210. fundur 22. apríl 2020 kl. 14:00 - 15:30 https://zoom.us/j/6594700701
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson formaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Ómar Sigurðsson embættismaður
  • Hulda Karlsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Hulda Karlsdóttir
Einnig sat fundinn Stefán Gíslason ráðgjafi.
Rafn Bergsson forfallaðist og ekki vannst tími til að boða varamann.

1.Brennsluofn fyrir dýrahræ og aðrar dýraleifar

1901058

Staða mála
Stefán Gíslason hjá UMÍS ehf. Environice kom á fundinn fór yfir stöðu mála vegna vinnu við mat á umhverfisáhrifum. Tillaga að matsáætlun um brennsluofn fyrir dýrahræ og dýraleifar á Strönd hafa verið kynnt almenningi og umsagnaraðilum. Engar athugasemdir bárust og hefur matsáætlunin verið send til Skipulagsstofnunar.

Ákveðið að leyta ráðgjafar hjá verkfræðingi Eflu sem er að vinna að tæknihlið þessara mála með öðrum aðilum.

Á ljósi þess að ekki er lengur hægt að fara með dýrahræ og leifar í Fíflholt er lögð fram tillaga um að sækja um undanþágu til að urða slíkan úrgang. Ágústi falið að hafa samband við forstjóra Umhverfisstofnunar.

2.Farvegur úrgangs frá Sorpstöð Rangárvallasýslu

1901059

Staða mála og neyðaráætlanir vegna COVID19
Lögð fram drög að neyðaráætlun Sorpstöðvar Suðurlands bs. um förgun úrgangs vegna COVID19. Í henni er lagt til að Strönd komi helst til greina sem neyðarurðunarstaður fyrir Suðurland ef aðrar leiðir lokast.
Stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu skorast ekki undan ábyrgð á þessum tímum en bendir jafnframt á að urðunarstaðurinn við Kirkjuferjahjáleigu komi einnig til greina, enda stór og öflugur urðunarstaður með starfsleyfi í gildi og vel staðsettur m.v. magn úrgangs og vegalengdir.

Samþykkt samhljóða.

3.Rekstraryfirlit 2020 - Sorpstöð Rangárvallasýslu bs

2004012

Rekstraryfirlit jan-mar 2020 lagt fram til kynningar

4.Gámaplön á starfssvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs

1904010

Breytt fyrirkomulag á grenndarstöðinni á Hvolsvelli hefur gengið ágætlega en þó ekki hnökralaust. Huldu ásamt kynningarfulltrúum falið að kynna þetta fyrirkomulag fyrir fyrirtækjum og rekstraraðilum á svæðinu.

Ákveðið að hafa vorhreinsun í ár með svipuðu sniði og undanfarin ár. Huldu og Ómari falið að undirbúa og kynna málið.

Almennt hefur sorphirða og móttaka sorps á Strönd gengið framar vonum þrátt fyrir COVID faraldur og erfitt veðurfar. Mikið hefur mætt á starfsmönnum Sorpstöðvarinnar og hafa þeir staðið sig með mikilli prýði.

5.SOS - stjórn 289

2004019

Lagt fram til kynningar

6.SOS - stjórn 290

2002055

Lagt fram til kynningar

7.291 stjórnarfundur SOS

2004015

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 15:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?