47. fundur 07. febrúar 2022 kl. 16:15 - 17:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Ákveðið var að fundurinn yrði haldinn á Teams vegna aðkallandi breytinga í samfélaginu.

1.Rangárslétta. Landskipti tveggja lóða

2201064

Landeigandi óskar eftir því að fá að skipta út tveimur lóðum úr landi sínu, Rangársléttu L229419, í samræmi við gildandi deiliskipulag. Önnur lóðin yrði 2,88 ha að stærð, fengi landeignanúmerið L233167 og heitið Rangárslétta 2. Hin lóðin yrði 4,71 ha að stærð, fengi landeignanúmerið L233168 og heitið Rangárslétta 3. Rangárslétta er 45,2 ha í dag en verður 37,61 ha eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformuð heiti á lóðum.

2.Ársel landskipti

2202006

Eigandi Ársels L199844 óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu, tveimur lóðum í samræmi við gildandi deiliskipulag. Fyrri lóðin yrði 1,0 ha að stærð, fengi landeignanúmerið L233170 og heitið Skógasel. Seinni lóðin yrði 1,0 ha að stærð, fengi landeignanúmerið L233171 og heitið Hólasel í samræmi við uppdrátt deiliskipulags fyrir svæðið dags. 24.8.2015.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformuð heiti á lóðum.

3.Reynifell 7b og 9d. Uppfærsla á afmörkun og samruni lóða.

2202010

Eigandi lóðanna Reynifells 7b L164796 og Reynifells 9d L193432 óskar eftir að fá staðfesta afmörkun lóða sinna í samræmi við skýringar og uppdrátt frá Landnotum dags. 18.1.2022. Lóðirnar verða sameinaðar í eina lóð, Reynifell 7C, sem héldi landeignanúmerinu L164796 og yrði 17700 m2 að stærð eftir samrunann.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformað heiti á lóð.

4.Hagi land, L178738, Landskipti. Lóð undir spennistöð

2202020

Eigendur Haga lands L178738 óska eftir að fá að skipta úr landi sínu lóð undir dælustöð. Lóðin yrði 368 m2 að stærð, fengi landeignanúmerið Lxxxxxx og heitið Hagi dælustöð í samræmi við uppdrátt frá Loftmyndum dags. 3.6.2019.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformað heiti á lóð.

5.Landmannalaugar, Mat á umhverfisáhrifum.

1705027

Skipulagsstofnun hefur móttekið matsáætlun vegna framkvæmda í Landmannalaugum skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Matsáætlunin var kynnt á vef Skipulagsstofnunar til 11. nóvember. Fyrir liggja viðbrögð framkvæmdaraðila um hvernig skal brugðist við framkomnum umsögnum í áframhaldandi vinnu við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.
Skipulags- og umferðarnefnd fjallaði um viðbrögð við umsögnum umsagnaraðila við matsáætlun vegna þjónustumiðstöðvar í Landmannalaugum.

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi skjal og leggur til að það verði sent til afgreiðslu Skipulagsstofnunar.

6.Kjarralda 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2201058

Kjarralda 4. Umsókn um að fara u.þ.b. 40 sm út fyrir byggingarreit í austur og vestur. Greinargerð frá hönnuði lögð fram fyrir hönd lóðarhafa.
Skipulagsnefnd leggur til að beiðni lóðarhafa verði samþykkt og að gerð verði nauðsynleg breyting á deiliskipulagi því samhliða. Nefndin leggur til að fallið verði frá kröfu um grenndarkynningu þar sem breytingin er ekki talin hafa áhrif á lágmarksfjarlægðir á milli húsa.

7.Lagning ljósleiðarastrengs frá Þorlákshöfn í Landeyjasand.

2202019

Ljósleiðarinn ehf. hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu móttekin 4. febrúar 2022, um ofangreinda framkvæmd skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er hér með óskað eftir að Rangárþing ytra gefi umsögn um ofangreinda framkvæmd.
Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort Rangárþing ytra telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á.
Jafnframt hvort og þá hvaða atriði Rangárþing ytra telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að hans mati á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.
Tilkynning framkvæmdaraðila er meðfylgjandi.
Frestur til að skila inn umsögn hefur verið veittur til 5. mars nk.
Skipulagsnefnd telur að greinilega sé brugðist við þeim áhrifum sem umrædd framkvæmd kunni að hafa á umhverfi sitt með þeim hætti að ekki verði um veruleg neikvæð áhrif að ræða. Skipulagsnefnd telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í framlagðri greinargerð með tilkynningunni. Umhverfisáhrif hafa verið lágmörkuð með fullnægjandi mótvægisaðgerðum og vöktun. Skipulagsnefnd telur því að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar.

8.Árbæjarhjáleiga 2. Breyting á deiliskipulagi

2201044

Eigendur Árbæjarhjáleigu 2 óska eftir heimild til að leggja fram breytingar á gildandi deiliskipulagi dags. 10.10.2019. Bætt verði við nýrri lóð í stað annars núverandi byggingarreits og nýr byggingarreitur skilgreindur innan hennar. Byggingarmagn og aðrir skilmálar haldast óbreyttir í samræmi við gögn frá Togson ehf, dags. 20.1.2022.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að fallið verði frá kröfu um grenndarkynningu þar sem breytingin hefur engin áhrif á aðra en eigendur.

