236. fundur 22. apríl 2024 kl. 15:00 - 16:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Eggert Valur Guðmundsson aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Hulda Karlsdóttir
  • Einar Bárðarson
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Hulda Karlsdóttir
Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir lið 1.

1.Ársreikningur 2023

2404113

Uppfærður ársreikningur lagður fram.
Klara Viðarsdóttir fór yfir ársreikning Sorpstöðvarinnar.Samkvæmt ársreikningi gekk reksturinn ágætlega á árinu 2023. Tekjur voru hærri m.a. vegna aukningu á mótteknu úrgangsmagni og greiddri flutningsjöfnun frá Úrvinnslusjóði. Gjöld hækkuðu vegna aukningar stöðugilda um 1,2, áhrifa kjarasamninga og hækkun afsetningargjalda. Tekjurnar námu 229,1 m.kr. og gjöldin 227,6 m.kr. Afkoman var neikvæð eftir fjármagnsliði um 19,9 m.kr. Eigið fé í árslok nam 136,3 m.kr.
Ársreikningur samþykktur og áritaður af stjórn.

2.Starfsmannamál Sorpstöðvar

2404129

Fært í trúnaðarmálabók

Fundi slitið - kl. 16:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?