10. fundur 02. mars 2023 kl. 08:30 - 10:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Staða byggingarleyfismála

1810046

Staða byggingarleyfismála fyrir febrúar kynnt
Lagt fram til kynningar

2.Stóru-Vellir umferðarréttur

2208031

Málefni lóðarhafa á Stóru-Völlum gagnvart umferðarrétti. Borist hefur erindi frá Landslögum fyrir hönd lóðarhafa og jarðareigenda þar sem því er beint til sveitarfélagsins að hlutast til um opnun vegarins frá Minni-Völlum í gegnum Stóru-Velli og jafnframt að fjarlægt verði lokunarskilti sem eigendur lóðar innan Stóru-Valla hafa sett upp til varnar umferð gegnum lóð sína. Óskað hefur verið eftir áliti lögmanns sveitarfélagsins og liggur það fyrir.
Vísað er ágreinings landeigenda Stóru-Valla og Minni-Valla um umferðarrétt að vegi sem liggur í gegnum landareignir aðila. Hefur sveitarfélaginu borist bréf frá landeigendum Stóru-Valla þar sem óskað er aðkomu sveitarfélagsins að ágreiningnum, m.a. að sveitarfélagið hlutist til um að lokun vegarins og skilti við hann verði fjarlægð. Að mati sveitarfélagsins er um einkaréttarlegan ágreining að ræða milli aðila um tilvist umferðarréttar á svæðinu og getur sveitarfélagið ekki verið úrskurðaraðili í þeim ágreiningi. Verða aðilar að leysa deilur sín á milli vegna þessa með öðrum hætti. Nefndin leggur til að Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að svara erindi landeigenda Stóru-Valla sem borist hefur sveitarfélaginu og svarbréf verði sent landeigendum við allra fyrsta tækifæri.

3.Rangárbakki 4. Hugmyndir að uppbyggingu

2006013

Sveitarstjórn samþykkti við úthlutun lóðarinnar að áform skildu samþykkt af sveitarstjórn áður en framkvæmdir hæfust á lóðinni. Lögð eru fram áform lóðarhafa um byggingu þriggja hæða húss sem skiptist í hótelálmu og íbúðaálmu ásamt sérstæðu veitingahúsi við árbakkann. Jafnframt óskar umsækjandi eftir því að óstofnuð lóð nr. 9 við Rangárbakka verði heimiluð undir bílastæði fyrir Rangárbakka 4. Lagt fram til kynningar á síðasta fundi.
Skipulagsnefnd telur rétt að heimila umsækjanda að sækja um lóð nr. 9 við Rangárbakka undir bílastæði fyrir fyrirhugað hótel og veitingahús á lóðinni Rangárbakkar 4. Nefndin vill þó leggja mikla áherslu á að framkvæmdir við fyrirhugaða uppbyggingu á Rangárbökkum 4 hefjist sem allra fyrst.

4.Vindmyllur Þykkvabæ. Tilkynning framkvæmdaaðila

2302001

Háblær ehf. hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu móttekin 18. janúar 2023 um endurnýjun Vindmylla í Þykkvabæ skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er hér með óskað eftir að Rangárþing ytra gefi umsögn um ofangreinda framkvæmd.
Í samræmi við tl. 3.16 í 1. viðauka laga nr. 111/2021 hefur Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila til ákvörðunar um matsskyldu vegna endurnýjunar vindmylla í Þykkvabæ.

Þó að greinargerðin með tilkynningu framkvæmdaraðila sé að mörgu leyti ítarleg og góð þá er það mat nefndarinnar að í greinargerðinni sé ekki tekið á öllum þeim atriðum sem fjalla þarf um í umhverfismatsskýrslu um áhrif framkvæmdanna. T.a.m. breyttum forsendum í tengslum við lýsingu deiliskipulags svæðisins er varðar áður fyrirhugaða nýtingu orkunnar sem upphaflegar vindmyllur áttu að framleiða og skuggaáhrifum á nærliggjandi byggð. Skipulagsnefnd metur það einnig svo að áformin séu ekki að fullu í samræmi við stefnumótum um nýtingu á vindorku í Rangárþingi ytra sem unnin var í skýrslu frá Eflu verkfræðistofu árið 2017 og varð hluti af aðalskipulagi Rangárþings ytra 2019. Má þar t.d. nefna viðmið um fjarlægð vindrafstöðva frá byggð og frístundasvæðum.

