4. fundur 01. september 2022 kl. 08:30 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Stóru Vellir landskipti 5,9 ha. Sameinist Hólalundi L231866.

2206038

Eigendur Stóru-Valla L165011 óska eftir að fá að skipta út 5,9 ha spildu úr jörð sinni samkvæmt uppdrætti frá Vilmari Þ. Kristinssyni. Lóðin fengi heitið Hólalundur a og myndi sameinast lóðinni Hólalundur L231866 og héldi því landeignanúmeri. Jörðin Stóru-Vellir L165011 minnkar sem nemur útskiptri spildu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né furirhugað heiti á lóð.

2.Stóru-Vellir landskipti. Þrastavellir og Reyrvellir.

2208103

Eigendur Stóru-Valla L165011 óska eftir að fá að skipta út tveimur lóðum úr jörð sinni. Annars vegar 8 ha spildu sem fengi heitið Þrastavellir og landnúmerið Lxxxxxx og hins vegar 2 ha sem fengi heitið Reyrvellir og landnúmerið Lxxxxxx. Uppdráttur landskipta frá Landnotum dags. 29.8.2022.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóðum.

3.Skammbeinsstaðir 2, L165158. Landskipti

2208086

Eigendur Skammbeinsstaða 2 óska eftir að fá að skipta úr landi sínu, 48,9 ha lóð. Lóðin fengi heitið Skammbeinsstaðir 2a og landeignanúmerið L234538. Jörðin Skammbeinsstaðir yrðu 37,9 ha eftir skiptin. Landskiptin í samræmi við uppdrátt frá Landnotum dags. 27.6.2022.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð.

4.Vakurstaðir L179479. Landskipti

2208111

Jörðin Vakurstaðir er 245,2, ha að stærð. Óskað er eftir að skipta út þremur spildum. Fyrsta spildan stærð 27855 m² fengi heitið Vakurstaðir 1 og landnúmerið Lxxxxxx. Önnur spildan stærð 18680 m² fengi heitið Skammbeinsstaðir 4A og landnúmerið Lxxxxxx. Þriðja spildan stærð 17,6 ha fengi heitið Vakurstaðir 2 og landnúmerið Lxxxxxx. Eftirtalin mannvirki færast yfir á nýjar spildur: F2197581, merking: 05 0101 (íbúðarhús), og merking: 06 0101 (íbúðarhús) F2197581 færast á Vakurstaði 1 og merking: 05 0102 (hesthús) og F2197581 færist á Skammbeinsstaði 4A. Samhliða verður Skammbeinsstaðir 4 hnitsett og afmarkað til staðfestingar. Rétt stærð skv. nýjustu mælingu verður 94,1 ha. Landskipti eru í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti frá Landnotum dags. 25.8.2022.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum.

5.Gaddstaðir 29, 30 og 31. Beiðni um uppskiptingu lóða

2208035

Björn Stefánsson og Bjargbrún ehf, sameigendur lóðanna nr. 29, 30 og 31 við Gaddstaði óska eftir að fá að gera tvær lóðir úr þremur. Skipt verði úr lóð nr. 30, 0,7 ha sem sameinast mun lóð 29 og 0,1 ha sem sameinast mun lóð 31. Gaddstaðir 29, sem nú er 1,0 ha að stærð verði því 1,7 ha og Gaddstaðir 31, sem nú er 1,6 ha, verði 1,7 ha. Lóð nr. 30 fellur úr skráningu eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformaða skiptingu lóðanna og heimilar umsækjendum að leggja fram nauðsynleg gögn því til fullnustu. Nefndin leggur til að veitt verði heimild til skipulagsbreytinga í kjölfarið.

6.Rangárflatir 4. Umsókn um Byggingarheimild fyrir skilti umfangsflokkur 1 ,

2208036

Hreiðar Hermannsson fyrir hönd Hótels Stracta sækir um leyfi til að setja niður skilti og skiltastand á lóðina fyrir framan Stracta hótelið.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu þar til lóðinni hefur verið úthlutað.

7.Áströð 5. Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 ,

2208099

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Tómasar Ellerts Tómassonar um leyfi til að byggja tveggja hæða íbúðarhús ásamt bílskúr á lóð sinni, Áströð 5, skv. aðaluppdráttum frá VOR, Verkfræði og ráðgjöf, dags. 28.8.2022. Vegna ósamræmis við gildandi deiliskipulag varðandi mænishæð er erindið lagt fyrir skipulags- og umferðarnefnd.
Skipulagsnefnd leggur til að tillaga umsækjanda verði grenndarkynnt öðrum lóðarhöfum á svæðinu áður en afstaða verði tekin.

8.Ártún L164472. Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar.

