42. fundur 06. september 2021 kl. 16:00 - 17:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Gunnar Aron Ólason
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Gunnar Aron Ólason sat fundinn með fjarfundabúnaði í fjarveru Yngva Harðarsonar.

1.Minni-Vellir. Landskipti

2108023

Landeigandi óskar eftir að fá að skipta úr jörð sinni, 12,4 ha spildu skv. uppdrætti frá Landnotum dags. 12.8.2021. Spildan fengi heitið Minni-Vellir 1 og landeignanúmerið L232162. Aðkoma að spildunni er sýnd frá Landvegi. Minni-Vellir er 240 ha en verður 227,6 ha eftir skiptin. Samhliða landskiptum eru skilgreindar 3 spildur við Minni-Vallalæk sem eru hluti af jörðinni.
Skipulagsnefnd telur að gerð hafi verið grein fyrir ástæðum þess að aðkoma að útskiptri lóð getur ekki verið á öðrum stað. Nefndin telur æskilegast að ný aðkoma að efnistökusvæðinu verði frá heimreið að Hraunhóli og hún hafi því ekki áhrif á fyrirhugaða aðkomu að nýju spildunni. Nefndin telur jafnframt að áform séu í samræmi við ákvæði aðalskipulagsins um landnotkun. Skipulagsnefnd gerir því ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð.

2.Gunnarsholt land, L187434. Landskipti

2108036

Marvin Ívarsson fyrir hönd Ríkiseigna óskar eftir að fá að skipta út tveimur lóðum úr Gunnarsholti L187434. Önnur lóðin fengi heitið Geitamelur 2, stærð 1.898,0 m2 og landeignanúmerið L232238. Hin lóðin fengi heitið Geitamelur 3, stærð 1.960,0 m2 og landeignanúmerið L232239. Samhliða stofnun lóðanna verði lóðin Geitamelur, L164498, endurskilgreind og minnkuð frá skráningu Þjóðskrár í 5.967,0 m2. Gunnarsholt land L187434 minnkar sem nemur stærð lóðanna.
Nefndin telur að áform séu í samræmi við ákvæði aðalskipulagsins um landnotkun. Skipulagsnefnd gerir því ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum.

3.Leirubakki, Landskipti

1808055

Eigendur Leirubakka L164988 óska eftir heimild sveitarstjórnar til að skipta úr landi sínu. Skipt er út úr jörðinni Leirubakka, Leirubakka 2 sem er um 472,4 ha að stærð. Hvolsvallarlína 1, 66 kV háspennulína, liggur um land Leirubakka 2 og er helgunarsvæði hennar 25 m
breitt. Innan Leirubakka 2 eru 117 frístundalóðir sem áður hefur verið skipt út úr Leirubakka (164988). Gerð er
grein fyrir þeim lóðum í kafla 2.4 í meðfylgjandi greinargerð. Landskiptin taka ekki til þeirra lóða. Stærð leirubakka L164988 verður u.þ.b. 240 ha eftir skiptin en nákvæm afmörkun liggur ekki fyrir.
Nefndin telur að áform séu í samræmi við ákvæði aðalskipulagsins um landnotkun. Skipulagsnefnd gerir því ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti.

4.Kot L164717 Heklukot. Afmörkun og staðfesting

1906036

Landgræðslan óskar eftir að afmörkun verði staðfest fyrir samruna tveggja lóða, L164717 og 172617. Stærð lóðanna er einnig uppfærð að teknu tilliti til nákvæmari mælinga. Lóðin mun halda eldra landeignanúmerinu, L164717, verður 3,91 ha að stærð og fengi heitið Heklukot.
Uppdráttur frá Landgræðslunni dags. 26.8.2021.
Nefndin telur að áform séu í samræmi við ákvæði aðalskipulagsins um landnotkun. Skipulagsnefnd gerir því ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti.
Fylgiskjöl:

5.Gaddstaðir 26, 27 og 28. Breyting á afmörkun og uppskipti.

