229. fundur 26. júní 2023 kl. 08:15 - 10:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Eggert Valur Guðmundsson aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Hulda Karlsdóttir
  • Einar Bárðarson
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Hulda Karlsdóttir

1.Rekstraryfirlit 2023

2302079

Rekstraryfirlit janúar til maí 2023.
Rekstraryfirlit janúar til maí 2023 lagt fram til kynningar. Reksturinn fyrstu 5 mánuði ársins er í góðu jafnvægi.

2.Ýmsar upplýsingar úr daglegum rekstri

2101057

Farið yfir ýmis rekstrarmál.
Einar Bárðarson framkvæmdastjóri fer yfir ýmis rekstrarmál skv. framlögðu minnisblaði. Stjórn samþykkir að framkvæmdastjóri skipuleggi ferð vegna hugsanlegra kaupa á notuðum söfnunarbíl.

3.Starfsmannamál 2023 - Sorpstöðin

2306040

Trúnaðarmál
Farið yfir starfsmannamál.

4.Urðun dýrahræja

2302076

Tillaga frá sveitarstjórn Rangárþings eystra.
Stjórn tekur vel í erindið en sér ekki fyrir sér að fara í sértæka söfnun á dýraleifum eins og staðan er núna. Söfnun dýraleifa er vandmeðfarin með tilliti til smitvarna og nær til að mynda starfsvæði Sorpstöðvarinnar yfir tvö búfjárveikivarnarhólf.

Sorpstöðin er að taka þátt í tilraunaverkefni með Sorpu sem snýst um að taka á móti dýraleifum til frystingar og koma til viðeigandi eyðingar.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að skoða hugmyndir um fyrirkomulag söfnunar og áætla kostnað á ársgrundvelli sem yrði skoðaður við gerð fjárhagaáætlunar fyrir árið 2024.

5.Fundargerðir Sorpstöðvar Suðurlands

2203021

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?