9. fundur 02. febrúar 2023 kl. 08:30 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Lækjarvellir. Landskipti Ásavellir

2301037

Eigandi óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu Lækjarvöllum L230921. Lækjarvöllum er skipt í tvo hluta, A-hluta sem er 60.951 m² og B-hluta sem er 31.354 m² fyrir skiptin. Stærð Lækjarvalla er skráð 9,2 ha í Þjóðskrá. Skipt verður úr B-hlutanum. Útskipt lóð yrði 13.651 m² að stærð, fengi landeignanúmerið 235326 og heitið Ásavellir. B-hluti Lækjarvalla yrði því 17.703 m² eftir landskiptin og heildarstærð Lækjarvalla í heild yrði 78.654 m². Uppdrættir frá Landnotum dags. 25.11.2022.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

2.Gaddstaðir 49. Stofnun lóðar landskipti

2301045

Ný lóð við vesturenda íbúðasvæðis að Gaddstöðum. Lóðin er stofnuð úr Gaddstöðum, L164482, fær heitið Gaddstaðir 49, stærðina 8.309 m² og Lxxxxxx og er í samræmi við uppdrátt frá Landnotum dags. 18.1.2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Samhliða verði unnið að breytingum á gildandi deiliskipulagi þar sem lagðar verði áherslur á göngu- og reiðleiðir.

3.Fjallaskálar á Holtamannaafrétti. Lóðablöð

2301058

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 23. janúar sl að framlögð lóðablöð undir fjallaskálana Þúfuvatnsskála, Illugaver, Lindarkot og Sylgjufell yrðu kynnt Rangárþingi ytra. Lögð eru fram drög að lóðablöðum frá Eflu dags. 17.1.2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

4.Hái-Rimi landskipti

2301080

Jörðin Hái-Rimi er samtals 103,2 ha að stærð og skiptist í fjóra hluta, A, B, C og D auk hluta í Pínu og Gljá og hlutdeild í óskiptri sameign úr Safamýri og Austurbæjarmýri. Eigandi Háa-Rima L165386 óskar eftir að fá að skipta út þremur lóðum úr B-hluta jarðarinnar. B-hlutinn er 52,4 ha. Lóðirnar fengju heitin Hái-Rimi 5, stærð 10.110 m² og L235397, Hái-Rimi 6, stærð 10.110 m² og L235398 og Hái-Rimi 7, stærð 10.110 m² og L235399. Stærð B-hlutans yrði um 49,4 ha eftir skiptin í samræmi við landskiptagögn frá Landnotum dags. 23.1.2023. Heildarstærð Háa-Rimi eftir skiptin verður um 100,2 ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

5.Staða byggingarleyfismála

1810046

Staða byggingarleyfismála kynnt
Lagt fram til kynningar

6.Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa

2301043

Farið yfir hugmyndir í tengslum við viðtalstíma skipulags- og byggingarfulltrúa og starfsmanna hans.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áform um afgreiðslutíma Byggingar- og skipulagsfulltrúa og starfsmanna hans.

7.Beiðni um meira umferðaröryggi. Ábending frá hugmyndagátt

2301074

Vísað til afgreiðslu frá síðasta fundi Byggðaráðs.
Fjögur erindi hafa borist í hugmyndagátt á heimasíðu sveitarfélagsins, varðandi gönguskíðaspor, hraðahindrun á Breiðölduna, umferðaröryggismál við Heið- og Freyvang o.fl.
Nefndin þakkar fyrir innsend erindi íbúa. Tillögur nefndarinnar eru eftirfarandi:
1.
Sett verði hraðahindrun á Eyjasand við Breiðöldu.
2.
Sett verði gangbraut frá gangstétt við Heiðvang yfir að gangstétt við Þingskála.
3.
Kannað verði meðal íbúa í Heiðvangi og Freyvangi hvort og með hvaða hætti íbúar vilja auka umferðaröryggi í götunum.
4.
Farið verði í gerð hverfisskipulags á Hellu þar sem ekki liggur nú þegar fyrir deiliskipulag og inni í þeirri vinnu verði gerð tillaga um að fjarlægja grassvæði að hluta eða öllu leyti í Heiðvangi.

8.Rangárþing ytra, reglugerð um skilti

1612036

Byggingarfulltrúi hefur unnið að gerð reglna um staðsetningu og útlit skilta í sveitarfélaginu. Beiðni um umsagnir voru sendar til Vegagerðarinnar og til Umhverfisstofnunar í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar. Lögð er fram umsögn Vegagerðarinnar en Umhverfisstofnun hefur ekki gefið umsögn enn.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að reglugerðin verði samþykkt og auglýsing verði birt í B-deild stjórnartíðinda svo hún öðlist gildistöku

9.Stokkalækur 1b lóð 1 (Kirkjuhóll). Deiliskipulag

2301075

Ingveldur Sæmundsdóttir eigandi að Stokkalæk 1b lóð 1 óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af svæðinu. Um er að ræða u.þ.b. 4,4 ha lóð þar sem afmarka á byggingareiti fyrir íbúðarhús, bílskúr og skemmu, hesthús og gestahús. Jafnframt er óskað eftir að heiti lóðarinnar verði breytt í Kirkjuhól. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 24.1.2023.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að auki gerir nefndin ekki athugasemdir við fyrirhugað heiti lóðarinnar.