2108050

Eigandi lóða nr. 26, 27 og 28 á Gaddstöðum óskar eftir að fá að gera breytingar á afmörkun lóða sinna. Samhliða óskar hann eftir að fá að skipta lóð nr. 26 í tvær lóðir.
Lóð 26 sem núna er 1,7 ha verður skipt í tvær lóðir, hvor um sig um 0,55 ha. Nýja lóðin fengið heitið Gaddstaðir 26a og landeignanúmerið Lxxxxxx.
Lóð 27 yrði stækkuð úr 0,7 ha í um 1,0 ha.
Lóð 28 yrði stækkuð úr 1,0 ha í um 1,3 ha. Aðkoma að nýju lóðinni yrði í gegnum lóð 26.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir frekari og skýrari gögnum.

6.Vesturhlíð. Stofnun lóðar, Sörlatunga 11. Landskipti

2106071

Eigandi Vesturhlíðar L198458 óskar eftir að fá að stofna lóð úr landi sínu í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir svæðið. Um er að ræða lóðina Sörlatunga 11, 15.452 m2 að stærð. Jörðin Vesturhlíð minnkar sem nemur útskiptri lóð.
Nefndin telur að áform séu í samræmi við ákvæði aðalskipulagsins um landnotkun. Skipulagsnefnd gerir því ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti.

7.Vörður L179774. Landskipti Flagvelta

2108051

Óskað er eftir landskiptum úr jörðinni Vörður L179774 í samræmi við uppdrátt frá Landnotum dags. 27.8.2021. Um er að ræða eina lóð, Lxxxxxx, stærð 46328 m2 sem fengi heitið Flagvelta. Jörðin Vörður minnkar sem nemur útskiptri lóð og verður 71 ha eftir skiptin.
Nefndin telur að áform séu í samræmi við ákvæði aðalskipulagsins um landnotkun. Skipulagsnefnd gerir því ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti.

8.Heiðarlönd Galtalæk 2. Stofnun lóða

2108053

Eigendur Heiðarlanda úr Galtalæk 2 óska eftir að fá að stofna þrjár lóðir úr þegar skipulögðu svæði sínu við Mosabraut í Heiðarlöndum nr. 5 og 7 og við Jaðarbraut nr. 15 í samræmi við uppdrátt frá Landnot dags. xx.xx. Stofnun lóðanna er í fullu samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins frá 15.7.2013. Lóðin Mosabraut 5 yrði 5.810 m2 að stærð og fengi landeignanúmerið Lxxxxxx og Mosabraut 7 yrði 5.730 m2 að stærð og fengi Lxxxxxx. Lóðin Jaðarbraut 15 verði 6260 m2 að stærð og Lxxxxxx.
Nefndin telur að áform séu í samræmi við ákvæði aðalskipulagsins um landnotkun. Skipulagsnefnd gerir því ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóðum.

9.Heiðarlönd Galtalæk. Landskipti

2108052

Eigendur Heiðarlanda úr Galtalæk 2 óska eftir að fá að skipta úr jörð sinni tveimur lóðum, Básabraut 11, Lxxxxxx sem yrði 8205 m2 að stærð og í samræmi við gildandi deiliskipulag og 20124 m2 spildu, Lxxxxxx sem fengi heitið Birta. Lóðin er rétt utan við núverandi deiliskipulagssvæði en myndi nýta sömu aðkomu og aðrar lóðir innan þess. Um frístundasvæði er að ræða í aðalskipulagi. Uppdráttur frá Landnotum dags. xx.xx
Nefndin telur að áform séu í samræmi við ákvæði aðalskipulagsins um landnotkun. Skipulagsnefnd gerir því ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á nýrri lóð en leggur áherslu á að breyting verði jafnframt gerð á gildandi deiliskipulagi þar sem ný lóð bætist við núverandi aðkomu á svæðinu.

10.Landmannalaugar Pallur á laugasvæði framkvæmdaleyfi

2108030

Umhverfisstofnun sækir um leyfi fyrir endurnýjun á laugarpalli í Landmannalaugum. Um er að ræða byggingu nýs palls sem er talsvert stærri en núverandi pallur. Leitað var álits Skipulagsstofnunar um heimild til framkvæmdarinnar og var það álit stofnunarinnar að lagfæring og stækkun aðstöðu við laugina bryti ekki í bága við þær framkvæmdir sem eru hluti af framkvæmdum til mats á umhverfisáhrifum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem skilgreind er þjónusta á umræddu svæði. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