2208046

Eigendur Ártúna, L164472, Halla Bjarnadóttir og Hans Nyklas Hyström óska eftir framkvæmdaleyfi til nytjaræktunar skógar á samtals 14,8 ha svæði úr jörð þeirra, skv. meðfylgjandi gögnum málsins. Samningur liggur fyrir við Skógræktina þar sem afmarkað er það svæði sem ætlað er til skógræktar. Uppdráttur frá Skógræktinni dags. 26.11.2021.
Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila um áform um skógrækt á 14,8 ha svæði á landi sínu. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 að undangenginni umsögn veiðifélagsins. Nefndin leggur jafnframt til að gerð verði breyting á landnotkun í aðalskipulagi þar sem viðkomandi svæði verði breytt úr landbúnaðarsvæði í Skógræktar- og landgræðslusvæði og fái merkinguna SL16 í greinargerð aðalskipulagsins

9.Efnistaka á Mýrdalssandi - umsagnarbeiðni v. umhverfismatsskýrslu

2208050

EP Power Minerals hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu um efnistöku á Mýrdalssandi. Framkvæmdin felst í umfangsmikilli efnistöku á Mýrdalssandi. Þaðan verður efnið flutt með stórum vörubílum til Þorlákshafnar. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og vísaði Byggðaráð erindinu til umfjöllunar Skipulags- og umferðarnefndar.
Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila um efnistöku á Mýrdalssandi ásamt flutningi efnis eftir þjóðvegum á Suðurlandi til hafnar í Þorlákshöfn. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform geti haft umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021, sérstaklega að teknu tilliti til hættu á umferðarslysum, mengunar og ónæðis auk þess sem óvíst er hvort slíkir stanslausir flutningar fram og til baka muni hafa áhrif á burðargetu þjóðvega til framtíðar. Því skuli framkvæmdin háð mati á umhverfisáhrifum. Þær framkvæmdir sem lýst er í skýrslunni og hugsanleg áhrif þeirra eru ekki háðar útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis.

10.Miðvangur 5, Áform um uppbyggingu

2001009

Sveitarstjórn samþykkti við úthlutun lóðarinnar að áform skildu samþykkt af sveitarstjórn áður en framkvæmdir hæfust á lóðinni. Lögð eru fram áform lóðarhafa um byggingu þriggja hæða húss með verslunum á 1. hæð og íbúðum á 2. og 3. hæð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform lóðarhafa.

11.Rangárbakki 4. Hugmyndir að uppbyggingu

2006013

Sveitarstjórn samþykkti við úthlutun lóðarinnar að áform skildu samþykkt af sveitarstjórn áður en framkvæmdir hæfust á lóðinni. Lögð eru fram áform lóðarhafa um byggingu þriggja hæða húss sem skiptist í hótelálmu og íbúðaálmu ásamt sérstæðu veitingahúsi við árbakkann. Jafnframt óskar umsækjandi eftir því að óstofnuð lóð nr. 9 við Rangárbakka verði heimiluð undir bílastæði fyrir Rangárbakka 4
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

12.Sigöldustöð. Mat á umhverfisáhrifum.

2206026

Landsvirkjun hefur lagt fram tillögu að matsáætlun. Álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun liggur fyrir þar sem áherslur eru gerðar skírari.
Lagt fram til kynningar.

13.Uxahryggur 1. Breyting á texta greinargerðar í aðalskipulagi

2208102

Eigandi hefur óskað eftir að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á greinargerð í aðalskipulagi vegna VÞ6 þar sem núverandi verslunar og þjónustusvæði verði stækkað úr 3 ha í 5 ha. Svæði verði því afmarkað og punktur felldur út eins og nú er. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 3.8.2022.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til farið verði um málsmeðferð sem um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða. Breytingin hafi engin áhrif á aðra en sveitarfélagið og viðkomandi landeiganda.

14.Laugar. Deiliskipulag fiskeldis

2204011

Skipulagsráðgjafi fyrir hönd lóðarhafa hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi af lóð félagsins Geo Salmo ehf að Laugum. Skipulagið lýtur að starfsemi félagsins á svæðinu en þar er rekin fiskeldisstöð. Tillagan var auglýst frá og með 20.4.2022 til og með 1.6.2022. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Umhverfisstofnun.
Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasaemdir og ábendingar og telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

15.Uxahryggur 1. Deiliskipulag

2208101

Eigandi Uxahryggjar 1 lóðar óskar eftir að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi dags. 20.12.2012 þar sem skipulagssvæði er stækkað í 10 ha. Bætt verði við byggingareitum og nýrri aðkomu á jörðina Uxahrygg þar sem gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, einum reit á Uxahrygg 1 lóð og einum reit á Uxahrygg lóð 2 í samræmi við meðfylgjandi skipulagsgögn frá Eflu dags. 12.8.2022.
Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi vegna stækkunar svæðið afmarkað.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu vegna breytingar á tilsvarandi texta í greinargerð í aðalskipulagi sveitarfélagsins.

16.Hagi lóð L165212. Deiliskipulag.