Eitt af markmiðum umhverfismats framkvæmda er að tryggja aðkomu almennings að umhverfismati og samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða. Skipulagsnefnd telur að heimamenn á hverjum stað búi yfir staðbundinni þekkingu á umhverfi og aðstæðum sem nýst getur við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna. Það er því mat skipulagsnefndar að þessi framkvæmd geti verið háð umhverfismati framkvæmda.
Fulltrúar LV þau Axel Birgir, Unnur, Guðmundur, Jóna og Óli Grétar kynna stöðu mála.

5.Kynning á orku- og virkjanamálum í sveitarfélaginu

2302131

Fulltrúar Landsvirkjunar kynna stöðu virkjana á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu
Skipulags- og umferðarnefnd þakkar fulltrúum Landsvirkjunar fyrir góða kynningu á stöðu framkvæmda við virkjanir á svæðinu.
Fulltrúum LV þökkuð góð yfirferð.

6.Árbæjarvegur Árbakki - Bjallavegur. Framkvæmdaleyfi

2302078

Vegagerðin áætlar að fara í styrkingu og endurmótun á Árbæjarvegi (271-01) frá Árbakka, þar sem núverandi bundið slitlag endar og áleiðis að Bjallavegi.
Heildarlengd útboðskaflans er 3,2 km. Líklegt er að útboð verði í byrjun apríl. Verkið felst í styrkingu og klæðingu bundins slitlags ásamt lagfæringu núverandi vegar, sem er að jafnaði um 6 m breiður, í 6,5 m breiðan veg með 6,3 m breiðu bundnu slitlagi og 2 x 10sm breiðum malar öxlum. Einnig þarf að endurnýja flest ræsi í veginum. Færa þarf nokkrar vegtengingar og á kafla hliðrast vegurinn allur og er þar um alveg nýjan veg að ræða.
Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila um áform um styrkingu og endurmótun Árbæjarvegar frá Árbakka að Bjallavegi. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 að undangenginni umsögn Umhverfisstofnunar þar sem fyrirhuguð veglagning fer yfir votlendi. Jafnframt þarf umsögn Minjastofnunar vegna túngarðsins að liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast.

7.Grænir iðngarðar - deiliskipulag

2211072

Rangárþing ytra hefur ákveðið að hefja vinnu við skipulag grænna iðngarða á skilgreindu iðnaðarsvæði I1. Aðkoma að svæðinu er af Kirkjubæjarvegi nr. 2704. Sveitarfélagið hyggst byggja upp Grænan iðngarð á svæðinu og skipuleggja lóðir og mannvirki undir hverskonar starfsemi sem fellur að hringrásarhugsun grænna iðngarða. Sem miðar að því að ólík fyrirtæki hefja starfsemi á skipulögðu svæði og nýta ólíka efna- og orkustrauma sem verða til í sambúð þeirra. Sérstaklega verður hugað að yfirbragði byggðar í sátt við umhverfi og náttúru. Norðan svæðis er móttöku og flokkunarstöð að Strönd, sem eftir atvikum geti tengst starfsemi grænna iðngarða. Lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 22.11.2022 hefur verið kynnt og send til umsagnar. Ábendingar bárust sem taka verður tillit til við vinnslu á tillögu. Lögð eru fram drög að uppsetningu lóða innan svæðisins.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar umsagnir og telur að taka eigi tillit til þeirra ábendinga sem þar koma fram við gerð tillögunnar. Nefndinni líst betur á tillögu 1 en leggur áherslu á að unnið verði betur að göngu- og hjólreiðastígum innan svæðisins og tekið verði tillit til tenginga við göngu- og hjólreiðakerfi meðfram Suðurlandsveginum. Nefndin óskar eftir að tillaga verði klár til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar í mars.