10.Uxahryggur 1. Beiðni um breytingu á texta í aðalskipulagi

2301076

Landeigandi hefur hug á að auka umfang ferðaþjónustu sinnar úr 15 gistiplássum/gestum í 50. Ekki verður gerð breyting á uppdrætti. Gisting er seld út í smáhýsum. Hvert smáhýsi tekur að jafnaði 2 í gistingu. Gert er ráð fyrir að fjöldi smáhýsa geti verið allt að 20 og hvert þeirra að hámarki 50 m² með allt að 4 m mænishæð. Einnig er eitt stærra gistihús sem tekur 8 manns í gistingu og verður að hámarki 80 m²
Skipulagsnefnd samþykkir að gerð verði breyting á texta í skilmálum og samantekt í greinargerð fyrir umrætt svæði í aðalskipulagi. Nefndin telur að umrædd breyting sé til þess fallin að um málsmeðferð verði farið eins og um óverulega breytingu sé að ræða, þar sem tillagan er í fullu samræmi við meginstefnu aðalskipulagsins, ekki sé um breytingu á landnotkun að ræða, ekki sé um verulega aukningu á byggingarmagni að ræða og breytingin hefur ekki áhrif á aðra en eigendur og sveitarfélagið.

11.Fellsmúli breyting á deiliskipulagi

2301018

íslensk matorka ehf óskar eftir að fá að breyta gildandi deiliskipulagi frá 20.1.2014 þar sem bætt verði við byggingareit undir fiskeldishús. Ekki er um aðrar breytingar að ræða. Skipulagsgögn eru frá Tækniþjónustu SÁ dags. 6.1.2023. Allir hlutaðeigandi hagsmunaaðilar hafa samþykkt áform umsækjanda með yfirlýsingum sínum sem hér fylgja með.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en telur enga þörf til grenndarkynningar þar sem allir hlutaðeigandi aðilar á svæðinu hafa staðfest samþykki sitt á áformum umsækjanda með árituðum yfirlýsingum þess efnis.
Loo Eng Wah kom fyrir nefndina og kynnti hugmyndir sínar um uppbyggingu á svæðinu.

12.Faxaflatir, svæði sunnan Suðurlandsvegar. Deiliskipulag

1601008

Í gildi er deiliskipulag af Faxaflötum, svæði sunnan Suðurlandsvegar dags. 26.4.2018. Áform eru uppi um byggingu þjónustuhúsa og markaðsaðstöðu ásamt tengingu við reið- og göngustígakerfi Hellu. Jafnframt er gert ráð fyrir gistingu til útleigu í gistiskálum ásamt þjónustuhúsi því tengdu.
Lagt fram til kynningar. Farið var yfir möguleika til uppbyggingar á svæðinu.
Loo þökkuð góð kynning

13.Tengivirki Landsnets á Hellu. Deiliskipulag.

2202042

Landsnet vinnur að verkhönnun stækkunar tengivirkisins á Hellu í tengslum við styrkingu dreifikerfisins á Suðurlandi. Fyrir liggur að lengja þarf rofasalinn um 4-5 metra, sem er með 66kV rofabúnaði, en reiturinn er ekki deiliskipulagður.
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá og með 16.11.2022 til og með 28.12.2022.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

14.Atvinnusvæði, breyting á deiliskipulagi

2211001

Breyting á gildandi deiliskipulagi dags. 25.11.2021 þar sem jarðstreng Rimakotslínu 2 er bætt við á uppdrætti, lega götunnar Faxaflatir breytist lítillega, staðföng eru uppfærð og tveimur lóðum undir spennistöðvar bætt inn. Breyting í samræmi við gögn frá Eflu dags. 31.10.2022. Tillaga að breyttu deiliskipulagi var auglýst frá og með 16.11.2022 til og með 28.12.2022.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

15.Lækur 2, Holtum. Deiliskipulag

2209100

Lækur Holtum ehf hefur lagt fram deiliskipulag af svæði úr jörð félagsins sem tekur til rekstrar eggjaframleiðslu. Tillagan var auglýst frá og með 19.10.2022 til og með 30.11.2022. Seinkun varð á afgreiðslu Skipulagsstofnunar en bréf barst þann 13. janúar sl þar sem gerðar voru nokkrar athugasemdir. Lögð eru fram uppfærð skipulagsgögn.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

16.Svínhagi L7A. Deiliskipulag

2211046

Landeigandi hefur fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af lóð sinni, Svínhaga L7A. Gert er ráð fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu með byggingu allt að 8 gistiskála auk aðkomuvega og bílastæða. Lögð er fram tillaga frá Landmótun.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Arnar Freyr Ólafsson kom fyrir nefndina og kynnti hugmyndir félagsins um uppbyggingu á svæðinu.

