12. fundur 28. apríl 2023 kl. 08:30 - 10:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
  • Berglind Kristinsdóttir varamaður
  • Brynhildur Sighvatsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Árbakki L164961 Landskipti vegsvæði

2304004

Landeigandi Árbakka L164961 óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu 38.250 m² spildu undir þjóðveg sem verður í veghaldi Vegagerðarinnar. Spildan fengi heitið Árbakki vegsvæði og landeignanúmerið Lxxxxxx í samræmi við uppdrátt frá Vegagerðinni dags. 27.12.2022 og yfirlitsuppdrætti dags. 6.3.2023 til frekari skýringar.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

2.Árbakki land L218833. Landskipti vegsvæði

2304005

Landeigandi Árbakka lands L218833 óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu 296 m² spildu undir þjóðveg sem verður í veghaldi Vegagerðarinnar. Spildan fengi heitið Árbakki vegsvæði og landeignanúmerið Lxxxxxx í samræmi við uppdrátt frá Vegagerðinni dags. 27.12.2022 og yfirlitsuppdrætti dags. 6.3.2023 til frekari skýringar.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

3.Snjallsteinshöfði 1B. Landskipti vegsvæði

2304006

Hulda Gústafsdóttir fyrir hönd landeigandia að Snjallsteinshöfða 1B L223327 óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu 9.616 m² spildu undir þjóðveg sem verður í veghaldi Vegagerðarinnar. Spildan fengi heitið Snjallsteinshöfði 1B vegsvæði og landeignanúmerið Lxxxxxx í samræmi við uppdrátt frá Vegagerðinni dags. 26.1.2023 og yfirlitsuppdrátt dags. 6.3.2023 til frekari skýringar.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

4.Bæjarholt. Landskipti vegsvæði

2304007

Hulda Gústafsdóttir fyrir hönd landeiganda að Bæjarholti L199390 óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu 2.007 m² spildu undir þjóðveg sem verður í veghaldi Vegagerðarinnar. Spildan fengi heitið Bæjarholt vegsvæði og landeignanúmerið Lxxxxxx í samræmi við uppdrátt frá Vegagerðinni dags. 26.1.2023 og yfirlitsuppdrátt dags. 6.3.2023 til frekari skýringar.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

5.Vöðlar. Landskipti vegsvæði

2304008

Landeigandi Vöðla L202681 óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu 7.876 m² spildu undir þjóðveg sem verður í veghaldi Vegagerðarinnar. Spildan fengi heitið Vöðlar vegsvæði og landeignanúmerið Lxxxxxx í samræmi við uppdrátt frá Vegagerðinni dags. 25.1.2023 og yfirlitsuppdrátt dags. 6.3.2023 til frekari skýringar.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

6.Stilla. Landskipti vegsvæði.

2304009

Landeigendur Stillu L223329 óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu 6.343 m² spildu undir þjóðveg sem verður í veghaldi Vegagerðarinnar. Spildan fengi heitið Stilla vegsvæði og landeignanúmerið Lxxxxxx í samræmi við uppdrátt frá Vegagerðinni dags. 25.1.2023 og yfirlitsuppdrátt dags. 6.3.2023 til frekari skýringar.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

7.Nón. Landskipti vegsvæði.

2304010

Landeigandi Nóns L228028 óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu 1.648 m² spildu undir þjóðveg sem verður í veghaldi Vegagerðarinnar. Spildan fengi heitið Nón vegsvæði og landeignanúmerið Lxxxxxx í samræmi við uppdrátt frá Vegagerðinni dags. 25.1.2023 og yfirlitsuppdrátt dags. 6.3.2023 til frekari skýringar.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

8.Snjallsteinshöfði 3. Landskipti vegsvæði

2304058

Landeigandi Snjallsteinshöfða 3, L221967, óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu 1.468 m² spildu undir þjóðveg sem verður í veghaldi Vegagerðarinnar. Spildan fengi heitið Snjallsteinshöfði 3 - vegsvæði og landeignanúmerið Lxxxxxx í samræmi við uppdrátt frá Vegagerðinni dags. 25.1.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.
Fylgiskjöl:

9.Snjallsteinshöfði 2, L165009. Landskipti

2304044

Landeigandi að Snjallsteinshöfða 2, L165009, óskar eftir að fá að skipta úr jörð sinni, lóð sem fengi heitið Snjallsteinshöfði 4, yrði 68.681,9 m² að stærð og fengi landfeignanúmerið Lxxxxxx í samræmi við uppdrátt frá Eflu dags. 4. apríl 2023. Áform eru um áframhaldandi landbúnaðarnot á lóðinni.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

10.Hábær 1, L165373, landskipti Nesvegur

2304067

landeigandi Hábæjar L165373 óskar eftir að fá að skipta úr jörð sinni spildu undir veg að Gljánni L229525. Spildan verður 26.717 m² að stærð, fengi heitið Nesvegur og landeignanúmerið Lxxxxxx í samræmi við uppdrátt frá Landnotum dags. 25.4.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Varðandi heiti spildunnar telur nefndin rétt að ef útskipt spilda á ekki að sameinast annarri lóð verði breytt um heiti hennar.