8.Vindlundur austan Sultartanga deiliskipulag

2211077

Landsvirkjun hefur undanfarin ár kannað möguleika á virkjun vindorku austan við Sultartangastöð. Svæðið er innan þess svæðis sem rannsakað var í mati á umhverfisáhrifum fyrir Búrfellslund (200 MW) árið 2016 og er innan Rangárþings ytra. Í júní 2022 samþykkti Alþingi virkjunarkostinn Búrfellslund í nýtingarflokk rammaáætlunar með uppsett afl allt að 120 MW. Til að af framkvæmdum geti orðið þarf að breyta aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 og vinna deiliskipulag fyrir svæðið. Lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 25.11.2022 hefur verið kynnt og send til umsagnar. Ábendingar bárust sem taka þarf tillit til við vinnslu tillögunnar að deiliskipulaginu.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar umsagnir við lýsinguna og telur að taka eigi tillit til þeirra ábendinga sem þar koma fram við gerð tillögunnar. Nefndin tók saman viðbrögð við athugasemdum sem þarfnast frekari útlistunar við gerð tillögunnar.

9.Rangárbakki 8. Breyting á deiliskipulagi

2209029

Arnar Ólafsson fyrir hönd Árhúsa ehf, lóðarhafa Rangárbakka 8, hefur fengið heimild til að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið, dags. 22.10.2010. Á svæðinu er ferðaþjónusta í litlum gistihúsum auk tjaldsvæðis. Lóðarhafi hyggst byggja upp tvö hótel með mismunandi áherslu og þjónustu og bjóða einnig uppá gistingu í smáhýsum. Á hluta svæðisins er deiliskipulag Árhúsa á Hellu sem fellt verður úr gildi með nýju deiliskipulagi. Gerð verður óveruleg breyting á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til að stækka verslunar- og þjónustusvæði VÞ19, sem allar fyrirhugaðar framkvæmdir verða innan. Kynning á Lýsingu skipulagsáætlunar stóð til 1. mars sl.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar umsagnir og telur að taka eigi tillit til þeirra ábendinga sem þar koma fram við gerð tillögunnar. Nefndin tekur undir ábendingar frá Skipulagsstofnun um að skilmálar vegna útlits og forms mannvirkja verði gerð góð skil í tillögunni. Nefndin leggur líka mikla áherslu á að aðgengi meðfram Ytri-Rangá verði skilgreint sérstaklega fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur en ekki fyrir akandi umferð. Aðgengi hagsmunaaðila að umhverfi svæðisins verði skilgreint. Nefndin óskar eftir að tillaga verði klár til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar í mars.

10.Hrafnhólmi og Hrafntóftir 3, deiliskipulag

2205007

Eigandi Hrafnhólma og Hrafntófta 3 hefur lagt fram deiliskipulag af lóðunum. Gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, gestahúss og skemmu á hvorri lóð skv. skipulagsgögnum frá Eflu dags. 4.5.2022. Í lokaafgreiðslu skipulagsstofnunar kom fram að leita skuli eftir undanþágu frá ráðuneyti frá grein 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð vegna fjarlægða milli bygginga og vega. Niðurstaða liggur nú fyrir frá Innviðaráðuneyti þar sem fallist er á að undanþága verði veitt frá ofangreindu ákvæði.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

