur slóði verði skilgreindur sérstaklega í aðalskipulagi og leggur til að umræddur slóði verði frekar skilgreindur í samræmi við reglugerð um vegi í náttúru Íslands nr. 260/2018.

6.Selás. Deiliskipulag.

2105016

Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, eigandi að jörðinni Selási L197088, óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af viðbótarlóðum til uppbyggingar á íbúðarlóðum úr jörð sinni. Núverandi íbúðasvæði merkt ÍB8 í greinargerð aðalskipulagsins er til staðar á jörðinni.
Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á landnotkun í aðalskipulagi vegna áforma um viðbótarlóðir við núverandi íbúðasvæði ÍB8.
Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á fyrirliggjandi deiliskipulagi fyrir hluta úr jörð sinni. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda.

7.Þjóðólfshagi 19 og 23. Breyting á landnotkun

2106028

Eigendur lóða nr. 19 og 23 í Þjóðólfshaga óska eftir að breyting verði gerð á landnotkun lóða sinna í aðalskipulagi sveitarfélagsins, þar sem núverandi frístundanotkun verði breytt í íbúðarnot. Viðkomandi hefur áform um fasta búsetu á lóðinni ef umrædd breyting nær fram að ganga. Umsókn dags. 9.6.2021.
Skipulagsnefnd leggur til að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi svo áform umsækjanda geti orðið að veruleika. Nefndin telur að staðsetning umræddra lóða sé vel til þess fallin að bætast við þær lóðir sem þegar hafa verið samþykktar til sams konar breytinga. Nefndin ítrekar nauðsyn þess að gildandi deiliskipulag verði uppfært þessu til samræmis.

8.Fosshólar 3 og 4. Deiliskipulag

2107005

Hermann Ólafsson fyrir hönd eigenda að Fosshólum 3 og 4 óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að á hvorum stað megi byggja íbúðarhús, gestahús og reiðhöll / skemmu.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fylgiskjöl:

9.Vatnskot 2. Ósk um skipulag íbúðarlóðar

2107010

Eigandi Vatnskots 2 hefur óskað eftir að fá að byggja sér íbúðarhús, skemmu og bílskúr á landbúnaðarlandi sínu. Landið tengist við Þykkvabæjarveg að vestan og Rangá að austan. Uppdráttur og skýringar frá Eflu dags. 1.7.2021.
Skipulagsnefnd telur svæðið ekki það ákjósanlegasta til uppbyggingar á íbúðarhúsnæði en leggst ekki gegn áformum umsækjanda ef samkomulag liggur fyrir á milli umsækjanda, Vegagerðarinnar og annarra nærliggjandi landeigenda um tengingu að lóðinni frá Þykkvabæjarvegi.

10.Breytingar í aðalskipulagi 2016-2028

2104021

Fyrirhugað er að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun fyrir nokkur svæði innan sveitarfélagsins. Breytingarnar eru:
Litli Klofi 2, breyting úr landbúnaðarsvæði í íbúðarsvæði;
Gaddstaðir, breyting úr frístundasvæði í íbúðarsvæði;
Þjóðólfshagi, breyting úr frístundasvæði í íbúðarsvæði;
Borgarbraut 4 í Þykkvabæ, breyting úr íbúðasvæði í verslunar- og þjónustusvæði;
Landsveit, vatnsverndarsvæði, breyting á afmörkun grannsvæðis og akstursíþróttasvæði við Gunnarsholtsveg, breyting úr skógræktar- og landbnúnaðarsvæði í íþróttasvæði.
Lýsing skipulagsáætlunar var kynnt frá og með 21.4.2021 til og með 14.5.2021. Allar umsagnir voru jákvæðar frá umsagnaraðilum. Ábendingar bárust frá Skipulagsstofnun um nokkur efnilsleg atriði lýsingarinnar og hvað betur megi fara við gerð tillagna í framhaldinu. Ábending barst frá Landsneti um varúð gagnvart strengjum í jörðu vegna nálægðar við fyrirhugað akstursíþróttasvæði. Athugasemd barst frá þremur landeigendum úr Litla-Klofa vegna vatnsverndarmálsins.
Skipulagsnefnd hefur farið yfir fram komnar ábendingar og athugasemdir og þakkar þeim sem tjáðu sig um lýsinguna. Nefndin vill árétta að hér er um sameiginlega lýsingu að ræða fyrir öll svæðin sem áform eru um breytingar á í aðalskipulaginu. Nefndin leggur til að umræddum breytingum verði fram haldið en þeim skipt upp og fyrirhugaðar tillögur miðist við einstök mál eins og kostur er. Verði því tekið tillit til fram kominna athugasemda og ábendinga við gerð einstaka tillagna.

