7. fundur 01. desember 2022 kl. 08:30 - 10:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Skógarhólar L219185, Landskipti.

2211069

Eiríkur Benjamínsson eigandi Skógarhóla óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu 226,1 ha og skilja eftir 43.780,4 m² sem héldi upprunalandnúmerinu L219185. Útskipt spilda fengi heitið Skógarhólar 2 og landnúmerið Lxxxxxx í samræmi við uppdrátt frá Eflu dags. 22.11.2022.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

2.Stóru-Vellir landskipti. Þrastavellir og Reyrvellir.

2208103

Eigendur Stóru-Valla L165011 óska eftir að fá að skipta út tveimur lóðum úr jörð sinni. Annars vegar 8 ha spildu sem fengi heitið Þrastavellir og landnúmerið L234876 og hins vegar 2 ha sem fengi heitið Reyrvellir og landnúmerið L234877. Uppdráttur landskipta frá Landnotum dags. 29.8.2022. Skipulags- og umferðarnefnd gerði ekki athugasemdir við fyrirhuguð áform landeigenda að landskiptum á fundi sínum 1.9.2022. Eftir fund skipulagsnefndar barst erindi frá eiganda lands á svæðinu þar sem gerð var athugasemd við umferð gegnum lóðir í hans eigu. Sveitarstjórn ákvað að fresta afgreiðslu þar til búið væri að afgreiða fram komnar athugasemdir.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við áformuð landskipti og heiti á lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Nefndin áréttar að í afgreiðslu nefndarinnar á landskiptunum fellst ekki afstaða til einkaréttarlegs ágreinings um tilvist og inntak umferðarréttar á svæðinu. Loks skal áréttað að við afgreiðslu málsins getur sveitarfélagið einungis horft til þinglýstra heimilda um eignarhald landsins.

3.Austursel landskipti.

2211082

Ágúst Guðmundsson eigandi Austursels L224133 óskar eftir að fá að skipta upp landi sínu í tvær spildur. Önnur spildan yrði 8170 m² og myndi sameinast Móseli L224132, sem yrði 17320 m² eftir skiptin. Hin spildan yrði 980 m² og myndi sameinast Heiðarseli L224134 sem yrði 10130 m² eftir skiptin. Austursel L224133 fellur út eftir samruna við Mósel og Heiðarsel.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

4.Diddusel, Landskipti

2211081

Ágúst Guðmundsson fyrir hönd landeigenda að Didduseli L224135 óskar eftir að fá að skipta úr landinu um 1850 m² sem á að sameinast Seli L202401. Fyrir landskiptin er skráð stærð Sels 9150 m² en verður 11000 m² eftir skiptin. Diddusel er skráð 9800 m² en verður 7950 m² eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

5.Efra-Sel 3C, Austursel. Landskipti

2211080

Ágúst Guðmundsson fyrir hönd landeigenda að Efra-Seli 3C L 220359 óskar eftir að fá að skipta út þremur nýjum spildum úr landinu. Ein spildan fengi heitið Aðalsel, stærð 23.950 m² og Lxxxxxx, önnur spildan fengi heitið Hagasel, stærð 25.170 m² og Lxxxxxx og þriðja spildan fengi heitið Vestursel, stærð 17.980 m² og Lxxxxxx. Efra-Sel 3C héldi upðprunalandeignúmerinu L220359, yrði 39.854 m² eftir skiptin og fengi heitið Austursel.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

6.Lambhagi. Landskipti spilda við þjóðveg

2211091

Eigendur Lambhaga óska eftir að skipt verði úr jörð þeirra spildu meðfram þjóðvegi nr. 1 í samræmi við meðfylgjandi gögn frá landnotum. Gert er ráð fyrir að spildan muni sameinast landi sveitarfélagsins L164556.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti og leggur til að landskiptin verði samþykkt en ítrekar að staðfesting fáist á útmörkum spildunnar gagnvart öðrum nærliggjandi löndum áður en af afgreiðslu á stofnun spildunnar verður.

7.Landmannalaugar, Mat á umhverfisáhrifum.