11.Beindalsholt breyting á deiliskipulagi

2208109

Breyting á núverandi deiliskipulagi felur í sér byggingarreit fyrir einbýlishús á sér lóð. Þinglýst aðkoma að Beindalsholti 2 ásamt aðkomu að nýju einbýli og að eldra einbýlishúsi á Beindalsholti verði færð og þannig aðskilin aðkomu að ferðaþjónustu sem er nú þegar starfrækt á Beindalsholti. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun eftir auglýsingatíma tillögunnar þess efnis að íbúðarhús er komið of nálægt Landvegi og því ekki í samræmi við ákvæði skipulagsreglugerðar um fjarlægð íbúðarhúsa frá stofn- eða tengivegum. Einnig er óskað eftir betri skýringum á tengslum við ákvæði í aðalskipulagi varðandi heimilað byggingarmagn. Lögð eru fram uppfærð gögn frá Eflu dags. 14.2.2023.
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir og fór yfir leiðrétt gögn málsins. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Nefndin vill árétta varðandi gistiskálana og staðsetningu þeirra að um er að ræða skilgreinda ferðaþjónustu og því ættu skálarnir að mega vera nær Landvegi en skilgreind fjarlægð frá íbúðar- eða frístundahúsum leyfir.

12.Svínhagi Ás 10. Deiliskipulag

2209054

Um er að ræða deiliskipulag fyrir 11 lóðir á landbúnaðarlandi. Tillagan var auglýst frá og með 19.10.2022 til og með 30.11.2022. Athugasemdir bárust sem búið er að svara. Athugasemd barst frá Skipulagsstofnun vegna efnislegra atriða í greinargerð.
Skipulags- og umferðarnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir frá Skipulagsstofnun. Sett er fram minnisblað með viðbrögðum sveitarstjórnar.
Nefndin samþykkir fram lagða tillögu og leggur til að hún verði send til afgreiðslu Skipulagsstofnunar.

13.Laugar. Deiliskipulag fiskeldis

2204011

Skipulagsráðgjafi fyrir hönd lóðarhafa hefur lagt fram deiliskipulag af lóð félagsins Geo Salmo ehf að Laugum. Skipulagið lýtur að starfsemi félagsins á svæðinu en þar er rekin fiskeldisstöð. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun um að ekki væri ljóst hvort um fasta búsetu á svæðinu væri að ræða. Lögð er fram uppfærð tillaga frá VSÓ Ráðgjöf ehf dags. 8.4.2022 m.s.br.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um athugasemdir Skipulagsstofnunar og leggur áherslu á að ekki er um fasta búsetu starfsmanna að ræða á svæðinu. Merking í texta var óljóst í fyrri útgáfu og hefur verið brugðist við því. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur því til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

14.Nes land L164744, L193463 og L193464. Deiliskipulag

2211071

Eigendur lóðanna Nes lands hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi af lóðum sínum. Áform eru uppi um byggingu sumarhúsa og / eða íbúðarhúsa. Tillagan var auglýst frá og með 18.1.2023 til og með 1.3.2023. Athugasemdir bárust frá Veiðifélagi Ytri-Rangár og vesturhluta Hólsár þar sem félagið vill benda á að þar sem vegslóðinn er ætlaður sem aðgengi að vatnsbóli sveitarfélagsins, skuli hann einnig vera opinn fyrir umferð veiðimanna, jafnt akandi sem og gangandi. Félagið vísar til 4. mgr. 37. gr. laga um lax- og silingsveiði því til stuðnings.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir og umsagnir. Nefndin getur ekki fallist á að sveitarfélaginu beri, þó að sveitarfélagið sé hluti af veiðifélaginu, að opna fyrir aðgengi veiðimanna gegnum lönd annarra, sem ekki eru hluti af veiðifélaginu. Um slíkt verði veiðifélagið að ná samkomulagi við lóðarhafa hverju sinni. Nefndin ítrekar fyrri kröfu sína um að aðgengi að landi sveitarfélagsins og vatnsbóli verði skilgreint.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

