215. fundur 03. febrúar 2021 kl. 09:00 - 10:30 Fjarfundur í gegnum ZOOM
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson formaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir varaformaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Ómar Sigurðsson embættismaður
  • Hulda Karlsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Hulda Karlsdóttir Ritari

1.Rekstraryfirlit 2020 - Sorpstöð Rangárvallasýslu bs

2004012

Rekstraryfirlit jan-des 2020
Rekstraryfirlit frá janúar til desember 2020 lagt fram til kynningar.

2.Ýmsar upplýsingar úr daglegum rekstri

2101057

Hulda Karlsdóttir og Ómar Sigurðsson fóru yfir nokkur atriði úr rekstri Sorpstöðvarinnar.

3.Gjaldskrár Sorpstöðvar 2021

1811016

Yfirlit yfir heimsenda gáma árið 2020.
Lagt fram yfirlit yfir kostnað sveitarfélaganna við heimsenda gáma árið 2020, ásamt tegundagreiningu úrgangs. Ljóst er að íbúar greiða innan við 20% af raunkostnaði við heimsenda gáma. Í ljósi þess er rík ástæða til endurskoða hvaða úrgangsflokka má afsetja í heimsenda gáma.

4.Samskipti við Umhverfisstofnun

1811019

Eftirlitsskýrsla
Eftirlitsskýrsla vegna eftirlits á Strönd þann 18.11.2020 lögð fram til kynningar. Formaður stjórnar leggur til að óskað verði eftir rýmkaðri heimild til urðunar lífræns úrgangs án botnþéttinga þangað til að brennsluofn rís á Strönd. Samþykkt samhljóða. Formanni falið að vinna málið áfram.

5.Brennsluofn fyrir dýrahræ og aðrar dýraleifar

1901058

Frummatsskýrsla og staða mála
Frummatsskýrsla vegna mats á umhverfisáhrifum vegna brennsluofns fyrir dýraleifar á Strönd er tilbúin og mun Skipulagsstofnun auglýsa hana í samræmi við 10. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Gert er ráð fyrir að kynningartíminn verði frá 4.febrúar til 19. mars.
Lagt fram minnisblað um stöðu mála vegna brennsluofns. Þessa dagana er unnið að áætlun um væntanlegt magn og tegund dýraleifa í fyrirhugaðan brennsluofn á Strönd. Ágúst Sigurðsson, Hulda Karlsdóttir og Ómar Sigurðsson vinna áfram að þeirri áætlun í samstarfi við Stefán Gíslason.

6.Aðgerðaáætlun Suðurlands í sorpmálum

2101050

Stjórn fór yfir drög að Suðurlandskafla aðgerðaáætlunar í sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vesturlandi, Suðvesturlandi og Suðurlandi. Ágústi og Huldu falið að senda inn athugasemdir í samræmi við umræður á fundinum.

7.Aðalfundur SOS 2020

2101056

Aðalfundargerð SOS 2020 lögð fram til kynningar.

8.297. stjórnarfundur SOS

2101053

Fundur SOS frá 30.10. 2020 lögð fram til kynningar.

9.298. stjórnarfundur SOS

2101054

Fundargerð SOS frá 24.11.2020 lögð fram til kynningar.

10.Flokkun á lífrænum úrgangi

1901057

Bokashi jarðgerð á Strönd
Skýrsla úr fyrsta fasa Bokashi-jarðgerðar tilraunar á Strönd, lögð fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt rafrænt með SIGNET.IS

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?