17.Rangárbakki 8. Breyting á deiliskipulagi

2209029

Arnar Ólafsson fyrir hönd lóðarhafa Rangárbakka 8, hefur óskað eftir heimild til að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið, dags. 22.10.2010. Í fyrstu var um að ræða útvíkkun á starfsemi tjaldsvæðisins þar sem gert verði ráð fyrir langtímastæðum fyrir húsvagna, ásamt nauðsynlegum skammtímastæðum og endurskoðun á uppbyggingu gistiskála og svæðis undir hefðbundin tjöld. Á síðustu misserum hafa áform lóðarhafa breyst umtalsvert og fallið hefur verið frá fyrr hugmyndum.
Lögð er fram skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir Rangárbakka, 8A, 8B og 8C í Rangárþingi ytra. Á svæðinu er ferðaþjónusta í litlum gistihúsum auk tjaldsvæðis. Lóðarhafi hyggst byggja upp tvö hótel með mismunandi áherslu og þjónustu og bjóða einnig uppá gistingu í smáhýsum. Á hluta svæðisins er deiliskipulag Árhúsa á Hellu sem fellt verður úr gildi með nýju deiliskipulagi.
Gerð verður óveruleg breyting á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til að stækka verslunar- og þjónustusvæði VÞ19, sem allar fyrirhugaðar framkvæmdir verða innan.
Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar í samræmi við fram lagða lýsingu. Lýsing verði kynnt í samræmi við 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem núverandi verslunar- og þjónustusvæði VÞ19 verði stækkað á kostnað opins svæðis OP4.
Nefndin telur að umrædd breyting sé til þess fallin að um málsmeðferð verði farið eins og um óverulega breytingu sé að ræða, þar sem tillagan er í fullu samræmi við meginstefnu aðalskipulagsins, ekki sé um stórfellda breytingu á landnotkun að ræða, ekki sé um verulega aukningu á byggingarmagni að ræða og breytingin hefur ekki áhrif á aðra en eigendur og sveitarfélagið.
Arnari þökkuð góð kynning

18.Borg og Háfshjáleiga 1, 2 og 3. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi. Sameiginleg lýsing

2301052

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 14.12.2022 að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins 2016-2028 fyrir Borg í Þykkvabæ og Háfshjáleigu 1, 2 og 3 þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í Verslunar- og þjónustusvæði fyrir bæði svæðin. Lögð er fram sameiginleg lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 23.1.2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

19.Skógrækt. Breyting á aðalskipulagi þar sem landnotkun verði breytt úr landbúnaðarnotum í skógræktar- og landgræðslusvæði.

2301054

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins 2016-2028 þar sem núverandi landnotkun 9 svæða í sveitarfélaginu verði breytt í Skógræktar- og landgræðslusvæði í samræmi við áform landeigenda um uppbyggingu skógræktar. Þetta eru svæðin Heiðarbakki 118,9 ha, Ölversholt 24,8 ha, Minna-Hof 21,0 ha, Akurbrekka úr tæpum 50 ha í 102,3 ha, Vindás 147 ha, Geitasandur 193 ha, Maríuvellir 38,9 ha, Galtalækur 198,5 ha og Bjalli 44,4 ha. Lögð er fram lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 23.1.2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

20.Efra-Sel 3C, Árbæjarhellir 2 og Heiði. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2301055

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gerðar verði breytingar á landnotkun þriggja svæða. Það eru Efra-Sel 3C þar sem núverandi frístundasvæði verði breytt í landbúnaðarsvæði að nýju, Árbæjarhellir 2 þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í íbúðasvæði og Heiði þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í frístundasvæði. Lögð er fram sameiginleg lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 23.1.2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

21.Aðalskipulagssjá og stafrænt aðalskipulag

2301059

Samkvæmt ákvæði 1. mgr. 46. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skulu skipulagsáætlanir unnar á stafrænu formi og þeim skilað á stafrænu formi til Skipulagsstofnunar. Þetta lagaákvæði tók gildi fyrir svæðisskipulag og aðalskipulag þann 1. janúar 2020 og mun taka gildi fyrir deiliskipulag þann 1. janúar 2025. Í 2. mgr. lagagreinarinnar er kveðið á um að Skipulagsstofnun skuli gera skipulagsáætlanir á stafrænu formi aðgengilegar.
Í aðalskipulagsjá Skipulagsstofnunar er aðalskipulag sveitarfélaga birt eins og það er í gildi hverju sinni, með áorðnum breytingum. Skipulagsstofnun hefur viðhaldið uppteiknuðum stafrænum gögnum sveitarfélaga hingað til en frá og með 1. janúar 2023 verður það á ábyrgð hverrar sveitarstjórnar að viðhalda stafrænu aðalskipulagi. Því fer Skipulagsstofnun fram á það að frá og með þeim degi verði allar breytingar á aðalskipulagi sveitarfélaga unnar og skilað á stafrænu formi til stofnunarinnar líkt og framangreind lög kveða á um.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?