15.Efra-Sel 3C. Deiliskipulag

2210001

Eigendur Efra-Sels 3C L220359 hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi af svæðinu ásamt að gerð verði breyting á landnotkun þar sem núverandi frístundasvæði verði breytt í landbúnaðarsvæði að nýju. Deiliskipulagið mun gera ráð fyrir byggingu íbúðarhúss ásamt tilheyrandi uppbyggingu. Tillaga var auglýst frá og með 4. janúar 2023 til og með 15. febrúar. Athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um staðsetningu hreinsivirkis.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar umsagnir og athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

16.Borg og Háfshjáleiga 1, 2 og 3. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi. Sameiginleg lýsing

2301052

Sveitarstjórn Rangárþings ytra ehfur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins 2016-2028 fyrir Borg í Þykkvabæ og Háfshjáleigu 1, 2 og 3 þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í Verslunar- og þjónustusvæði fyrir bæði svæðin. Lýsing var kynnt með fresti til athugasemda til 1. mars sl. Ábending barst frá Umhverfisstofnun þar sem talið er að meta þurfi áhrif breytingarinnar á fuglasvæði við vinnslu tillögunnar.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar umsagnir við lýsinguna og telur að taka eigi tillit til þeirra ábendinga sem þar koma fram við gerð tillögu viðkomandi mála. Nefndin leggur til að málunum verði skipt upp, þar sem kynningu sameiginlegrar lýsingar er lokið, og sérstök tillaga fylgi hverju máli fyrir sig hér eftir. Nefndin leggur jafnframt áherslu á við umsækjendur að unnið verði að gerð deiliskipulags fyrir umrædd svæði í samræmi við landnotkun samhliða ferli breytinganna á aðalskipulaginu. Varðandi athugasemd frá Lögborg vegna eignarhalds á svæðinu vísar nefndin til þess að borist hafi beiðni um breytingu á landnotkun lóðanna frá þeim aðila sem skráður er þinglýstur eigandi lóðanna í bókum sýslumanns. Af þeim sökum taldi sveitarfélagið réttmætt að verða við ósk þinglýsts eiganda um að veita heimild til vinnslu skipulags. Nefndin vill árétta að ef uppi er ágreiningur um eignarrétt að viðkomandi lóðum þá þurfa aðilar að leysa hann sín á milli. Sveitarfélagið getur ekki verið úrskurðaraðili í þeim ágreiningi.

17.Efra-Sel 3C, Árbæjarhellir 2 og Heiði. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2301055

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gerðar verði breytingar á landnotkun þriggja svæða. Það eru Efra-Sel 3C þar sem núverandi frístundasvæði verði breytt í landbúnaðarsvæði að nýju, Árbæjarhellir 2 þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í íbúðasvæði og Heiði þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í frístundasvæði. Lýsing var kynnt með fresti til athugasemda til 1. mars sl. Nokkrar ábendingar bárust.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar umsagnir við lýsinguna og telur að taka eigi tillit til þeirra ábendinga sem þar koma fram við gerð tillögu viðkomandi mála. Nefndin leggur til að málunum verði skipt upp, þar sem kynningu sameiginlegrar lýsingar er lokið, og sérstök tillaga fylgi hverju máli fyrir sig hér eftir. Nefndin leggur jafnframt áherslu á við umsækjendur að unnið verði að gerð deiliskipulags fyrir umrædd svæði í samræmi við landnotkun samhliða ferli breytinganna á aðalskipulaginu.

18.Hvanngiljahöll á Holtamannaafrétti. deiliskipulag

2302137

Ásahreppur hefur lagt fram deiliskipulagstillögu fyrir fjallaselið Hvanngiljahöll á Holtamannaafrétti. Á fundi hreppsnefndar Ásahrepps 23. janúar s.l. var samþykkt breytt vegstæði fyrir aðkomu að Hvanngiljahöll og er hún sýnd á myndinni Hvanngiljahöll veghugmynd. Jafnframt var farið fram á að breytingartillagan yrði send Rangárþingi ytra til kynningar.
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu frá Ásahreppi.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?