1705027

Fyrir liggur umhverfismatsskýrsla þjónustumiðstöðvar í Landmannalaugum, dagsett í desember 2022, unnin af Landmótun en framkvæmdaraðili er Rangárþing ytra í samstarfi við Umhverfisstofnun. Umhverfismatsskýrslan fjallar um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu í Landmannalaugum og á svæðinu við Námshraun. Framkvæmdin var háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt matsskylduákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 16. febrúar 2018.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða umhverfismatsskýrslu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði send til Skipulagsstofnunar til kynningar og athugunar skv. 23. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

8.Stóru-Vellir umferðarréttur

2208031

Málefni lóðarhafa á Stóru-Völlum gagnvart umferðarrétti. Borist hefur erindi frá Landslögum fyrir hönd lóðarhafa og jarðareigenda þar sem því er beint til sveitarfélagsins að hlutast til um opnun vegarins frá Minni-Völlum í gegnum Stóru-Velli og jafnframt að fjarlægt verði lokunarskilti sem eigendur lóðar innan Stóru-Valla hafa sett upp til varnar umferð gegnum lóð sína. Óskað hefur verið eftir áliti lögmanns sveitarfélagsins og liggur það fyrir. Borist hafa nýjar athugasemdir.
Erindi frestað til næsta fundar.

9.Borg 4, Þykkvabæ. Skipulagsmál

2211039

Fyrir hönd Veiðifélags Ytri-Rangár er óskað eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir Borg 4 í Þykkvabæ. Samhliða er óskað eftir að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028, þar sem umrædd lóð verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði, með heimild til gisti- og veitingaþjónustu.
Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma umsækjanda. Núverandi lóð er á skilgreindu frístundasvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.
Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda þar sem landnotkun lóðarinnar verði skilgreind undir verslunar- og þjónustustarfsemi.

10.Háfshjáleiga 1, 2 og 3. Deiliskipulag verslunar og þjónustu

2211070

Lárus Einarsson eigandi lóða nr. 1, 2 og 3 úr Háfshjáleigu óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af lóðum sínum. Áform eru uppi um starfsemi ferðaþjónustu s.s. gistingu til ferðamanna. Umræddar lóðir eru á skilgreindu landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma umsækjanda. Núverandi lóðir eru á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.
Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir sínar. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda þar sem landnotkun lóðanna verði skilgreind undir verslunar- og þjónustustarfsemi.

11.Árbæjarhellir 2. Deiliskipulag.

2211079

Landeigendur óska eftir heimild til að deiliskipuleggja íbúðabyggð ofan vegar í landi Árbæjahellis 2, um er að ræða átta lóðir sem verða samkv meðf tillögum frá 0,5 ha - 0,9 ha. Lóðirnar liggja upp að skipulögðu svæði Skjóls og Villiskjóls að austan og að landi Kvista (landnr. 197867) að vestanverðu. Samtals eru þetta um 5 ha.
Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma umsækjanda. Núverandi lóð er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Þar sem 4 eða fleiri lóðir (undir 2 ha) eru samliggjandi, án þess
að tengjast rekstri viðkomandi jarðar, skal afmarka landnotkun sérstaklega (íbúðar- eða frístundasvæði). (Kafli 2.3.1 í greinargerð aðalskipulagsins).
Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda þar sem landnotkun svæðisins verði skilgreind sem íbúðabyggð.

12.Nes land L164744, L193463 og L193464. Deiliskipulag

2211071

Eigendur lóðanna Nes land óska eftir að fá að leggja fram deiliskipulag af lóðum sínum. Áform eru uppi um byggingu sumarhúsa en lóðirnar eru á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

13.Ægissíða 4, deiliskipulag verslunar- og þjónustu

2211040

Fyrirhuguð er áframhaldandi uppbygging ferðaþjónustu á svæðinu, annarsvegar með áframhaldandi uppbyggingu á afþreyingarferðaþjónustu og þá aðallega í tengslum við hellaskoðunarferðir. Hinsvegar uppbygging gistiþjónustu með því að fjölga sumarhúsum á svæðinu. Markmiðið er að setja fram skýra umgjörð utan um uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu í samráði við Minjastofnun Íslands. Lögð er fram lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 29.11.2022.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