2204032

Auglýst hefur verið tillaga að deiliskipulagi af lóðinni Hagi lóð L165212 við Gíslholtsvatn. Gert er ráð fyrir byggingareitum fyrir allt að fjórum frístundahúsum / gestahúsum og skemmu ásamt því að skilgreina reit undir núverandi hús með áform um að stækka það síðar. Tillagan var auglýst frá og með 18.5.2022 til og með 29.6.2022. Ábending barst frá Umhverfisstofnun þar sem bent er á að fjalla skuli um áhrif tillögunnar á votlendisvistgerðir og fuglalíf. Lagt er til að framkvæmdir verði utan varptíma fugla. Lögð eru fram uppfærð skipulagsgögn
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir og telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

17.Maríuvellir. Klettur. Deiliskipulag íbúðarlóða.

2203002

Landeigendur hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi af íbúðarlóðum á jörð sinni. Á lóðunum eru áform um fasta búsetu. Framlögð lýsing og fyrirspurn frá Eflu dags. 3.3.2022. Tillagan var auglýst frá og með 20.7.2022 til og með 31.8.2022.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

18.Króktún, Nátthagi. Deiliskipulag

2102011

Fjóla Kristín B. Blandon hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi af lóðinni Króktún L164986 þar sem ráðgert er að byggt verði íbúðarhús til búsetu skv. umsókn dags. 4.2.2021. Tillagan var auglýst frá og með 20.7.2022 til og með 31.8.2022. Athugasemd barst frá Minjastofnun um að setja þurfi legu minja á uppdrátt. Umhverfisstofnun benti á að skilgreina þurfi mótvægisðagerðir vegna röskunar á vistgerðum.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir og ábendingar og telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

19.Ægissíða 1, L165451. Deiliskipulag

2205057

Eigendur Ægissíðu 1, L165451, hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt. Gert verði ráð fyrir tveimur lóðum með heimild til byggingar á íbúðarhúsum, skemmu/hesthúsi og gestahúsi á hvorri lóð í samræmi við skipulagsgögn frá Helga Kjartanssyni dags. 9.5.2022. Tillagan var auglýst frá og með 20.7.2022 til og með 31.8.2022.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

20.Hrafnhólmi og Hrafntóftir 3, deiliskipulag

2205007

Eigandi Hrafnhólma og Hrafntófta 3 hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi af lóðunum. Gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, gestahúss og skemmu á hvorri lóð skv. skipulagsgögnum frá Eflu dags. 4.5.2022. Álit skipulagsstofnunar barst með bréfi dags, 15.8.2022 þar sem gerðar eru smávægilegar athugasemdir við texta greinargerðar. Óska þarf jafnframt eftir undanþágu frá ákvæði gr. 5.3.2.5 skipulagsreglugerðar um fjarlægð byggingar frá vegi.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Skipulagsnefnd leggur til að ekki verði gerðar athugasemdir við veitingu undanþágu gagnvart fjarlægð milli bygginga og vegar.

21.Skólasvæðið. Deiliskipulag

2208093

Rangárþing ytra hefur samþykkt að vinna að gerð deiliskipulags fyrir skólasvæðið á Hellu þar sem gert verði ráð fyrir uppbyggingu mannvirkja tengdu skólastarfi grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla ásamt tengdu svæði til útivistar og íþrótta. Lögð er fram lýsing skipulagsáforma frá ARKís dags. 25.8.2022.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða lýsingu skipulagsáforma og leggur til að lýsingin verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

22.Rangá veiðihús L198604. Deiliskipulag lóðar

2208094

Eigandi lóðarinnar Rangá veiðihús L198604 leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína þar sem gert er ráð fyrir byggingu alls fjögurra húsa en fyrir eru tvö hús. Uppdráttur og greinargerð frá Eflu dags. 25.8.2022.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nærliggjandi lóðarhöfum verði jafnframt kynnt tillagan.

23.Beindalsholt breyting á deiliskipulagi

2208109

Breyting á núverandi deiliskipulagi felur í sér byggingarreit fyrir einbýlishús á sér lóð. Þinglýst aðkoma að Beindalsholti 2 ásamt aðkomu að nýju einbýli og að eldra einbýlishúsi á Beindalsholti verði færð og þannig aðskilin aðkomu að ferðaþjónustu sem er nú þegar starfrækt á Beindalsholti. Þessi breyting kemur til með að minnka allt ónæði vegna umferðar tengdri ferðaþjónustunni og þar af leiðandi skapa meira næði fyrir ábúendur.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

24.Beindalsholt 2. Stekkatúnsbjalli breyting á deiliskipulagi

2208110

Breyting gerð á aðkomuleið að Beindalsholti 2 í tengslum við breytingu á deiliskipulagi nærliggjandi svæðis.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að farið verði um málsmeðferð eins og um óverulega breytingu sé að ræða. Breytingin hafi engin áhrif á aðra en hlutaðeigandi aðila og sveitarfélagið.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?