11.Svínhagi Ás-10. Landskipti Sléttahraun og Mosahraun

2304047

Grettir Rúnarsson fyrir hönd félagsins ÁS-10 ehf óskar eftir að fá að skipta úr jörð félagsins alls 10 lóðum í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins frá Landformi dags. 28.2.2023. Lóðirnar yrðu við Sléttahraun 2, stærð 30.000 m² og L123, 4, stærð 31.432 m² og Lxxxxxx, 6, stærð 31.707 m² og Lxxxxxx og 10, stærð 30.152 m² og Lxxxxxx og við Mosahraun 1, stærð 30.041 m² og Lxxxxxx, 2, stærð 20.031 m² og Lxxxxxx, 4, stærð 30.438 m² og Lxxxxxx, 6, stærð 31.589 m² og Lxxxxxx, 8, stærð 32.451 m² og Lxxxxxx og 10, stærð 30.008 m² og Lxxxxxx. Samhliða stofnun ofangreindra lóða á lóðin Svínhagi ÁS-7, sem stofnuð var áður, að breyta heiti sínu í Sléttahraun 8.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á útskiptum lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

12.Ómsvellir 1-3 og 5. Sameining lóða

2304030

Bjarki Steinn Jónsson lóðarhafi lóðanna nr. 1-3 og 5 við Ómsvelli óskar eftir að fá heimild til að sameina lóðirnar í eina. Áform eru um byggingu eins húss allt að 95X12 metra.
Breytingin myndi kalla á endurskoðun á deiliskipulagi fyrir svæðið og jafnframt þyrfti að endurauglýsa lóðirnar til að reglur um lóðarúthlutun yrði framfylgt. Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að beiðni umsækjanda verði hafnað.
Fylgiskjöl:

13.Foss 2, L219040. Beiðni um stækkun lóðar

2304035

Lúðvík Bergmann leigutaki að Fossi 2 óskar eftir að lóðin verði stækkuð í samræmi við meðfylgjandi yfirlitsmynd. Lóðin myndi stækka úr 0,69 ha í 1,21 ha. Áform eru um fjölgun gistirýma í samræmi við skilmála í aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að beiðni umsækjanda verði samþykkt. Áformuð fjölgun gistirýma er í samræmi við skilmála í aðalskipulagi. Nefndin vill þó árétta að lóðarhafi leggi fram deiliskipulag af svæðinu og verði það gert í kjölfarið á breytingu á afmörkun lóðarinnar.
Brynhildur Sighvatsdóttir tekur sæti á fundinum

14.Þrúðvangur 32. Beiðni um stækkun lóðar.

2304016

Stefán Hafliði Aðalsteinsson fyrir hönd lóðarhafa Þrúðvangs 32 óskar eftir að lóðin verði stækkuð í samræmi við uppdrátt frá 1993 sem sýnir afmörkun miðað við að lóðin verði 2137 m² í stað 1140 m² eins og hún er skráð í dag. Kvöð um umferð austan við Hellubíó yrði afnumin samhliða.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að beiðni umsækjanda verði vísað til frekari úrvinnslu starfshóps um miðbæjarsvæði.

15.Staða byggingarleyfismála

1810046

Staða byggingarleyfismála kynnt
Lagt fram til kynningar

16.Lækur 2. Mat á umhverfisáhrifum.

2303036

Tilkynning framkvæmdaaðila til Skipulagsstofnunar.
Nesbúegg ehf. hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu móttekin 3. apríl 2023, um fyrirhugaða uppbyggingu á hænsnabúi að Læk 2 í Holtum, Rangárþingi ytra skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er hér með óskað eftir að umsagnaraðili gefi umsögn um ofangreinda framkvæmd.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að greinilega sé brugðist við þeim áhrifum sem umrædd framkvæmd kunni að hafa á umhverfi sitt með þeim hætti að ekki verði um veruleg neikvæð áhrif að ræða. Skipulagsnefnd telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í framlagðri greinargerð með tilkynningunni. Umhverfisáhrif hafa verið lágmörkuð með fullnægjandi mótvægisaðgerðum og vöktun. Skipulagsnefnd telur því að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

17.TRÚNAÐARMÁL

2304061

Athugasemdir með bréfi dags. 22. apríl 2023.
Byggingarleyfi fyrir vindmyllunum var gefið út í mars 2023. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að taka saman gögn í samræmi við efni erindisins og leggja fyrir sveitarstjórn.

