233. fundur 11. desember 2023 kl. 08:15 - 10:46 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Eggert Valur Guðmundsson aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Hulda Karlsdóttir
  • Einar Bárðarson
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Hulda Karlsdóttir

1.Rekstraryfirlit 2023

2302079

Farið yfir rekstraryfirlit jan-okt
Farið yfir rekstraryfirlit janúar til október og er reksturinn í jafnvægi.

2.Ýmsar upplýsingar úr daglegum rekstri

2101057

Farið yfir ýmis rekstrarmál
Framkvæmdastjóri fór yfir ýmis rekstrarmál skv. framlögðu minnisblaði.

3.Kynning á snjalltunnuverkefni - SASS

2312017

Elísabet Björney og Þórður hjá SASS kynna verkefnið fyrir stjórn. Stjórn lýsir sig reiðubúin að taka þátt í verkefninu með fyrirvara um að ekki falli til fjárfestingarkostnaður á búnaði á Sorpstöðina þar sem þegar hefur verið samþykkt fjárhagsáætlun vegna ársins 2024.
Formanni stjórnar falið að undirrita viljayfirlýsingu.

4.Kynning á brennslustöðvum - Sorporka ehf.

2312018

Fulltrúar Sorporku ehf. kynntu nýjar lausnir í sorpbrennslumálum. Stjórn SOR hefur áhuga að skoða málið áfram.

5.Fundargerðir Sorpstöðvar Suðurlands

2203021

321. og 322. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands lagðir fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:46.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?