231. fundur 25. september 2023 kl. 16:00 - 17:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Eggert Valur Guðmundsson aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Hulda Karlsdóttir
  • Einar Bárðarson
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Hulda Karlsdóttir

1.Uppbygging starfsstöðvar og móttöku á Strönd

2309021

Lagðar fram hugmyndir að uppbyggingu á framtíðar þjónustuhúsi á Strönd. Framkvæmdastjóra falið að láta vinna frumhönnun að nýbyggingu og aðkomu að móttökustöðinni á Strönd. Kostnaður vegna frumhönnunar rúmast innan áætlunar 2023.

2.Starfsmannamál 2023 - Sorpstöðin

2306040

Fært í trúnaðarmálabók

3.Áhersluverkefni Sorpstöðvar Suðurlands 2024

2309026

Stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu leggur til að Sorpstöð Suðurlands vinni að úrlausn á förgun dýraleifa, aukinni samvinnu á grundvelli svæðisáætlunar og mögulegri samræmingu á gjaldskrám vegna innleiðingar á "borgað þegar hent er".

4.Farvegur úrgangs

2309057

Lagt fram minnisblað frá fundi með fulltrúum Sorpu og Sorpstöðvar Rangárvallasýslu. Framkvæmdastjóra falið að halda áfram samtali við Sorpu um möguleg úrgangsskipti milli samlaganna.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?