5. fundur 06. október 2022 kl. 08:30 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Gaddstaðir 20, 21 og 22. Breyting á mörkum innbyrðis

2209023

Eigandi lóða nr. 20, 21 og 22 við Gaddstaði óskar eftir að fá að breyta lóðamörkum lóða sinna innbyrðis. Lóð 20 og byggingareitur myndu stækka í vestur sem nemur 29 metrum. Lóðin stækkar í um 2,2 ha. Lóð 21 minnkar úr 0,75 ha í 0,6 ha. Lóð 22 minnkar úr 1,47 ha í 1,1 ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformaða skiptingu lóðanna og heimilar umsækjendum að leggja fram nauðsynleg gögn því til fullnustu. Nefndin leggur til að veitt verði heimild til skipulagsbreytinga í kjölfarið.

2.Stóru-Vellir Landskipti Stöng L200047

2208112

Eigendur Stóru-Valla L165011 óska eftir að fá að skipta úr landi sínu spildu sem sameinast á við Stöng L200047. Um er að ræða um 1,8 ha spildu. Stöng L200047 yrði um 7,9 ha. Jörðin Stóru-Vellir minnkar sem nemur útskiptri lóð og verður um 238 ha eftir skiptin. Landskipti eru í samæmi við uppdrátt frá Landnotum dags. 14.9.2022.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

3.Ölversholt 3, landskipti. Hnúkar.

2209096

Eigandi óskar eftir að fá að skipta áður afmarkaðri spildu úr heild sinni. Eftir stendur spilda úr Skógarhólum, sem fékk nafnið Ölversholt 3 í síðustu skiptum. Spildan sem nú skiptist út fengi heitið Hnúkar, yrði 80,6 ha að stærð og landeignanúmerið Lxxxxxx í samræmi við uppdrátt frá Eflu dags. 28.2.2022.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformað heiti á lóðinni.
Fylgiskjöl:

4.Heiðarbrún II. Landskipti

2210002

Eigendur heiðarbrúnar II óskar eftir að fá að skipta þremur lóðum úr jörð sinni. Fyrsta lóðin fengi heitið Heiðarkot, yrði 1,39 ha að stærð og landeignanúmerið Lxxxxxx. Önnur lóðin fengi heitið Heiðarland, yrði 1,33 ha að stærð og landeignanúmerið Lxxxxxx. Þriðja lóðin fengi heitið Heiðarbær, yrði 1,62 ha að stærð og landeignanúmerið Lxxxxxx. Jörðin heiðarbrún II yrði 67,55 ha eftir landskiptin og er í samræmi við landskiptauppdrætti frá Eflu, dags. 30.9.2022.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum.

5.Ægissíða 1, L165451. Landskipti

2209073

Eigandi Ægissíðu 1, L165451, óskar eftir að fá að skipta upp jörð sinni í tvennt. Heiti spildnanna verði Kriki 1 sem héldi upprunalandeignanúmerinu og Kriki 2 sem fengi landeignanúmerið Lxxxxxx. Stærð spildnanna yrði 21,6 ha hvor.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né heiti á lóðum.

6.Bjalli 2, L229406. Landskipti

2210016

Eigendur jarðarinnar Bjalla 2, L229406, óska eftir að fá að skipta úr jörð sinni 5 lóðum. Lóðirnar fengju heitin Álfaborgir 1-5. Álfaborgir 1 yrði 5,0 ha að stærð og fengi landnr. L234707; Álfaborgir 2 yrði 4,8 ha að stærð og fengi landnr. L234708; Álfaborgir 3 yrði 4204,0 m² að stærð og fengi landnr. L234709; Álfaborgir 4 yrði 4,9 ha að stærð og fengi landnr. L234710; Álfaborgir 5 yrði 5,0 ha að stærð og fengi landnr. L234711 í samræmi við uppdrátt frá Eflu dags. 15.9.2022. Bjalli 2 verður 63,2 ha eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum.

7.Langalda 18. Beiðni um hraðahindrun

2210003

Nathalia Lind, íbúi að Langöldu 18 á Hellu, óskar eftir að sett verði hraðahindrun á götuna til að sporna við miklum hraðakstri sem þar er. Bréf sent í formi tölvupósts 1.10.2022.
Skipulagsnefnd þakkar góða ábendingu. Nefndin leggur til að gerðar verði upphækkaðar gangbrautir í samræmi við staðsetningar í gildandi deiliskipulagi.

8.Ljósleiðari frá Þjórsá að Hólsá. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

2206031

Elísabet Guðbjörnsdóttir frá Ljósleiðaranum ehf hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi til lagningar ljósleiðara frá Þjórsá í vestri að Hólsá í austri. Afgreiðslu var frestað á síðasta fundi Byggðaráðs. Farið yfir stöðu málsins.
Farið var yfir stöðu málsins.