11.Varmidalur. Breyting á landnotkun. Efnistaka

2103009

Landeigendur Grafar og Varmadals óska eftir að landnotkun verði breytt og heimiluð efnistaka í gryfjum við Hróarslæk. Reiknað er með að efnistaka verði allt að 50.000 m3 af sandi. Yfirlýsing beggja landeigenda liggur fyrir. Lögð er fram lýsing skipulagsáforma.
Skipulagsnefnd leggur til að gerð verði nauðsynleg breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins og efnistökusvæði E123 bætt í greinargerð. Það er niðurstaða nefndarinnar að umrædd áform um efnistöku séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Þjóðólfshagi, breyting á landnotkun

1908038

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á nokkrum lóðum úr Þjóðólfshaga, þar sem núverandi frístundabyggð verði gerð að landbúnaðarsvæði að nýju. Bæst hafa við lóðir frá fyrri breytingu. Sameiginleg lýsing skipulagsáforma hefur verið kynnt og lögð er fram tillaga að breytingu á landnotkun.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar ábendingar við lýsinguna og telur að tekið hafi verið tillit til þeirra í tillögunni. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu með fyrirvara um að bætt verði við lóðum 19 og 23 og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Stækkun íþróttasvæðis á Hellu

2104028

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 15.4.2021 að gera þyrfti nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem núverandi opið svæði norðan við grunnskólann og núverandi knattspyrnuvöll á Hellu, merkt OP2 á uppdrætti og í greinargerð aðalskipulagsins, verði gert að íþróttasvæði. Um er að ræða u.þ.b. 10 ha svæði. Lýsing skipulagsáætlunar var kynnt til og með 23. júní sl. Ábendingar bárust frá Skipulagsstofnun um efnisleg atriði sem taka þarf tillit til við vinnslu tillögunnar. Lögð er fram tillaga um breytingar á aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar ábendingar við lýsinguna og telur að tekið hafi verið tillit til þeirra í tillögunni. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Gaddstaðir, breyting á landnotkun

1908036

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á Gaddstöðum, þar sem núverandi frístundabyggð verði gerð að íbúðabyggð. Bæst hafa við nokkrar lóðir frá fyrri breytingu. Sameiginleg lýsing skipulagsáforma hefur verið kynnt og lögð er fram tillaga að breytingu á landnotkun.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar ábendingar við lýsinguna og telur að tekið hafi verið tillit til þeirra í tillögunni. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Borgarbraut 4. Ósk um breytingu á landnotkun.

2103046

Lóðarhafi og eigandi lóðar nr. 4 við Borgarbraut í Þykkvabæ óskar eftir að breyting verði gerð á landnotkun lóðar sinnar í aðalskipulagi sveitarfélagsins, þar sem núverandi íbúðarnotkun verði breytt í verslunar- og þjónustunot. Viðkomandi hefur rekið ferðaþjónustutengda starfsemi á lóð sinni í fjölda ára og hefur hug á að auka við möguleika sína. Umrædd lóð er upphafslóð núverandi íbúðabyggðar að Borg. Sameiginleg lýsing skipulagsáforma hefur verið kynnt og lögð er fram tillaga að breytingu á landnotkun.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar ábendingar við lýsinguna og telur að tekið hafi verið tillit til þeirra í tillögunni. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Aksturssvæði vélhjóla og svæði undir litboltavelli

2101036

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi á svæði úr löndum sveitarfélagsins vestan við Gunnarsholtsveg norðan Suðurlandsvegar, þar sem hluti af núverandi skógræktar- og landgræðslusvæði SL1 verði gert að íþróttasvæði ÍÞ6. Sameiginleg lýsing skipulagsáforma hefur verið kynnt og lögð er fram tillaga að breytingu á landnotkun.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

17.Fjallaland. Breyting á deiliskipulagi

2103076

Eigandi Leirubakka, lands undir frístundasvæðinu Fjallalandi, hefur óskað eftir að gerðar verði breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir Fjallaland dags. 1.2.2006. Bætt verði við tveimur lóðum nr. 59 og 61 í framhaldi af núverandi lóðum á svæðinu. Nýju lóðirnar fylgja þeim skilmálum sem gilda um sambærilegar lóðir í gildandi skipulagi. Áform umsækjanda hafa verið grenndarkynnt og var frestur fyrst gefinn til 11. júní en framlengdur að ósk aðila til 25. júní. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum í gegnum Landslög lögfræðistofu.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir nærliggjandi lóðarhafa. Í ljósi innihalds þeirra athugasemda telur nefndin ekki forsvaranlegt að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi og hafnar því erindi umsækjanda.

