230. fundur 11. september 2023 kl. 08:15 - 10:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Eggert Valur Guðmundsson aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Hulda Karlsdóttir
  • Einar Bárðarson
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Hulda Karlsdóttir

1.Rekstraryfirlit 2023

2302079

Rekstraryfirlit janúar til júlí
Rekstraryfirlit frá janúar til júlí 2023 lagt fram til kynningar. Reksturinn er að mestu leyti skv.áætlun.

2.Ýmsar upplýsingar úr daglegum rekstri

2101057

Farið yfir ýmis rekstrarmál.
Einar Bárðarson framkvæmdastjóri fer yfir ýmis rekstrarmál.
Traktorsgrafa hefur verið seld og er söluverðið á henni 13,5 m.kr. auk VSK
Nýr sorpbíll kom á götuna í byrjun sept. innfluttur frá Finnlandi. Kostnaður vegna bílsins er um 28 m.kr. nettó sem er innan áætlunar.
Umræða um fyrirkomulag á söfnun á rúllubaggaplasti. Framkvæmdastjóri hefur verið í sambandi við söfnunaraðila um úrlausn söfnunar. Sorpstöð Rangárvallasýslu mun ekki fara í sértæka söfnun á rúllubaggaplasti. Móttaka á rúllubaggaplasti verður áfram á Strönd.
Framkvæmdastjóra falið að auglýsa og selja Volvo söfunarbíl sem hefur hingað til verið varabíll fyrir sorphirðu.
Samþykkt að festa kaup á stærri aftanívagni til að hámarka flutningsgetu á sorpi til móttökuaðila. Einnig að keypt verði klemma og hraðtengi á hjólagröfu til að auka notkunarmöguleika gröfunnar. Samtals fjárfesting að upphæð 8,0 m.kr. og verður fjármögnuð með sölu á öðrum tækjum og hefur því ekki áhrif á fjárhagsáætlun ársins 2023.

3.Starfsmannamál 2023 - Sorpstöðin

2306040

Trúnaðarmál.
Farið yfir starfsmannamál.
Ákveðið að leggja fram drög að skipuriti á næsta fundi stjórnar.

4.Uppbygging starfsstöðvar og móttöku á Strönd

2309021

Frestað til næsta fundar.

5.Aðalfundur SOS 2023

2309025

Tilnefning fulltrúa á aðalfund SOS 2023
Stjórn samþykkir að Eggert Valur Guðmundsson verði aðalmaður á aðalfundi SOS og Nanna Jónsdóttir til vara.

6.Áhersluverkefni Sorpstöðvar Suðurlands 2024

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?