9.Starfshópur til að skoða og gera tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku.

2208067

Starfshópur hefur verið skipaður til að skoða og gera tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku. Sent til afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar frá síðasta fundi sveitarstjórnar
Skipulagsfulltrúa falið að setja saman greinargerð.

10.Austvaðsholt, beiðni um undanþágu vegna fjarlægðar húss frá vegi

2209094

Gunnar Theódór Hannesson óskar eftir að fá að staðsetja nýtt íbúðarhús sitt innan marka 5.3.2.5. greinar skipulagsreglugerðar um fjarlægðir milli bygginga á vegar. Húsið mun ekki fara nær veginum en núverandi íbúðarhús og notast við sömu aðkomu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við staðsetningu nýs íbúðarhúss og leggur til að undanþága verði veitt frá umræddri grein skipulagsreglugerðar.

11.Umferðarmál Merkingar innan Hellu

1512014

Umferðarmál innan Rangárþings ytra, merkingar og yfirferð
Nefndin leggur til að lögð verði fram framkvæmdaáætlun frá Þjónustumiðstöð þar sem gerð verði grein fyrir forgangsröðun framkvæmda sem eftir eru.

12.Laugar fiskeldi. Framleiðsluaukning. Beiðni um umsögn.

2207056

VSÓ ráðgjöf, f.h. Bleikju ehf., hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu um ofangreinda framkvæmd skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Meðfylgjandi er ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu ofangreindrar framkvæmdar. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum
Lagt fram til kynningar

13.Svínhagi Ás 10. Deiliskipulag

2209054

Um er að ræða deiliskipulag fyrir 11 lóðir á landbúnaðarlandi og gert ráð fyrir að hver lóð fái sitt landeignanúmer þegar þar að kemur og eftir því sem til þeirra verður stofnað. Eftirstandandi land sem er utan deiliskipulags og liggur meðfram Ytri Rangá mun halda upphaflegu landnúmeri Svínhaga Ás-10 - L218368.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Nefndin samþykkir jafnframt framlagða tillögu til auglýsingar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Mosar deiliskipulag

2210013

Eigandi Mosa L227577 óskar eftir að fá að leggja fram deiliskipulag af 16 ha lóð sinni. Áformað er að skipta lóðinni upp í 8-15 lóðir undir sumarhús þar sem stærð hverrar lóðar yrði á bilinu 0,4 - 2,0 ha.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.
Fylgiskjöl:

15.Lækur 2, Holtum. Deiliskipulag

2209100

Lækur Holtum ehf óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af svæði úr jörð félagsins sem tekur til rekstrar eggjaframleiðslu. Gögn frá Eflu dags. 30.9.2022
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Sælukot. Breyting á deiliskipulagi

2209083

Eigendur Sælukots L175270 óska eftir að fá að breyta gildandi deiliskipulagi dags. 7.6.2013 þar sem núverandi byggingareitur undir gestahús verði undir vélaskemmu. Byggingareitur stækkar einnig úr 96,5 m² í 137,8 m² í samræmi við uppdrátt frá Landformi dags. 23.9.2022.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en telur enga þörf á grenndarkynningu.

17.Efra-Sel 3C. Deiliskipulag

2210001

Eigendur Efra-Sels 3C L220359 óska eftir að fá að leggja fram deiliskipulag af svæðinu ásamt að gerð verði breyting á landnotkun þar sem núverandi frístundasvæði verði breytt í landbúnaðarsvæði að nýju. Deiliskipulagið mun gera ráð fyrir byggingu íbúðarhúss ásamt tilheyrandi uppbyggingu.
Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem núverandi frístundasvæði verði breytt í landbúnaðarsvæði.

18.Rangárbakki 8. Breyting á deiliskipulagi

2209029

Arnar Ólafsson fyrir hönd Árhúsa ehf, lóðarhafa Rangárbakka 8, óskar eftir heimild til að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið, dags. 22.10.2010. Um er að ræða útvíkkun á starfsemi tjaldsvæðisins þar sem gert verði ráð fyrir langtímastæðum fyrir húsvagna, ásamt nauðsynlegum skammtímastæðum og endurskoðun á uppbyggingu gistiskála og svæðis undir hefðbundin tjöld.
Skipulagsnefnd leggur til að heimild verði veitt til lóðarhafa um gerð deiliskipulags þar sem gert verði ráð fyrir langtímastæðum stöðuhýsa og hjólhýsa. Svæði það sem horft er til yrði austan við vegaslóða að hreinsivirki innan núverandi landnotkunarsvæðis verslunar- og þjónustu svo ekki verði farið of nálægt Ytri-Rangá. Skipulagið skal fela í sér skilmála um leyfilegar stærðir húsa/hýsa, stærðir palla, fjarlægðir á milli mannvirkja þar með talið palla, þéttleika byggðar, umferðarleiðir, opin svæði og gönguleiðir svo eitthvað sé nefnt. Tekið verði fullt tillit til allra tilheyrandi krafna um eldvarnir og að lagðar verði fram skýrar kröfur og stefna varðandi flóttaleiðir af svæðinu.