11.Minni Vellir 5. Deiliskipulag

2105004

Sigurður Ólafsson eigandi Minni Valla 5 hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt í samræmi við uppdrátt frá Landslagi dags. 5.5.2021. Gert verði ráð fyrir byggingu allt að 300 m2 íbúðarhúss og 600 m2 skemmu með mögulegu hesthúsi að hluta ásamt gestahúsi og útihúsum. Lögð er fram uppfærð tillaga
Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar og telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

12.Hallstún L190888. Deiliskipulag

2106020

Einar Ragnarsson fyrir hönd Fasteignafélagsins Arnars ehf hefur fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af átta lóðum úr landi Hallstúns, L190888 í samræmi við framlögð gögn frá Landformi dags. 26.5.2021. Um frístundasvæði F27 er að ræða í aðalskipulagi og er heimild til uppbyggingar á 10 lóðum skv. greinargerð aðalskipulagsins. Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá og með 23.6.2021 til og með 3.8.2021. Athugasemdir bárust frá Minjastofnun og Umhverfisstofnun. Að auki barst ábending í síma um að vatnsöflun á svæðinu gæti orðið ábótavant með auknum fjölda sumarhúsa á svæðinu.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og ábendingar og telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

13.Hella, atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar

2002011

Lagðar hafa verið fram hugmyndir fyrir gerð deiliskipulags fyrir atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar á Hellu. Um er að ræða svæði austast í þéttbýlinu, verslunar- og þjónustusvæðið VÞ20, athafnasvæðið AT4 og iðnaðarsvæðið I26. Í deiliskipulaginu verða afmarkaðar lóðir, settir byggingarskilmálar og gerð grein fyrir götum, bílastæðum, frágangi á lóðamörkum o.fl. Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá og með 23.6.2021 til og með 3.8.2021 og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

14.Varmidalur / Gröf. Breyting á landnotkun. Efnistaka

2103009

Landeigendur Grafar og Varmadals hafa fengið heimild til að landnotkun verði breytt og heimiluð efnistaka í gryfjum við Hróarslæk. Reiknað er með að efnistaka verði allt að 50.000 m3 af sandi. Yfirlýsing beggja landeigenda liggur fyrir. Lýsing skipulagsáforma var kynnt með auglýsingu frá og með 28.7.2021 til og með 1.9.2021 og bárust engar athugasemdir. Lögð er fram tillaga að breytingu á landnotkun.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Árbæjarhellir 2 og Ægissíða - Heiðarbrún. Breyting á landnotkun

2106014

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gerðar verði breytingar á landnotkun tveggja svæða vestan Ytri-Rangár. Annars vegar nokkurra Ægissíðulóða frá Árbyrgi/Bjargi til og með Heiðarbrún þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að íbúðasvæði og hins vegar Árbæjarhelli 2 þar sem núverandi frístundasvæði verði gert að íbúðasvæði. Lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 3.6.2021. var kynnt frá og með 23.6.2021 til og með 28.7.2021. Lýsingin var einnig grenndarkynnt til allra lóðarhafa innan svæðisins. Ábendingar bárust frá Skipulagsstofnun sem teknar hafa verið í vinnslu tillögunnar. Lögð er fram tillaga.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Fjallaland. Breyting á deiliskipulagi

2103076

Eigandi Leirubakka, lands undir frístundasvæðinu Fjallalandi, hefur óskað eftir að gerðar verði breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir Fjallaland dags. 1.2.2006. Bætt verði við tveimur lóðum nr. 59 og 61 í framhaldi af núverandi lóðum á svæðinu. Nýju lóðirnar fylgja þeim skilmálum sem gilda um sambærilegar lóðir í gildandi skipulagi. Áform umsækjanda hafa verið grenndarkynnt og var frestur fyrst gefinn til 11. júní en framlengdur að ósk aðila til 25. júní. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum í gegnum Landslög lögfræðistofu. Afgreiðslu var frestað í Byggðaráði þar sem umsækjandi óskaði eftir að fá að skila nánari upplýsingum um málið. Sveitarstjórn tók málið fyrir á fundi 12.8.2021 þar sem erindinu var vísað aftur til Skipulags- og umferðarnefndar til endurmats og frekari skoðunar. Í millitíðinni var óskað eftir áliti jarðfræðings á staðsetningu og legu þekktra jarðskjálftasprungna á svæðinu og barst greinargerð frá Jónasi Ketilssyni þess efnis dags. 1.9.2021.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir lóðarhafa í nágrenni fyrirhugaðra lóða. Nefndin telur að ekki stafi sú hætta af jarðskjálftasprungu þeirri sem áhrif hafði á gerð fyrra deiliskipulags, að teknu tilliti til framkomins álits jarðfræðings. Hvað varðar athugasemdir nærliggjandi lóðarhafa við grenndarkynninguna þá tekur nefndin undir margt sem þar kemur fram í sjálfu sér en við ýtarlega skoðun fellst nefndin ekki á þau neikvæðu grenndaráhrif sem þar eru nefnd. Nefndin leggur því til að landeiganda verði heimilt að leggja fram endurbætta tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi þar sem tekið verður á þeirri náttúruvá sem af sprunguhreyfingum getur orðið og staðsetning byggingareita innan lóðanna verði fyrir komið þar sem mannvirki í nálægð við sprunguna verði fyrir sem minnstum áföllum vegna hennar. Velja skal staðsetningu mannvirkja þar sem hraunbreiðan er sléttust og minnst sprungin svo takmarka megi áhrif af völdum hreyfingar og mögulegra skjálfta.

