225. fundur 21. nóvember 2022 kl. 08:15 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Eggert Valur Guðmundsson aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Hulda Karlsdóttir
  • Einar Bárðarson
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Hulda Karlsdóttir
Klara Viðarsdóttir kom inn á fundinn undir lið 3.

1.Rekstraryfirlit 2022

2203022

Rekstraryfirlit janúar til október lagt fram til kynningar.

2.Ýmsar upplýsingar úr daglegum rekstri

2101057

Framkvæmdastjóri fer yfir daglegan rekstur. Starfsmannaviðtöl hafa farið fram frá síðasta fundi. Töluverð vinna verið unnin í skipulagsbreytingum á mótttökustöðinni á Strönd sem á að gera notendum þjónustunnar auðveldara fyrir að flokka og skila á Strönd. Áfram verður unnið að breytingum og þróun á Strönd. Framkvæmdastjóri hélt erindi á aðalfundi SOS og átti fund með fulltrúa SASS vegna úrgangstorgs sem er í þróun.

3.Rekstraráætlun 2023

2210035

Rekstraráætlun 2023 lögð fram til samþykktar.
Rekstraráætlun 2023 lögð fram. Gert er ráð fyrir að tekjurnar verði 188,4 m.kr. og gjöld fyrir utan fjármagnsliði 210,2 m.kr. Gert er ráð fyrir að handbært fé frá rekstri verði 16 m.kr. og að fjárfestingar verði 34,5 m.kr. Samþykkt samhljóða.

4.Gjaldskrá Sorpstöð 2023

2211047

Lögð fram tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir árið 2023
Ljóst er að hækkun mun verða á þjónustu hjá þeim aðilum sem Sorpstöðin kaupir þjónustu af. Sorpstöðin hefur verið að greiða með sumum úrgangsflokkum og því er nauðsynlegt að bregðast við þar sem ný lög taka gildi 1.1.2023 gera ráð fyrir því að úrvinnsla úrgangs verði sjálfbær. Gjaldskráin sem nú er lögð fram er til þess fallin að standa undir kostnaði vegna afsetninga á úrgangsflokkum sem Sorpstöðin meðhöndlar. Stjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða og vísar henni til aðildarsveitarfélaga til staðfestingar.

5.Þjónustukannanir

2208087

Niðurstöður úr þjónustukönnun sem gerð var í október
Stjórn þakkar íbúum fyrir þátttöku sína í þjónustukönnun Sorpstöðvar Rangárvallasýslu. Niðurstöður könnunarinnar verður leiðbeinandi fyrir stjórn og framkvæmdastjóra að taka stefnumótandi ákvarðanir um framtíðarþjónustu og daglegan rekstur Sorpstöðvarinnar. Stjórn stefnir á að fara í stefnumótandi vinnu varðandi framtíðarfyrirkomulag sorpþjónustu í Rangárvallasýslu í upphafi nýs árs og verða niðurstöður þeirrar vinnu kynnt íbúum.

6.Fundargerðir Sorpstöðvar Suðurlands

2203021

314. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?