217. fundur 29. júní 2021 kl. 14:00 - 16:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson formaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir varaformaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Ómar Sigurðsson embættismaður
  • Hulda Karlsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Hulda Karlsdóttir framkvæmdastjóri
Stefán Gíslason sat fundinn undir liðum 1 og 2.

1.Ýmsar upplýsingar úr daglegum rekstri

2101057

Kynning frá Pure North Recycling.
Sigurður Halldórsson og Börkur Smári Kristinsson komu og kynntu starfsemi Pure North Recycling.

Hulda Karlsdóttir og Ómar Sigurðsson fóru yfir ýmis atriði úr rekstri Sorpstöðvarinnar.

Að gefnu tilefni vill stjórn Sorpstöðvarinnar beina því til aðildarsveitarfélaga að ljúka frágangi svæðanna við grenndarstöðvarnar.

2.Brennsluofn fyrir dýrahræ og aðrar dýraleifar

1901058

Álit skipulagsstofnunar, áhættumat og tímalína.
Stefán Gíslason hjá UMÍS ehf. Environice fór yfir stöðu mála varðandi brennsluofn fyrir dýraleifar á Strönd. Áætlun um væntanlegt magn og tegund dýraleifa í fyrirhugaðan ofn liggur fyrir. Þá liggur fyrir áhættumat og tímalína vegna uppsetningar á brennsluofni að kröfu Umhverfisstofnunar vegna framlengingu á tímabundnu leyfi til urðunar á lífrænum úrgangi.

Álit skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum barst 21.6 sl. og skv. því telur stofnunin að matsskýrslan uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum.

Formanni og framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við ofangreint og umræður á fundinum.
Fylgiskjöl:

3.Rekstraryfirlit 2021 -

2104013

Rekstraryfirlit jan-apr 2021
Rekstraryfirlit frá janúar til apríl 2021 lagt fram til kynningar.

4.Gjaldskrár Sorpstöðvar 2021

1811016

Niðurstaða verðkönnunar og tillaga að breytingu á gjaldskrá móttökustöðvarinnar á Strönd.
Lögð fram tillaga að hækkun á gjaldskrá í kjölfar hækkana hjá þjónustuaðila. Samþykkt samhljóða. Jafnframt samþykkt að stefnt skuli að upptöku klippikortakerfis til fasteignaeigenda í Rangárvallasýslu frá og með næstu áramótum. Samþykkt samhljóða.

5.Erindi vegna æfingasvæðis Brunavarna Rangárvallasýslu

2106067

Fyrirspurn um möguleika á því að koma upp æfingasvæði Brunav. Rangárv.sýslu á eða við athafnasvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
Lagt fram erindi um að koma upp æfingasvæði Brunavarna Rangárvallasýslu á Strönd. Framkvæmdastjóra falið afla frekari gagna. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

6.301. stjórnarfundur SOS

2106049

Fundargerð SOS frá 13. apríl lögð fram til kynningar.

7.302. stjórnarfundur SOS

2106041

Fundargerð SOS frá 18. maí lögð fram til kynningar

8.303. stjórnarfundur SOS

2106066

Fundargerð SOS frá 22. júní lögð fram til kynningar
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?