17.Hella, miðbæjarskipulag

2002010

Sett er fram skipulagstillaga fyrir breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæjarsvæðið á Hellu. Um er að ræða svæði norðan Suðurlandsvegar. Í deiliskipulaginu verður gerð breyting á gatnakerfi til að bæta umferðaröryggi. Einnig verður lóðum breytt og fjölgað til að þétta byggð. Samkomutorg skilgreint. Ný tillaga er lögð fram.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
Haraldur Eiríksson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

18.Landmannahellir. Breyting á deiliskipulagi

2007003

Umhverfisstofnun í samráði með hagsmuna- og rekstraraðilum í Landmannahelli hefur fengið heimild sveitarfélagsins til að gera nauðsynlegar breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið. Helstu breytingar eru þær að óbyggðar lóðir eru felldar út, lóðamörkum einstakra lóða breytt, bætt við möguleikum á byggingu þjónustuhúsa og gert ráð fyrir tjaldsvæðum bæði á efra svæðinu og á bökkum Helliskvíslar. Uppdráttur og greinargerð frá Eflu dags. 21.6.2021 lögð fram.
Skipulagsnefnd getur ekki fallist á að fella burt óbyggðar lóðir af svæðinu. Nefndin hafnar því erindi umsækjenda.

19.Minni Vellir. Afmörkun vatnsverndarsvæðis

2109011

Rangárþing ytra hefur samþykkt að endurskoða afmörkun vatnsverndarsvæðis fyrir Tvíbytnulæk og Kerauga í ljósi áhrifa sem fyrri afmörkun hafði á nærliggjandi svæði. Óskað var eftir áliti Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR, og barst greinargerð frá Daða Þorbjörnssyni jarðfræðingi dags. 1.9.2021 þar sem lögð er fram tillaga að breytingum á fyrri afmörkun eftir nákvæmari skoðun ÍSOR.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu Íslenskra orkurannsókna um breytta afmörkun grannsvæðis á viðkomandi vatnsverndarsvæði. Skipulagsfulltrúa verði falið að gera viðeigandi breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins.

20.Borgarbraut 4. Deiliskipulag

2109012

Lóðarhafi Borgarbrautar 4 leggur fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir lóð sína. Gildandi deiliskipulag er síðan í ágúst 2008. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi er í ferli. Gert verði ráð fyrir að heimilt verði að vera með gistingu fyrir allt að 40 gesti og fasta búsetu fyrir eigendur/starfsfólk
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

21.Leynir 2 & 3. Deiliskipulag. Kæra 21-2021 vegna ákvörðunar sveitarstjórnar

2103018

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur afgreitt kæru nr. 21/2021. Kærð var ákvörðun sveitarstjórnar um að samþykkja deiliskipulag fyrir Leyni 2 & 3 þar sem þess var krafist að það yrði fellt úr gildi. Niðurstaðan er að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur alfarið hafnað kröfu kærenda um ógildingu deiliskipulagsins fyrir Leyni 2 & 3. Lagður er fram úrskurður málsins.
Lagt fram til kynningar
Fylgiskjöl:

22.Vatnasvið Tungnaár. Tillaga að friðlýsingu

1809026

Friðlýsing Tungnaársvæðisins hefur tekið gildi með ákvörðun Umhverfis- og auðlindaráðherra.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?