18.Ásahreppur endurskoðun aðalskipulags 2020-2032

2004002

Ásahreppur hefur hafið endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Meðfylgjandi er greinargerð frá Eflu, Forsendur og umhverfisskýrsla, Ferðaþjónusta, Uppdráttur byggð og Uppdráttur Holtamannaafréttur, allt dags. 14.5.2021. Óskað er eftir umsögn Rangárþings ytra.
Skipulagsnefnd gerir ekki ahugasemdir við framlögð gögn en ítrekar ósk sína um samráð við samræmingu á mörkum sveitarfélaganna.

19.Minna-Hof. Kæra 26-2021 vegna ákvörðunar sveitarstjórnar

2103019

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur afgreitt kæru nr. 26-2021. Kærð var ákvörðun sveitarstjórnar um deiliskipulag fyrir Minna-Hof ásamt breytingum á aðalskipulagi fyrir Rangárþing Ytra, þar sem þess var krafist að það yrði fellt úr gildi. Niðurstaðan er að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu um ógildingu deiliskipulags fyrir Minna-Hof.
Lagt fram til kynningar.

20.Eirð. lóð úr landi Haga við Gíslholtsvatn, 165214, deiliskipulag

1710007

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið ehf hefur fengið heimild sveitarstjórnar til að deiliskipuleggja lóð sína fyrir starfsemi leiðtoga- og kyrrðarseturs. Áform eru uppi um byggingar á gistiskálum og kennslustofum. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

21.Bjallasel, Bjalladalur og Sveitin, deiliskipulag

2105003

Vignir Bjarnason fyrir hönd landeigenda að Bjallaseli, Bjalladal og Sveitinni, hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir umræddar lóðir í samræmi við uppdrátt Akks arkitekta dags. 5.5.2021. Gert verði ráð fyrir byggingareitum innan hverrar lóðar þar sem heimilt verði að reisa allt að 150 m2 íbúðarhús, 200 m2 skemmu, gróðurhús, útihús innan hvers byggingarreits auk 80 m2 gestahúss. Tillagan var auglýst frá 26.5.2021 til og með 7.7.2021. Engar athugasemdfir bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

22.Næfurholt. Deiliskipulag

2105005

Silje Dalen fyrir hönd landeigenda að Næfurholti hefur lagt fram deiliskipulag af tveimur lóðum úr Næfurholti í samræmi við uppdrátt frá Eflu dags. 29.4.2021. Gert verði ráð fyrir lóð undir íbúðarhús og bílskúr sem fengi heitið Næfurholt 2 ásamt lóð undir skemmu. Sú lóð fengi heitið Lambhústún. Aðkoma er af Þingskálavegi (268) um núverandi aðkomuveg (2759). Tillagan var auglýst frá 26.5.2021 til og með 7.7.2021. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

23.Minni Vellir 5. Deiliskipulag

2105004

Sigurður Ólafsson eigandi Minni Valla 5 hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt í samræmi við uppdrátt frá Landslagi dags. 5.5.2021. Gert verði ráð fyrir byggingu allt að 300 m2 íbúðarhúss og 600 m2 skemmu með mögulegu hesthúsi að hluta ásamt gestahúsi og útihúsum. Aðkoman er frá Landvegi 26. Tillagan var auglýst frá 26.5.2021 til og með 7.7.2021. Athugasemd barst frá Umhverfisstofnun.
Skipulagsnefnd leggur til að afgreiðslu verði frestað þar sem ekki liggja fyrir uppfærð gögn að teknu tilliti til athugasemda Umhverfisstofnunar.

24.Vallarnes dsk. beiðni um umsögn

2107011

Skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra óskar eftir umsögn Rangárþings ytra vegna áforma landeigenda að Velli I, II og III um deiliskipulag frístundasvæðis.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við framlagða tillögu.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?