18.Hvammsvirkjun. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

2212059

Landsvirkjun óskar eftir framkvæmdaleyfi til byggingar á 95MW Hvammsvirkjun. Landsvirkjun hefur samhliða óskað eftir framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hvammsvirkjun verður staðsett neðan núverandi virkjana á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár og kemur til með að nýta 32 m fall Þjórsár frá Yrjaskeri rétt ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey austan við Þjórsárholt. Virkjunin nýtir miðlað rennsli Þjórsár ofar á vatnasviðinu. Gert er ráð fyrir allt að 95 MW vatnsaflsvirkjun með árlega orkuvinnslu um 740 GWh. Lögð er fram ítarleg greinargerð með umsókn um framkvæmdaleyfi frá Eflu dags.4.4.2023
Mikil óvissa virðist vera í málefnum tengdum laxagöngu og vistkerfi laxfiska vegna stíflunnar. Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að afgreiðslu á erindi Landsvirkjunar verði frestað þar til gagnaöflun lýkur.

19.Beiðni um hraðahindrun í Þykkvabæ

2304065

Helgi Ármannsson og Karen Eva Sigurðardóttir, íbúar í Þykkvabæ, óska eftir að hraðahindranir verði settar á Ásveginn, annars vegar við Íþróttahúsið og hins vegar rétt austan við kirkjuna.
Skipulags- og umferðarnefnd fellst á að gert verði ráð fyrir aðgerðum til að draga úr hraða á umræddum vegi. Nefndin leggur til að forstöðumanni þjónustumiðstöðvar verði falið að ganga til viðræðna við Vegagerðina um nauðsynlegar úrbætur.

20.Völlur L228111. Deiliskipulag

2304043

Landeigandi að Völlum L228111 óskar heimildar til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Gert verði ráð fyrir tveimur byggingareitum til byggingar á annars vegar íbúðarhúsi, gestahúsi, gróðurhúsi, geymslu og hins vegar hesthúsi og geymslu/skemmu. Áformum er líst í tillögu að deiliskipulagi frá Pétri H. Jónssyni dags. 19. apríl 2023.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

21.Haukadalur 4N, L205514. Breyting á deiliskipulagi

2304049

Eigandi tveggja lóða úr skipulögðu landi Haukadals, L219700 og L205514, óskar eftir að fá að gera breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið sem samþykkt var 20.3.1996 þar sem bætt verði við einni lóð í eigu umsækjanda og skilgreindar verði byggingarheimildir á henni til samræmis við aðrar lóðir á svæðinu.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar að undangenginni grenndarkynningu til nærliggjandi lóðarhafa á svæðinu.

22.Leynir L217813 deiliskipulag.

2304056

Landeigandi að Leyni L217813 óskar heimildar til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Gert verði ráð fyrir byggingu íbúðarhúss og fjögurra frístundahúsa. 4 lóðum hefur þegar verið skipt úr lóðinni. Áformum er líst í tillögu að deiliskipulagi frá Eflu dags. 20.4.2023
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

23.Ægissíða 2 Rangárstígur. Breyting á deiliskipulagi.

2304066

Veiðfélag Ytri Rangár óskar eftir að fá að leggja fram breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Rangárstíg þar sem aðkoma að svæðinu sunnan Rangárstígs yrði felld innan lóðar nr. 1 við Rangárstíg. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 24.4.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt lóðarhöfum við Rangárstíg.

24.Hvammur Vinnubúðir fyrir Landsvirkjun deiliskipulag

2304060

Landsvirkjun hefur hug á að setja niður vinnubúðir á landi sínu Hvammi 3, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun. Lögð er fram tillaga þar sem gert er ráð fyrir tveimur lóðum undir vinnubúðir.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar en telur að gera þurfi breytingar á skilmálum í aðalskipulagi þar sem heimild til umræddrar starfsemi verði gerð skil. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ganga í það og telur að um minni háttar breytingu á aðalskipulaginu gæti verið að ræða.
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða breytingunni á aðalskipulaginu.

25.Árbæjarhellir 2, breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2304053

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 14.12.2022 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun á hluta jarðarinnar Árbæjarhellir 2 þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í íbúðasvæði. Sameiginleg lýsing skipulagsáforma nokkurra svæða hefur verið kynnt og nú er lögð fram tillaga frá Eflu dags. 24.4.2023. Gert er ráð fyrir að um 5 ha svæðið verði breytt í íbúðasvæði með alls 8 lóðum, 0,5 - 0,9 ha að stærð.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

26.Heiði L164645, breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2304055

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 11.1.2023 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun á lóðinni Heiði L164645 þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í frístundasvæði. Sameiginleg lýsing skipulagsáforma nokkurra svæða hefur verið kynnt og nú er lögð fram tillaga frá Eflu dags. xxxx. Gert er ráð fyrir að um 1,8 ha svæðinu verði breytt í frístundasvæði með alls 5 lóðum.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