9.Snjallsteinshöfði 1C ofl. Deiliskipulag

1905006

Landeigendur þriggja spildna úr landi Snjallsteinshöfða, Ásholt, Ytrivöllur og Stekkatún, hafa lagt fram deiliskipulag af svæðum sínum. Gert verði ráð fyrir þremur byggingareitum á hverri lóð fyrir íbúðarhús, geymslu og gestahúsum. Tillagan var auglýst um mitt ár 2019 en endurauglýst vegna tímaákvæðis í skipulagsreglugerð frá 15.12.2021 til og með 26.1.2022. Athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirliti um að reynt verði að sameina hreinsivirki eins og unnt er innan hverrar lóðar.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

10.Rangá, veiðihús deiliskipulag

2112001

Eigendur lóða L165412, L198604 og l223017 hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi af verslunar- og þjónustusvæði sínu við Rangá. Skilgreindar eru byggingarheimildir á núverandi lóðum ásamt því að lóðin L223017 færist til án breytingar á stærð. Jafnframt eru bílastæði skilgreind og aðkoma að lóðum fastsett. Tillagan var auglýst frá og með 15.12.2021 til og með 26.1.2022.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

11.Hamarsholt, deiliskipulag

2111059

Óli Jóhann Færseth og Jóhanna Karlsdóttir hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi af landi sínu, Hamarsholti L228110 í samræmi við tillögu frá Pétri Jónssyni dags. í nóvedmber 2021. Áform eru um að landinu verði skipt í þrjár lóðir þar sem skilgreindir verði fjórir byggingarreitir. Á öllum reitum verði heimilt að byggja allt að 350 m2 íbúðarhús ásamt geymslu/hesthúsi. Tillagan var auglýst frá og með 15.12.2021 til og með 26.1.2022.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

12.Fossabrekkur

2109053

Rangárþing ytra hefur samþykkt að vinna að gerð deiliskipulags fyrir Fossabrekkur. Helstu markmið deiliskipulagsins eru að auka öryggi allra vegfarenda, bæta aðgengi að náttúru, Vernda náttúru og ásýnd svæðisins, stuðla að upplifun sem byggist á náttúrufegurð og staðaranda, fræða vegfarendur um náttúru og sögu svæðisins, styðja við ferðamennsku í Rangárþingi-ytra. Tillaga var auglýst frá og með 15.12.2021 til og með 26.1.2022. Búið er að taka saman athugasemdir og ábendingar sem borist hafa og lögð fram viðbrögð við þeim í framlögðum lista ásamt því að uppfæra greinargerð.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Jafnframt verði þeim sem gerðu athugasemdir, bæði við lýsinguna og tillöguna, send viðbrögð sveitarstjórnar.

13.Leirubakki. Deiliskipulag frístundalóða

2202011

Anders Hansen fyrir hönd Embla-ferðaþjónustu, eiganda Leirubakka 2, óskar eftir að fá að leggja fram deiliskipulag fyrir allt að 40 frístundalóðum á skilgreindu frístundasvsæði innan jarðar sinnar. Aðkoma að svæðinu yrði í gegnum núverandi frístundasvæði Fjallalands í samræmi við meðfylgjandi greinargerð frá Eflu verkfræðistofu.
Samhliða er óskað eftir að sveitarfélagið geri breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra og breyti/felli út ákvæði um að "nýir áfangar verði ekki teknir til skipulagsmeðferðar fyrr en minnst 2/3 hlutar fyrri áfanga, innan hverrar jarðar, hafa verið byggðir".
Skipulagsnefnd telur að tiltekið ákvæði í kafla 2.2.2 í greinargerð aðalskipulags Rangárþings ytra 2016-2028 sem óskað er breytingar á sé haldið miklum annmörkum og geti hindrað eðlilega uppbyggingu á skilgreindum frístundasvæðum í sveitarfélaginu. Algengt er að hver kaupandi kaupi nokkrar lóðir saman og því óljóst hvort eða hvenær verði byggt á þeim öllum. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að breyta eigi orðalagi viðkomandi ákvæðis þar sem orðin "hafa verið byggðir" verði felld út og orðin "hefur verið ráðstafað" sett í staðinn. Engar aðrar breytingar verði gerðar á viðkomandi ákvæði. Nefndin telur þessa breytingu minni háttar og leggur til að farið verði um málsmeðferð eins og um óverulega breytingu á aðalskipulaginu sé að ræða.
Jafnframt leggur nefndin til að landeiganda verði heimilt að leggja fram nýtt deiliskipulag af tilteknu svæði í samræmi við fram lögð gögn, þegar fyrir liggur staðfesting á að 2/3 hlutar svæðisins hafi verið seldir eða ráðstafað. Nefndin telur þó ekki ákjósanlegt að tengja viðkomandi svæði við núverandi frístundasvæði Fjallalands, heldur skuli reynt að haga aðgengi þannig að svæðin verði aðskilin eins og kostur er. Nefndin leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins hvað varðar landnotkun.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?