14.Vindlundur austan Sultartanga deiliskipulag

2211077

Landsvirkjun hefur undanfarin ár kannað möguleika á virkjun vindorku austan við Sultartangastöð. Svæðið er innan þess svæðis sem rannsakað var í mati á umhverfisáhrifum fyrir Búrfellslund (200 MW) árið 2016 og er innan Rangárþings ytra. Í júní 2022 samþykkti Alþingi virkjunarkostinn Búrfellslund í nýtingarflokk rammaáætlunar með uppsett afl allt að 120 MW. Til að af framkvæmdum geti orðið þarf að breyta aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 og vinna deiliskipulag fyrir svæðið. Lögð er fram sameiginleg skipulags- og matslýsing frá Eflu dags. 25.11.2022.
Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma umsækjanda. Núverandi svæði er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.
Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir vindlund á umræddu svæði. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda þar sem landnotkun svæðisins verði skilgreint undir iðnaðarstarfsemi.
Skipulagsnefnd samþykkir fram lagða lýsingu skipulagsáforma og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 30. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á aðalskipulagi og vegna deiliskipulags skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Svínhagi L7A. Deiliskipulag

2211046

Landeigandi óskar eftir að fá að leggja fram deiliskipulag af lóð sinni, Svínhaga L7A. Gert er ráð fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu með byggingu allt að 8 gistiskála auk aðkomuvega og bílastæða. Svæðið er skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði VÞ27 í aðalskipulagi. Skipulagsgögn frá Landmótun dags. 11.11.2022.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

16.Svínhagi Ás 10. Deiliskipulag

2209054

Um er að ræða deiliskipulag fyrir 11 lóðir á landbúnaðarlandi og gert ráð fyrir að hver lóð fái sitt landeignanúmer þegar þar að kemur og eftir því sem til þeirra verður stofnað. Eftirstandandi land sem er utan deiliskipulags og liggur meðfram Ytri Rangá mun halda upphaflegu landnúmeri Svínhaga Ás-10 - L218368. Tillagan var auglýst frá og með 19.10.2022 til og með 30.11.2022. Athugasemd barst frá sumarhúsafélagi Heklubyggðar þar sem lýst er áhyggjum yfir því að ef landbúnaður, einkum skepnuhald, verði leyft á hinu nýja svæði muni það hafa neikvæð áhrif á nærliggjandi frístundassvæði. Jafnframt er lýst yfir áhyggjum yfir því að aðkomuvegur að Ás10, sem hafi verið kostaður af félaginu og sé í umsjón þess, verði settur í umsjá þeirra lóða á hinu nýja svæði sem veginn nota. Einnig barst athugasemd frá lóðarhöfum Árgilshrauns 4 og Hólahrauni 7, sem liggja að mörkum hins nýja svæðis, þar sem lýst er yfir áhyggjum af umtalsverðri aukningu á byggingarmagni ef áform verða að veruleika á svæðinu. Lagt er fram yfirlit yfir athugasemdir og svör við þeim af hálfu landeiganda og ráðgjafa hans ásamt uppfærðum skipulagsgögnum.
Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Skipulagsnefnd tekur undir svör umsækjanda. Þeim sem gerðu athugasemdir við tillöguna skulu send viðbrögð sveitarstjórnar.

17.Lækur 2, Holtum. Deiliskipulag

2209100

Lækur Holtum ehf hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi af svæði úr jörð félagsins sem tekur til rekstrar eggjaframleiðslu. Tillagan var auglýst frá og með 19.10.2022 til og með 30.11.2022.
Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

18.Skólasvæðið. Deiliskipulag

2208093

Rangárþing ytra hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir skólasvæðið á Hellu þar sem gert verði ráð fyrir uppbyggingu mannvirkja tengdu skólastarfi grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla ásamt tengdu svæði til útivistar og íþrótta. Tillagan var auglýst frá og með 19.10.2022 til og með 30.11.2022.
Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum í uppfærðri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