19.Gaddstaðaflatir Lúxusgisting Deiliskipulag

2209098

Eigendur Skemmtigarðsins ehf leggja fram hugmyndir um að hefja rekstur ferðaþjónustu á bökkum Rangár eins og meðfylgjandi uppdráttur frá Landnotum dags. 29.9.2022 sýnir. Óskað er eftir heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi Gaddstaðaflata, Hesthúsasvæði, frá Steinsholti, dags. 29.10.2015. Um er að ræða 10 stök gistirými með sjálfstæðu baðherbergi, eldhúsi og heitum potti. Hvert gistirými getur hýst 4 fullorðna og verður um 38 m² ásamt gufubaði fyrir hver 3 rými og þjónustuhúsi fyrir starfsfólk. Gert er ráð fyrir að minnsta kosti 15m fjarlægð á milli rýma og að engin rými nái nær árbakka en 10m.
Skipulagsnefndin tekur vel í framlagðar hugmyndir en óskar eftir að umsækjandi geri skýrari grein fyrir áformum sínum á fundi með skipulagsnefnd.

20.Minni-Vellir 5. Breyting á deiliskipulagi

2209043

Óskað er eftir breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 26.10.2021 þar sem skemma er færð út fyrir áður skilgreindan byggingareit.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en telur enga þörf á grenndarkynningu.

21.Skólasvæðið. Deiliskipulag

2208093

Rangárþing ytra hefur samþykkt að vinna að gerð deiliskipulags fyrir skólasvæðið á Hellu þar sem gert verði ráð fyrir uppbyggingu mannvirkja tengdu skólastarfi grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla ásamt tengdu svæði til útivistar og íþrótta. Lýsing skipulagsáforma frá ARKís dags. 25.8.2022 var kynnt til og með 2. október. Ábending barst frá Veitum um legu hitaveitulagnar á svæðinu og að þörf væri á samráði með breytingar á henni.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

22.Rimakotslína 2. Breyting á aðalskipulagi

2203006

Sveitarfélagið, í samráði við Landsnet, vinnur að breytingu á aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á flutningskerfi raforku á Suðurlandi.
Verkefnið nefnist Rimakotslína 2 (RI2) og snýr að lagningu nýs 132 kV jarðstrengs sem mun liggja frá tengivirkinu á Hellu að tengivirki á Hvolsvelli og þaðan að tengivirki Rimakots í Rangárþingi eystra, alls um 36 km. Þaðan verður lagður strengur áfram til Vestamannaeyja.
Tillagan var auglýst frá og með 20.7.2022 til og með 31.8.2022.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með heimild skipulagsstofnunar.

23.Flokkun landbúnaðarlands

2209079

Samkvæmt breytingum á jarðalögum frá árinu 2021 er gert ráð fyrir að sveitarstjórn taki ákvörðun um breytingar á landnotkun á grundvelli heildstæðs mats samkvæmt skipulagsáætlun. Við gerð aðalskipulags í dreifbýli skal land flokkað með tilliti til ræktunarmöguleika.
Skipulagsnefnd leggur til að ráðist verði í flokkun landbúnaðarlands í samræmi við stefnu stjórnvalda. Nefndin telur ekki þörf til endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins að því tilefni heldur verði umrædd breyting gerð sérstaklega.

24.Ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands

2209072

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Mosfellsbæ dagana 2.-4. september 2022, skorar á sveitarstjórnir landsins að vinna að skipulagsáætlunum í takt við stefnu stjórnvalda um skógrækt á landsvísu og eru sveitarfélög hvött til að koma sér upp skilvirkum verkferlum og forðast óþarfa tafir og kostnað við afgreiðslu framkvæmdaleyfa vegna skógræktar.
Skipulagsnefnd tekur undir mikilvægi þess að skipulagsáætlanir verði í takt við stefnu stjórnvalda um skógrækt. Nefndin leggur til að sett verði ákvæði í aðalskipulag sveitarfélagsins um að öll tilkynnt skógræktaráform yfir 5 ha verði skilgreind sérstaklega sem skógræktar- og landgræðslusvæði í aðalskipulagi. Við veitingu framkvæmdaleyfa til skógræktar verði tekið tillit til þess að breyting á landnotkun verði gerð samhliða eða eftir á.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?