27.Efra-Sel 3C. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

2304054

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 14.12.2022 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun á lóðinni Efra-Sel 3C, L2203059, þar sem núverandi frístundasvæðiverði breytt í landbúnaðarsvæði. Sameiginleg lýsing skipulagsáforma nokkurra svæða hefur verið kynnt og nú er lögð fram tillaga frá Eflu dags. 24.4.2023. Gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúss ásamt tengdum útihúsum.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

28.Búrfellslundur breyting á landnotkun í aðalskipulagi vegna áform um uppsetningu vindlundar

2304057

Sveitarfélagið samþykkti á fundi sínum þann 1.12.2022 að gerð verði breyting á landnotkun í aðalskipulagi þar sem hluti af núverandi Skógræktar- og landgræðslusvæði verði breytt í iðnaðarsvæði. Lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 25.11.2022 hefur verið kynnt og einnig hefur skipulagstillagan verið kynnt á vinnslustigi. Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2016-2028.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að afgreiðslu verði frestað.

29.Þykkvibær vindmyllur. Kæra 51-2023 vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar

2304048

Meðfylgjandi er afrit stjórnsýslukæru, móttekin 20. apríl 2023 þar sem kærð er ákvörðun Skipulagsstofnunar um að uppsetning vindmylla í Þykkvabæ þurfi ekki að fara í umhverfismat.

Vegna framkominnar kröfu er farið fram á að úrskurðarnefndin fái í hendur gögn er málið varða og er stjórnvaldi gefið kostur á að tjá sig um kröfuna, 30 dagar frá dagsetningu þessarar tilkynningar sbr. 5. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Skipulags- og umferðarnefnd fór yfir málavexti og felur skipulagsfulltrúa að taka saman gögn til að svara erindi úrskurðarnefndarinnar. Samantekt þess efnis skal byggð á minnislista skipulagsfulltrúa sem hér er fram lagður.

30.Rangá, veiðihús deiliskipulag

2112001

Eigendur lóða L165412, L198604 og l223017 hafa lagt fram sameiginlega tillögu að deiliskipulagi af verslunar- og þjónustusvæði sínu við Rangá. Skilgreindar eru byggingarheimildir á núverandi lóðum ásamt því að lóðin L223017 færist til og stækkar í átt að þjóðvegi. Jafnframt eru bílastæði skilgreind og aðkoma að lóðum fastsett. Tillagan var auglýst frá og með 15.12.2021 til og með 26.1.2022 en þar sem breytingar voru gerðar milli aðila sem áhrif hafa á efnisinnihald tillögunnar þarf að auglýsa tillöguna að nýju. Lögð er fram ný og endurbætt tillaga frá Eflu dags. 24.4.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vegna fyrirhugaðrar nýrrar aðkomu telur nefndin nauðsynlegt að gerðar verði breytingar á deiliskipulagi fyrir Ægissíðu 2 sem snýr að Rangárstíg og ný aðkoma sett inn. Um minni háttar breytingu kynni að vera að ræða.

31.Suðurlandsvegur gegnum Hellu. Deiliskipulag

2301069

Rangárþing ytra hefur samþykkt að vinna að deiliskipulagi fyrir Suðurlandsveg gegnum Hellu, frá tengingum göngu- og hjólreiðastígar vestan við Rangá og að vegamótum Rangárvallavegar í austri. Skilgreindar verði tengingar og staðsetning stíga og lagna. Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 24.4.2023
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

32.Ægissíða 4, deiliskipulag verslunar- og þjónustu

2211040

Fyrirhuguð er áframhaldandi uppbygging ferðaþjónustu á svæðinu, annarsvegar með áframhaldandi uppbyggingu á afþreyingarferðaþjónustu og þá aðallega í tengslum við hellaskoðunarferðir. Hinsvegar uppbygging gistiþjónustu með því að fjölga sumarhúsum á svæðinu. Markmiðið er að setja fram skýra umgjörð utan um uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu í samráði við Minjastofnun Íslands. Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 19.4.2023
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

33.Breyting á kafla 2.3.8 Stakar framkvæmdir í aðalskiplagi.

2304068

Unnið er að breytingu á skilmálum í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem gerðar verða breytingar á skilmálum varðandi stakar framkvæmdir.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að bætt verði þessum texta í kafla 2.3.8 í greinargerð aðalskipulagsins:
Ýmsar tímabundnar framkvæmdir, eftirlits- og rannsóknastarfsemi s.s. tilraunaborholur, skoðun jarðefna, tímabundnar vinnubúðir vegna framkvæmda o.fl. enda fari slík starfsemi fram skv. reglum og þeim leyfum sem krafist er.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?