19.Uxahryggur 1. Deiliskipulag

2208101

Eigandi Uxahryggjar 1 lóðar hefur lagt fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi dags. 20.12.2012 þar sem skipulagssvæði er stækkað í 10 ha. Bætt verði við byggingareitum og nýrri aðkomu á jörðina Uxahrygg þar sem gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhús, einum reit á Uxahrygg 1 lóð og einum reit á Uxahrygg lóð 2 í samræmi við meðfylgjandi skipulagsgögn frá Eflu dags. 12.8.2022.
Tillagan var auglýst frá og með 19.10.2022 til og með 30.11.2022.
Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

20.Íbúðasvæði austan Árbæjarvegar. Deiliskipulag

2203105

Sveitarfélagið í samvinnu með lóðarhöfum frá Árbyrgi að Heiðarbrún með báðum meðtöldum hafa sameinast um gerð deiliskipulags fyrir íbúðasvæði austan Árbæjarvegar. Breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins var auglýst í B-deild stjórnartíðinda 22.12.2021. Skipulagið tekur til 17 lóða og í gildi eru þrjú deiliskipulög á svæðinu frá árunum 2011 til 2021 og verða þau felld úr gildi við gildistöku þessa skipulags. Óskað hefur verið eftir undanþágu til Innviðaráðuneytisins frá grein 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð vegna fjarlægðar milli bygginga og vega. Tillagan hefur verið send til grenndarkynningar til allra lóðarhafa á svæðinu og jafnframt auglýst frá og með 20.4.2022 til og með 1.6.2022. Ábending barst frá landeiganda um breytingar á innkeyrslu að lóðum, beiðni annars landeiganda barst um fjölgun lóða úr sínu landi, staðfesting frá ráðuneyti barst 1.6.2022. Lögð er fram uppfærð greinargerð frá Eflu dags.15.6.2022 eftir ábendingar frá umsagnaraðilum.
Skipulagsnefnd fjallaði um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

21.Efra-Sel 3C. Deiliskipulag

2210001

Eigendur Efra-Sels 3C L220359 hafa fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af svæðinu ásamt að gerð verði breyting á landnotkun þar sem núverandi frístundasvæði verði breytt í landbúnaðarsvæði að nýju. Deiliskipulagið mun gera ráð fyrir byggingu íbúðarhúss ásamt tilheyrandi uppbyggingu.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

22.Grænir iðngarðar

2211072

Rangárþing ytra hefur ákveðið að hefja vinnu við skipulag grænna iðngarða á skilgreindu iðnaðarsvæði I1. Aðkoma að svæðinu er af Kirkjubæjarvegi nr. 2704. Sveitarfélagið hyggst byggja upp Grænan iðngarð á svæðinu og skipuleggja lóðir og mannvirki undir hverskonar starfsemi sem fellur að hringrásarhugsun grænna iðngarða. Sem miðar að því að ólík fyrirtæki hefja starfsemi á skipulögðu svæði og nýta ólíka efna- og orkustrauma sem verða til í sambúð þeirra. Sérstaklega verður hugað að yfirbragði byggðar í sátt við umhverfi og náttúru. Norðan svæðis er móttöku og flokkunarstöð að Strönd, sem eftir atvikum geti tengst starfsemi grænna iðngarða. Lögð er fram lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 22.11.2022.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að lýsing verði kynnt í samræmi við skipulagslög. Lýsing verði í a.m.k. 2 vikur frá staðfestingu sveitarstjórnar.

23.Rimakotslína 2. Breyting á aðalskipulagi

2203006

Sveitarfélagið, í samráði við Landsnet, vinnur að breytingu á aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á flutningskerfi raforku á Suðurlandi. Verkefnið nefnist Rimakotslína 2 (RI2) og snýr að lagningu nýs 132 kV jarðstrengs sem mun liggja frá tengivirkinu á Hellu að tengivirki á Hvolsvelli og þaðan að tengivirki Rimakots í Rangárþingi eystra, alls um 36 km. Þaðan verður lagður strengur áfram til Vestamannaeyja. Tillagan var auglýst frá og með 20.7.2022 til og með 31.8.2022. Gerðar voru örlitlar breytingar frá auglýsingu en ekki þykir ástæða til endurauglýsingar vegna þess. Lögð eru fram endurbætt gögn frá Eflu.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?